Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 12
GÓÐA VEISLU
gjöra skal
Höfum til útleigu einn glæsilegasta
veislu- og ráðstefnusal borgarinnar. Ut-
análiggjandi glerlyfta flytur gesti upp í
Norðurljósin. Salurinn hentarfyrir hvers
konar veislur og mannfagnaði, svo sem
árshátíðir, þorrablót, erfidrykkjur, hádeg-
isverði, ráðstefnur, brúðkaups- og
fermingarveislur, auk annarra mann-
fagnaða eða funda.
GóÖ aÖstaÖa til allra
veislu- og ráÖstefnu-
halda oggreið aÖkoma
fyrirfatlaÖa.
Útbúum allan mat og
aðrar veitingar, allt eftir
óskum hvers og eins.
Sjón ersögu ríkari
Veitingastjóri Noröurljós-
anna gefur allar nánari
upplýsingar.
VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR
í Þórshðll, Brautarholti 20, símar: 29099, 23333 og 23335.
DAGBÓKIN
HENNAR
DÚLLU
Kæra dagbók.
Það er aldeilis nóg að hugsa hjá
mér, því skólinn er að fara í gang og
allt á fuilu. Þetta er svolítið blandað-
ur fílingur. . ., ofsa gaman að hitta
krakkana, en námið verður örugg-
lega miklu erfiðara. Sérstaklega
þegar maður er með heiður fjöl-
skyldunnar á herðunum eins og ég.
Það hefur nefnilega aldrei komið
fyrir í mannkynssögunni að einhver
af ,,okkar fólki" hafi ekki náð upp í
menntaskóla. Meira að segja amma
á Einimelnum var í MR þegar hún
var ung! (Rosalega hlýtur þetta ann-
ars að vera gamall skóli...)
Pabbi og mamma eru gjörsam-
lega skilningslaus á að þetta geti
verið erfitt mál, því þegar þau voru
í skóla var eitthvert landspróf sem
var álíka þungt og lokapróf í læknis-
fræði, ef marka má lýsingarnar. Þau
eiga ekki til orð yfir hvað þetta var
hræðilegt og finnst náttúrulega skít-
ur á priki að taka nokkur samræmd
próf í „litlum" grunnskóla. (í fornöld
var fólk í „gagnfræðaskóla". Voða
flott, maður, eða hitt þó heldur.) Ég
er alltaf að reyna að segja þeim, að
það er sko ekkert einfalt að komast
í menntó eða Versló á þessum síð-
ustu og verstu tímum. En að þau
hafieinhverjasamúðmeðmanni. . .
vonlaust mál!
Talandi um Versló, þá verða þau
nú alveg galin, ef ég nefni þann
skóla á nafn. Maður má ekki einu
sinni hafa skoðun á sínu persónu-
lega lífi lengur. „Okkar fjölskylda"
fer í MR og þá er það útrætt. Bömm-
er! Þau taka sko feil, ef þau halda að
þetta sé afgreitt. Mig langar mest í
Versló, bæði til að vera áfram með
„klíkunni" og af því að ég held að
hann sé meira nútimalegur en þessi
gamli menntaskóli. Og ég skal fá að
ráða þessu sjálf. í MR þarf maður að
þéra kennarana og ég veit ekki
hvað...
Gömlu hjónin eru örugglega hald-
in einhverri sjálfspyndingarnautn,
því þau fá bókstaflega móðu í aug-
un, þegar þau tala um þrældóminn
í menntó. Það var allt voða strangt
og kennararnir algjörir sadistar,
kennt á laugardögum og ógeðslega
mikið af prófum. Samt verða þau
svo smeðjuleg í framan við að rifja
upp þennan tíma. Ég skil þetta ekki.
Við Bella fórum aðeins niður í bæ
á föstudaginn til að kíkja á liðið. Ég
mátti bara vera til hálfeitt, en þá var
fjörið rétt að byrja. Pabbi kom svo
og sótti okkur eins og smáseiði.
(Mér fannst þetta skárra en að fá alls
ekki að fara, en var auðvitað í fýlu
þegar pabbi sá til. Maður er nú ekk-
ert að skríða fyrir þessum gamlingj-
um. Hann hefði bara átt að sjá
hvernig hann lét sjálfur i London,
fullur af bjór og brennivíni frá morg-
unmatnum og þangað til mamma
dró hann af barnum og upp á her-
bergi.)
Talandi um bjór, þá held ég að það
væri miklu sniðugra fyrir okkur
krakkana að hafa hann heldur en
sterka vínið. Það eru t.d. allir að gefa
hver öðrum sopa niðri í miðbæ, en
enginn veit hvað hann er aö drekka.
Hvað þá hvað það er sterkt. Ef þetta
væri bjór (eða jafnvel rauðvín eða
hvítvín), þá vissi maður betur hvað
maður væri búinn að fá og yrði síð-
ur veikur af skrítnum blöndum. En
svo eru sterku vínin látin vera miklu
ódýrari (hlutfallslega, eða þannig)
og bjórinn ekki einu sinni leyfður.
Svona hugsa þeir ógeðslega vit-
laust, þessir menn sem stjórna land-
inu. Það er ég viss um að þeir eru
allir úr MR en ekki Versló.
Bless, Dúlla.
{ LJOSASKOÐUN
SKAMMDEGIÐ
FER í HÖND.
Við aukum oryggi i umferöinni meó
því aö nota okuljosin allan
sólarhringinn, rétt stillt og i góðu lagi
Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma.
og Ijósaperur dofna smám saman við notkun
Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnað um
allt að þvi helming.
\
jU^IFERÐAR
Vilt þú fara til Spánar 22. sept
Þú velur um 2 eða 3 vikna ferð á góðum gististöðum.
Þetta er einn þægilegasti tími ársins, 25 stiga hiti og ákjós-
anlegt veður Verd frá ^
Golfunnendur, er þetta
ekki
rétta ferðin?
FERÐASKRIFSTOFAN
orrri
V J Allra val
TJARNARGATA 10 SÍML28633
Við minnum
sérstaklega á
Kínaferð
okkar16.
október.
Nú fer hver að verða síðastur
að bóka sig. Örfá sæti laus.
Ógleymanleg ferð um ævin-
týralandið Kína, sem er
skipulögð í samvinnu við
Kínversk-íslenska menning-
arfélagið og Kínversku ríkis-
ferðaskrifstofunna.
Fyrsta flokks aðbúnaður.
Leitið upplýsinga á skrif-
stofu okkar.
12 HELGARPÓSTURINN