Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 15
ekkert annað komast að utan fjölskyldan og bú- skapurinn. Ég hef ekkert meira á prjónunum. En menn geta líka deilt um það hvað pólitík er og hvar hún er best rekin. Það er ekkert endilega víst að það sé innan pólitískra flokka." LANDBÚNAÐUR STÖKK- BREYTIST EKKI — Haukur, nú eru allir sammála um ad breyt- ingarþuríi að verða í íslenskum landbúnaði, en menn greinir á um leiðir og hraða. Hvaða orð- um fer formaöur Stéttarsambands bœnda um þetta efni? „Það eru að gerast miklar breytingar í land- búnaði og ég vil undirstrika, þær eru að gerast. En menn verða að sætta sig við að þær taka sinn tíma, þær verða að taka sinn tíma. Við getum ekki búist við neinum stökkbreytingum í land- búnaðinum. Það geta ekki orðið róttækar breyt- ingar í landbúnaði á örfáum árum. Hann er grein sem þarf aðlögun og þróun og hún tekur nokkur ár. Við höf um núna fimm ára aðlögunar- tímabil til búháttabreytinga vegna þeirra bú- vörusamninga sem gerðir voru í vor. Að þeim tíma liðnum er ég viss um að landbúnaðurinn á eftir að standa betur en núna. Menn verða að hafa tíma til að framkvæma þessar breytingar, þeir mega hvergi gefast upp á miðri leið, enda mæti þeir þá líka skilingi fólks og því að þess verði ekki krafist að breytingunum verði flýtt svo mjög að þær leiði til mistaka. Við höfum þegar brennt okkur á því að flýta okkur of hratt, reyna að breyta með hraði úr gömlum búskap í nýjan. Þekking og reynsla hafa ekki verið sam- stiga uppbyggingunni. Leiðbeinendastarf hefur viljað verða útundan — og menn farið of geyst. Það er vitaskuld vont, en sýnir samt sem áður viljann til breytinga." MEIRI EYFIRÐINGUR EN ÞINGEYINGUR Við Haukur höfum setið inni í stássstofu á heimili hans og Bjarneyjar Bjarnadóttur frá því þetta viðtal hófst. Út um stofugluggann sér þvert yfir Eyjafjörðinn inn Hörgárdal að vestanverðu — og ef ekki væru ræktarleg tré við suðurhlið hússins sæist alla leið upp til Kerlingar og fram dalinn á þessum fagra sunnudegi í september. í þessum hugrenningum inni ég Hauk eftir því hvort hann telji sig meiri Eyfirðing en Þingey- ing. „Ætli ég telji mig ekki meiri Eyfirðing, þó þetta land mitt eigi að heyra til Þingeyjarsýslu. Út af fyrir sig skiptir mig engu máli hvort það er Þ eða A á bílnum mínum, flest mín félagslegu tengsl eru innfyrir, hvort heldur sem er ung- mennasamband, búnaðarsamband eða verslun og afurðastöðvar. Sýsluskiptingin við austan- verðan botn Eyjafjarðar er bara frá gamla ein- okunartímabilinu og úrelt með öllu.“ — Berðu einhver þau merki Þingeyings sem frœg eru? „Það verða aðrir að dæma um hvort ég er til dæmis montinn. Ég held nú reyndar að Þingey- ingar sem slíkir telji engan löglegan Þingeying búa hérna megin vatnaskila. Það séu altént útþynntir Þingeyingar þar sem vatnið rennur í eyfirskan sæ.“ — Er Akureyri góður nágranni? „Já, það myndi ég hiklaust segja. Ég held að þeir sem búa hérna í nærliggjandi sveitum við Akureyri líti í auknum mæli á Akureyri sem sinn bæ. Ég lít til dæmis allt eins á mig sem Akur- eyring og Eyfirðing." —- Treystirðu þér til að flytja burt frá þessu svceði? „Ég tel þetta vera einn besta stað á landinu til að búa á og ég hef hugsað mér að búa hérna áfram þó ég þurfi tímabundið að dveljast tals- vert sunnan fjalla. Ég held ég taki bara svo djúpt í árinni að segja að Eyjafjörðurinn sé einn dásamlegasti staður sem ég hef komið til og hef ég þó siglt nokkuð víða. Akureyri og Eyjafjörð tel ég mjög ákjósanlegan stað."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.