Helgarpósturinn - 03.12.1987, Page 5
1.100 BILARI SJOINN
354 Á ÍSLANDSMARKAÐ
HEKLA KEYPTI 354 MITSUBISHI-BÍLA í
NOREGI
ERUÁLEIÐ TIL LANDSINS
NORSKIR BÍLAINNFLYTJENDUR VILDU
SELJA ÞÁ í BROTAJÁRN
FENGUST EKKI SKRÁÐIR í NOREGI
Tveir fulltrúar frá bifreidafyrirtœkinu Heklu undirrit-
uöu þridjudaginn 23. nóvember samninga viö norska
fyrirtœkið Trans Motor a/s í Osló um kaup á 354 Mitsu-
bishi-óíVum árgerð 1988 sem lentu á kafi 16. október sl.
í óveðri sem gekk yfir Drammen í Noregi. / óveðrinu
gengu sjór og vatn yfir geymsluaðstöðu innflytjenda
norskra bíla og útkoman varð að um 1.100 bílar fóru á
bólakaf. Tveir bílar flutu upp og rak út í höfnina. Hundr-
uð þessara bíla eru á leið til íslands, en norskir bílainn-
flytjendur hafa ekki tekið í mál að láta skrásetja bílana
í Noregi.
EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON MYNDIR JIM SMART
Samkvæmt upplýsingum sjónar-
votta í Drammen fylltust margir bíl-
anna af sjó og vatni svo stóð upp fyr-
ir stýrishjólið og allir fengu bílarnir
á sig verulegan sjó og vatn. Eins og
áður sagði flutu tveir bílanna upp af
hafnarbakkanum og út á höfnina.
Allir voru bílarnir á geymslu-
svæði norsku bílainnflytjendanna
og er um að ræða Toyota, Subaru,
Mitsubishi, Daihatsu ogMazda. Alls
1.100 bíla.
TRYGGINGAFELOG í
BÍLASÖLU
Mikið hefur verið rætt um þetta
mál í Noregi og hefur það valdið
deilum á milli tryggingafyrirtækja
og bílainnflytjenda. Lauk deilunni
með því að tryggingafélögin
greiddu bætur fyrir bílana, en eign-
uðust þá í leiðinni. Það eru þau sem
nú eru að reyna að selja þessa bíla til
að minnka tjónið sem þau telja sig
hafa orðið fyrir. Nokkur stærstu
tryggingafyrirtæki Noregs blandast
inn í málið. Flestir bílainnflytjendur
í Noregi hafa mótmæit þeim áform-
um tryggingafélaganna að selja bíl-
ana til þriðja lands vegna tjónsins
sem það ylli þarlendum bílainnflytj-
endum, enda telja þeir að líkur séu
til að verulegar skemmdir komi
fram í bílunum eftir að hafa lent
undir sjó og vatni.
HEKLA KAUPIR 354
BÍLA
Nú þegar hefur verið gengið frá
sölu á 354 bílum til Islands. Eru það
Mitsubishi-bílar sem eru á leiðinni
til Heklu. Þá hefur HP heimildir fyr-
ir því að einstaklingar íKeflavík séu
í samningaviðræðum við trygginga-
félög í Noregi um kaup á Subaru-bif-
reiðum. Einn þeirra sem orðaðir
hafa verið við slíkan innflutning er
Margeir Margeirsson í Keflavík, en
HP fékk þær fréttir ekki staðfestar.
Margeir Margeirsson er staddur í
Noregi. Umboðsmaður Subaru á Is-
landi er Ingvar Helgason og í sam-
tali við fulltrúa fyrirtækisins kom
fram að þeim hefði ekki boðist að
taka tjónsbíla frá Noregi og þeir
myndu aldrei selja slíka bíla.
Tryggingafyrirtækið Store Brand
Norden eignaðist með þeim hætti,
sem hér hefur verið lýst, 331
Subaru-bíl. Þeir hafa nýlega gengið
frá samningum við bandarískt fyrir-
tœki, Twin Jay Inc., um kaup á þess-
um bílum, en bandaríska fyrirtækið
sérhæfir sig í sölu vöru til þriðja
lands. Samkvæmt heimildum HP
hyggst það fyrirtæki selja bílana
áfram til Afríku, Mid-Austurlanda
eda lraks.
Store Brand gekk þannig frá
samningum við Twin Jay Inc. að
tryggt var að bílana mætti ekki selja
á Norðurlöndum og var tekið fram
að þá mætti ekki selja í Danmörku,
Svíþjód, eda Finnlandi, en ísland
gleymdist í þessum samningum.
Þetta þýðir að Twin Jay Inc. getur
selt bílana til lslands, án þess að
brjóta samninga við norska trygg-
ingafyrirtækið. Tryggingafyrirtæk-
ið seldi bandaríska fyrirtækinu, auk
Subaru, Toyotur og Daihatsu-bíla.
SJÓAÐIR BÍLAR Á
SPOTTPRÍS
Verðið á þeim Mitsubishi-bílum
sem Trans Motor a/s seldi Heklu er
um 8 milljónir norskar kr. fyrir bíl-
ana 354, eða um 50 milljónir ísl.
króna. Innkaupsverð hvers bíls er
um 22.000 norskar að meðaltali eða
um 140 þúsund krónur íslenskar.
Þessar tölur hafa komið fram opin-
berlega í Noregi.
Samkvæmt heimildum HP í Nor-
egi er ekki vitað hve miklar
skemmdir eru á þessum bílum, en
þær eru það miklar og hættan á því
að alvarlegir gallar komi fram í vél-
um, rafkerfi og tölvukerfi bílanna
talin svo mikil, að norskir bílainn-
flytjendur gáfu strax út yfirlýsingu
um að þessir bílar yrðu aldrei settir
á götuna í Noregi. Hefur innflytjandi
Subaru í Noregi t.d. farið fram á að
bílarnir verði seldir í brotajárn, en
tryggingafélögin neita því og selja
þá áfram við vægu verði.
Samkvæmt heimildum HP í Nor-
egi koma Mitsubishi-bílarnir
til landsins fljótlega og mun það
vera skipafélagið Eimskip sem flyt-
ur þá til landsins. Fyrstu 100 bíl-
arnir koma til landsins í næstu viku.
Norskar heimildir HP herma, að
skipafélagið Eimskip hafi einnig
verið beðið að flytja bíla frá Dramm-
en til Amsterdam fyrir bandaríska
fyrirtækið, en þar er fyrirhugað að
þurrka bílana og dytta að þeim,
áður en fleiri verða sendir til íslands
eða Mið-Austurlanda!
íssimiim,
INGIMUNDUR SIGFÚSSON
FORSTJÓRI HEKLU:
— Er þaö rétt aö þiö ætliö aö kaupa
354 Mitsubishi-bifreiöir frá Trans Motor
a/s í Noregi?
„Já, viö erum að kaupa þessa bíla og
höfum undirritaö samning þess efnis."
— Hvenær er von á þessum bifreiö-
um?
„Þeir koma i tvennu eöa þrennu lagi frá
Noregi og þá meö Eimskip. Fyrsta send-
ing er væntanleg í næstu viku og þá koma
aö ég held 100 bilar."
— Er þaö rétt aö þeir kosti ykkur um
22 þúsund norskar krönur hver bill?
„Nei, þaö er ekki rétt því þetta eru marg-
ar gerðir af bílum. En þessir bílar höföu
lent i flóöum og þess vegna fengum viö
þá á mjög hagstæðu verði."
— En er þaö rétt aö heildarandviröi
bílanna hafi veriö um 8 milljónir norskar
eöa um 50 milljónir króna islenskar?
„Sennilega eru 60—65 milljónir nær
lagi"
— En nú lentu þessar bifreiöir i sjó-
skaöa?
„Nei, ekki í sjóskaða, þeir lentu i vatns-
flóðum. Þetta var bara rigningarvatn. Ég
fullyröi að þaö sé rangt aö þeir hafi lent i
sjó."
— En nú vilja Norömenn ekki setja
þessa bila á almennan markaö.
„Þaö er ekki það aö þeir vilji það ekki, ég
held aö þetta hafi frekar gerst þannig aö
þaö hafi verið gefin út einhver yfirlýsing
strax og þetta gerðist að þessir bílar yrðu
ekki seldir á markaönum. Þeir heföu alveg
getað selt bilana. En þetta gæti líka hafa
komið til vegna þess aö þaö gilda ööruvísi
tollalög í Noregi, þeir geta ekki látiö taka til
lækkaös innkaupsverðs."
— Þú hefur tryggingar frá Noregi um
aö bifreiöirnar hafi ekki lent i sjó?
„Ja, við erum alveg vissir um þaö, viö
erum búnir að skoöa alla bila og höfum
kynnt okkur ástand þeirra, en þar að auki
höfum viö ekkert reynt að fela þetta fyrir
fólki."
-phli
ÞÓRIR JENSSON, FORSTJÓRI
MAZDA-UMBOÐSINS:
— Hafa ykkur f Mazda-umboöinu ver-
iö boönir til kaups sjóskaöaöir japanskir
bilar frá Noregi?
„Nei, við vitum af þessu en okkur hafa
ekki verö boönir þessir bilar."
— Mynduö þiö selja slika bíla hér á
göturnar?
„Ja, þetta eru eiginlega ekki sjóskaöaðir
bilar. Viö Drammen hagar þannig til aö
þetta er nánast ferskvatn, sjórinn nær ekki
þarna inn. Þaö kemur svo mikiö af fersk-
vatni þarna inn i botni Oslófjarðar, þannig
aö þetta er mjög lítiö sjóblandað. Ég get
hins vegar ekki svarað því hvort við
mundum selja svona bila, ég þekki ekki
málið, en einhverra hluta vegna má ekki
selja þessa bíla í Noregi."
JÓHANN JÓHANNSSON, FORSTJÓRI
DAIHATSU-UMBOÐSINS:
— Hafa ykkur veriö boönir til kaups
sjóskaöaöir japanskir bílar frá Noregi?
„Nei."
— Mynduð þiö selja svona bila hér?
„ Þaö fer eftir, hvernig þeir eru farnir, ég
þekki þaö ekki."
JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON HJÁ
SUBARU-UMBOÐINU INGVARI
HELGASYNI:
— Hefur ykkur boðist að flytja inn sjó-
skaöaöa bila frá Noregi?
„Nei, en viö vitum ýmislegt um máliö
og fylgjumst meö þvi."
— Mynduö þið selja slika bila?
„Þaö myndum viö ekki gera, enda hefur
japanski framleiöandinn lagt á þaö rika
áherslu viö innflutningsaðilann í Noregi aö
bilar þessir veröi ekki seldir áfram. Sé þaö
gert þá er það í andstööu við framleið-
endur."
BOGI PÁLSSON, FRAMKVÆMDA-
STJÓRI TOYOTA-UMBOÐSINS:
— Hafa ykkur verið boðnir til kaups
sjóskaöaöir japanskir bílar frá Noregi?
„Nei, okkur var kunnugt um aö þaö voru
bílar þar sem voru sjóskaöaöir, en okkur
voru þeir ekki boðnir. Enda heföum viö
ekki haft áhuga á sliku."
— Þiö mynduð ekki selja slika bila á
götuna hér?
„Nei, þaö er alveg á hreinu. Við teldum
þaö of varasamt öryggisins vegna, enda
hljóta þeir aö vcra fallnir úr ábyrgö eftir
þetta. Þetta eru bílar sem ég veit aö Norö-
menn vildu bara selja tryggingafélaginu
og fá afskrifaða vegna þess aö þeir fylltust
af sjó."
HELGARPÓSTURINN 5