Helgarpósturinn - 03.12.1987, Síða 12

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Síða 12
EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON MYND JIM SMART Síldarútflutningar til Rússlands Nú í haust flytja íslensku síldar- samtökin út síldarfarma til Rúss- lands, a.m.k. 200 þúsund tunnur. Þetta eru hœttulegir flutningar. í skýrslu sjóslysanefndar sem lögd var fram í sumar kom t.d. fram ad nefndin afladi vitneskju um fimm tilvik þar sem stldarfarmur í fragt- skipum hafdi farid afstad t skipinu og þad orðið fyrir áfalli. Suður- landsslysið finnst mörgurn enn óupplýst, enda þótt sjóslysanefnd hafi sett fram skýringar á slysinu. En hvað hefur verið gert? Hafa menn dregið einhverja lœrdóma af þessu alvarlega slysi? Einn þeirra sem enn eru ósáttir við opinberar skýringar á slysinu og umrœöuna sem fylgdi í kjölfarið er Jóhann Páll Símonar- son, sem hefur stundað farmennsku í sautján ár og er í trúnaðarmanna- ráði Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þegar Suðurlandið fór niður var ég staddur við sjóbúning um borð í Álafossi í Riga í Rússlandi. Og óneit- anlega varð mér illa við, eins og öll- um sjómönnum. Eg varð skelfingu lostinn. Ekki síst vegna þess að nokkrir vina minna voru á Suður- landinu. Og kannski þess vegna hef ég haft sérstakan áhuga á því að fá skýringar á því af hverju þetta skip fór niður. í verkfalli sjómanna í janú- ar gekk ég á milli manna til að leita skýringa, en eftir því sem ég spurði fleiri áttaði ég mig betur á því hvað hafði getað gerst. Ég fór síðan að velta þessu máli aftur fyrir mér þeg- ar ég sá það haft eftir Páli Hjartar- syni hjá Siglingamálastofnun í Morgunblaðinu fyrir skemmstu að „ekkert lægi fyrir um hvernig Suð- urlandsslysið í lok síðasta árs hefði atvikast"." HÆTTULEG SKIP? „Eftir að hafa farið yfir þau opin- beru sjóréttargögn sem ég gat aflað mér varðandi Suðurlandsslysið þá fer ekki hjá því að mjög margar al- variegar spurningar vakna. Við get- um byrjað á lestun skipsins. Mér reiknast til að samanlagt bil á milli tunna í neðsta laginu hafi verið um fimm metrar — með því að allar tunnurnar liggi saman fastar við síðu. Þar fyrir utan erum við að tala um síldartunnur sem eru í níu hæð- um. Átta hæðir sem staflað er ofan á þessar neðstu tunnur. Þetta þýðir miðað við að tunnan sé rúm 150 kíló að þunginn sem hvílir á neðstu tunnuröðinni er farinn að nálgast eitt tonn. Þegar svo við þennan mikla þrýsting bætist gífurlegur hliðarþrýstingur auk þess mikla bils sem áður var getið vegna hreyfinga skipsins þá má margfalda þann þunga sem hvílir á tunnunum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi lestunar- aðferð geri hvert skip hættulegt til siglingar. Og ég spyr mig, hvernig stendur á því að hætt var að ganga frá síldartunnum eins og gert var áður fyrr? Og hver ber ábyrgð á þess- ari lestunaraðferð, sem reyndar hef- ur verið breytt nú? Hver er raun- verulega ábyrgur fyrir því að sjó- mönnum er með þessum hætti stefnt í hættu?" „Annað atriði í þessu er að á milli- dekki var lest skipsins klædd með 16 mm krossviðarplötum, sem þýðir að það var 80 cm bil frá þilinu og út í síðuna hvoru megin. Samtals 1.60 metri. Ef þessi þil gefa sig í skipinu þá er bilið á milli tunnanna orðið það mikið að farmurinn er allur á fleygiferð. Og ef tunnurnar fara við þessar aðstæður að brotna þá ertu kominn með fljótandi farm í skipinu og enginn ræður neitt við neitt. Skipið getur einfaldlega farið á hlið- ina vegna þess að stöðugleiki skips- ins og þyngdarpunktur er síbreyti- legur. Ég er ekki að segja að þetta sé niðurstaðan en mér verður hugsað til þess með hryllingi ef svona hefur farið." LYSINGAR STANGAST Á „Við lestur sjóprófanna sem hald- in voru yfir félögum mínum kemur ýmislegt það fram, sem ég sætti mig ekki við sem sjómaður. Ég spyr mig líka af hverju það leið svona langur tími þangað til sjópróf hófust. Ég Jóhann P. Símonarson, háseti og full- trúi í trúnaðarmannaráöi Sjómanna- félags Reykjavíkur. „Sjáðu til, útgerðarmaðurinn fær sitt, útflytjandinn sitt, og meira en það. Ég veit ekki betur en að þeir hafi verið að semja um það fyrir nokkrum dög- um, að Rússarnir keyptu á þessu ári þær 19 þúsund tunnur sem fóru niður með Suðurlandinu." veit ekki betur en að t.d. þegar LJrr- iðafoss strandaði á Grundartanga að þá voru menn teknir örþreyttir til yfirheyrslna strax. Framburður mannanna í sjópróf- um vegna Suðurlandsins stangast á í veigamiklum atriðum. Sérstaklega þegar spurt er um og menn beðnir að lýsa því sem gerðist. Allt sem máli skiptir er sett yfir á skipstjórann sem fórst með skipinu og því ekki til frásagnar, en svo vill til að einn æðsti maður skipsins, yfirstýrimaður með full réttindi, hann man ekkert um þau atriði sem mér finnst skipta máli. Hann man ekkert um djúpristu skipsins. Hann getur ekki upplýst um sjó í tönkum. Hann veit ekki hvort skipið var á merkjum eða ekki, þ.e.a.s. hann veit ekkert um djúpristuna, en fullyrðir þó í beinu framhaldi að skipið hafi ekki verið á merkjum. Þetta skil ég ekki.“ „Og það er fleira sem ég skil ekki eftir lestur sjóprófanna. Það kemur fram. hjá 1. stýrimanni, að það hafi ekki verið reiknaður út stöðugleiki skipsins í svona flutningum, eins og hann kallar það. Hvað er maðurinn að segja? Er það virkilega svo, að skip lætur úr höfn til siglingar langt norður í Atlantshaf á versta tíma ársins, á erfiðasta hafsvæði heims, án þess að skipstjórnarmenn hafi hugmynd um stöðugleika skipsins sem þeir bera ábyrgð á?“ FLOTGALLAR OG SJÓFÆR SKIP „Menn hafa mikið verið að ræða öryggismál sjómanna síðustu mán- uði og við höfum séð menn í sjón- varpi vera að svamla um höfnina í flotbúningum, sem er ágætt út af fyrir sig, en það er ekki allt. Fyrsta skilyrðið, þegar við tölum um öryggismál sjómanna, það er auð- vitað að skipin séu sjófær. Öryggis- mál sjómanna verða ekki leyst með því að fylla skipin af flotbúningum til að tryggja að menn geti kastað sér í hafið, kannski í tíu — tólf vind- stigum, þegar sjór er við frostmark. Aðalatriðið hér er að skipin sjálf séu sjófær. Það kemur fram í sjóprófum vegna Suðurlandsslyssins að björg- unaræfingar voru fáar. En það er kannski ekkert skrítið. Hraðinn er orðinn svo mikill og mennirnir svo fáir að það gefst lítill tími til að sinna björgunarmálum. Þeir hafa fækkað svo mikið mannskap á skipunum. Það er raunverulega ekki hægt að halda 'almennilegar björgunaræf- ingar. Og það er kaldhæðnislegt að það skuli einmitt vera útgerðarmað- ur Suðurlandsins og fyrrverandi for- maður í félagi Kaupskipaútgerða sem hefur á undanförnum árum barist einna harðast fyrir fækkun í áhöfnunum gegn vilja Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Þetta hefur m.a. verið gert með því að skrásetja skip- in á Akranesi, Hafnarfirði, eða færa þau á milli staða til að geta haft það í hendi sér að geta ráðið þessum málum og fara framhjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur." SMÁNARBÆTUR „I sambandi við þetta Suður- landsslys hef ég oft velt því fyrir mér J^hve lítils menn meta sjómannslífið í samanburði við skipin og farminn. Útgerðarmenn og útflytjendur fá tjón sitt bætt að fullu á meðan ís- lensk lög tryggja sjómannsfjölskyld- unni smánarbætur fyrir líf mann- anna, um sjö hundruð þúsund krónur í skaðabætur, og ekkna- og barnabætur sem eru um 15 þúsund krónur á mánuði í þrjú ár, þ.e.a.s. ef ekkjan er 37 ára og yngri. Sé hún fjörutíu ára fær hún ekknabætur í sex ár. Þetta er óþolandi. Sérðu til, útgerðarmaðurinn fær sitt, útflytj- andinn sitt, og meira en það. Ég veit ekki betur en að þeir hafi verið að semja um það fyrir nokkrum dög- um, að Rússarnir keyptu á þessu ári þær 19 þúsund tunnur sem fóru nið- ur með Suðurlandinu. í kjölfar Suðurlandsslyssins hafa menn sett nýjar reglur um hleðslu síldartunna. Þeir hafa líka verið að flagga með nýjar tunnur. Plasttunn- ur, sem eiga að vera miklu sterkari og öruggari en gömlu trétunnurnar. Ég hef verið um borð þar sem svona tunnur hafa verið fluttar og þær voru ekki taldar öruggari en það, að þær voru settar í hálfgáma. Mínum skipstjóra þótti ekki annað koma til greina. Það er mín skoðun að ef þeir flytja síldina út í plasttunnum þá séu menn með í lestunum einn þann hættulegasta farm sem hægt er að flytja. í þessu Suðurlandsmáli verð- ur að leggja öll spil á borðið. í fyrsta lagi vegna þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þessa hörmu- lega slyss og í öðru lagi til þess að settar verði reglur sem e.t.v. geta úti- lokað að svona atburðir endurtaki sig.“ BÍLA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS 15 SUZUKI FOX-JEPPAR — með drifi á öllum, eins og landsliðið okkar 35 SUZUKI SWIFT — tískubíllinn í ár 50 BÍLAR 15 BÍLAR dregnir út 14. DES. 1987 35 BÍLAR dregnir út 18. JAN. 1988 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.