Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 25

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 25
vitað Þjóðarbókhlaðan, sem er ein- hvers staðar í klemmu í kerfinu og meiri áhersla á að umvefja hana síkjum en geyma þar bækur. Áhuga- mannafélög um allt land efna tii fundaherferðar um það hverjir séu straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum, finna kannski út að íslenskar skáldkonur skrifi í hring en aðrir eftir línu. Og um leið efna útgefendurnir til herferðar í þeim tilgangi að komast að því hvort þeir hafi farið rétt að eða ekki, hvort þeim hafi tekist að koma til skila öll- um nýju strengjunum. Einhverjir þeirra eru ekkert í því að gefa út þessa nýju strengi, telja sig best komna með að halda sig við þá gömlu eða leita á náðir íslenskrar forvitni um náungann sem er orðin alþekkt og raunar einkennilegt hversu mjög landinn er forvitinn um jólin. Heilu bækurnar um fólk sem hefur unnið starf sitt í einhvern til- tekinn árafjölda og telur sig kannski ekki hafa svo mikið annað að gera. Sama fólk kannski nýbúið að opna hjarta sitt upp á gátt í dagblaði og hefði raunar fyrir einhverjum árum aldrei þótt neinn sérstakur frétta- matur. Liggur við að búið sé að taka viðtöl við annan hvern íslending og væntanlegar viðtalsbækur við einn af hverjum fimm sem komið hafa i viðtal. Bækur sem eiga að koma í staðinn fyrir lækna, lyf, bílaverk- stæði, smiði og saumastofur. Þrosk- andi bækur fyrir börn, sem börnin sjálf hafa auðvitað engan áhuga á, enda eru þær aðallega keyptar svo að fullorðnir geti líka skemmt sér er þeir þurfa að lesa þær fyrir börnin. Islensk amma myndi aldrei taka í mál að lesa upphátt úr Tinna eða ámóta hetju, hvað þá heldur að hún tæki i mál að vera með í híman þó litla ömmubarnið dauðlangi og vanti einhvern til að taka þátt í leiknum. Síðast en ekki síst þar til gerðar bækur fyrir unglinga sem allar fjalla um sömu ástina sem gengur svo dásamlega upp í lokin að veruleikinn stendur því hvergi á sporði. Undarlegt að í ár eru allir pabbar í unglingabókum annað- hvort arkitektar eða á fréttastofu sjónvarpsins. UPPSELD HJÁ FORLAGINU Og svo daglega verið að gera sölu- kannanir. Slegið upp sem stórfrétt ef ein bók selst meira en önnur. Jafn- vel farið að flokka bækur; skáldsög- ur, viðtalsbækur, unglingabækur, aðrar bækur, barnabækur. Nauð- synlegt að vita hver selst best í hvaða flokki. Allir sem ekki komast á listann yfir þá tíu hæstu reka upp ramakvein og sjónvarpið fyllist af auglýsingum: „Láttu ekki happ úr hendi sleppa, misstu ekki af henni, verður að lesa hana þessa, láttu hana ekki fram hjá þér fara, geymdu ekki of lengi að kaupa þessa.“ Og fljótlega kemur svo þessi kiassíska sem helst á að lesa með drýgindum; „Bókin er uppseld hjá forlaginu, nýtt upplag er væntanlegt í búðir á mánudaginn." Sveittir prentarar úti í bæ, sem hafa ekki séð fjölskylduna síðan í október, keppast við að koma heitum lummunum út í æsta kaupendur sem sjá fram á að þurfa að taka sér eitthvað fyrir hendur í jólafriinu ef bókin kemur ekki aftur. Ritdómarnir í hrúgum í blöðum; góð bók, vond bók, skemmtileg bók, leiðinleg bók, fróðleg bók, undarleg bók. Sumir gagnrýnendur grunaðir um að lesa bara aftan á kápurnar, einkum þeir sem ná að skrifa um u.þ.b. tuttugu bækur á jafnmörgum dögum. Höfundar fúlir yfir vinnubrögðunum og gagnrýn- endur fúlir yfir að hafa ekki meiri tíma, fá ekki meira borgað. Höfund- arnir skíthræddir við gagnrýnend- urna sem aftur eru á nálum ef þeir sjá höfundi bregða fyrir á götu. Al- menningur keppist við að lesa til að vera viðræðuhæfur, geta sagt sitt álit, og spakvitrir fræðingar skil- greina og skýra, sumir komnir svo langt í fræðunum að þeir vita hvað höfundurinn ætlaðist fyrir. 011 þjóðin komin á annan endann yfir ritmálinu og alltaf í janúar segja menn hver við annan: „Þessu verð- ur að linna!“ En jólabækurnar orðn- ar eins og eiturlyf, alveg sama þó alltaf sé verið að tala um að dreifa útgáfunni yfir árið, eins og mönnum sé alls ekki alvara. Og í ritvélum og tölvum um allan bæ bíða nýir strengir eftir að skipa sér á bekk með hljómfegurstu strengjum bóka- þjóðarinnar miklu. Fagrir sem aldrei fyrr... KK TIMANNA TAKN Krókódílar Það er eitt, að minnsta kosti, sem íhaldsmenn í Evrópu gera betur en vinstri menn. Það er að varðveita listrænan menningar- arf landa sinna. Vinstri mönnum þykir vænt um gömul hús, en þeir vilja helst alltaf breyta þeim í félagsmiðstöðvar eða barna- heimili. í öllum Evrópulöndum, með gamlan menningararf, er til íhaldsstétt sem er meðvituð um nauðsyn þess að varðveita stíl og smekk hvers tíma. Hún upp- lifir öll stílbrot sem glæp; sem hnífsstungu í fjölskyidualbúmið. Þessir íhaldsmenn (í góðri merkingu orðsins) meta ekki það sem er verðmætt í aurum talið, heldur þaö sem er dæmigert fyr- ir ákveðið tímabil. Þeir myndu aldrei kalla gamalt hús kofa og eyða meira fé til að gera við illa byggt, gamalt, fátæklegt hús frekar en að byggja nýtt. Þeir eru tilbúnir að borga meira fyrir illa smíðaðan sveitaskáp heldur en fyrir gullslegin stíllaus húsgögn. Fyrir þá skiptir stíll meira máii en allt annað. Þessir íhaldsmenn eru auðvit- að ekki lausir við snobbisma, þeir myndu t.d. aldrei versla í verslunarmiðstöð, hversu glæsi- leg sem hún væri, því ekkert er lágkúrulegra í þeirra augum. Þeir myndu snobba meira fyrir basar Hjálpræðishersins en fyrir Kringlunni. En það er þessum smekk- mönnum að þakka að ítalskar borgir líta enn út eins og ítalskar borgir, hollenskar eins og hol- lenskar, franskar eins og franskar og sumar þýskar eins og þýskar. II. Um 1960 fengu flestar fransk- ar og breskar nýlendur sjálf- stæði. Þessi nýsjálfstæöu lönd skammast sín yfirleitt fyrir sín eigin menningareinkenni; þau einkenni sem erlendir ferða- menn sækjast einmitt eftir að sjá. Þau líta niður á sinn gamla hefðbundna byggingarstíl. Litlu „Bubba-kóngana" sem stjórna þessum löndum dreymir um að reisa sjálfum sér minnis- varða og tekst stundum að byggja sér höll áður en þeir missa völdin. I London og París eru til arkitektastofur sem sérhæfa sig í þessum „ný-nýlendu"-bygg- ingarstíl. Þær vinna allar í svip- uðum anda: Varan á að iíta glæsilega út. Hvort sem það er í Bamako, Yaoundé, Niamey eða Ouadagoudou sér maður sömu súlurnar sem eiga eins lítið heima í hitabeltinu og á 66° norður. Alls staðar er sama þver- sögnin: Gamli nýlenduarkitekt- úrinn bar meiri virðingu fyrir umhverfinu og byggingarefni landsins heldur en áðurnefndi „ný-nýlendu"-byggingarstíllinn. En arkitektastofurnar í London og París þekkja vondan smekk viðskiptavina sinna. Og við- skiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér! Krókódílar í pollinum fyrir framan höllina nægja til að gefa byggingunum lágmarks inn- lendan blæ. Lífríkið fær sitt. III. Og hvar stöndum við? Gerard Lemarquis Moska Hassans annars i Casablanca. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.