Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 28
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART RAUÐHÆRÐAR KONUR EKKERT LAUSLÁTARI EN AÐRAR! Rauður háralitur hefur verið í tisku undanfarna mánuði. Á því er enginn vafi. Samt virðist sem enginn nái þeim raunverulega rauða háralit sem mörgum þykir svo mikil prýði að. Aðrir eru svo lán- samir að vera fæddir með rautt hár. Þar á meðal margar frægustu fyrir- sætur heims sem nú eru að slá í gegn. Þeim rauðhærðu fannst hins vegar ekkert gaman að þessum háralit á sínum yngri árum. Þeim var strítt og þeir voru uppnefndir. Ýmsar sögusagnir hafa verið uppi um rauðhært fólk. Það er til dæmis sagt að rauðhærðir strákar hafi ver- ið notaðir í hákarlabeitu og að for- dómar gagnvart rauðhærðu og örv- hentu fólki hér áður fyrr hafi stafað af því að skrattinn hafi verið hvort tveggja. Hins vegar segja aðrir að sjálfur Jesús hafi verið rauðhærður. Ákveðnar kenningar eru og uppi um að rauðhært fólk sé allt öðruvísi en aðrir. Það sé mun hressara, dug- legra, tilfinningaríkara — og drykk- felldara. En hvað segja þeir rauð- hærðu sjálfir? „Jú, jú, við erum miklu skapbetri en aðrir!" sagði Guðrún Þ. Olafs- dóttir, sem krefst þess að vera kölluð Snúlla á prenti líkt og í daglega líf- inu. Snúlla er afgreiðslustúlka í tískuverslun og mun í næsta mánuði einnig taka við starfi móttökustjóra í Naustinu: „Það verður auðvelt að þekkja móttökustjórana þar úr fjar- lægð,“ segir hún brosandi. „Jana er önnur og hin er „þessi rauð- hærða“!“ En áfram um rauðhærða: „Það rauðhærða fólk sem ég þekki er líka alveg ótrúlega duglegt og kraftmikið og satt að segja held ég að rauðhært fólk búi yfir einhverri sérstakri orku. Svo er það tilfinn- ingaríkara en aðrir, á því er enginn vafi. Við erum líka viðkvæm en get- um gert óspart grín að okkur sjálf- um. Rauðhært fólk er fjörugra en gerist og gengur og það er hlátur- milt. Karlmenn virðast halda að rauðhærðar konur séu lauslátari en aðrar, en það er sko alls ekki rétt!“ Hanna María Karlsdóttir leikkona tekur í sama streng og Snúlla: „Já, það er alveg merkilegt að allar laus- lætisdrósir í kvikmyndum skuli vera rauðhærðar. Það er verið að bendla þaið við rauðhærðar konur að þær séu svo vergjarnar en það er sko bara bull! Hins vegar held ég að rauðhært fólk sé viðkvæmara en aðrir.“ „Ég er algjörlega á öndverð- um meiði við það sem sagt er um „lauslátar, rauðhærðar konur," sagði Edda Hinriksdóttir hár- greiðslumeistari. „Ég held einmitt að rauðhærðar konur séu fremur til baka heldur en hitt!“. 28 HELGARPÓSTURINN Lífsglatt og kraftmikið En er rauðhært fólk öðruvísi en aðrir? Því hefur Snúlla þegar svar- að, sem og Hanna María. Edda segir um þetta atriði: Já, rauðhært fólk er öðruvísi en annað fólk. Á því er eng- inn vafi. Það er tilfinninganæmt og kátt og rauðhært fólk á mjög auð- velt með aö setja sig í spor annarra. Ef einhver á bágt finnum við til með honum en við erum líka fyrsta fólk- ið til að gleðjast með þeim sem glað- ir eru. Mér finnst rauðhært fólk lífs- glatt og fram úr hófi duglegt og hresst. Það er ósérhlífið og hættir aldrei við hálfnað verk." Eiríkur Hauksson söngvari er sammála því að rauðhært fólk sé öðruvísi: „Auð- vitað erum við öðruvísi. Við erum færri og þurfum að berjast svolítið!" Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjónvarpsins er sam mála fyrrgreind- um yfirlýsingum: „Rauðhært fólk er miklu hressara og frískara en aðrir!“ Hanna María bætir við: „Ég held að rauðhært fólk sé viðkvæmara en aðrir, tilfinningaríkara og oft stutt í tárin en það er afskaplega húmor- ískt.“ Drykkfellt? Ekki rauðhærðar íslenskar konur! Hvað um að rauðhært fólk sé drykkfelldara en aðrir? „Það má vel vera,“ segir Eiríkur Hauksson, en Snúlla segir að það geti vel verið að rauðhærðir írar séu drykkfelldir „en ekki íslenskar rauðhærðar kon- ur! Hins vegar get ég vel skilið að fólk haldi almennt að rauðhærðir séu drykkfelldir. Það er vegna þess að rauðhært fólk er alltaf svo hresst! Við þurfum ekkert að drekka til að skemmta okkur vel!“ „Rauðhært fólk er ekki drykkfelldara en aðrir,“ segir Hanna Maria ákveðið og Edda segist vera sammála: „Það eru svo margir rauðhærðir í minni ætt svo ég ætti að vita það!“ segir hún. „Þeir drekka sko ekki meira en aðrir, það er alveg á hreinu." Jarðnesktfólk Þótt þessir fimm aðilar hafi tekið vel í að svara okkur voru ekki allir sama sinnis. Sumir sem rætt var við sögðust „aldrei hafa pælt í þessum háralit og þaðan af síður ætluðu þeir sér að fara að fjalla um það op- inberlega hvort rauðhært fólk væri öðruvísi en aðrir“! Aðrir vildu koma með innlegg í umræðuna en herra- maður sem var alveg með það á hreinu að rauðhærðir væru öðruvísi en aðrir vildi ekki láta nafns síns getið: „Góða besta, hvernig held- urðu að fari fyrir mér? Giftur ljós- hærðri! Nei, ég get sko ýmislegt sagt um rauðhærðar konur, enda kynnst þeim nokkrum, en það er útilokað að gera það undir nafni." Nafnleyndin ræður ríkjum og þá stóð ekki á lýsingunum: „Rauðhært fólk er mjög jarðneskt sem þýðir það að öll starfsemi líkamans er þeim eðlileg og verður umtalsefni. Ef þú vinnur með rauðhærðu fólki veistu allt um hægðamál þeirra og annað sem viðkemur heilsu og lík- ama. Það er ekki bara jarðneskt í skoðunum heldur er það lika mikið fyrir jarðneska hluti eins og skinn, leður og bast. Svoleiðis konur geta orðið svolítið dýrar í rekstri, það er bara beðið um pelsa eða leður- klæðnað í jólagjafir! Mér fannst líka áberandi hvað það fylgdi mikið drasl þessum rauðhærðu vinkonum mínum! Það var eins og þær gætu aldrei tekið almennilega til vegna þess að það var alltaf eitthvað meira spennandi að gerast. Rauðhært fólk finnst mér líka tala of mikið og tala af sér. Það hefur heldur yfirleitt ekki mikinn móral yfir misgjörðum. Það getur til dæmis sagt upphátt yfir allt: „Ég dó heima hjá honum Palla í gærkvöldi," og finnst ekkert at- hugavert við það. Hins vegar getur þeim sem er með rauðhærðu kon- unni sem kemur með svona yfirlýs- ingu þótt einum of mikið af því góða, það hef ég sjálfur reynt! Aftur á móti finnst mér rauðhært fólk mjög skemmtilegt, bæði konur og karlar. En mér finnst það ekki endi- lega ákjósanlegustu makar í heimi því maður veit aldrei alveg hvar maður hefur þetta fólk. Loforðum rauðhærðs fólks er ekki alveg hægt að treysta. Það er eins og það lofi oft upp í ermina á sér, svona til að bjarga málunum. Hins vegar eru rauðhærðu vinirnir mínir tryggusfu vinirnir. Þótt loforðin þeirra bregð- ist þá stendur þetta fólk með manni fram í rauðan dauðann og er sannir vinir. Svo virðist mér ótrúlega marg- ir rauðhærðir vera mikið fyrir stjörnuspeki og spíritisma. Það sem mér finnst helstu kostir þeirra rauðhærðu er að oftast er þetta fall- egt fólk með augu gneistandi af lífs- gleði — en hefur ekki hugmynd um hvað það er fallegt. Það gerir það svo sjarmerandi. Það er aldrei til- gerðarlegt og gerir aldrei eða segir hluti nema meina þá. En nú segi ég ekki meira. Ég ætla ekki að fórna minni ljóshærðu konu fyrir þetta spjall!!!" „Rauðskalli Brennivínsson77 Stríðni í garð þeirra rauðhærðu er Snúlla keypti sér húfu með skinnkanti til að fela rauða hárið. „Ég hét því að flytja til London! Þar var rautt hár í tísku..." „Mér var aldrei strítt á rauða hárinu." Edda Hinriksdóttir hárgreiðslumeistari. „Rauðhært fólk er viðkvæmara en aðrir." Hanna María Karlsdóttir leikkona.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.