Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 17
DAGBOKIN HENNAR DULLU
Kæra dagbók.
Eg sá svo rosa óhuggulega mynd
í sjónvarpinu í gær, að ég er bara
alveg í rusli. Hún var um strák, sem
var æðisleg fótboltahetja, en hann
fékk krabbamein og dó!!! Samt var
hann bara 17 ára . . . Guð, þetta var
alveg ógeðslega sorglegt, maður.
Pabbi hans var líka ekkert góður við
hann og mamma hans var dáin og
allt. Sá eini, sem skipti sér eitthvað
af honum, var bróðir hans, en hann
var bara alltaf upptekinn í skólan-
um. Myndin var líka svo sorgleg að
ég þurfti að rjúka á klóið um leið og
hún var búin, þannig að Addi bróðir
sæi ekki að ég væri öll út í tárum.
Það eina, sem bjargar málinu, er að
sá sem lék veika strákinn leikur í
þætti á Stöð 2 á hverjum föstudegi.
Ég ætla að horfa á hann næst til að
minna mig á að þetta var bara plat
og að strákurinn er bara leikari.
Málið er samt ekki svona auðvelt,
því ég veit náttúrulega að þó þessi
strákur hafi verið fíihraustur leikari
þá er fullt af fólki með krabbamein
í alvörunni. Líka krakkar! Mér finnst
þettasvo óréttlátt . . . Ég meina það.
Aumingja krakkarnir, maður, að fá
ekki að upplifa neitt nema skóia og
svoleiðis ógeð og vera dánir þegar
fjörið byrjar og maður getur farið að
ráða sér sjálfur. Svo veit heldur eng-
inn hvað skeður, þegar fólk deyr, og
það finnst mér nú verst af öllu. Von-
andi verða vísindamennirnir búnir
að komast að því hvað verður um
mann áður en ég dey. Þessi óvissa er
alveg að drepa mig. Eða þannig . . .
Það voru þrír menn og ein kona í
sjónvarpssalnum að tala um dauð-
ann, þegar myndin um krabba-
meinsstrákinn var búin. Einn var
prestur (ofsa góðlegur til augn-
anna), svo var ein hjúkka (hún var
æðislega stressuð, en mamma sagði
að ég gæti trútt um taiað, því ég vissi
ekkert hvernig fólki liði í beinni út-
sendingu. Mamma hefur sko tvisvar
verið í sjónvarpinu fyrir Kvennalist-
ann og þegar hún kom heim í fyrra
skiptið mundi hún ekki neitt af því,
sem hún hafði sagt). Og þarna var
líka einn maður með krabbamein.
Maður hefði nú aldrei fattað það,
nema af því að stjórnandinn (sem
var í alveg meiriháttar grænni
peysu) sagði að þetta væri sjúkling-
ur. Hann var alveg venjulegur að sjá
og svoleiðis. Hann er meira að segja
soldið likur honum pabba og mér
fannst það óþægilegt. Mann langar
ekkert til að muna eftir því að allir
geta veikst og dáið. Það er svo rosa-
lega erfitt. Maður meikar það bara
ekki. . . Má ég þá frekar biðja um
einhverja æðisgengna gaman- eða
glæpamynd. Ég vildi næstum frekar
horfa á kábojmynd en svona dauða-
tal. En einhvern veginn gat ég ekki
farið inn til mín að lesa eða neitt.
Það var svo skrítið að hugsa um það,
að krakkar gætu dáið. Líka krakk-
arnir í mínum bekk og krakkarnir
hérna í götunni. Váá, hvað það væri
skrítið. Ég vona bara að Bella vin-
kona lifi lengi. Hvern myndi ég tala
við, ef eitthvað kæmi fyrir hana? Ég
get sko ekki lifað án hennar. Og ég
vona líka að ég lifi lengi!
Bless, Dúlla.
PS Kannski ætti maður að fara að
pæla meira í þessum málum með
Guð og dauðann og það ...
JÓLATILBOÐ
JAPIS NR.1
FULLKOMIN SAMSUNG
HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA
MEÐ GEISLASPILARA
f þetta er ekki jólatilboð
ársins hvað þá?
Önnur eins kjarakaup bjóðast
ekki á hverjum degi.
Því er um að gera að drífa
sig af stað áður en það er
um seinan.
Það er nú einu sinni þannig
með þessa samstæðu að
magnið er takmarkað og
eftirspurnin mjög mikil.
Þriggja geisla geislaspilari.
60 vatta magnari.
Hálfsjálfvirkur plötuspilari
með audio-technica hljóðdós.
Stafrænt (digital) útvarp.
16 stöðva minni FM MB LB.
Tónjafnari.
Tvö kassettutæki með
raðspilun.
„High-Speed-Dubbing".
Dolby.
Hljóðnematengi.
Hljóðnemamixer.
Tveir hátalarar í dökkum
viðarkassa.
39.800,- stgr.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SÍMI 27133
HELGARPÓSTURINN 17