Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 29
EN ER RAUÐHÆRT FÓLK DRYKKFELLDARA EN ANNAÐ?
HVAÐ UM TILFINNINGASEMINA? ERU RAUÐHÆRÐIR LÍFS-
GLAÐARI EN AÐRIR? ER EITTHVAÐ HÆFT í ÞVÍ AÐ SATAN OG
JESÚS HAFI BÁÐIR VERIÐ RAUÐHÆRÐIR? VORU LITLIR RAUÐ-
HÆRÐIR DRENGIR NOTAÐIR SEM HÁKARLABEITA? VIÐ
VITUM EKKERT UM ÞAÐ EN FIMM RAUÐHÆRÐAR MANN-
ESKJUR SVARA ÝMSUM SPURNINGUM VARÐANDI RAUÐ-
HÆRT FÓLK
áberandi. Að minnsta kosti hafa
fæstir rauðhærðir átt sjö dagana
sæla í æsku. Nema Edda Hinriks-
dóttir: ,,Ég minnist þess ekki að mér
hafi nokkurn tíma verið strítt," segir
hún. Snúlla segist aftur á móti muna
eftir gífurlegri stríðni: ,,Ég var köll-
uð „rauðhaus" og „gulrótartoppurT
segir hún. „Mér er sérstaklega
minnisstæður strákur sem var með
mér í barnaskóla sem tók alltaf upp
hanskann fyrir mig. Þetta var pínu-
lítill naggur og þegar stríðnisköllin
voru alveg að fara með mig kom
hann til mín og sagði: „Það er
ekkert ljótt að vera rauðhærður."
Við vorum sennilega bæði undir í
baráttunni og hann skildi mig. Ég
keypti mér húfu með skinnkanti til
að hylja hárið. Þá var ég svona ell-
efu ára og átti Ijóshærða vinkonu.
Það þótti mér flottast af öllu því hún
var eins og Brigitte Bardot og
Marilyn Monroe. Eg man líka eftir
því þegar ég var um níu ára gömul
að einhver var að stríða mér á hára-
litnum. Þá var fulloröin kona sem
strauk yfir hárið á mér og sagði: „Ef
þú værir í London núna myndi eng-
inn stríða þér. Þar er í tísku að vera
með rautt hár.“ Ég hét því að flytja til
London!"
Hanna María segist vel muna eftir
stríðninni: „Jahá, mér var sko
strítt!" segir hún. „Ég var kölluð
„rauðskalli brennivínsson",
„ababbbabb rauðhaus" og allt þetta
fyndna sem krakkar segja. Ég tók
það alveg hrikalega nærri mér og
reyndar sat þetta svo lengi í mér að
ég sætti mig ekki við rauða litinn
fyrr en ég var orðin 27 ára görnul!"
Bjarni Felixson segist einnig hafa
orðið fyrir stríðni og hafa verið kall-
aður „rauðhaus" og „rauðskalli":
„Svo hlaut ég viðurnefnið „rauða
ljónið" í fótboltanum og það viður-
nefni hef ég enn og ber með
ánægju!" segir hann. EiríkurHauks-
son slapp heldur ekki við viðurnefn-
in: „Ég minnist þess að mér sárnaði
að vera uppnefndur" segir hann.
„Það voru þessar klassísku upp-
nefningar „rauðskalli brennivíns-
son" og þar fram eftir götunum. Ég
hef verið orðinn svona 12—13 ára
þegar þetta var orðið í góðu lagi."
,,Bill Ballantine7'
var rauðhærður
og freknóttur
Margar þekktar söguhetjur bók-
menntanna eru rauðhærðar. Hver
þekkir til dæmis ekki Línu Lang-
sokk með rauðu flétturnar og
Stikilsberja-Finnl „Og Debbie
Reynolds í kvikmyndinni
„Tammy"!" segir Snúlla. „Það var
eftirlætismyndin mín þegar ég var
lítil. Ég fór oft að sjá hana og fannst
mest til koma að „Tammy" var rauð-
hærð með fléttur. Það bjargaði nú
ýmsu á þessum árum! Svo þegar ég
var 17 ára eða þar um bil bauð
mamma mér að sjá „Angelique" í
Austurbæjarbíói. Þá sætti ég mig
eiginlega endanlega við rauða hár-
ið. Þvílík söguhetja — með eldrautt
sítt hár!!!“
Eiríkur segist hins vegar ekki
muna eftir mörgum bókmennta-
hetjum með rautt hár: „Voru ekki fá-
ar bókmenntahetjur rauðhærðar?
Ég man eiginlega bara eftir einni.
Það var Bill Ballantine, sem var fé-
lagi Bob Moran. Hann var rauð-
hærður — og drykkfelldur — enda
hét hann eins og ein tegund af
viskíi!!" Edda segist ekki hafa haldið
frekar upp á Ritu Hayworth en aðrar
leikkonur þótt hún væri rauðhærð:
„Jú, mér fannst mikið til hennar
koma, en ég var líka hrifin af Sophiu
Loren með dökka hárið og Marilyn
Monroe með sitt ljósa. Aftur á móti
var ég einu sinni á dansleik þegar að
mér gekk maður og sagði: „Hárið á
þér er alveg eins og á Ritu Hay-
worth." Mér fannst mikið til þessara
gullhamra koma, rétt orðin sautján
og ekki alveg farin að trúa því að
fólki þætti rautt hár fallegt."
„Day Dew##
yfir freknurnar
Annars segist Edda hafa fengið að
heyra tiltölulega snemma að rautt
hár væri fallegt: „Ég byrjaði að læra
hárgreiðslu þegar ég var 16 ára og
þar var haft orð á því hvað rauða
hárið væri fallegt. Meira að segja
viðskiptavinir sem vildu hárlitun
báðu um lit „eins og stúlkan þarna
er með“! Meistarinn minn sagði
þeim að það væri ekki hægt því
þetta væri minn eðlilegi háralitur. Á
þessum tíma var bara til einn rauður
hárlitur á íslandi, enda eru nú liðin
25 ár síðan ég fór að læra." Snúlla
segist ekki hafa fengið hrós fyrir
rauða háralitinn fyrr en hún fluttist
til Bandaríkjanna: „Þar þótti það
fínast af öllu að vera með rautt hár
og freknur! Og ég sem hafði keypt
upp allt „Day Dew Make" á íslandi
til að hylja freknurnar! Manstu ekki
eftir „Day Dew“? Það var svo þykkt
að karlmaður sem bauð dömu með
Day Dew upp í vangadans var með
þykkt lag af andlitsfarða á öxlunum
eftir dansinn! Þetta huldi allt.
Tengdaforeldrar mínir í Bandaríkj-
unum áttu síðar eina ósk. Það var að
ég eignaðist rauðhærðan son með
freknur. Þeim varð ekki að ósk sinni
því hvorugur sona minna er með
rautt hár. Aftur á móti finnst þeim
hárið á mömmu sinni flott svona
rautt svo ég hugsa að þeir hefðu ver-
ið ánægðir að erfa háralitinn!"
Bjarni Felixson segir sinn háralit
hafa dofnað mikið með árunum:
„Rauði liturinn er alveg að hverfa,"
segir hann. „Ég varð stoltur af
rauða háralitnum þegar ég varð
eldri þótt mig minni að ég hafi tekið
stríðni nærri mér þegar ég var lítill.
Ég var bara svo lítill fram eftir aldri
að ég gat ekki lamið frá mér og varð
því að gera mér stríðnina að góðu."
Eiríkur Hauksson segir að rauði
háraliturinn sé orðið ,,vörumerki
sitt“:„ Já, nú er ég náttúrlega orðinn
mjög ánægður með þennan háralit.
Þetta er orðið vörumerki mitt. Þeg-
ar talað er um „rauðhærða söngvar-
ann" vita flestir við hvern er átt! Nei,
mér hefur aldrei dottið í huga að lita
á mér hárið," segir hann. Edda tekur
í sama streng og segir að sér hafi
verið bannað að lita á sér hárið þeg-
ar aðrir nemar á hárgreiðslustof-
unni voru að setja í sig skol: „Meist-
arinn minn sagði að ég gæti jwegið
mér um hárið en það væri af og frá
að setja í það lit." Snúlla og Hanna
María gerðu hins vegar báðar til-
raun til að lita hárið á sér Ijóst. Út-
koman varð þannig að önnur til-
raun var ekki gerð: „Mér fannst það
Ijótt," segir Hanna María en Snúlla
segir að hárið á sér hafi ekki orðið
Ijóst heldur skœrappelsínugult!
Aldrei hægt
að fela sig
En eru einhverjir ókostir við að
vera rauðhærður? „Já," segir Eirík-
ur hiklaust. „Maður þekkist alltaf úr
ef maður gerir eitthvað af sér!"
Snúlla er sammála þessu og segir:
„Rauðhært fólk getur aldrei falið
sig. Við erum eins og ljósapera.
Maður er svo áberandi með þetta
rauða hár. Sjálf er ég feimin að eðlis-
fari og vil helst ekki láta mikið á mér
bera en hvernig á ég að fara að því
með þetta mikla rauða hár?!“
HannaMaría segir: „Læknavísindin
segja að rauðhært fólk sé viðkvæm-
ara fyrir sjúkdómum en aðrir. Sem
barn var ég afskaplega mikill lasar-
us en eftir að ég fullorðnaðist hef ég
verið mjög hraust." Bjarni Felixson
og Eiríkur Hauksson segjast ekki
þekkja það að rauðhærðum sé hætt-
ara við sjúkdómum en öðrum og
Bjarni segir: „Ég er nú kominn yfir
fimmtugsaldurinn og hef sloppið vel
við veikindi." Eiríkur segist bókstaf-
lega aldrei verða veikur. „Eitt sinn
sagði mér bandarískur læknir að
rauðhært fólk hefði miklu næmara
sársaukaskyn en aðrir," segir Snúlla
og bætir við að hún sé ekki frá því
að það sé rétt. „Rauðhært fólk er
svo áberandi að það getur aldrei fal-
ið sig," segir Edda. „Svo er ég sjálf til
„Þetta er vörumerkið mitt!" segir Eiríkur Hauksson söngvari.
„Ber ennþá viðurnefnið „rauða Ijónið" með stolti," segir Bjarni Felixson íþrótta-
fréttamaður.
dæmis með mjög viðkvæma húð og
þoli ekkert óekta. Það getur verið
galli, til dæmis í sól. Ég man sérstak-
lega eftir því að ég óttaðist alltaf að
ég gæti ekki oröið sólbrún. í fyrsta
skipti sem ég fór til Spánar, 1963, lá
ég á ströndinni og var appelsínu-
rauð. Þá sá ég mann sem lá nálægt,
rauðhærðan mann sem var líka
appelsínurauður á hörund, og sagði
við manninn minn: „Sjáðu þennan,
hann er næstum því verri en ég!“
Maðurinn sneri sér við og sagði:
„Já, ég er að drepast!" Hann var þá
úr Keflavík og við hjónin urðum
góðir vinir hans og konu hans.
Þarna vorum við úti að borða á
kvöldin, við tvö rauðhærð og
appelsínurauð en hin sólbrún og
sælleg! En hins vegar hef ég orðið
brún..." Snúlla segist einnig verða
brún ,,og með freknur um allt!"
Bjarni segist hins vegar vera mjög
viðkvæmur fyrir sól og Eiríkur svar-
ar spurningunni um sólina þannig:
„Sólin — hún brennir mig blessuð."
Vonandi var
Jesús
rauðhærður!
Bjarni og Eiríkur sögðust báðir
hafa heyrt um að rauðhærðir strák-
ar hefðu verið notaðir í beitu fyrir
hákar'.a: „Þetta fékk ég að heyra,
einkum þegar ég var óþægur," sagði
Bjarni og sagði að það hefðu átt að
vera Frakkar sem notuðu þá. „Voru
það ekki írar?“ sagði Eiríkur en
bætti við að hann hefði ekki heyrt
um þetta fyrr en hann varð eldri og
því ekki hægt að hræða hann með
þessu! Hvort þau hafi heyrt að Jesús
og Satan hafi báðir verið rauðhærð-
ir svaraði Snúlla: „Nei, ég hef ekki
heyrt það, en ég gæti vel trúað því!
Vonandi var Jesús rauðhærður."
Edda segist hafa heyrt að Jesús hafi
verið rauðhærður „en ekki Satan".
Eiríkur svaraði: „Er ekki skrattinn
alltaf málaður rauður? Hins vegar er
það gott mál ef Jesús hefur verið
rauðhærður," og Bjarni segist hafa
heyrt einhvern tíma að skrattinn
hafi verið rauðhærður en aldrei
heyrt neitt um að Jesús væri það.
Það var greinilegt eftir spjall við
þetta hressa rauðhærða fólk að því
finnst minnsta mál í heimi að vera
„öðruvísi en aðrir". Þau voru líka al-
sæl með að þurfa ekki að lita á sér
hárið til að vera í tískunni um þessar
mundir og sögðu að þegar allt kæmi
til alls fyndist þeim bara rauða hárið
hafa verið sín mesta prýði. „Þrátt
fyrir stríðnina."
HELGARPÓSTURINN 29