Helgarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 28
Viljir Þú Sameina
Gæði & Glæsileik !
■AUSTURSTRÆTI 14- ST2345-
steypu full af kynjaverum. 1 borginni
búa dýr af öllum gerðum. Menn
sjást ekki lengur, þeir hafa verið
gerðir höfðinu styttri. Yfir borginni
hvílir ónotaleg dauðaslikja. Heimur
sveitar í huga drengs verður ljúfsár
minning lesandans, þegar hrollvekj-
andi heimur íkornans tekur að
nísta.
íkorninn hittir aðeins einn sinnar
tegundar. A auðum og andvana göt-
um er hann einmana og smár.
Skáldsagan deijir á borgina, and-
snúna skapandi huga. Hauslausir
menn eru huglausir, menn án hug-
arflugs hætta að vera til. Moldugar
hauskúpur í baðkari verða fornleif-
ar, minnisvarðar um eitthvað sem
var. Er þá von?
Ég er ekkert farinn aö hreyfa mig
enn, en sest nú upp vib dogg og
tanna sœngurverid, framkalla nota-
legt marr medan ég renni augum
um þennan fjórveggja afheim sem
hœgt er að einangra með lykli og
mála í skjannalitum. Heimum má
alltaf breyta.
Viðfang Gyrðis er hugarflugið.
Gangandi íkorni er óður til ímynd-
unaraflsins, óður til andans í heimi
þar sem efnið er allt að gleypa.
Myndirnar spretta upp af hverri síðu
og fylla út í rýmið, uns draumsólir
vekja dreng til nýrra ævintýra.
Gangandi íkorni biður lesandann
að lesa hægt, og síðan aftur. Að háls-
höggva ekki hugarfugl á flugi.
Freyr Þormóðsson
Paö fer aö hlýna
Kjartan Arnason: Frostmark.
Smá sögur. 177 bls. Örlagið.
Það er mikil hlýja í þessum fimm
smásögum eftir Kjartan Árnason,
sem gætu eins vel hafa heitið Lífs-
mark. Höfundurinn hefur mikið dá-
læti á hinu ljóðræna og á (orða)leikj-
um, og hann leggur mikið kapp á að
koma bjartsýni sinni og lífsgleði til
lesandans. Þriðja sagan heitir Mið-
bik og fjallar einmitt um rithöfund,
sem situr fyrir framan ritvélina og
hugleiðir hvað hann vill. Hann
kemst þannig að orði: ,,í dag skyldi
skrifað! Já í dag skyldi ég skrifa ef
ekki ódauðlegt þá að minnsta kosti
endalaust verk sem hvergi hæfist en
endaði heldur hvergi og teygði sig
so langt inní framtíðina að eiginlega
legði það tímann að baki og hrifi
lesandann með sér útá hið
takmarkalausa haf. . .
takmarkalausa haf... — já,
takmarkaiaust haf tímalausrar
sælu. Þangað skyldi ég skrifa les-
andann, útá takmarkalaust haf, útá
endalausan hafsjó eilífrar nennu."
Þá leið komumst við þó ekki án
vinnu og strits, og er það partur af
speki bókarinnar að vegurinn skipti
meira máli en takmarkið. Það lærist
Merði Tanngarðssyni til dæmis í
fyrstu sögu bókarinnar, Hringanót-
um. Hann hefur ráðið sig í
þangskurð til Heyeyjar, en verður
að bíða þolinmóður i nokkra
mánuði áður en hann getur hafið
ætlunarverk sitt. Fyrst þarf hann
nefnilega að kynnast sjálfum sér og
lífinu eftir að hafa gengið í gegnum
mikinn einmanaleika — þegar það
hefur gerst getur hann farið að
skera upp. Sigur í sálarbaráttunni er
forsenda fyrir að sigrast á
náttúrunni. En þegar tími
uppskerunnar rennur loksins upp
koma Eyrarmenn skyndilega til eyj-
unnar til þess að komast yfir gullið
sem þeir halda að geymist þar. Það
kemur til átaka og Mörður hverfur í
sjóinn með búandliði eyjunnar.
Hringanóra sækir form sitt til
kynjaævintýranna. íbúar eyjunnar
eru selir, sem koma í land á hverju
ári, fella hamina og fara að slá gras
og þang. Eyrarmenn hafa aldrei
þorað að nálgast Heyey vegna dul-
arfullra mannshvarfa og voveiflegra
dauðsfalla, sem þeir settu í beint
samband við digra sjóði sem
Heyeyingar hlutu að vakta og neyta
allra meðala til að vernda. En ráðn-
ingarstofan Ráðning, sem starfar
undir kjörorðinu Við veitum þér
ráðningu, hefur samband við Mörð,
sem lætur ráða sig í þangskurð. Og
smám saman verður hann partur af
hringrás eyjunnar. Hann stenst próf-
ið og óljós grunur verður vissa.
Næsta saga segir frá næturverði,
sem starfar í risabanka úr marmara.
Hann er lítt hrifinn af umhverfinu
og kuldalegur bankinn verður í aug-
um hans tákn hins illa og háskalega
í tilverunni. Andstaða hans særir
fram andstæðing, sem líkamnast og
verður „ógnvaldur næturvarðanna,
sjálfur Hinn“. Þeir eigast við og
skylmast í þröngum göngum bank-
ans. Næturvörðurinn sigrar í innri
MEIRAPRÓFSMÁMSKEIP
Námskeið til imdirbúnings
meiraprófi verða haldin í
Reykjavík og annars staðar á
landinu þar sem næg þátttaka
fæst.
Umsóknir berist bifreiðaeftir-
litinu fyrir 30. desember nk.
BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS
bifireiðastjóranámskeiðin.
28 HELGARPÓSTURINN