Helgarpósturinn - 03.12.1987, Síða 21
sæismanneskja. Það eru sífellt færri
og færri ungar konur sem ganga í
kvenfélögin nema helst í dreifbýl-
inu, þar sem samfélagsbreytingar
ganga hægar fyrir sig. Þá er skipu-
lag kvenfélaganna miðað við allt
aðra samfélagsgerð en nú er, en þau
voru flest stofnuð fyrir og um síð-
ustu aldamót. Og ég held að kvenfé-
lögin hafi ekki fylgst með þróun-
inni. Það er enn byggt á því, að kon-
urnar fái sína félagslegu fullnæg-
ingu innan vébanda kvenfélagsins,
sem er gott og blessað í sjálfu sér. En
eftir að konur eru að jafnaði farnar
að vinna utan heimilis hafa þær ekki
þrek til að sinna kvenfélagsstarfinu
nægilega og þær vilja eiga einhvern
tíma fyrir sig sjálfar. Annað sem enn
tíðkast í kvenfélagsstarfinu er það,
að allt er unnið endurgjaldslaust,
enda þótt verið sé að styrkja ein-
hver málefni með stórum framlög-
um. Þær konur sem virkastar eru
borga einatt með sér og það jafnvel
umtalsverðar fjárhæðir, bæði vegna
aksturs- og símakostnaðar svo dæmi
séu tekin. Það er félagið sjálft sem á
að greiða þann kostnað sem rekst-
urinn útheimtir. Það er eðlilegt að
konurnar leggi sitt af mörkum með
vinnu og tíma, en við verðum að
fara að líta pínulítið öðruvísi á fjár-
máialega uppbyggingu félaganna
og nota hluta af fjármagni þeirra til
þess að byggja þau sjálf upp og
greiða það sem það kostar að halda
félögunum gangandi."
Nú hafa skapast ýmis þjóðfélags-
vandamál í kjölfar gjörbreyttrar
samfélagsgerðar, mér dettur í hug
vanrækt börn, skortur á dagvistun-
arheimilum o.s.frv. Er ekki kominn
þarna ákjósanlegur starfsgrundvöll-
ur kvenfélaga að starfa sem þrýsti-
hópur á ríki og sveitarfélög að
bregðast við þeim vanköntum sem
augsýnilegir eru?
„Kvenfélögin hafa oft beitt sér
sem eins konar þrýstihópur, þegar
þau hafa viljað koma einhverju máli
fram, sem til þjóðþrifa horfir, og oft
í sambandi við slíka hluti sem þú
nefnir. í þessu tilfelli má einnig
nefna stöðu heimavinnandi fólks,
sem mikið hefur verið rædd innan
Kvenfélagasambandsins, og Banda-
lag kvenna í Reykjavík hefur haft
nefnd á sínum snærum, sem skilað
hefur ýmsum ályktunum frá sér.
Heimavinnandi fólk hefur nefnilega
verið nánast réttlaust. Það hefur
ekki lífeyrisréttindi, það hefur haft
lágmarksréttindi til slysabóta og
sjúkradagpeninga og fleira sem
mætti upp telja og vísar til smárra
réttinda. Og frá því rauðsokkahreyf-
ingin varð til var litið á heimilisstörf
sem eitthvað lágkúrulegt — konur
sem voru bara húsmæður. Konur
sem hafa viljað vera heima yfir ung-
um börnum og látið sig þá skorta í
staðinn einhverja veraldlega hluti,
þær hafa varla haft frið til þess. Það
hefur ekki þótt neitt starf að vera
heimavinnandi húsmóðir. Þetta hef-
ur þó breyst síðustu árin og það er
Kvenfélagasambandið sem hefur
vakið upp þá umræðu. Og ég lít á
það sem brýnt verkefni kvenfélaga-
sambandsins í nánustu framtíð að
leiðrétta hlut heimavinnandi fólks."
— Og iokaspurning: Er Jóna Val-
gerður tilbúin í slaginn eftir tæplega
fjögur ár?
,,í dag er ég nú ekki tilbúin að
svara því, hvort ég mundi fara í
framboð eftir fjögur ár. Ef kosið yrði
núna eftir einn eða tvo mánuði þá
geri ég ráð fyrir að ég yrði með.“
KyNNiUÞER
STÖEXJÞÍNA
Í STAÐGREÐSUJ
-það margborgar sig
SKATTKORT
Allir, sem verða 16 ára og éldri á stað-
greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað-
greiðsluárs. Þar er mánaðarlegur persónuaf-
sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem
draga á af launum, auk helstu persónuupplýs-
inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu
launamanns.
Launamanni ber að afhenda launagreið-
anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað-
greiðsluárs. Ef launagreiðandinn hefur ekki
skattkortið við útborgun launa, má hann
ekki draga persónuafsláttinn frá stað-
greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar
með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil-
vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa-
greiðandinn fái skattkortið í tæka tíð.
Þegar maki launamanns ertekjulaus get-
ur launamaðurinn einnig afhent launagreið-
anda sínum skattkort makans og þar með nýtt
80% af persónuafslætti hans til viðbótar
sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkort.
Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per-
sónuafslátt.
AUKaSKATTKORT
Launamaður getur fengið aukaskattkort ef
hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta
persónuafslætti sínum til þess að nýta hann
betur. Einnig getur hann fengið aukaskattkort ef
hann vill afhenda maka sínum þann persónu-
afslátt, sem hann nýtir ekki sjálfur. Umsóknir
um aukaskattkort fást hjá skattstjórum.
ÁLAGNING OG FRAMTAL
Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu
með hefðbundnum hætti. Að loknu stað-
greiðsluári fer fram álagning og síðan uppgjör
staðgreiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem stað-
greidd hefur verið er borin saman við endan-
lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í
Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van-
greidd. Verði um mismun að ræða er hann
endurgreiddur í einu lagi í ágúst eða innheimt-
ur eð jöfnum greiðslum í ágúst-desember að
viðbættri lánskjaravisitölu.
SJÁLFSTÆÐiR REKSTRARAÐILAR
Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að
reikna sér endurgjald af starfseminni og miða
staðgreiðslu sína við það og skila henni mán-
aðarlega. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark
endurgjalds.
SKATTLAGNING TEKNA
ÁRSINS 1987
Öllum ber að skila framtali á árinu 1988
vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn-
heimta fellur hins vegar niður af öllum
almennum launatekjum. Undantekningar
eru þó gerðar
• eflaunhafaveriðyfirfærðáárið1987.
• ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk-
innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar.
• ef menn í eigin atvinnurekstri reikna sér
meira en 25% hærri laun fyrir 1987 en 1986
(með verðbótum).
• ef menn fá meira en 25% hærri laun fyrir
eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð-
bótum).
f þessum tilvikum verðuraukningin skattskyld.
STAÐGREÐSLAN ER EINFÖLD
OGAUÐSKILIN
Bæklingur með ítariegum upplýsingum
um staðgreiðsluna hefur verið sendur inn á
hvert heimili landsins. Það er mikilvægt að lesa
þennan bækling vel og varðveita, þar sem
hann geymir nauðsynlegar upplýsingar um
staðgreiðslu. Launamenn fá skattkort sitt sent
næstu daga. Með því fylgja skýringar sem þeir
eru beðnir um að lesa vel, gera viðeigandi ráð-
stafanir og afhenda skattkortið síðan launa-
greiðandasínum.
Staðgreiðsla opinberra gjalda er breyt-
ing, sem beðið hefur verið eftir. Aðdragandi
hefur verið langur en nú er undirbúningur-
inn á lokastigi. Þetta er róttæk breyting til
einföldunar og hagræðis og snertir alla
skattgreiðendur. Þessi breyting verður
mun auðveldari ef allir skattgreiðendur
þekkja stöðu sína.
Staðgreiðslan ereinföld
- efþú þekklr hana
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
HELGARPÓSTURINN 21