Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 15
A frívakt. Ólína meö börnunum fjórum. F.v.: Saga fimm ara,
sem haföi misst tönn daginn fyrir myndatökuna, Maddy 2'/2
árs í fangi mömmu sinnar, Pétur nýorðinn fjögurra ára og
Doddi 12 ára. Þeim siöastnefnda fannst ósköp notalegt aö
koma heim frá blaðburðinum og hitta mömmu sína sem beið
meö heitar smákökur handa honum. Eöa eins og hann saaöi
,,Ég elska þaö!"
eignarfrí. Síðan verð ég henni til
aðstoðar og ég vænti mér góðs af
þvi samstarfi. Herdís fæst við
annars konar fjölmiðlun en ég hef
gert og ég tel mig geta lært
talsvert af henni. Tilgangurinn
með friinu er einkum sá að hafa
frjálsari vinnutíma og geta sinnt
heimilinu betur. Ég hef aldrei
fengist við tímarit áður og held ég
hafi gott af að víkka út starfssvið
mitt með þessu móti.
Það er mikil togstreita að sinna
fréttamannsstarfinu og móður-
hlutverkinu svo vel sé. Nú er ég í
starfi sem er mjög krefjandi og ég
hef mikla ánægju af. Auðvitað er
ég ekkert reiðubúin að sleppa því
fullkomlega og setjast í helgan
stein. Líka vegna þess að maður
getur skákað í því skjóli að maður
hafi ekki efni á því. . . En ég gæti
alveg hugsað mér að láta mig
hverfa af sjónarsviðinu í nokkur ár
ef því væri að skipta. Það er
nefnilega ekki öllu fórnandi fyrir
starfið, allra síst fjölskyldu og
börnum. Þegar ég kem heim á
kvöldin er ég í raun ennþá í
vinnunni. Ég er með hugann við
næsta dag, hlusta á útvarp, les
blöð. Það er komið eitthvert sjálf-
virkt kerfi inn í mig. Ef ég heyri í
útvarpi að eitthvað gerist skyndi-
lega eru fyrstu viðbrögðin að
rjúka upp á fréttastofu og vita
hvort ég get gert eitthvað. Þannig
lifi ég í tveimur heimum sem hvor
um sig er jafnstór hluti af mér.
Annaðhvort er maður frétta-
hundur eða ekki. Ég held að ég sé
fréttahundur.
Ég er eins og hérinn. Ég er
alltaf í viðbragðsstöðu, tilbúin að
stökkva. Ég man til dæmis þegar
leiðtogafundurinn kom upp. Við
vorum öll komin inn á teppi til
fréttastjóra innan hálftíma frá því
við fréttum af fundinum. Frétta-
maður sem tekur sig alvarlega er
ekki kallaður út í eitt né neitt,
hann kemur. Þetta er náttúrlega
svolítið erfitt, að vera margra
barna móðir og samræma allar
þessar hvatir; móðurástina, fjöl-
skyldutengslin og síðan lætin í
kringum fréttamannsstarfið. Ég
veit ekki hvernig ég samræmi
þetta. Ég bregst ósjálfrátt við öllu.
Ef ég er stödd í vinnunni og frétti
að eitt barnið hafi meitt sig og sé
á slysavarðstofunni, þá rýk ég úr
vinnunni. Ef ég er stödd hérna
heima og veit af stóru máli uppi á
fréttastofu, þá rýk ég að heiman.
Ég er í rauninni yfirdrifinn
persónuleiki. Ég læt stjórnast af
ósjálfráðum viðbrögðum. Ég held
líka að það skipti óskaplega miklu
máli að ákveða aldrei fyrirfram að
eitthvað sé ekki hægt. Ef ég hefði
sest niður þegar ég var í
háskólanum og sagt: Það er ekki
hægt að vera blaðamaður og eiga
fjögur börn — þá hefði ég sjálfsagt
ekki eignast þau. En börnin komu,
þau voru velkomin og síðan var
sest niður og sagt: Þetta bjargast
einhvern veginn. Og það hefur
gert það hingað til.“
HELGARPÓSTURINN 15