Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 34
Hinn dularfulli Tómas Davíösson í sínu ,,fyrsta“ blaöaviötali
EKKIHRÆDDUR VIÐ NEITT SÉRSTAKT
TEIKNING: JÓN ÓSKAR
Eftir krókaleiðum tókst Helgar-
póstinum að ná „tali aí‘ Tómasi
Davíðssyni, dulnefndum höfundi
bókarinnar Tungumáls fuglanna.
Björn Jónasson forleggjari hafði
milligöngu um, að viðtalið kœmist á
koppinn, og var upphaflega ætlun-
in að rœða við feluhöfundinn í síma.
Af einhverjum ástœðum var horfið
frá því. T.d. gœti ástœðan verið sú,
að meðal þeirra, sem nefndir hafa
verið til sögunnar sem höfundar,
eru nokkrir fyrrverandi og jafnvel
núverandi blaðamenn Helgarpósts-
ins. Því hefði verið tiltölulega auð-
velt fyrir okkur að þekkja rödd við-
komandi og orðaval. Niðurstaðan
varð sú, að HP sendi skriflegar
spurningar til forlagsins Svarts á
hvítu, sem síðan kom spurningun-
um til,,aðilans", eins og Björn for-
leggjari kallaði höfundinn ávallt.
Viðtalið fer hér á eftir:
— Við hvað ertu hrœddur?
Ekkert sérstakt núna í augnablik-
inu.
— Afhverju notarðu þá dulnefni?
Til að geta spjallað við fólk í bóka-
búðum, á förnum vegi, í jólaboðum,
og hvar sem er, um bækur og bók-
menntir og rannsóknarblaða-
mennsku og alla heima og geima án
þess að þurfa sýknt og heilagt að
svara kurteislegum fyrirspurnum
um hvernig TUNGUMÁL FUGL-
ANNA „hafi gengið" og „hvort ég
hafi verið að lýsa atburðum og fólki
sem ég hafi kynnst" og „hvort ég
ætli að skrifa bækur“ og þar fram
eftir götunum.
Og svo skal ég viðurkenna, að
mér þykir tilbreyting að þessu
hérna í fámenninu, þar sem allir
þekkja alla, og allir rithöfundar
landsins ásamt gagnrýnendum
gætu rúmast á Gauki á Stöng.
Þetta er sennilega það næsta sem
ég get komist því að fá að vera í hlut-
verki Ósýnilega mannsins.
Og kannski er ég þú.
— Er þetta ekki bara auglýsinga-
brella?
Nei, ekki er það nú. Enda held ég
að þessi bók hefði vakið alveg sömu
athygli, ef hið rétta nafn höfundar
hefði verið látið uppi.
Þetta uppátæki leiðir reyndar til
þess að bókin er hálfmunaðarlaus,
til dæmis getur ósýnilegur höfund-
ur ekki mætt i bókmenntaþátt í
sjónvarpi til að auglýsa verkið, og
þaðan af síður getur hann/hún set-
ið í bókabúðinni og áritað eintök,
jafnvel ekki með lambhúshettu.
Og ennfremur er hætta á, að þetta
tiltæki fari í taugarnar á hinni valda-
miklu stétt fjölmiðlafólks, því að
hvernig á maður að taka á bók, ef
maður veit ekki í hvaða skúffu höf-
undurinn á heima? Svo að bókin
verður að mestu leyti að pluma sig
án minna persónulega áhrifa og
persónutöfra.
Mér finnst fara ágætlega á því.
— Hvers vegna valdirðu nafnið
Tómas Davíðsson, þegar vitað er að
þú ert kona?!
Til að sanna að við stelpurnar höf-
um líka kímnigáfu.
— Nú er dulnefniþitt það sama og
nafn sögumannsins, ritstjórans sem
lendir í fjármálaflœkju í tengslum
við blaðið. Þýðir þaðaðþú sért ann-
aðhvort Ingólfur Margeirsson eða
viljir láta fólk halda að svo sé? Er
það ekki svolítið ,,nastí", ef Ingólfur
er ekki höfundurinn?
Þessi er flókin. Auðvitað skal ég
verða fyrst(ur) manna til að viður-
kenna að ég er annaðhvort Ingólfur
Margeirsson eða ég er ekki Ingólfur
Margeirsson.
En ég vil taka það fram, að það
var aldrei ætlun mín að grunur félli
á neinn sérstakan — nema hvað ég
var hálfpartinn að vona, að einhver
héldi að Halldór Laxness væri byrj-
aður upp á nýtt undir nafninu
Tómas Davíðsson. Ég vona að þeir
sem saklausir lenda undir grun þurfi
hvorki að skammast sín fyrir að
hafa skrifað bókina né fyrir að hafa
ekki skrifað hana.
— Hefurðu áður skrifað skáld-
sögu?
Þetta er ákaflega lúmsk spurning.
En svarið er JÁ. — En hvort hún hef-
ur verið prentuð er svo önnur saga.
— Hefurðu skrifað leikrit?
Þessi er of nærgöngul. Ef ég segi
nei, þá vita allir strax hver ég er
ekki. Og ef ég segi já þá vita menn
það líka ekki heldur.
— Hvers vegna er þér heimur
blaðanna hugleikinn?
Af því að á fjölmiðlunum er að
finna öfluga valdastétt í þjóðfélag-
inu, og mér finnst athyglisvert að
fylgjast dálítið með þeim persónum
sem fara með völd.
Fyrir nokkrum árum leit út fyrir,
að hér væri að byrja nýtt tímabil í
blaðamennsku, ekki síst á Helgar-
póstinum, þrátt fyrir ýmis fljótfærn-
isleg glappaskot. Það leit út fyrir að
svokölluð rannsóknarblaða-
mennska væri að hefja innreið sína
í íslenska fjölmiðlun. En þetta logn-
ast út af. Nú þykjast allir blaðamenn
hafa leyfi til að skreyta sig með titl-
inum „rannsóknarblaðamaður“,
þótt þeir hafi aldrei rannsakað neitt
nema þá í hæsta lagi verðið á tísku-
fatnaði hjá Sævari Karli.
— Hefur verið fjallað um þig (ekki
Tómas Davíðsson, heldur ÞIG) í fjöl-
miðlum? Ef svarið erjákvœtt: Varsú
reynsla þér bitur?
Nafnið mitt hefur sést á prenti, já.
Bitur reynsla? Nei, ekki svo mjög.
— Hefur þú sjálf(ur) reynslu af því
að vinna við fjölmiðla? Ljósvaka-
og/eða prentmiðil?
Á ég ekki frekar en að svara þessu
gefa þér upp nafnnúmerið mitt?
— Hefurðu starfað á Helgarpóst-
inum?
Og heimilisfang og síma?
— Hefur þú unnið við líknarmál?
Ekki nógu mikið.
— Hefurðu ákveðnar fyrirmyndir
í huga við persónusköpunina?
Já. Flaubert sagði: Fyrirmyndin
að Madame Bovary, það er ég sjálf-
ur. Ætli mínar persónur eigi sér ekki
rætur víða í skúmaskotum míns eig-
in persónuleika. Og svo tekur mað-
ur að sjálfsögðu eftir ýmsu í fari
annarra.
En kannski er ég að svara ein-
hverju allt öðru en því sem þú varst
að spyrja um? Kannski varstu að
spyrja, hvort persónurnar í bókinni
væru miskunnarlausar skrípamynd-
ir af kunnum Islendingum. Svarið
við því er: NEI.
— Hver er „boðskapur" bókar-
innar — ef einhver?
Til dæmis þessi: „í upphafi var
orðið...“ Eða: Bókmenntir þurfa
ekki að vera leiðinlegar. Eða:
Spennusögur þurfa ekki að vera
ómerkilegar.
— Hvernig hafa þér líkað dómar
um bókina?
Ég hef nú ekki heyrt marga dóma.
En það gladdi mig að heyra mann
segja: „Það er merkilegt að þegar
loksins er skrifuð íslensk spennu-
saga, sem höfundurinn þarf ekki að
skammst sín fyrir — þá felur höf-
undurinn sig undir dulnefni." Þetta
er náttúrulega of mikið sagt hjá
þessum manni, en hann sagði þetta
ekki til að skjalla mig — því að hann
vissi að sjálfsögðu ekki að ég hefði
skrifað bókarskömmina.
En bókin er reyndar alveg nýkom-
in út og það er alltof snemmt að spá
í hverjar viðtökurnar verða. Fyrstu
viðbrögðin lofa þó fremur góðu,
þótt það sé erfitt fyrir óþekktan höf-
und að koma inn á íslenska skáld-
sagnamarkaðinn. Maður fær það á
tilfinninguna að nýgræðingar séu
ekki velkomnir í samkvæmið, allra
síst ef þeir telja sig eiga erindi við
stójan lesendahóp.
Ég sá tvo ákaflega loðmælta
dóma í DV í dag (þriðjudag), sem
vöktu með mér kvíða fyrir því að
bókinni verði tekið á mjög dipló-
matískan hátt af flestum gagnrýn-
endum. Meðan þeir vita ekki hver
höfundurinn er þora þeir varla að
nota lof eða last, og fleyta sér á með-
an á einhverju merkingarlausu
bulli.
Reyndar hafði ég gaman af því í
DV, að annar gagnrýnandinn, sem
ég held að sé aðstoðarritstjóri á DV,
sagði: „Höfundurinn hefur sýnilega
reynslu af „helgarblaðamennsku"
og það á blaði sem hefur barist í
bökkum fjárhagslega. Sagan ber
þess mjög merki að byggja á þess
háttar reynslu fremur en nánum
kynnum af rekstri stórra dagblaða
eða Ijósvakamiðla."
Þetta þýðir á mæltu máli: „Þessa
bók hefur blaðamaður á einhverju
skítablaði eins og Helgarpóstinum
skrifað, því að á stöndugu blaði eins
og DV gerast ekki svona svívirðileg-
ir atburðir eins og lýst er í bókinni."
Sami gagnrýnandi harmaði, að í
TUNGUMÁLI FUGLANNA væri
„engan nothœfan vegvísi að fá“ fyr-
ir fjölmiðlamenn til að varast véla-
brögð valdagráöugra stjórnmála-
manna.
Þetta fannst mér skemmtilegt.
Ef gagnrýnendur eru ekki fjand-
anum greindari þá hættir þeim til að
segja meira um sjálfa sig en þá sem
þeir eru að gagnrýna.
Hin gagnrýnin var soldið
montrasssaleg: „Þetta er ekki
„öðruvísi" sakamálasaga, eins og
nú tíðkast nokkuð að skrifa, þar
sem brugðið er á margvíslegan leik
með sakamálaformið. Og sömuleið-
is ekki nýstárleg á neinn hátt hvað
varðar meðferð texta og tungumáls
— enda vœntanlega ekki œtlað að
vera það."
Það er nú ekki hægt annað en
hafa soldið gaman af svona drýldni.
Flestum gagnrýnendum er djöf-
ullega við það þegar höfundar eru
að fíflast með dulnefni. Þeim rennur
nefnilega kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar rifjuð er upp fyrir
þeim sagan af því, hvað franska
bókmenntaklíkan mátti þola, þegar
það kom upp úr dúrnum að Con-
court-verðlaunahafinn Emile Ajar
var enginn annar en rithöfundurinn
Romain Gary, sem áður hafði unnið
þessi frægu verðlaun, og var þar
með orðinn fyrstur manna til að
hljóta þau tvisvar. Þannig var nefni-
lega að gagnrýnendur voru búnir
að stinga Romain Gary ofan í sér-
staka skúffu og vildu ekki sleppa
honum upp úr henni. Þá brá hann á
það ráð að skrifa undir dulnefninu
Emile Ajar, og bókmenntaklíkan
mátti varla vatni halda, og frægir
bókmenntapáfar sögðu meira að
segja, að þetta væri nú eitthvað ann-
að en til dæmis bölvað ekkisen
þruglið í honum Romain Gary.
Annars endar þessi saga illa, því
að Roman Gary framdi sjálfsmorð.
Það er sjálfsagt ekki alltaf skemmti-
legt að vera rithöfundur.
(Til að þú haldir ekki að ég sé for-
maður Rithöfundasambands ís-
lands, hinn franskmenntaði Sigurð-
ur Pálsson, vil ég taka fram, að þessa
sögu frá Frakklandi sagði mér mað-
ur sem sagðist hafa lesið hana í
skandinavísku tímariti, þótt það sé
alveg eins víst að hann hafi verið að
skrökva að mér. En til þess að þú úti-
lokir ekki að ég sé Sigurður Pálsson
skal ég viðurkenna að ég hef komið
til Parísar.)
— Hvað œtlarðu að halda þessum
leikaraskap lengi áfram?
Lengi. Lengi.
— Megum við eiga von á fram-
haldi af „TUNGUMÁLI FUGL-
ANNA"?
Ekki spyrja mig að þessu. Spyrðu
heldur stjórnmálamennina, fjár-
málamennina og rannsóknarblaða-
mennina. Ég skrifaði bara söguna
og færði hana í stílinn. Ég bjó hana
ekki til.
Ég byrjaði bara að skrifa þegar all-
ir litlu rannsóknarblaðamennirnir
fóru að máta tískuföt.
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 4.-6. DESEMBER
ri'iiiiniL'i.'ram—
Heilastarfsemin er ekki upp á það besta
hjá þér á föstudag og því fer ýmislegt úr-
skeiðis, en ástandið batnar daginn eftir. Þá
skaltu líka reyna að vera á réttum stað á
réttri stundu. Einbeiting reynist erfiðari með
kvöldinu og þú ættir að fara snemma í hátt-
inn.
Láttu leiðinleg skilaboð ekki hafa áhrif á
þig og haltu þínu striki varðandi ákveðna
fjárkröfu. Vinnufélagar eru óstöðugir,
óánægðir og ergilegir. Þú verður undir miklu
álagi í desember, en gættu þó að því að ást-
vinur þinn er óöruggur og þarfnast stuðn-
ings.
rm'i'i m Hi miiffin —
Sem betur fer lætur þú vandamál líðandi
stundar ekki of mikið á þig fá, en gættu að
því að enn hefur nákominn aðili tromp á
hendi. Það má alltaf læra af erfiðleikunum
og þú virðist ætla að koma fólki verulega á
óvart með hegðun þinni og viðbrögðum.
KRABBINN (22/6-20/71
Ekki láta kjaftasögur hafa áhrif á þig eða
túlka orð fólks á versta veg á föstudag, en þá
myndast alls kyns flækjur og misskilningur.
Þú sefur líklega ekki mjög vel aðfaranótt
laugardags og verður þess vegna illa upp-
lagður og pirraður. Þetta lagast allt á sunnu-
dag.
IJÓNIÐ (21 /7—23/81
Ef þú hefur undirbúið þig vel og ert örugg-
ur ættirðu að leggja allt undir þegar vinnan
er annars vegar. Þú ert í einhverju uppnámi,
en fólk getur ekki þvingað þig til neins. Fjöl-
skyldumeðlimur vill ræða málin og þú skalt
hlusta.
Þú glímir við ýmis vandamál þessa dag-
ana og leitar lausna til frambúðar, en taktu
ekki áhættu í fjármálum. Vertu fullkomlegá
hreinskilinn, þó það geti leitt til sprengingar.
Þú veist líka að það verða mikil átök, ef þú
ákveður að breyta um stefnu.
I ? BWRBCTffiM—
Sýndu nú ákveðni á föstudag og settu
hlutina í forgangsröð. Það er mun hag-
kvæmara. Þú þarft að vinna um helgina og
það gæti skapast ákveðið neyðarástand.
Álagið verður ekki jafnmikið á sunnudag og
þá ættir þú að ígrunda ástandið og framtíð-
arhorfurnar.
SPORÐDREKINN (23/10-22/11
Sýndu ættingjum ákveðni og láttu þá ekki
komast upp með neina vitleysu. Farðu var-
lega í peningamálum og öllum útreikning-
um þessa helgi, en hafðu ekki svo miklar
áhyggjur að hugsanagangurinn brenglist.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn á
sunnudag.
Fjármál eru í brennidepli þessa dagana og
best er að ganga strax frá öllum samning-
um, því aðstæður eru þér hagstæðar. Það
kemur til ágreinings á milli þin og ástvinar
eða vinnufélaga, en þú hefur líklega átt von
á því. Reyndu að taka nýjan pól í hæðina.
STEINGEITIN (22/12-21/1
Einhver misskilningur kemur upp á föstu-
dag og allt virðist ganga á afturfótunum. Það
fer líka ýmislegt úrskeiðis á laugardag og þú
ættir raunar bara að nota helgina til aö hvíla
þig og slaka á. Safnaðu kröftum fyrir næstu
viku og njóttu þess að vera með fjölskyld-
unni.
m j! h : h : \ i: i: rmmmmiá
Undanfarnir mánuðir hafa verið krefjandi
og þú þarfnast hvíldar, en vinnufélagar þínir
hafa ekki sýnt mikinn skilning. Ástvinur þinn
er svolítið leiðinlegur þessa dagana, en láttu
það ekki á þig fá. Reyndu að hugað að f ram-
tíðaröryggi þínu.
FISKARNIR (20/2-20/3;
Ýmislegt gengur á, en þú ræður þó ótrú-
lega miklu um atburðarásina. Það lifnar yfir
félagslífinu og þú verður að vera reiðubúinn
til að aðlagast nýjum sjónarmiðum. Þetta ár
hefur verið erfitt, en nú er lífið bjartara og
brátt muntu fagna góðum fréttum.
34 HELGARPÓSTURINN