Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 17
LISTAP
Hið heimsþekkta tónskáld
László Dubrovay á UNM-hátíðinni:
Eins og komid hefur fram í Helgar-
póstinum verdur dagana 13. til 19.
september nk. haldin samnorrœn
tónlistarhátíö ungs fólks, Ung
nordisk musik. Sérstakt tónskáld
þessarar hátídar er Unguerjinn
László Dubrovay. Viö spjölluöum
viö Dubrovay og byrjuöum á aö
spyrja hvort ekki heföi veriö erfiö-
leikum bundiö aö fá leyfi til aö
koma hingaö til lands.
ÓVINUR NÚMER EITT
ER ÓFRELSI
„Nei, það gekk alveg eins og í
sögu vegna þess að ég fékk boðsbréf
um að koma, þá eru manni allir veg-
ir færir. Reyndar á þetta við um alla
listamenn í Ungverjalandi, þeir fá
þarna nýja leið til að tjá sig og fullt
af nýjum hugmyndum. Elektróníkin
hafði í sér óendanlega möguleika,
svo miklu meiri en venjuleg hljóð-
færi — sjáðu t.d. synþesæserinn;
maður gat byggt upp alveg nýjan
hljóm, hljóm sem er kominn til að
vera! Frelsi til sköpunar var algjört
og þess vegna þurfti maður líka að
velja og hafna; verðmætamatið
varð allt annað."
NAUÐSYNLEGT AÐ TALA
NÝJASTA TUNGUMÁLIÐ
— Hver er staða nútímatónlistar í
Ungverjalandi og löndunum þar
kring, t.d. samanborið við vestur-
lönd?
„Mér finnst staða okkar mjög góð.
urunum svona í návígi og þetta var
mjög gaman meðan það stóð. En
einn daginn fékk ég bara nóg af því
að vera alltaf að spila þessi sömu
gömlu verk og fann hjá mér ómót-
stæðilega þörf til að skrifa eitthvað
sjálfur, takast á við þessa ögrun. Og
þetta var þá og er enn það eina sem
ég vildi fást við; reyna sífellt nýja
samsetningu hljóðfæranna og reyna
að koma því til fólks sem mér býr í
brjósti."
AÐ SAFNA
AUGNABLIKUM
— Hvaða þýðingu hefur koma þín
til fslands?
„Hún hefur geysimikla þýðingu.
Það er lífsnauðsynlegt að heim-
sækja ný lönd og drekka í sig þá
strauma sem þar eru, safna augna-
blikum, og það gildir fyrir allt fólk.
ísland hefur haft stórkostleg áhrif á
Islendingar hafa þessa innri ró sem við erum búin að gleyma
frelsi til að ferðast eins mikið og þeir
vilja, eins oft og þeir vilja. Eg fer
sjálfur svona sjö eða átta sinnum á
ári í ferðir. T.d. fer ég beint héðan á
tónlistarhátíð í Varsjá í Póllandi,
„Haust í Varsjá", þar sem spilað
verður verk eftir mig, þá fer ég til
Vestur-Berlínar, í desember til
Amsterdam o.s.frv. Ef manni er á
annað borð boðið eru engin höft á
ferðafrelsi. Og þannig á það líka að
vera. Óvinur listarinnar númer eitt
er ófrelsi — boð og bönn.“
HLJÓMUR SEM ER
KOMINN TIL AÐ VERA
— Þekktirðu eitthvað til íslenskra
tónskálda eða tónlistar þegar þér
varboðið að koma á UNM-hátíðina?
„Nei, ekki vitund. Þetta bar þann-
ig að að sl. tvö eða þrjú ár hefur ver-
ið hjá mér íslenskur nemandi,
Gunnsteinn Ólafsson, og það var
hann sem kom þessu öllu í kring. En
ég hlakka mikið til að heyra hvað er
að gerast hérna í tónlistinni. Sjálfur
hef ég mikinn á huga á rafmagns- og
tölvutónlist. Ég stúderaði Stock-
hausen þegar ég var við nám í Köln
í Þýskalandi frá 1971 til 1975, var all-
ur í elektróníkinni. Það var mjög
mikilvægt fyrir mig að kynnast
þessari tegund tónlistar, því hún
breytti viðhorfi mínu til tónlistar og
hugsanagangi, og maður eygði
Við höfum allt sem við þurfum frá
vesturlöndunum, við lærum þar
tæknileg atriði og ýmislegt fleira
gott sem við svo blöndum saman
við ungverska tónlistarhefð. Útkom-
an er held ég oft mjög góð. Við höf-
um í gegnum tíðina átt mikið saman
við aðrar þjóðir að sælda i menning-
arlegu tilliti, t.d. við Þjóðverja, eins
og gefur að skilja, og svo frönsku
impressjónistana í byrjun þessarar
aldar, gegnum menn eins og Béla
Bartók og Zóltán Kodály. Ég tel það
afar mikilvægt að þjóðir læri svona
hver af annarri og reyni að vera eins
framarlega og hægt er í öllum list-
um, tala það tungumál sem nýjast er
hverju sinni svo þær standi sig í sam-
keppninni."
— Fólk segir sumt að í einu ná-
grannalanda ykkar, Rússlandi, sé öll
listþróun a.m.k. tíu eða fimmtán ár-
um á eftir tímanum. Hvað viltu
segja um það?
„Já, það er alveg rétt. Þeir eru
búnir að loka vestræna menningu
fullkomlega úti og koma þannig í
veg fyrir eðlilega þróun listarinnar.
Þjóðfélagið býður varla upp á ann-
að. — Fyrir fimmtán árum var það
líka svona hjá okkur í Ungverja-
landi. Eftir byltinguna árið 1965
breyttist ástandið i Ungverjalandi
og frjálsræðið varð meira, og núna
erum við langfrjálsasta þjóðin af
sósíalísku löndunum. Og þetta nær
til allra Ungverja, ekki bara lista-
manna. Að vísu gilda reglur sem
takmarka ferðafrelsið dálítið, en
það er ekki hægt að tala um ófrelsi.
Það er í stjórnarskránni að allt fólk
eigi að hafa frelsi til að fara frjálst
ferða sinna. Þetta er grundvallar-
atriði fyrir listamenn, ímyndunarafl-
ið verður að fá að njóta sín.“
NÝJUNGAR EKKI ALLAR
FRÁ VESTURLÖNDUM!
— En þú þekkir ekkert til íslensks
tónlistarlífs?
„Nei, ekki ennþá, en ég er hingað
kominn til að kynna mér það. Mér
finnst mjög mikilvægt, eins og ég
sagði, að þjóðir læri hver af annarri
og komi á eins konar skiptisam-
bandi — t.d. að íslensk tónlist verði
kynnt í fjölmiðlum í Ungverjalandi
og öfugt — og nálgist þar með hver
aðra. Akademían í Búdapest stend-
ur og opin þeim sem vilja koma. —
í tónlistinni eigum við mjög gott
kennslukerfi, Kodály-kerfið, og það
hefur verið tekið upp í mörgum öðr-
um löndum, t.d. í Japan og í Þýska-
landi. Svo nýjungarnar eru, eins og
þú sérð, ekki allar frá Vesturlönd-
um. Þetta kerfi auðveldar nemend-
um gríðarlega að ná valdi á díatón-
ískri tónlist. Það er þannig að allir
lyklarnir eru gettir saman í einn
(sammarka notkun söngheitanna,’
do re mi o.s.frv.). Söngheitakerfið er
þó ekki ungverskt, heldur ítalskt, en
hjá þeim er það absolút (algilt).
Kodály gerði sitt aftur á móti relat-
ívt eða sammarka, með sömu for-
merki. Ég veit ekki til að þetta kerfi
hafi verið notað við tónlistar-
kennslu á íslandi, en það væri vissu-
lega gaman að prófa það. Grunnur-
inn sem Kodály-kerfið byggir á er
alltaf þjóðlög eða þjóðartónlist sér-
hvers lands; grunnefnið er semsagt
misjafnt en aðferðin alltaf sú sama.“
FÉKK NÓG AF AÐ SPILA
ALLTAF GÖMLU VERKIN
— Svo við förum nú út í aðra
sálma. Hvaða verk er flutt eftir þig
hérna á UNM?
„Það er konsert fyrir hljómsveit
og trompet og einleikari er György
Geiger, sem líka er Ungverji. Hann
spilaði þetta verk nýlega inn á
hljómplötu í Ungverjalandi og ég
hlakka mikið til að heyra hvernig
konsertinn kemur út í meðförum
samnorrænnar strengjasveitar — ég
er viss um að það verður gott og
Geiger er snillingur á trompetinn.”
— Spilarðu sjálfur á hljóðfæri?
„Já, reyndar geri ég það nú. Ég
lærði á píanó frá því ég var fimm ára
þar til tuttugu og þriggja — í átján ár
— og það er að sjálfsögðu ómetan-
legt að hafa getað kynnst stórmeist-
mig; náttúran svo einföld og sterk
og allt öðruvísi en ég hef áður
kynnst. Þetta er heillandi land og
fallegt — öðruvísi fallegt. Og náttúr-
an hlýtur að hafa áhrif á listamenn;
ef þeir geta beint þessum krafti inn
á við geta þeir gert kraftaverk. — En
náttúran er eitt, fólkið sjálft er ann-
að. Það kom mér á óvart hvað ís-
lendingar eru vingjarnlegir. Þeir
hafa þessa innri ró sem við erum bú-
in að gleyma annars staðar í Evr-
ópu. Þeir eru svo hljóðlátir og sáttir
við sjálfa sig og aðra. A.m.k. verkar
það svoleiðis á mig. Og heimurinn
væri betri en hann er ef allir væru
eins og íslendingar. Ég held þetta sé
ást sem stjórnar þeim, ást í garð
náungans, ekki valdatafl og græðgi.
Ég held að náttúran hafi gert þá
samheldna, kannski vegna þess að
þeir hafa þurft að berjast við hana.
— Mig langar virkilega til þess að
Ungverjar og íslendingar geti átt
með sér einhvers konar samband og
vona að grundvöllurinn verði treyst-
ur hér á UNM. Því tilgangur hátíða
eins og þessarar er fyrst og fremst
að miðla öðrum og læra sjálfur."
— A hátiðinni heldur Dubrovay
fyrirlestra um tónsmíðar, m.a. skil-
greiningu á eigin verki, sem flutt
verður á hátíðinni, svo og fyrirlest-
ur um ungverska tónlist. Auk fyrir-
lestra verða einkatímar fyrir UNM-
tónskáld. -shg
MYNDUST
Enn er september kominn
Enn er september kominn — og
með Septem '87. Áður færði hann
okkur myndlistarsýningar. En
núna er septembermánuður allt
árið, hvað þær varðar. Hvað sem
þeirri ofgnótt líður angar hann
enn af olíulitum og hausti. Hann
vekur söknuð að vori og sumri
loknu, en þrá eftir og von um að
hvort tveggja vakni, að þessu sinni
í listinni. Því að listin er vetrarbarn
en verk hennar viss vorkoma og
eilíft sumar.
Verk listamannanna á Septem
'87 sanna það. Maður veit nokk-
urn veginn á hverju hann á von frá
hendi þeirra, en þeir koma engu
að síður alltaf á óvart, með því
hvað þeir eru síferskir og hafa ekki
látið kunnáttu og reynslu kúga
umbrot og sköpun.
Svo bæta þeir líka úr því böli, að
hér fær maður ekki að fylgjast
með, að öllu jöfnu, hvernig lista-
menn sem eru komnir á vissan
aldur hugsa og starfa. Algengt er
að afskrifa listamenn, eftir að þeir
hafa elst, og þá er leitað að ein-
hverju nýju, sem er kallað æska,
fjör eða annað því um líkt, en í
rauninni er bara um hrámeti að
ræða. Og leitin er tóm nýjunga-
girni — flótti frá því að þurfa að
horfast í augu við eitthvað sem er
jafn margbrotið og til að mynda
þroski manns sem stundar liststörf
og beinir honum inn í verk sín.
Það að vera á stöðugum tauga-
veikluðum flótta er svo algengt.
Og flóttinn getur komið fram í því,
hjá listamanni, að hann sé alltaf að
breyta um st.íl, þótt ástæðan fyrir
breytingunum stafi einfaldlega af
því að hann finnur aldrei sjálfan
sig, hefur því ekkert til að þröngva
upp á viðtekinn smekk og breyta
honum og stundar tómar glennur
fyrir augu áhorfenda, í von um að
sjónin festist á þeim „og finnist
þær vera sniðugar". Það að vilja
vera sniðugur er líka eitt einkenni
áðurnefnds flótta. En fátt er jafn
forgengilegt og bundið tíma og
innantóm fyndni. Jafnvel rómuð
bresk fyndni leið undir lok með
heimsveldinu, þegar menn þorðu
að viðurkenna og segja að Bretar
væru hundleiðinlegir.
Á Septem '87 er enga fyndni að
finna, ekki heldur drunga eða
harm. Og mér finnst slíkt vanta
sárlega í íslenska list almennt séð,
ekki bara í málaralistina. Yfir öllu
á að hvíla léttleiki, sem er falskur
og hjáróma í landi drungalegrar
náttúru og harmsögulegrar þjóð-
ar. En krafan um léttleikann kom
með nýríka ástandinu, sem hélt
innreið sína með auðnum frá
ameríska hernum og mun líklega
ekki linna fyrr en Ameríkaninn
gerir sér grein fyrir að þjóðlíf hans
er annað og meira en handbært
efni í auglýsingaskrum, og þá
munum við líka vakna til meðvit-
undar um okkur sjálf og kannski
hinn vestræni heimur líka. Ég held
að þess verði ekki mjög langt að
bíða að skrumið hafi tröllriðið sér,
en auðvitað líður það aldrei alveg
undir lok fremur en annað í fari
mannsins.
Ekkert skrum er að finna á
Septem '87. Að því leyti eru lista-
mennirnir ekkert í takt við sinn
tíma. Tíminn reynir líka að ganga
fram hjá þeim — en aldrei til
lengdar. Ný kynslóð málara hefur
bara tekið við, og eins og gjarna í
nútímasögu okkar sér hún aðeins
sjálfa sig, ekkert aftur í tímann, og
er glámskyggn á framtíðina og þar
af leiðandi jafn mikið efni í aftur-
hald og sú kynslóð sem hún hefur
nú hrint af stalli. Þegar nýtt og
bráðungt afturhald er komið á
hann byrjar það að löðrunga líkið
sem liggur fyrir neðan hann, líkt
og segir frá eða spurt er reyndar
um í ljóði fransks súrrealista: Haf ið
þér löðrungað lík? Ég held að allar
stefnur samtíðarinnar á íslandi
geti svarað því játandi, ef heiðar-
leikinn nær svo langt.
Að hefna sín á líkum — svo ég
noti áfram óbeina merkingu —
kemur fram í því, að til að mynda
kaupir ný kynslóð málverkasafn-
ara aldrei myndir af eldri málur-
um, eða það er fátítt, og eins er
það með „hin nýju safnráð". Menn
komast til valda með æsku sinni,
poti og í gegnum ættasamfélagið
og flokkaræðið, sem rikir hér í
stað raunverulegs lýðræðis. En
það breytist ekkert nema nöfn á
forpokuninni. Safnráðin og einka-
safnararnir kaupa bara verk eftir
menn af kynslóð þeirra.
Dæmi um þetta eru verk Sveins
Björnssonar. Þegar verk hans fóru
að verða verulega athyglisverð
hætti fólk að kaupa af honum,
bæði vegna þess að kynslóð hans
„hætti eðlilega að vera til“ og svo
ber fólk svo takmarkað skynbragð
á list. Menn nota hana til þess eins
að geta verið að vasast í einhverju
sem þeir halda að sé menningar-
legt eða aðgreini þá frá fjöldanum,
líkt og það sé ófínt að líkjast
honum.
Og smám saman fer fyrir Sept-
embermönnum eins og Sveini
Björnssyni í sölulegu tilliti, þótt
þeir hafi kannski litið fram hjá
verkum hans meðan þeir sátu að
hitunni í safnráðum og brúkuðu
allt annað en dómgreindina, sem
átti að skylda þá til að fylgjast með
tímanum, þó þeir væru kannski
ekki samþykkir honum. Og núna
eru komnir ungir menn, álíka
blindir og glámskyggnir, sem
fussa af litlu viti og þroska á „mód-
ernismann".
Dæmigert íslenskt dæmi í lokin:
Listasafn íslands gaf engan gaum
að verkum Jóns Gunnars Árna-
sonar og keypti ekkert þeirra.
Þegar kunningi Jóns, Magnús
Tómasson, komst í safnráð, fór
safnið að kaupa verk. Eftir að
Magnús fór úr ráðinu hefur safnið
eflaust gleymt listamanninum. Var
list Jóns bara til á tíma Magnúsar
Tómassonar í safnráði? Ég held að
enginn þurfi að líta í svörin, nema
Rannski núverandi safnráð ...
HELGARPÓSTURINN 17