Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 11
að því að sýna vel heppnaða rokk-
og danssýningu þeirra Gunnars
Þórðarsonar, Björns Björnsson-
ar og Egils Eðvarðssonar, Allt
vitlaust, út september og síðan
mun ný sýning taka við á sviðinu
uppi í Mjódd. Hún hefur hlotið heit-
ið Gullárin og byggir mikið til á hin-
um fræga KK-sextett sem réð ríkj-
um hér á árum áður. Þess má geta
að söngkonan dáða Ellý Vilhjálms
kemur fram í þessari sýningu eft-
ir margra ára pásu frá sviðinu.
Það hefur verið hljótt um Ellý síð-
ustu ár, en á næstliðnum misserum
hefur hún þó talsvert látið á sér bera
við fjölmiðlun, svo sem á rás 2 og á
síðum Morgunblaðsins, þar sem
komið hefur í ljós að hún nýtur sín
ekki síður með penna i hönd en
raddböndin þanin. . .
að vakti athygli að enginn
hæstaréttarlögmaður sótti um stöðu
Halldórs Þorbjörnssonar, hæsta-
réttardómara, sem losnaði fyrr í vik-
unni. Yfirleitt hafa alltaf nokkrir
slíkir sótt um þegar stöður í Hæsta-
rétti losna. Nú brá svo við að emb-
ættismenn sóttu einir um. Meðal
þeirra hæstaréttarlögmanna sem
hafa áður sótt um en slepptu því nú
eru: Gunnar Guðmundsson, -
Benedikt Blöndal, Guðmundur
Ingvi Sigurðsson og Sveinn
Snorrason. En fljótlega munu tvær
nýjar stöður losna í réttinum og fá
þá hæstaréttarlögmenn annan
möguleika. Magnús Þ. Torfason
ogGuðmundur Skaftason, hæsta-
réttardómarar, munu báðir láta
bráðlega af störfum. Þá munu sjálf-
sagt margir sækja um. Meðal þeirra
sem eru nefndir til sögunar eru:
Hallvarður Einvarðsson, hinn
óvirki ríkissaksóknari, Sigurður
Gizurarson, bæjarfógeti á Akra-
nesi, Gaukur Jörundsson og Arn-
Ijótur Björnsson úr háskólanum
og Jón Finnson, lögmaður SIS. . .
Gisting
Veitingasala
Bar
Bíó
Fundarsalir
Ráöstefnur
Dans
HOTEL
VALASKJALF
EGILSSTÖÐUMs 97-11500
Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel“
Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana.
Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum.
Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum
1987.
Innritun og upplýsingar dagana 1.-14. september kl. 10 - 19 í símum:
641111,40020 og 46776.
Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi.
/
FID Betri kennsla - betri árangur.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
■■■■
mmmm
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ.
Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili
víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum
6 mán — 10 ára.
Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu
Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu
og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum.
Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa
yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum
þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga.
Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis
fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum
sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna,
einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi
fyrir væntanlegt nám.
Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanný Jónsdóttir, deildarstjóri, í síma 2 Z2 77 alla
virka daga frá kl. 9.00—16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00—15.00
HELGARPÓSTURINN 11