Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 9
NGIR BOTNINN
MARKAÐI ÍUSA
toppi allra tíma í október. Á tímabil-
inu ágúst 1986 til febrúar — mars
1987 var verðið tvöfalt hærra en ár-
ið áður. Hann hefði því hvatt sína
framleiðendur til að framleiða á
fullu og beðið dótturfyrirtaeki Ut-
flutningsmiðstöðvarinnar í Banda-
ríkjunum að selja vöruna jafnharð-
an;
Óttar kvað fjögur fyrirtæki annast
hörpudiskssöluna í Bandaríkjunum.
Útflutningsmiðstöðin hefði verið
með um 3/4 íslensku framleiðsl-
unnar um tíma, en nú væri ekkert
þessara fyrirtækja yfirgnæfandi.
Hin fyrirtækin eru Coldwater (SH),
Sambandið og Ocean Harvest (Hall-
dór Helgason). Þegar markaðurinn
tók dýfu niður á við í maí í vor kom
í ljós að stóru aðilarnir tveir áttu í
vandræðum með sínar birgðir. Þeir
höfðu hikað og ekki uggað að sér og
sátu uppi með alla þessa árs fram-
leiðslu og verulegt magn frá 1986.
Óttar taldi sig hafa heimildir fyrir
því að birgðir Coldwater væru
3—400 tonn, en Sambandsins eitt-
hvað minni. Þá fór söludeild Cold-
water á tauginni og sendi út afslátt-
arjólatilboð til 20.000 útsala, sem
gilda skyldi frá 15. október til 31.
desember. Buðu þeir 20 senta afslátt
frá skráðu verði, sem þá var komið
niður í $3.40, sem gerir um 6—7%.
Því til viðbótar skyldu þeir fá 15%
afslátt á fyrstu pöntun og afsláttar-
miða, sem gæfi 25% afslátt á ann-
arri pöntun við framvísun beint til
Coldwater. Þetta var þó bundið við
5 kassa aö hámarki, en hver kassi
vegur u.þ.b. 14—15 kg. Það sem
gerðist næst var að markaðurinn
tók nýja dýfu niður í $2.50—2.80, án
þess veruleg hreyfing kæmist á
birgðirnar,
I ályktun, sem stjórn SH birti í
Mbl. á þriðjudag, segir m.a. að „öfl-
ug sölufyrirtæki í nálægð við mark-
aðinn hafi bolmagn til að reka
markaðsstefnu og geti fjármagnað
nauðsynlegt birgðahald, þegar
stýra þurfi framboði. Sameinaðir
hafi Islendingar yfir nægilega miklu
og fjölbreyttu framboði að ráða til
að vera leiðandi þátttakendur í
verðmyndun og þar með skilað
framleiðendum og þjóðarbúinu
hæsta verði“.
Af framansögðu virðist mega
'ráða, að sjálfhólið sé ekki 100%
haldbært. Sitthvað geti farið úr-
skeiðis hjá risaveldunum okkar
góðu og að þeim geti verið hollt að
mæta samkej>pni og vera ekki ein
um að mata Islendinga á upplýsing-
um um ágæti sitt.
í lokin mætti spyrja: Hvert verður
skilaverð til þeirra hörpudisksfram-
leiðenda, sem trúðu mönnunum
með áratugareynsluna fyrir afurð-
um sínum? Hver átti að borga af-
sláttinn og afsláttarmiðana? Þorsk-
sjóður fyrirtækisins? Og hvað gerir
jólasveinninn nú, þegar markaðs-
verðið er komið langt niður fyrir
jólaafsláttartilboðið? Frestar jól-
unum?
Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitingarnefndar.
„Eg lít á það sem skyldu mína sem formanns f járveitingarnefndar, ef gjaldalið-
ir frumvarpsins hækka í meöförum nefndarinnar, að ganga á fund ríkisstjórn-
arinnar og segja: „Svona lítur þetta út, herrar mínir, nú óska ég eftir afstöðu
ykkar.""
arinnar, að ganga á fund ríkisstjórn-
arinnar og segja: „Svona lítur þetta
út, herrar mínar, nú óska ég eftir af-
stöðu ykkar.“
Ertu búinn aö fara á fund stjórn-
arinnar?
Nei, en ég mun gera það ef þessi
niðurstaða kemur upp.
Er það ekki orðið nokkuð Ijóst?
Ég tel a.m.k. að ríkisstjórnin þurfi
að taka sín mál til rækilegrar endur-
skoðunar, ef þær óskir sem einstakir
ráðherrar hafa lagt fram ganga eftir.
Þú talar mikið um vald ríkis-
stjórnarinnar. Seta í fjárveitingar-
nefnd hefur alltaf verið talin til
valdamestu embœtta þirigsins.
Hvernig tilfinning er það að af-
greiða umsóknir um margra millj-
arða framlög á fáeinum dögum?
Það er rétt að allar afgreiðslur hér
gerast á skömmum tíma. En að baki
þeim liggur margra mánaða skoð-
un. Við höfum bætt mjög mikið all-
an undirbúning. Þetta eru fyrstu
fjárlög sem nefndin afgreiðir eftir að
ríkisendurskoðun var sett undir
Alþingi. Ég hef samið við ríkisend-
urskoðun um að vinna með okkur
og ég er sannfærður um að ég nýti
mér þessa þjónustu mjög mikið í
framtíðinni. Ég ætla líka að leggja
áherslu á að nefndin vinni á vor-
mánuðum að því að hafa eftirlit
með framkvæmd fjárlaganna.
Ætlið þið að vaka yfir aukafjár-
veitingunum?
Já. Aukafjárveitingar eru oft veitt-
ar vegna þess að áætlanir í fjárlög-
um eru ekki raunhæfar.
Ætlar þú að passa upp á að Jón
Baldvin skrifi ekki of mikið út?
Ég ætla ekkert að vaka yfir Jóni
Baldvin. Ég ætla að sjá til þess að
áætlunum fjárveitinganefndar sé
fylgt eftir. Og einnig að þessar áætl-
anir séu byggðar á einhverju sem
hægt er að segja að sé raunhæft. Að
mínu áliti hefur eftirlitshlutverk
nefndarinnar verið vanrækt. Við
munum fylgjast með framkvæmd-
inni og jafnframt hefja undirbúning
næstu fjárlaga strax upp úr ára-
mótum.
Erþá gamla fyrirgreiðsluviðmótiö
búið að víkja fyrir tœknikratískum
vinnubrögðum?
Nei, nei, nei. Þegar þú kemur á
fund okkar núna mætir þú alveg
sömu gömlu, góðu þingmönnunum
og þú varst vanur.
Nú er áhugi Þorvalds Garðars,
forseta sameinaðs þings, á nýbygg-
ingu Alþingis kunnur. Hefur komið
fram beiðni um að eitthvert framlag
verði sett inn í fjárlög til hennar?
Það er eitt af því sem er í skoðun
hjá okkur núna. Við höfum enga
ákvörðun tekið.
YFIRSÝN
eftir Magnús Torfa Óiafsson
Bandarísk hersveit í Úral og
sovésk í Utah næstu 13 ár
„Herstjórnir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna mega
eiga von á ýmsum kátlegum atvikum áður en öldin er
úti,“ sagði Edouard Shevardnadse, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, við fréttamenn í Genf í síðustu viku.
Hann átti við það sem á eftir fer næstu þrettán árin frá
gildistöku samkomulags, sem hann hafði lagt á síðustu
hönd ásamt George Shultz, starfsbróður sínum frá
Bandaríkjunum.
Genf stærði Sergei Akhromeiéff
marskálkur, forseti yfirherráðs
Sovétríkjanna, sig af að sovéska
sendinefndin hefði tekið upp mun
fleiri atriði til að tryggja traust eft-
irlit en mótaðilinn. Þeir Akhro-
meiéff og Paul Nitze, reyndasti af-
vopnunarsamningamaðurinn í
bandarísku samninganefndinni,
gengu frá eftirlitsákvæðunum.
Á tveim dögum tókst þemr utan-
ríkisráðherrunum að ganga frá
ákvæðum um gagnkvæmt eftirlit
með að haldinn sé sáttmáli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna um að
ríkin útrými úr vopnabúrum sín-
um skammdrægum og meðal-
drægum kjarnorkuskeytum. Þetta
er fyrsta samkomulag sem tekst
milli risaveldanna um niðurskurð
á kjarnorkuvopnabúnaði, og kem-
ur til undirritunar á fundi þeirra
Mikhails Gorbatsjoff og Ronalds
Reagan í Washington um helgina.
Með eftirlitsskilmálunum verða
herstjórnir Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna að hleypa eftirlits-
sveitum frá gagnaðilanum inn til
eftirlits með þeim vopnaverk-
smiðjum, sem hingað til hefur ver-
ið vandlegast gætt að enginn óvið-
komandi fengi nálgast, og þá allra
síst útsendarar hins risaveldisins.
í þrettán ár frá gildistöku af-
vopnunarsamningsins hafa full-
trúar bandarísku herstjórnarinnar
rétt til að vera á vappi umhverfis
verksmiðju í Votkinsk, rétt vestan
við Úralfjöll, og aðra í Sverdlovsk
austan undir sama fjallgarði. í
Vötkinsk hafa verið framleiddar
bæði meðaldrægu kjarnorkueld-
flaugarnar SS-20 og langdrægu
flaugarnar SS-25. Fyrsta þrep
beggja flauga verður ekki að-
greint með gervitunglamyndum,
og því kröfðust samningamenn
Bandaríkjastjórnar að fá að hafa
fast eftirlit á staðnum. Bandarískir
eftirlitsmenn í verksmiðjuhliði og
á eftirlitsferðum umhverfis verk-
smiðjusvæðið fá að ganga úr
skugga um að framleiðslu SS-20-
eldflauga sé ekki haldið áfram, frá
Votkinsk komi hér eftir einvörð-
ungu SS-25-eldflaugar.
I Sverdlovsk eru framleiddir
skotpallar fyrir flugskeyti af þeirri
gerð sem Bandaríkjamenn kalla
Cruise, tegund þá sem ætluð er til
skots af landi. Þangað fær banda-
ríska herstjórnin að senda eftirlits-
flokka fyrirvaralaust nokkrum
sinnum á ári hverju fram til alda-
móta.
í staðinn verða sovéskar eftirlits-
sveitir með samskonar eftirlits-
heimild og Bandaríkin fá í Vot-
kinsk við bandaríska eldflauga-
smiðju í Utah. Þar eru framleiddir
aðalhlutar MX-eldflaugarinnar,
þeirrar langdrægustu og öflugustu
sem Bandaríkin ráða yfir og skjóta
á af landi, það er að segja eftir að
framleiðandi nær tökum á að
smíða áreiðanlegt stýrikerfi fyrir
hana, en á því hefur verið mis-
brestur til þessa.
Hin bandaríska kjarnorku-
vopnasmiðjan, sem sovék eftirlits-
sveit fær aðgang að, er nærri San
Diego í Kaliforníu. Þar eru smíðuð
Cruise-flugskeyti, sem hvort held-
ur má búa til skots af landi eða
hafi. Afvopnunarsamningurinn
bannar þau á landi, og sovésku eft-
irlitsmennirnir fá að ganga úr
skugga um að öll framleiðslan eigi
að fara til notkunar um borð í her-
skipum, eftir að afvopnunarsamn-
ingurinn gengur í gildi.
Gagnkvæmt, langvarandi eftir-
lit í nokkrum viðkvæmustu
vopnasmiðjum risaveldanna er þó
ekki nema hluti af eftirlitskerfinu
sem ákveðið hefur verið að setja á
stofn til að hvort um sig fái fullviss-
að sig um að hitt haldi til fullnustu
Gorbatsjoff og Reagan ætla þrjá daga til fundar í Washington, en gefa i
skyn aö framlenging veröi ef vel horfir um árangur.
ákvæðin um algera útrýmingu
skammdrægra og meðaldrægra
kjarnorkuskeyta. Eftirlitsflokkar
verða sendir á vettvang til eld-
flauga- og flugskeytastöðvanna í
Vestur-Evrópu, Austur-Evrópu og
Siberíu. Þar fylgjast þeir með þeg-
ar vopnin eru tekin niður, kjarn-
orkusprengjurnar teknar úr þeim
og sprengja og eldflaug flutt sín á
hvorn eyðingarstað. Sprengjurnar
verða teknar sundur undir gagn-
kvæmu eftirliti og sprengiefnið
tekið til friðsamlegra nota sem
eldsneyti í kjarnorkuverum. Eftir-
litið tekur til allra þátta þessa
verks, nema þess sem veitt gæti
vitneskju um innri gerð sprengi-
hleðslunnar.
Eldflaugarnar eru mjög vand-
meðfarnar, því eldsneytið í þeim
er viðkvæmt fyrir hnjaski og stór-
skaðlegt, sleppi það út í umhverf-
ið. Bandaríkjaher hyggst brenna
sínar eldflaugar á tilteknum stöð-
um í Bandaríkjunum fjarri manna-
byggð, og Sovétmenn hyggjast
sprengja sínar eldflaugar með
dýnamíti í auðnum Síberíu. Kostn-
aður hvors risaveldis um sig af
eyðingu skammdrægra og meðal-
drægra kjarnorkuskeyta nemur
milljörðum bandaríkjadollara, og
mannaflinn sem við verkefnið
fæst þau þrjú ár sem það stendur
frá gildistöku samningsins skiptir
þúsundum.
Aðgangur sovéskra eftirlits-
manna að stöðvum í löndum Vest-
ur-Evrópu, þar sem bandarískar
eldflaugar og flugskeyti hafa verið
sett í skotstöðu, verður heimilaður
með orðsendingaskiptum milli
hvers ríkis um sig og Sovétríkj-
anna.
Ljóst er að Sovétstjórnin hefur
algerlega söðlað um frá því sem
áður var í afstöðu til að opna land-
ið fyrir erlendu eftirliti. Á þessu
sviði hefur ásókninni í leynd og
lokun á utanaðkomandi verið af-
létt. Á fundi með fréttamönnum í
Ljóst er að Reagan forseti má
hafa sig allan við að fá afvopnun-
arsamninginn fullgiltan í öldunga-
deild Bandaríkjaþings. Til þess
þarf tvo þriðju deildarmanna, 67
atkvæði. Talið er að allt að 50 öld-
ungadeildarmenn hafi þegar gert
upp hug sinn að greiða fullgild-
ingu atkvæði, en yfir tveir tugir
séu jafn staðráðnir í að koma
samningnum fyrir kattarnef, af
því þeir vilja alls ekki semja við
Sovétmenn á jafnréttisgrundvelli
heldur buga þá í vígbúnaðarkapp-
hlaupi.
Andstæðingahópinn skipar
hægri armur Repúblíkanaflokks-
ins, sem telur Reagan hafa svikið
málstaðinn með því að gera samn-
ing við „veldi hins illa,“ eins og
hann kallaði Sovétríkin í frægri
tölu. Munu þessir öldungadeildar-
menn leggja kapp á að koma fram
breytingum, viðaukum eða skil-
málum, sem geri samninginn að
engu. Talsmenn Reagans segja, að
hann muni því leggja megin-
áherslu á að samningurinn sé að-
eins fyrsta skref að enn stærri af-
vopnunarmarkmiðum, og því sé
fyrir öllu að hann nái fram að
ganga óbreyttur.
Átökin sem framundan eru í
Washington má nokkuð marka af
því, að kunnur harðlínumaður í
landvarnaráðuneytinu sagði af sér
fyrir rúmri viku og átaldi forset-
ann um leið harðlega fyrir að ana
út í fyrirhyggjulausa samnings-
gerð við Sovétstjórnina. Þetta er
Frank Gaffney, staðgengill aðstoð-
arlandvarnaráðherra, og fór með
mál sem varða takmarkanir á
vopnabúnaði af hálfu ráðuneytis-
ins. Gaffney hafði vonast til að
verða aðstoðarlandvarnaráðherra
og fjalla um alþjóða öryggismál í
stað Richards Perle, annars enn
frægari harðlínumanns. Þegar nýr
landvarnaráðherra, Frank Carl-
ucci, lét Gaffney vita að af slíkri
stöðuhækkun og valdaaukningu
yrði ekki fór hann í fússi og skellti
hurðum.
HELGARPÓSTURINN 9