Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 20
— Hvernig tók f jölskyldan þessari
ákvörðun, nú var eiginmaður þinn
að segja skiiið við sinn pólitíska fer-
il, að minnsta kosti í bráð. Varðstu
vör við afbrýðisemi?
„Maðurinn minn tók þessu mjög
vel. Hann vildi engin áhrif hafa á
það, hvort ég færi út í þetta eða ekki.
Honum fannst þetta dálítið undar-
legt, að ég skyldi allt í einu vera
komin á kaf í pólitík og þjóðmái, en
ég var búin að standa við hlið hans
í tuttugu og fimm ár í stjórnmálabar-
áttu og studdi hann að sjálfsögðu.
Ég vissi að þar sem hann fór þar
höfðu Vestfirðingar góðan fulltrúa.
Ég studdi ekki alltaf Sjálfstæðis-
flokkinn. Ég hef aldrei verið mjög
fiokksbundin, heldur viljað reyna
að meta þann mann, sem átti að
vinna verkin fyrir hlutaðeigandi
flokk. Hann var svo reiðubúinn að
styðja mig, ef ég ætlaði að fara að
venda mínu kvæði í kross. Börnum
mínum, sem fiest eru farin að heim-
an, yngsti sonurinn enn í heimahús-
um, fannst þetta svolítið furðulegt,
að mamma væri allt í einu farin að
skipta sér af stjórnmálum. Sögðu þó
svona í restina: Já, já, gerðu þetta
bara, mamma, ef þig langar til. Ég
þurfti nánast ekkert að hugsa um
heimilið síðustu vikurnar fyrir kosn-
ingar. Maðurinn minn tók það alveg
að sér og tók við því hlutverki, sem
ég hafði haft, þegar hann var að vas-
ast á fundum og kom kannski
þreyttur heim og þurfti aðstoð við
einhverja hluti, þó ekki væri það
nema matur og heitt bað. Hann tók
við þessu hlutverki og skilaði því
með prýði eins og öðrum þeim hlut-
um sem hann skilar af sér.“
— Þú hefur greinilega mikið dá-
læti á manninum þínum, það er
býsna lýsandi það sem af er við-
talinu.
HÖFUM DÁLÆTI HVORT
ÁÖÐRU
Og Jóna Valgerður hlær við: „Við
höfum mjög mikið dálæti hvort á
öðru, okkar hjónaband er mjög far-
sælt og gott og ég vona að það verði
það áfram, hvort sem hann er í póli-
tík eða ég.“
Kosningabarátta á ísiandi hefur
að sumu leyti farið harðnandi í
seinni tíð, altént kostar hún æ meiri
peninga, en kom kosningabarátta
Jónu Valgerðar heim og saman við
þær væntingar, sem hún hafði í því
efni?
„Sú mynd sem ég hafði í huga var
ekkert falleg og lítið annað en
vammir og skammir og baktjalda-
makk. Þetta gerði það meðal annars
að verkum að ég var mjög hikandi.
Eftir að ákvörðun var tekin einsetti
ég mér að ég skyldi ekki haga mér
eins og ég hafði séð stjórnmála-
menn gera. Ég skyldi ekki vera með
skítkast á andstæðinga. Ég skyldi
halda mig við málefnalegan mál-
flutning. Ég ætlaði að halda því
fram, sem ég barðist fyrir, og ætlaði
ekki að láta það hafa nein sérstök
áhrif á mig þótt ég yrði fyrir skít-
kasti meðframbjóðenda. Og ég held
mér hafi tekist nokkuð vel að standa
við þetta."
Nú fengu samtökin um sex hundr-
uð atkvæði á Vestfjörðum og líklega
miklu fleiri en þið gerðuð nokkurn
tímann ráð fyrir, hvaðan tókuð þið
þessi atkvæði?
„Ég hef ekki hugsað um það, frá
hvaða flokki við tókum helst at-
kvæði. Ég lít ekki svo á, að flokkar
eigi atkvæði. Fólk er frjálst að því að
kjósa það sem það vill og það verð-
ur að meta það í hvert skipti hvaða
málefni það eru sem það vill veita
brautargengi og það hlýtur að kjósa
samkvæmt því. Og ég held það sé
mikill misskilningur hjá þeim flokk-
um sem starfa í dag þegar þeir líta
svo á að þeir eigi fólkið í landinu.
Stjórnmálamenn halda að þeir geti
bara komið á fjögurra ára fresti og
hirt atkvæði sín og þurfi ekkert að
gera til þess að halda þeim. Þegar
fólk er að bjóða sig fram, þá lít ég
svo á, að það sé að bjóða sig fram til
þess að vinna ákveðin verk sem það
talar um í kosningabaráttunni og
það ætlar að vinna að þeim í fjögur
ár, ef kjósendur gefa þeim umboð til
þess. Síðan á dómurinn að falla að
fjórum árum liðnum."
TRYGG ATKVÆÐI
— Er Vestfjarðakjördæmi ekki
býsna dæmigert fyrir þetta ástand
sem þú lýsir svo, þar sem sveiflur
verða hvað minnstar?
„Jú, það er alveg rétt, þeir hafa
getað komið og sótt atkvæði sín,
þau hafa bara verið trygg þarna
heima fyrir, alveg sama hvernig þeir
hafa farið með þau. Ég er ekki
ánægð með stöðuna á Vestfjörðum
eins og hún er nú. Ég er ekki að
segja að hún sé eingöngu að kenna
þeim þingmönnum sem við höfum
haft, vafalaust hafa þeir reynt að
gera sitt besta, en ástandið er ekki
nærri nógu gott eins og það er í
dag.“
— Ef við víkjum aftur að Þjóðar-
flokknum sem fékk besta útkomu á
ÍTAL5KUR
MARMARI
Látið drauminn
CT • ^kta ítalskur marmari
I á gólf og veggi.
• •• • Boröplötur og sólbekkir
skornir eftir máli.
• Hálfmatt og háglans
i mismunandi litum.
Gliáandi * *,a,skar granitflísar,
J fullslípaöar í mismunandi litum.
Granít* • Hæ9l er aö Pan,a sérskorið
UA“U#' í boröplötur og sólbekki.
#MFABORG ?
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4- SÍMI 686755
FJÖRLTERÐ,
ENGRI ANNARRI LÍK!
Strandgata 55 - Hafnarfirði - sími 651213
Vestfjörðum og er nú að sækja sig
samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum, var kosningabarátta flokks-
ins illa skipulögð?
„Það er skammt í kosningar, —
þegar Þjóðarflokkurinn var stofnað-
ur og á sama tíma og hann. hefði
þurft að hefja markvissa kynningu
verður klofning í Sjálfstæðisflokkn-
um og Borgaraflokkurinn verður til
og hann verður í sviðsljósinu eftir
allt klofningadramað. Tilkoma
Borgaraflokksins var dæmigert fjöl-
miðlafóður og myndun Þjóðar-
flokksins féll í skuggann. Við höfð-
um heldur ekki neina sjóði á bak við
okkur til þess að fara út í dýra kosn-
ingabaráttu. Hjá okkur voru heldur
ekki neinar innanflokksdeilur, við
vorum einfaldlega hópur fólks að
berjast fyrir ákveðinni hugsjón, og
slíkt þykir ekki fjölmiðlamatur."
— Að lokum um Þjóðarflokkinn,
hvaða skýringu hefur þú á upp-
sveiflu flokksins, ef marka má síð-
ustu skoðanakönnun Helgarpósts-
ins um fylgi flokkanna?
„Það hefðu fleiri kosið Þjóðar-
flokkinn í síðustu kosningum ef þeir
hefðu látið sér detta í hug að hann
væri nálægt manni eins og gerðist
hér á Vestfjörðum. Ég held líka að
sú stjórnarstefna sem nú er rekin
laði fólk á Iandsbyggðinni ekki að
þeim flokkum sem eiga aðild að rík-
isstjórn."
KVENFÉLÖGIN Á
TÍMAMÓTUM
Stundum fá kvenfélög þá einkunn
að vera kölluð tímaskekkja og Jóna
Valgerður er mjög virk í þeim fé-
lagsskap, formaður Sambands vest-
firskra kvenna, formaður Kvenfé-
lagsins Hvatar í Hnífsda! og í vara-
stjórn Kvenfélagasambands íslands
og mér er spurn; fjara kvenfélögin
út með þinni kynslóð, Jóna Valgerð-
ur?
„Kvenfélögin standa á tímamót-
um í dag. Við sjáum það, ef við horf-
um raunsætt á málin, og ég hef allt-
af fengið orð fyrir það að vera raun-
1. janúar nálgast með staðgreiðslu
opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að
allir launamenn og launagreiðendur þekki
rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn
eru því hvattir til að kynna sér málið vel og
leita upplýsinga séu þeir í óvissu.
HVAÐ FELSTÍ STAÐGREÐSLU?
í staðgreiðslu eru skattar dregnir af öllum
launum við hverja útborgun. Þar með talið
eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og orlof.
Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld,
sem áður voru álögð á launamenn, nema eign-
arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á.
ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA
STAÐGREÐSLU
Launagreiðandi annast útreikning stað-
greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og
skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig
af eigin launum. Sama skatthlutfall er notað við
afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra.
FRÁDRÁTTUR ÍSTAÐGREÐSLU
Allir launamenn fá áriegan persónuaf-
slátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Að öllu
jöfnu er persónuafslátturinn sá sami hjá öllum
launamönnum. Persónuafslættinum er skipt
jafnt á alla mánuði ársins.
Sjómenn og hlutráðnir landsmenn fá sér-
stakan sjómannaafslátt. Námsmenn fá hærri
persónuafslátt yfir sumarmánuðina.
Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til
bráðabirgða verður þó veittur afsláttur til þeirra
er festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg-
ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu
að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur
verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988.
BÆTUR
Barnabætur með hverju bami innan 16
ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti
og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks).
Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem
kaupir eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis
1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota
einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta
sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt-
ar á þeim tí ma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá
og með upphafsári.
i- rlK
____________
20 HELGARPÓSTURINN