Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 19
Kurt Vonnegut
Við höldum áfram að kynna þá
sem sœkja okkur heim vegna bók-
menntahátíðarinnar nú í septem-
ber. Áöur höfum við talað um
Klaus Rifbjerg hinn danska, Isabel
Allende frá Suður-Ameríku, Alain
Robbe-Grillet frá Frakklandi og
hér er svo kominn Kurt Vonnegut.
Kurt Vonnegut er mörgum hér
að góðu kunnur. Hann fæddist ár-
ið 1922 í Indiana-fylki í Bandaríkj-
unum, sonur velmegandi foreldra.
Vonnegut ólst upp á tímum krepp-
unnar miklu, sem átti eftir að hafa
mikil áhrif á skrif hans og heims-
sýn alla. — Hann braut þá hefð
margra kynslóða í beinan karllegg
að læra arkitektúr og skráði sig í
lífefnafræði í háskóla. Árið 1943
fór hann í herinn. Hann var tekinn
til fanga í Dresden í Þýskalandi og
lenti þar í hinni frægu sprengju-
veislu bandamanna þegar þeir
eyddu Dresden á einni nóttu. Og
hann lifði það af. Þessari árás og
áhrifum hennar gerir Vonnegut
eftirminnileg skil í einni af sínum
frægustu bókum, Slaughterhouse
Five. — Eftir stríð fékkst Vonnegut
við ýmislegt; lærði mannfræði og
vann við hitt og þetta og skrifaði
meðfram því ýmislegt smálegt.
Það var svo árið 1950 að hann
fékk birta eftir sig smásögu í tíma-
riti og það varð upphafið að skáld-
ferli Vonneguts. Þessi fyrstu verk
hans voru þjóðfélagslegar ádeilu-
sögur, fullar af háði, eins konar
skopstæling eða skrumskæling á
raunveruleikanum. Þar er mann-
eskjan sýnd í allri sinni nekt, ef svo
má að orði komast, hvernig hún
lætur stjórnast af öflum sem ráða
í þjóðfélaginu hverju sinni og
hvernig við færumst sífellt fjær
kjarnanum eftir því sem við vitum
meira.
Snemma á sjöunda áratugnum
kom fram stefna í bandarísku bók-
menntalífi sem átti eftir að komast
mjög í tísku. Þessi hreyfing var
kennd við svartan húmor og varð
Vonnegut fljótlega einn af höfuð-
paurunum þar. Og Vonnegut
komst í tísku. Reyndar var hann
tekinn í guðatölu af vissum hópi
fólks, aðallega ungs menntafólks,
og það náði vel út fyrir Bandarikin
— líka hingað til íslands. Það var
enginn maður með mönnum
nema hann kynni öll skil á Vonne-
gut.
Stíll Vonneguts er mjög per-
sónulegur og bókmenntafræðing-
ar reyna lítt að skilgreina hann.
Hvort þetta eru vísindaskáldsög-
ur, pólitískar ádeilur, ævintýri eða
væmnir tímarits-rómanar er látið
liggja á milli hluta. Hann þykir
alltjent góður.
Eftir Kurt Vonnegut liggur fjöldi
verka en einna þekktust eru lík-
lega Slaughterhouse Five, Break-
fast of Champions, Player Piano,
Cat’s Cradle, God Bless You Mr.
Rosewater, Slapstick, Jailbird og
leikritið Happy Birthday, Wanda
June, sem var sett upp í New York
árið 1971 ogþótti tímamótaleikrit.
-shg
LISTVIÐBURÐIR
Árbæjarsafnið
Opið 12.30 til 18.00 laugardaga og
sunnudaga út september. Frá 1.
október opið eftir samkomulagi.
Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 74
Opið alla daga nema laugardaga frá
13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar-
sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns-
sonar.
Ásmundarsafn
Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar,
opið daglega frá 10—16.
FÍM-salurinn v/Garðastræti:
Félagar úr SIM sýna verk sín á sam-
sýningu sem haldin er til að afla fé-
laginu fjár.
Gallerí Borg
Gestur og Rúna (Gestur Þorgríms-
son og Sigrún Guðjónsdóttir) með
sýningu frá 3—15. sept.
Gallerí Hallgerður
Kristján Kristjánsson sýnir klippi-
myndir.
Gallerí Gangskör
Frjálst upphengi meðlima gallerís-
ins. Opið frá 12—18 virka daga og
14—18 um helgar.
Gallerí Grjót
Samsýning aðstandenda. Málverk,
grafík, skúlptúr, silfur o.fl.
Gallerí Svart á hvítu
Helgi Þorgils Friðjónsson opnar á
föstudagskvöldið sýningu á vatns-
litamyndum og grafík, sem stendur
til 20. sept.
Gallerí Langbrók Textíll
Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað-
ur o.fl. á Bókhlöðustig 2.
Gallerí Vesturgata 17
Sumarsýning Listmálarafélagsins.
Margir af okkar fremstu málurum
með sölusýningu á verkum sínum.
Opið virka daga frá 9—17.
Hafnargallerí
Ljósmyndasýning Matthews James
Driscoll lýkur á morgun föstudag, á
laugardaginn opnar Guðbjörg Hjart-
ardóttir sýningu á olíumálverkum.
Kjarvalsstaðir
Til 20. sept. sýna Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Septem-hópurinn og Eydís
Lúðvíksdóttir.
Listasafn ASÍ
Samsýning fjögurra Dagsbrúnarfé-
laga á vegum safnsins og Dagsbrún-
ar, opnuð 29. ágúst og stendurtil 13.
sept.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda-
garðurinn er opinn daglega frá kl.
10—17.
Norræna húsið
Vilhjálmur Bergsson sýnir málverk,
vatnslitamyndir og teikningar út
mánuðinn.
Nýlistasafnið við Vatnsstíg
Ragna Hermannsdóttir opnar á
föstudagskvöldið sýningu á bókum,
grafík, málverkum og klippimynd-
um. Stendur til 27. sept.
Mokkakaffi
Gunnar Kristinsson sýnir myndir
unnar með blandaðri tækni frá 11.
sept. til 9. okt.
KVIKMYNDAHUSIN
★★★★
B/áa Betty (Betty Blue)
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20 í Bióborg.
Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5,
7.30 og 10. í Bíóhöllinni.
Herdeildin (Platoon). Sýnd kl. 5 og 9
í Regnboganum.
★★★
Neðanjarðarstööin (Subway). Sýnd
kl. 7 og 11 í Stjörnubíói.
Undir eldfjallinu (Under the
Volcano). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 í
Bíóhúsinu.
Tveir á toppnum (Lethal Weapon).
Með Mel Gibson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og
11 í Bíóhöllinni og Bíóborg.
Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og
bein fyndni. Kl. 3, 5 og 7 í Regnbog-
anum.
Óvænt stefnumót (Blind Date).
Notalegur húmor í Stjörnubíói kl. 5,
7, 9 og 11.
Logandi hræddur (The Living Day-
lights). Nýja James Bond-myndin.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni.
Ottó (Otto: Der Film) Endursýnd
mynd, full af fyndni og skemmtileg-
heitum. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05
og 11.15 í Regnboganum.
Villtir dagar (Something Wild)
Bráðskemmtileg mynd sem er í senn
spennandi og fyndin. Ærslafull.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnbog-
anum.
★★
Valhöll. Barna- og fjölskyldumynd í
Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11.
Wisdom. Hasarmynd, unglinga-
stjarnan Emilio Estevez farinn að
skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu-
bíói kl. 5 og 9.
Sérsveitin (Extreme Prejudice).
Plottið spillir fyrir annars ágætri
spennumynd. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Bió-
borg.
Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín-
mynd með Whoopi Goldberg í Bíó-
höllinni kl. 9 og 11.
Vild'ðú værir hér (Wish you were
here). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í
Regnboganum.
Geggjað sumar (One Crazy Summ-
er). Furðufígúra úr Lögguskóla-
mynd dubbuð upp í aðalhlutverk
með ekki nema takmörkuðum
árangri. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó-
höllinni.
Hálendingurinn (The Highlander).
Endursýnd í Regnboganum kl. 7, 9
og 11.15.
Hvererég (Square Dance). Fatla-fól,
leikið af sjarmörnum Rob Lowe, sýn-
ir ungri stúlku fleiri hliðar en góðar.
Kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói.
★
Rugl í Hollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og
11 i Laugarásbíói.
Ginan (Mannequin). Gamanmynd.
Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15 í Regnbog-
anum.
Superman Það hljóta að vera ein-
hver takmörk. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í
Háskólabíói.
O
Lögregluskólinn 4 Langþreytt grín-
mynd í Bíóhöllinni kl. 5 og 7
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
Q mjög vond
Dagskrá Bókmenntahátíðar 13.-19. sept. 1987
Nú fer hin margumrœdda og
áhugaverða bókmenntahátíð að
hefjast, setning hennar verður nú á
sunnudaginn kl. 16.00 þar sem
merkir menn munu flytja ávörp og
lofa skáldgyðjuna, vafalítið undir
andaktugri áheyrn bókmennta-
áhugamanna. Dagskrá hátíðarinn-
ar fer hér á eftir í heild sinni en alls
stendur hún í viku, frá sunnudegi til
sunnudags, og er mikiö um að vera
á degi hverjum. Þó kemur það hin-
um vinnandi manni spánskt fyrir
sjónir að mikill hluti dagskrárinnar,
þar á meðal allar umrœður og bein-
ir fyrirlestrar hinna erlendu gesta,
fer fram þegar venjulegt fólk stritar
hörðum höndum, sumir sennilegast
til þess m.a. að geta keypt bœkur
meistaranna. Hvaö um það, menn
taka sér bara frí, er það ekki?
KK
DAGSKRÁ
Sunnudagur 13. september
Kl. 16.00
Opnun Bókmenntahátíðar í Nor-
rœna húsinu.
Ávörp flytja Knut Ödegárd forstjóri,
Birgir ísl. Gunnarsson menntamála-
ráðherra, sænski rithöfundurinn
Sara Lidman, Sigurður Pálsson for-
maður Rithöfundasambands ís-
lands. Einleikur á flautu: Robert
Aitken, Kanada.
Kl. 20.30
Bókmenntadagskrá í Norrœna hús-
inu
Johan Bargum Finnlandi, Dorrit
Willumsen Danmörku, Jon Michel-
et Noregi, Regin Dahl Færeyjum,
Einar Már Guðmundsson íslandi,
Þórarinn Eldjárn íslandi.
Mánudagur 14. september
Kl. 10.30
Umrœður um norrœna skáld-
sagnagerð
Umræðustj. Árni Sigurjónsson. Þátt-
takendur: Poul Borum Danm., Ola
Larsmo Svíþj., Tor Obrestad Noregi,
Eeva Kilpi Finnlandi, Einar Már
Guðmundsson íslandi.
Kl. 12.00
Bókmenntakynning í framhalds-
skólum.
Kl. 14.00
Franski rithöfundurinn A. Robbe-
Grillet: Fyrirlestur á frönsku: ,,Le
nouvel roman et l'autobiographie"
— Nýja skáldsagan og ævisagan.
Kl. 20.30
Bókmenntadagskrá í Gamla biói
Fay Weldon Bretlandi, Erwin Stritt-
matter A-Þýskalandi, Poul Borum
Danmörku, Kaari Utrio Finnlandi,
Einar Kárason íslandi.
Þriðjudagur 15. september
Kl. 12.00
Bókmenntakynning í framhalds-
skólum.
Kl. 14.00
Konur og bókmenntir.
Þátttakendur: Fay Weldon Bret-
landi, Benoite Groult Frakkl., Kaari
Utrio Finnl., Luise Rinser V-Þýska-
landi, Steinunn Sigurðardóttir ís-
landi.
Kl. 20.30
Bókmenntadagskrá í Gamla bíói
Isabel Allende Chile, Gerhard Köpf
V-Þýskalandi, Ola Larsmo Svíþjóð,
Tor Obrestad Noregi, Jakobína Sig-
urðardóttir íslandi.
Miðvikudagur 16. september
Kl. 12.00
Bókmenntakynning í framhalds-
skólum.
Kl. 14.00
Skáldsagan á vorum dögum (um-
ræður á ensku). Umræðustjóri:
Thor Vilhjálmsson. Þátttakendur:
Isabel Allende Chile, Kurt Vonnegut
Bandar., A. Robbe-Grillet Frakkl.,
Gerhard Köpf Þýskal., P.C. Jersild
Sviþj., Guðbergur Bergsson ísl.
Kl. 17.00
Isabel Allende Chile: Fyrirlestur um
suður-amerískar bókmenntir (á
ensku).
Kl. 20.30
Bókmenntadagskrá í Gamla bíói
Kurt Vonnegut Bandar., Benoite
Groult Frakkl., P.C. Jersild Svíþj.,
Peer Hultberg Danm., Thor Vil-
hjálmsson íslandi.
Fimmtudagur 17. september
Ki. 20.30
Bókmenntadagskrá í Gamla bíói
Robbe-Grillet Frakkl., Andre Bitov
Sovétr., Luise Rinser V-Þýskal., Karl-
Erik Bergman Álandseyjum, Guð-
bergur Bergsson íslandi.
Föstudagur 18. september
Kl. 12.00
Bókmenntakynning í framhalds-
skólum.
Kl. 14.00
Kynning á íslenskum samtímabók-
menntum (á ensku). Umsjón: Hall-
dór Guðmundsson, Guðmundur
Andri Thorsson og Örnólfur Thors-
son.
Kl. 15.30
Heimsókn í Stofnun Árna Magnús-
sonar á lslandi.
Kl. 20.30
Bókmenntadagskrá í Norrœna hús-
inu
Sara Lidman Svíþj., Eeva Kilpi
Finnl., Felix Thoresen Noregi,
Rauni-Magga Lukkari Samalandi,
Pétur Gunnarsson íslandi, Steinunn
Sigurðardóttir íslandi.
Laugardagur 19. september
Kl. 10.00
Ferð til Þingvalla. Hádegisverður.
Kl. 19.00
Lokahóf í Norræna húsinu.
Öll dagskráin fer fram í Norræna
húsinu, nema annars sé getið.
HELGARPÓSTURINN 19