Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 18
Andstœð form skapa spennu og kraft segir Vilhjálmur Bergsson, sem um þessar mundir sýnir í Norrœna húsinu Síöastlidinn laugardag opnaði Vilhjálmur Bergsson sýningu á olíu- málverkum, vatnslitamyndum og teikningum í Norrœna húsinu. Nafn Vilhjálms hefur ekki farið ýkja hátt á undangengnum árum, enda hefur hann ekki sýnt hér heima í fjögur ár, reyndar aldrei sýnt vatnslitamyndir á íslandi fyrr. Hann er um þessar mundir búsettur í Dusseldorf í V- Pýskalandi, hefur verið það í fjögur ár og unnið að list sinni. Vilhjálmur er hér í stuttu spjalli við HP um lífið og listina, kynningu á íslenskri list á hinu þýska málsvœði og SÚM-fé- lagsskapinn, sem hann var aðili að á sjöunda áratugnum. „Ég var nú eiginlega bara laus- tengdur SÚM-félagsskapnum þó ég væri þar formaður í eitt ár. Reyndar voru þeir svo óánægðir með mig, Jón Gunnar og Guðbergur bróðir minn, að þeir ráku mig úr SÚM. En ég er löngu búinnn að fyrirgefa þeim það. Eg hef aldrei verið mikill félagsmálamaður' ‘ — Nú eru u.þ.b. tveir áratugir síð- an þessi hreyfing var sem virkust, hvernig kemur það sem þið voruð að gera þér fyrir sjónir í dag? „Þetta var þarfur félagsskapur og það sem við vorum að gera bar árangur og hristi tvímælalaust upp í mönnum að ýmsu leyti. En það er þannig með þessa framúrstefnu, það sem þá þótti framúrstefnulegt er orðið eins og gamall Ford. Þetta var mest ákaflega tímabundið, bundið stað og stund og gat ekki haft neitt klassískt gildi, enda var það ekki hugsað þannig. Þó voru þarna innan um einstaka góðir lista- menn sem voru að gera góða hluti sem höfðu varanlegt gildi. Mest var þetta þó — eins og í dada-ismanum — háð duttlungum augnabliksins. — Þetta hefur því að meginparti verið höfnun á því sem fyrir var? ■ „Já, það má segja það, enda orti Guðbergur, einhvern tíma þegar tvær ákaflega listelskar frúr vildu eitthvað fara að kynna sér það sem SÚM-arar voru að gera: Híum á SÚM, híum áSÚM. Það fellur í kram- ið hjá frúm. — Víkjum til Þýskalands, hvað er þar helst að gerast um þessar mund- ir? „Það sem maður hefur séð vera að gerast á undangengnum tveimur síðastliðnum árum er fyrst og fremst það að áhersla á góð vinnu- brögð hefur aukist. Það er mikil konstrúktíf hugsun í gangi, áhersla á myndbyggingu og nákvæmni í úr- vinnslu. Það er óhætt að slá því föstu að ýmis klassísk gildi í mynd- listinni hafi komið sterkt upp á síð- astliðnum tveimur árum. Það má segja að þetta sé alger andstæða villta málverksins þar sem tveir meginstraumar ráða ríkjum, ann- arsvegar geómetrískur og hinsveg- ar súrrealískur, sem koma svo sam- an í mjög nákvæmri úrvinnslu. Villta málverkið og konseptið eru dottin upp fyrir og það gerðist mjög snögglega. Menn hafa sennilegast orðið leiðir á þessum hráu fígúrum um allt. Þjóðverjarnir eru líka mjög uppteknir af birtu og víddum. Rúm- taki og ljósi. Norræna birtan heillar þá t.d. mjög enda er birtan ekki mjög spennandi á þessum slóðum." — Hvernig býr Þýskaland að lista- mönnum? „Þjóðverjar gera ekki mikið fyrir listamenn, utan að útvega þeim vinnustofur fyrir gjafverð, gjarna í skólum eða verksmiðjum sem búið er að leggja niður. Reyndar er það svo þar sem ég bý, í Dússeldorf, að þar er borgin sjálf allsráðandi í myndlistinni og borgaryfirvöld gera mikið fyrir listamenn. Kunsthalle er t.d. í eigu borgarinnar og þar fyrir utan eru tvö nútímalistasöfn í eigu borgarinnar. Það má eiginlega segja svo að opinberir starfsmenn séu farnir að ráða í myndlistarheimin- um meðan að galleríin hafa oltið úr sessi. Það koma fáir í galleríin, með- an Kunsthalle stendur fyrir enda- lausum sýningum og sópar til sín fólki og þeir sem þar ráða eru aðal- áhrifavaldarnir.“ — Hvernig er með íslenska mynd- list, kannast menn eitthvað við hana þarna úti? „Nei, það er ákaflega lítið. Reynd- ar er áhugi fyrir því í Kunsthalle að standa fyrir sýningu á íslenskri myndlist, sem yrði þá þverskurður af íslenskri nútímalist, og það er verið að undirbúa þá sýningu." — Eg hef heyrt að þú standir í að kynna íslenskar nútímabókmenntir þarna ytra. „Já, það er rétt. Áhugi á norræn- um bókmenntum fer mjög vaxandi í Þýskalandi um þessar mundir. Ég var með sýningu fyrir skömmu, hafði fengið tvo sali á vegum borg- arinnar en fékk síðan þriðja salinn og stækkaði sýnin guna og ky nnti að auki íslenskar bókmenntir. Kona mín las þarna upp, hún hefur þýtt ljóð eftir íslensk skáld. Þetta er svona eins og snjóbolti sem rúllar og rúllar og bætir stöðugt utan á sig. Við fréttum af því að forleggjari í Múnster hefði áhuga á að sérhæfa sig í útgáfu á norrænum bókmennt- um. Hjá honum kemur síðan út bók með Ijóðum Steins Steinars í haust, sem konan mín hefur þýtt. Sá sem sér um þetta er prófessor í Kiel, Kreutzer að nafni, ég var alveg hissa á hve fróður hann er um íslenskar nútímabókmenntir. Það sem er á dagskránni eru síðan skáldsögur eftir Guðberg og Thor og svo Ijóða- safn íslenskra ljóða. Slíkt safn hefur ekki komið út síðan 1903. Reyndar má segja að tengsl Þjóðverja við norrænar bókmenntir hafi rofnað afar mikið á tímum nazismans og ekki orðið eðlileg síðan. En það er tvímælalaust jarðvegur fyrir kynn- ingu á íslenskri menningu á þýska málsvæðinu." — Segðu mér ögn frá þessari sýn- ingu sem þú ert með í Norrœna hús- inu núna. „Ja, þetta eru myndir sem unnar eru í Þýskalandi á fjórum síðastliðn- um árum, olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. Ég byrjaði ekki að mála með vatnslitum fyrr en fyr- ir tveimur árum og hef þess vegna ekki sýnt slíkar myndir hér heima áður. Ég hafði að vísu málað með annarskonar litum sem eru áþekkir vatnslitum en ekki jafn gagnsæir. Það sem ég er að leggja áherslu á i sýningunni eru kaflaskiptin sem efnin bjóða upp á, eins og þú hefur séð þá eru teikningarnar sér og svo framvegis. Já, það er rétt, þetta eru mikið til sömu yrkisefnin. Ég vinn oft sömu myndina á ólíka vegu, í kol, blýant, vatnsliti, olíu. Hug- myndin er sú sama en útfærslan önnur eða mismunandi eftir efninu og það eru oft víxlverkanir hjá mér milli þessara aðferða. Vatnslita- myndirnar hafa haft áhrif á olíumál- verkin þannig að formin hafa orðið fjölþættari — þau voru einfaldari áð- ur. Vatnslitirnir bjóða upp á að vinna heilmikið inn í formin, ég var reyndar kominn aðeins inn á þá línu í olíunni og það fékk mig til að fara í vatnslitina, ég sá fram á að efnið myndi henta mér vel. — Það virðast vera einkum tvenns konar form sem þúfœst við, annars- vegar geómetrísk og hinsvegar mjúk og óregluleg form sem minna oft á frumur. „Já, ég er annarsvegar með geómetrísk form og hinsvegar líf- eindir, það hafa margir sagt að þau minni á frumur. Ég hef mikinn áhuga á þessum formandstæðum sem ég nota til að skapa spennu og kraft í myndrýminu. Stundum er ég að vísu með myndir sem innihalda eingöngu geómetrísk form, eða þá bara óregluleg form. Þetta eru form sem ég hef verið að vinna með lengi og það eru engar stórar breytingar á því sem ég hef verið að gera. KK. LEIKLIST 777 hamingju Leikfélag Akureyrar Afmœlisveisla handa Eyrarrós. Leikin dagskrá í tilefni 125 ára afmœlis Akureyrarkaupstaðar. Höfundar: Ottar Einarsson, Eyvindur Erlendsson og Jón Hlöðver Askelsson, sem einnig valdi, samdi og stjórnaði tón- listarflutningi. Leikmynd: Hallmundur Kristins- son. Lýsing: Ingvar Björnsson. Búningar: Freygerður Magnús- dóttir. Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson. Leikfélag Akureyrar hafði í rauninni þrjár ástæður eða tilefni til þess að slá upp afmælisveislu í Skemmunni svokölluðu, sem í upphafi mun hafa verið byggð sem áhaldahús, en hefur einnig löngum þjónað íþróttafólki, og í sumar verið rekin sem einskonar menningarmiðstöð. Hið eiginlega tilefni veislunnar er auðvitað fimm aldarfjórðunga afmæli Ak- ureyrarbæjar, en þar fyrir utan varð Leikfélagið sjálft sjötugt í vor, sem það raunar minntist með einkar eftirminnilegri uppsetn- ingu á söngleiknum Kabarett, og síðast, en ef til vill ekki síst, var á laugardaginn tilkynnt formlega um afmælisgjöf þjóðarinnar til LA, samning miili ríkis og bæjar- yfirvalda sem tryggir rekstur Leik- félagsins að minnsta kosti næstu tvö árin, og er skýlaus viðurkenn- ing á þeirri menningarstarfsemi sem það hefur haldið uppi. Það var því rík ástæða til að gieðjast. Og það var glaðst í Skemmunni. Upp.á tyrfðu sviðinu (tyrft leiksvið hlýtur annars að teljast einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu), var sleg- ið upp einni heljarmikilli afmælis- veislu sem vitanlega var látin fara fram í skrautlýstum garði á mild- um sumardegi. Hvað annað þegar verið er að minnast afmælis Akur- eyrar sem í vitund flestra er ein- mitt tengd görðum og gróðri? Þessi sýning er af þeim toga sem nefnt hefur verið „Byggðaleik- hús“, en það hefur talsvert rutt sér til rúms á Norðurlöndum, og gengur að miklu leyti út á það að túlka sögu og menningu viðkom- andi byggðarlags með leikrænum hætti. Mun einkar athyglisverð til- raun með sýningu af þessu tagi hafa verið gerð vestur á Blönduósi nú í vor, og hér virðist dæmið einnig hafa að mestu leyti gengið upp. Garðveislan sem haldin er í tilefni af afmæli Eyrarrósarinnar verður hér tilefni til að bregða upp myndum úr sögu bæjarins, og myndum sem lýsa „karakter" hans, þannig að úr verður alveg furðulega heilsteypt sýning, þar sem gáskinn og glettnin eru í fyr- irrúmi en þó er alvaran oft skammt undan. Má þannig hafa af sýningu þessari hina bestu skemmtan, en einnig nokkurn fróðleik. Hver hafði til dæmis hug- mynd um það, að kona hefði látið dæma sig kosningabæra til bæjar- stjórnar vegna formgalla á reglu- gerð, löngu áður en kosningarétt- ur kvenna var hér í lög leiddur? Einnig hefur nokkuð vel tekist að koma þeirri þversögn til skila sem svo mjög er áberandi á Akureyri, að hvergi á íslandi eru erlend áhrif eins áberandi og hér, en svo er sennilega hvergi jafn rík íslensk þjóðerniskennd og hér, sem sumir segja að lýsi sér í því að óvíða sé töluð betri íslenska en á Akureyri þrátt fyrir allt fjölmiðlafárið. Ekki er þessi afmælissýning þó með öllu gallalaus. Einn helsti veikleiki hennar er ef til vill frem- ur rýr persónusköpun, sem aftur verður til þess að leikararnir geta ekki oft sýnt sínar bestu hliðar. Undantekning er þó sjálfur veislu- haldarinn, auðkýfingurinn Krist- ján Rokkefeller, sem Pétur Einars- son gerir skil með þvílíkum ágæt- um að ekki einn einasti Akureyr- ingur þarf neitt að vera að velkjast í vafa um það við hvern átt er. Þá sýnir Skúli „Snigíll" Gautason nokkra skemmtilega takta í hlut- EFTIR REYNI ANTONSSON verki Skriðjökulsins, fyrirgefið Jökuls Skrið, en þessa persónu, og reyndar ýmsar fleiri, hefði mátt vinna mun betur, og nota til að mynda til að sýna enn betur tog- streituna milli hins gamla og nýja. Þá bar stundum á dálítilli of- hleðslu, til að mynda í lokaatrið- inu. Með allri virðingu fyrir annars stórgóðri blásarasveit Tónlistar- skólans, þá skilur maður ekki til- ganginn með því að vera að láta hann þruma „Oxar við ána“ þarna í lokin. Betra hefði verið, til dæm- is, að láta alla sameinast í nýjum, frumsömdum afmælissöng. Ánn- ars setti tónlistin mikinn og skemmtilegan svip á sýninguna, þó svo maður hefði nú kosið meira af frumsömdu tónlistarefni í bland við gömlu, góðu gullkornin. Það hefði án efa mátt fá mun meira út úr hæfileikum og smekkvísi þeirra Jóns Hlöðvers og Roars Kvam. Allar þesar aðfinnslur eru þó smávægilegar því þegar á heildina er litið er hér um einkar þekka sýningu að ræða og á köflum bregður þar fyrir ágætis leikhúsi, til dæmis í sumum leiknum sögu- brotum. Það væri vel þess virði að þessi sýning yrði unnin ögn betur, og færð upp á fjölum Samkomu- hússins. Til hamingju LA og þökk fyrir ágæta kvöldskemmtun. MARGRÉT Árnadóttir Auðuns opnar laugardaginn 12. september sýningu á verkum sínum í Slunka- ríki á Isafirði. Margrét stundaði nám við MHÍ frá 1970-74 og síðan í Frakklandi frá '74—79. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur áður tekið þátt í samsýning- um hér heima og í Frakklandi. Sýn- ing þessi stendur til mánaðamóta en þess má geta að hluti hennar verður settur upp í Gallerí Svörtu á hvítu síðar í haust ásamt töiuverðri við- bót. HÁVARÐUR Tryggvason, kontrabassaleikari, heldur einleiks- tónleika í Norrœna húsinu annað kvöld kl. 20.30. Með honum leikur Brynja Guttormsdóttir á píanó og á efnisskránni eru einleiksverk fyrir kontrabassa eftir ýmis tónskáld. Hávaröur hefur að undanförnu numið kontrabassaleik í Frakklandi en var í Tónskóla Sigursveins áður en hann Iagði land undir fót. Þetta munu vera fyrstu einleikstónleikar sinnar gerðar hér á landi, þ.e. þegar kontrabassinn er í aðalhluverki. EYDIS Lúðvíksdóttir sýnir um þessar mundir verk sín í vestursal - Kjarvalsstaða. Á sýningunni eru 40 verk sem Eydís hefur unnið á verk- stæði sínu í Mosfellsbæ, stórar skál- ar og veggmyndir. Verkin eru unnin í postulínsleir með tveimur litum, enda kallar listakonan sýninguna Tilbrigði um tvo liti. Eydís hefur síð- an 1979 starfað sem listráðunautur hjá Gliti hí, þar sem hún hefur unn- ið að hönnun Steinblóma, nytjaiist- ar og fleira. Sýningin stendur til 20. september. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.