Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 23
INNLEND YFIRSÝN „Ef svona fer er aldrei að vita hvað verður um Alþýðusambandið sjálft — því klofningurinn gæti allt eins farið þangað.“ Með bitlaust sverð og brotinn skjöld Deilurnar innan Verkamannasambands ís- lands hljóta að vekja upp spurningar um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild. Verkamannasambandið er með á sínum snærum yfir 40% félagsmanna í Alþýðu- sambandinu og ljóst að ef klofningurinn leið- ir til stofnunar sérstaks félags fiskvinnslufólks riðlast áhrifastaða heildarsamtakanna — að flestra dómi dregur úr áhrifamættinum. En fleira hefur komið til og ekki hægt að segja að byrlega blási fyrir verkalýðshreyfingunni í yfirstandandi fastlaunasamningum og í komandi kjarasamningum. Meðal annars hafa horfið frá skrifstofu Alþýðusambands- ins þeir Hólmgeir Jónsson og Björn Björns- son hagfræðingar og Lára Júlíusdóttir lög- fræðingur og sakna menn þessara starfs- manna sárt, kannski þó einkum Björns Björnssonar. í dag verður haldinn miðstjórnarfundur ASÍ og var hljóðið fremur þungt í einum af forystumönnum sambandsins, sem aðspurð- ur sagði: „Deilurnar í Verkamannasamband- inu eru deilur á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, sem ekki einskorðast við VMSÍ, þetta er gamli hrepparígurinn, en auðvitað blandast persónur inn í málið. Ef samböndin öll fara að klofna eftir þessum línum munu félögin úti á landi lenda í erfið- ari fjárhagsstöðu og þar með erfiðari mál- efnastöðu. Og ef svona fer er aldrei að vita hvað verður um Alþýðusambandið sjálft — því klofningurinn gæti allt eins farið þangað. Ýmis félög gætu farið að segja sem svo; hvað erum við að borga skatt í ASÍ, við getum allt eins staðið einsömul. Þetta stefnir allt í að veikja Alþýðusambandið og sérsamböndin," sagði þessi viðmælandi HP. „Það sem mér er efst í huga þessar stund- irnar er hvað þeir atburðir sem hjá okkur í Verkamannasambandinu hafa gerst hafa veikt samningsstöðuna. Eitt er að vera ósam- mála um hluti og hvernig leggja eigi mál fyr- ir, en annað að opinbera með heljarinnar miklu upphlaupi það sem í fljótu bragði virð- ist ekki mikill ágreiningur um. Fyrstu áhrifin eru að samningsstaðan veikist hjá okkur í VMSI og hjá launþegahreyfingunni al- mennt,“ sagði Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasambandsins, um stöðu launþegahreyfingarinnar nú í ljósi kiofningsins innan sambandsins. „Vafalaust er einn þátturinn í þessu, og kannski ekki sá minnsti, að fulltrúum smærri félaganna hafi fundist stóru félögin vera með yfirgang, en ég myndi ekki telja að nein slík hugsun hefði þarna verið að baki. En heild- arsamtökin hafa veikst vegna þessa og ann- arra hluta. Ég nefni t.d. bara það að missa menn frá ASI eins og Björn Björnsson, hag- fræðing samtakanna. Auðvitað kemur mað- ur í manns stað, en ég óttast að það verði bið á því að það komi hans jafnoki. Björn hefur ekki bara verið okkar „reiknimeistari" held- ur og forystumaður í samningum. Um leið er þessi gífurlega spenna ríkjandi í þjóðfélag- inu, hún er ákaflega slæm fyrir allar félags- hreyfingar. Til að mynda þetta, að á ákveðn- um landsvæðum er ástandið á vinnumark- aðinum slíkt að í mörgum greinum geta ein- staklingar samið mikið betur fyrir sjálfa sig en samtökin gera. Og samtök atvinnurek- enda reyna auðvitað að halda í spottana eins og þau geta, en þau eiga ekki við þessi inn- anhússvandamál að etja sem við höfum. Þeir eru samhentir og þeirra kerfi er þannig að þeir eru miðstýrðir, sem okkar samtök eru ekki. Hvað framtíðina varðar með komandi kjarasamninga í huga þá sýnist mér að það versta sem fyrir geti komið sé að það verði ennþá meiri sundrung og að mönnum finnist þeir best settir með því að spila hver í sínu horni og þetta gerist ef landssamtökunum er gert ókleift að starfa. Þá hygg ég að menn sjái fljótt að þeir hafi misst ákveðna kjölfestu. Ég held að við séum að ganga í gegnum ákveðið breytingatímabil með upplausn, en lífið gengur allt í bylgjum og það eiga eftir að eftir Friðrik Þór Guðmundsson koma tímar síðar þegar vegur verkalýðs- hreyfingarinnar verður miklu meiri," sagði Þórir. Gudjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins og Félags járniðn- aðarmanna, var sammála um að staða verkalýðshreyfingarinnar væri veikari nú en áður fyrr, meðal annars vegna þess að mikill áróður hefði verið uppi gegn henni. „Fólk gerir kröfur til hreyfingarinnar en vill sjálft lítið sem ekkert leggja á sig. Enda vitum við að það hafa efcki verið uppi mikil átök eða barátta undanfarin ár. Málin hafa verið lögð í hendur tiltölulega fárra forystumanna án þess að farið hafi verið út í aðgerðir sem eru félagsmönnum óþægilegar. Það verður að reyna að breyta þessu viðhorfi og gera hinn almenna félagsmann virkari og jákvæðari út í hreyfinguna, en það er erfitt, meðal annars vegna þess að við höfum ekki í nægilegum mæli aðgang að fjölmiðlunum. Því að mér sýnist atvinnurekendur ekki líklegir til að semja um umtalsverðar hækkanir, þó efna- hagslífið og framleiðslan hafi verið með ágætasta móti. Atvinnurekendur virðast eiga peninga til að setja í bankakaup og ann- að slíkt en ekki í að hækka kaupið og verka- lýðsforystan getur lítið gert frammi fyrir þessu nema hún hafi góðan stuðning að baki. Því enginn er foringi án fylgdar," sagði Guðjón, Aðspurður var Guömundur Þ. Jóns- son hjá Landssambandi iðnverkafólks bjart- sýnn á að menn næðu saman í komandi kjarabaráttu. „En auðvitað er það svo, að ef VMSÍ veikist til muna hefur það skaðleg áhrif á alla heildina. Ég hef þó von um að menn komist yfir þessa erfiðleika." Guðmundur var bjartsýnasti viðmæland- inn. Fleiri litu svo á að verkalýðshreyfingin yrði að ganga í gegnum sárar breytingar til þess að staðan lagaðist, því hún væri að sögn eins viðmælandans „með bitlaust sverð og brotinn skjöld". C. William Verity fær f' það verkefni að halda Bandaríkjunum á braut fríverslunar. Frumkvöðull verslunar við sovétmenn í Washington ERLEND YFIRSYN Eitt af því sem gera má ráð fyrir að torveld- að hafi Bandaríkjastjórn upp á síðkastið að fá botn í afstöðu sína til aðgerða eftir banda- rísku lagaákvæði út af hvalveiðum íslend- inga í vísindaskyni er að stóll viðskiptaráð- herra í Washington er búinn að standa auður í rúman mánuð. Sjávarútvegsmál eru þar í landi á könnu viðskiptaráðuneytis, og það fer með aðild Bandaríkjanna að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Malcolm Baldridge viðskiptaráðherra lét lífið við að snara kálfa af hestbaki í júlílok. Þegar Reagan forseti tilnefndi eftirmann hans var þingið farið í sumarleyfi. Útnefning ráðherra í Bandaríkjastjórn tekur ekki gildi fyrr en öldungadeildin hefur staðfest hana. Ætla má að viðskiptanefnd þeirrar deildar taki málið til afgreiðslu einhvern daginn. Ekki er gert ráð fyrir að tilnefning Banda- ríkjaforseta á C. William Verity tii að skipa sæti viðskiptaráðherra mæti andspyrnu á þingi. Þótt valið á Verity kæmi á óvart mælt- ist það vel fyrir. Fréttamenn telja hann líkleg- an til að gerast verðugur eftirmaður Bald- ridge, sem naut trausts og álits. Fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneyt- ið eiga við að fást hvort sína hliðina á mesta vanda sem að Bandaríkjunum steðjar. Ann- ars vegar er það gífurlegur ríkissjóðshalli, hins vegar samsvarandi halli á utanríkisvið- skiptum. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadoll- ars hafi hríðfallið síðustu misseri er ekkert lát á óhagstæðum viðskiptajöfnuði við önn- ur lönd. Mönnum var ljóst að gengisbreytingar þyrftu töluverðan tíma til að hafa merkjan- leg áhrif á þjóðhagstærðir, en vonir vöknuðu í vor um að lækkun dollars væri farin að segja til sín. Þá rénaði hallinn á utanríkisvið- skiptum Bandaríkjanna merkjanlega um skeið. En um mitt sumar sótti í sama horf og áður, óhagstæður viðskiptajöfnuður tók að nálgast metfjárhæðir. Sú meginskýring er gefin á tregðu banda- rísks innflutningsmagns að láta undan rýrn- un á dollaraverðgildi, sem nemur yfir þriðj- ungi, að erlendir innflytjendur til Bandaríkj- anna vilji miklu til kosta að halda markaðs- hlutdeild sinni þar í landi. Því sætti þeir sig við minnkandi eða jafnvel alls engan ábata af útflutningi þangað. Þá er ýmsum greinum bandarísks iðnaðar legið á hálsi fyrir að rót- gróið áhugaleysi á útflutningi út fyrir risa- vaxinn heimamarkað geri stjórnendur fyrir- tækja ófæra um að nota sér útflutningstæki- færin, sem opnast hafa við lækkun dollars gagnvart annarri mynt. Viðskiptaráðuneytið bandaríska berst einkum á tvennum vígstöðvum, utan lands og innan, fyrir því að koma utanríkisverslun landsins í betra jafnvægi. Út á við eru tvö verkefni helst. Annað er að efla fríverslun á hemsmælikvarða. Eftir langan undirbúning hillir nú undir alþjóðaráðstefnu um að færa út Almenna samkomulagið um tolla og við- skipti (GATT). Það nær nú fyrst og fremst til iðnvarnings, en Bandaríkjastjórn hefur sett sér að ná einnig fram fríverslunarreglum um viðskipti með þjónustu margskonar, eins og flutninga, tryggingar og bankastarfsemi, svo og fríverslun með búsafurðir. Útfærsla meginreglna GATT á ný við- skiptasvið er langtímaverkefni. Meðan að því er unnið þykir bandaríska viðskiptaráðu- neytinu vænlegast til skjóts árangurs við að rétta viðskiptahallann við umheiminn að nokkru marki vera að þrýsta á Japan að breyta viðskiptastefnu sinni. Viðskiptin við Japan valda langstærstum hluta vöruskipta- halla Bandaríkjanna við önnur lönd. Stefna japanskra stjórnvalda hefur frá upphafi sig- urgöngu japansks iðnaðar á heimsmarkaði verið að ýta undir útflutning með öllum til- tækum ráðum en halda neyslu innanlands og fjárfestingu til félagslegra þarfa niðri. Þar að auki er japanskt viðskiptalíf þannig upp byggt, að erlendur varningur á undir högg að sækja gagnvart japanskri framleiðslu næstum hvað sem verði líður. Bandaríska viðskiptaráðuneytið var í fylk- ingarbroddi í herferð Bandaríkjastjórnar til að knýja fram stefnubreytingu í Tókýó. Stjórn Nakasone í Japan er sú fyrsta, sem viður- kennir að Japanir verði að hegða sér í sam- ræmi við viðskiptaveldi sitt og auð, eigi ekki einhliða útflutningssókn af þeirra hálfu að stuðla að heildarsamdrætti í heimsviðskipt- um. Því er nú gert ráð fyrir ráðstöfunum af hálfu Japansstjórnar til að auka eftirspurn innanlands um sem nemur 40 milljörðum Bandaríkjadollara á tveim árum. Þar að auki heita Japanir að vinna að því að afnema óbeinar viðskiptahömlur, sem þeir hafa tíðkað. Verndarstefna og tollmúrar Bandaríkj- anna voru það öllu öðru fremur sem gerðu heimskreppuna miklu jafnillvíga og raun bar vitni. Enn eru nógir menn á Bandaríkjaþingi til að bregðast við þrengingum kjósenda af völdum innflutnings, þar sem bandarísk fyr- irtæki fara halloka í samkeppninni, með því eftir Magnús Torfa Ólafsson að krefjast verndaraðgerða af einhverju tagi. Frumvarp til laga um ráðstafanir til að þrengja að innflutningi liggur nú fyrir Bandaríkjaþingi. Horfur eru á að það nái samþykki, og engan veginn víst að Reagan megni, eins og áliti hans er nú komið, að af- stýra því að þingið geri neitunarvald hans að engu. Þegar til þeirrar rimmu kemur verður C. William Verity forseta sínum betri en enginn á stóli viðskiptaráðherra. Hann hefur þegar starfað í stjórnvaldsmiðstöðinni Washington, var frá 1981 yfir starfshópi sem Reagan setti til að vinna að og skipuleggja frumkvæði einkageirans til aðgerða sem stuðla að lausn félagslegra viðfangsefna. Lengst starfsævi var þó Verity, sem stend- ur á sjötugu, í forsvari fyrir stálframleiðslu- fyrirtækið Armco. Stáliðnaður Bandaríkj- anna hefur farið flestum iðngreinum verr út úr samkeppninni við innflutning. Verity kom fyrirtæki sínu lítt sködduðu yfir þá erfið- leika. Fyrst lét hann Armco renna fleiri stoð- um en stálframleiðslu undir rekstur sinn, endurnýjaði af kappi vélakost og fram- leiðsluaðferðir, losaði sig að því loknu við óskylda framleiðslu og skilaði loks af sér arð- bæru stálframleiðslufyrirtæki á háu tækni- stigi. Verity er fríverslunarmaður af lífi og sál. Það sýndi hann best á formennskuárum sín- um í Verslunarráði Bandaríkjanna um 1980. Hann var þá óþreytandi að hamra á því við stjórnvöld, að fríverslun ætti að ná til komm- únistaríkja eins og annarra. Gerði Verity harða hríð að hömlum sem lagðar voru á viðskipti bandarískra fyrirtækja við aðila í Sovétríkjunum, Kína og öðrum ríkjum sem með þeim flokkast. Benti hann á að öryggis- sjónarmið væru aðeins yfirvarp nema í nokkrum skýrt afmörkuðum vöruflokkum, í raun væri verið að beita viðskiptum til póli- tísks þrýstings. Verity tók í fimm ár að sér formennsku í Bandarísk-sovéska verslunar- og efnahags- ráðinu. Beitti hann sér þar mjög fyrir að auka viðskipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna og fá úr gildi felldar viðskiptahömlur af bandarískri hálfu. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.