Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 36

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 36
ALBERT A METIÐ I FYRIRGREIÐSLUNNI Fjármálaráduneytid svaraði fyrirspurn Kjartans Jóhannssonar um greiðslur opinberra gjalda með skuldabréfum fyrr í vikunni. í svarinu kemur fram að alls hefur 127 sinnum verið tekið við skuldabréfum sem greiðslum opinberra gjalda síðan 1980. Þar af samþykkti Albert Guömundsson um 90 slíkar greiðslur í ráðherratíð sinni, að upphæð um 350 milljónir króna á núvirði. Aðrir fjármálaráðherrar hafa ýmist lítið samþykkt af slíkum greiðslum eða í mun minna mæli en Albert. er einungis áréttuð. Nöfn þeirra sem nutu þessarar fyrirgreiðslu eru held- ur ekki tilgreind, svo ekki er hægt að leggja mat á hvort fjármunir rík- issjóðs hafi verið í hættu þegar greiðslufresturinn var veittur. En af svarinu má sjá að ekki er sama hver situr í stól fjármálaráð- herra þegar þessi fyrirgreiðsla er annars vegar. Þannig samþykkti RagnarArnalds sjö sinnum greiðslu á opinberum gjöldum með skulda- bréfum í 40 mánaða fjármálatíð sinni. Þá tók Albert Guðmundsson við og sat í 29 mánuði. Hann sam- þykkti þessa fyrirgreiðslu í u.þ.b. 100 skipti. Porsteinn Pálsson veitti greiðslufrest 23 sinnum á 21 mánað- ar starfstíma sínum. Frá því Jón 100 f Fjöldi skuldabréfa. 75 - EFTIR GUNNAR SMARA EGILSSON Eins og fram hefur komið í Helg- arpóstinum vöruðu embættismenn í fjármálaráðuneytinu Albert á sín- um tíma við, þar sem fyrirgreiðsla á borð við þessa ætti sér enga stoð í lögum. Einungis væri heimilt að veita greiðslufrest á opinberum gjöldum jafnhliða öðrum nauðar- samningum. Að mati ráðuneytismanna var það talin forsenda slíkra samninga að fjármunir ríkissjóðs væru í hættu vegna yfirvofandi gjaldþrots við- komandi, ef að honum yrði gengið með eðlilegum innheimtuað- gerðum. í svari fjármálaráðuneytisins vegna fyrirspurnar Kjartans Jó- hannssonar kemur ekki fram af hvaða tilefni greiðslufrestur var samþykktur hverju sinni. Áður- greind skoðun ráðuneytisins á því í hvaða tilfellum slíkt sé réttlætanlegt 50 - 25 - Ragnar Arnalds. Þorsteinn Pálsson. Jón Baldvin Hannibalsson. Fyrirgreiðsla fjármálaráðherra. Á þessu súluriti má sjá hversu oft hver ráðherra samþykkti greiðslur á opinberum gjöldum með skuldabréfi. Þar sést glögglega að Albert Guðmundsson var um margt frábrugðinn öðrum fjármálaráðherrum. Fyrrverandi flokksbróðir hans, Þorsteinn Pálsson, nær þó að hafa veitt fjórðunginn af fyrirgreiðslu Alberts. SKAIIGREIÐENDUR B0RGA GLÆSILÍFEYRI ALÞINGIS Alþingismenn og ráðherrar hafa ákvarðað sér lífeyris- réttindi langt umfram það sem aðrir landsmenn njóta. Réttindi þeirra eru það mikil að þau iðgjöld er þeir greiða eru einungis eins og dropi í hafið þegar kemur að lífeyr- isgreiðslunum. Mismuninn greiða skattgreiðendur. Þegar staða lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra er skoðuð kemur í ljós að þar bíður stór ógreiddur víxill handa skattgreiðendum framtíðarinnar. Þingmenn hafa lagt milljarða króna skuldbindingar á almenna borgara þegar þeir samþykktu lög um eigin lífeyrisréttindi. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART Á hverjum fjárlögum er að finna lið er kallast „uppbætur á lífeyri". Hann er tilkominn vegna þess að því fer fjarri að iðgjaldagreiðslur opinberra starfsmanna til lífeyris- sjóða sinna standi undir þeim lífeyr- isréttindum er þeir hafa áunnið sér. Ef gert er ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar hafi fengið í sinn hlut svipað hlutfall af þessum lífeyris- greiðslum frá árinu 1970 og þeir fengu í fyrra má ætla að þeir hafi fengið á þessum átján árum 536 milljónir króna úr ríkissjóði. Á næsta ári munu aðrar 57 milljónir bætast við. Þessar greiðslur eru inntar af hendi svo hægt sé að standa við þau lífeyrisréttindi er þingmenn og ráð- herrar hafa sjálfir ákvarðað sér með lögum og eru margföld á við það sem aðrir landsmenn njóta, eins og kom fram í Helgarpóstinum í síð- ustu viku. Á sama tíma þurfa um 80 prósent þjóðarinnar að sætta sig við smán- arlegar lífeyrisbætur úr sjóðum sem margir eru á leið í gjaldþrot, án af- skipta ríkisins. SKULDIR SJÓÐANNA ALDREI REIKNAÐAR Það eru margar leiðir til þess að draga fram þann mikla mismun sem er á lífeyrisréttindum þingmanna og þorra annarra. Ein leiðin er að líta á sjóði þingmanna og ráðherra með þeim aðferðum er Samband al- mennra lífeyrissjóda notar til að kanna stöðu félagssjóða sinna. Þar er þremur aðferðum beitt. í fyrsta lagi hver endingartími sjóðsins er; þ.e. hversu lengi eignir hans standa undir lífeyrisgreiðslum eins árs. í öðru lagi er kannað hvert er hlutfall milli iðgjalda og lífeyris- greiðslna hvers árs. I þriðja lagi hvort eignirnar standa undir áunn- um lífeyrisréttindum félagsmanna. Síðasttöldu aðferðinni er ekki hægt að beita á sjóði þingmanna og ráðherra, frekar en aðra sjóði opin- berra starfsmanna. Þrátt fyrir mikla umræðu um lífeyrismál undanfar- inn áratug hefur aldrei verið gerð tilraun til þess að áætla hversu mikl- ar skuldbindingar ríkissjóður hefur gengist í vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sinna. Reglur þessara sjóða eru enda þesslegar, að það er nánast óvinnandi verk að gera það af einhverri nákvæmni. Við skulum því beita tveimur fyrst töldu aðferðunum. GJALDÞROTA OG TEKJULITLIR SJÓÐIR Við síðasta sameiginlegt uppgjör SAL-sjóðanna, fyrir árið 1984, var meðalendingartími þeirra 38 ár. Líf- eyrissjóður vörubílstjóra, sem nú er farinn á hausinn, hafði þá endingar- tíma sem nam 17 árum. Lífeyrissjóöur alþingismanna og Lífeyrissjóður rádherra hafa engan endingartíma, eða 0 ár, þar sem hvorugur sjóðurinn á nokkrar eign- ir og mun sjálfsagt aldrei eignast, nema lögum um þá verði breytt. Iðgjöld í sjóðinn standa engan veg- inn undir hinum háu lífeyrisgreiðsl- um, enda þarf verulegar fjárhæðir úr ríkissjóði til að brúa þetta bil á hverju ári. SAL-sjóðirnir kanna líka hlutfallið milli iðgjalda og lífeyrisgreiðslna hvers árs. I fyrrgreindu uppgjöri voru lífeyrisgreiðslur að meðaltali 23,2 prósent af iðgjöldum sama árs. í Lífeyrissjóði vörubílstjóra var þetta hlutfail komið upp í 38 prósent. Úr lífeyrissjóði alþingismanna eru lífeyrisgreiðslur hins vegar 692 prósentum hærri en iðgjöldin. Hjá ráöherrum eru greiðslurnar 979 prósentum hærri. Þar sem engir útreikningar eru til á skuldbindingum ríkissjóðs vegna lífeyrisréttinda þingmanna skulum við athuga hvað það kostaði ríkis- sjóð að koma þessum tveimur „gjaldþrota" sjóðum í það ásig- komulag er SAL-sjóðirnir voru í 1984. 1,8 MILLJARÐA VANTAR Eins og áður sagði var endingar- tími þeirra þá að meðaltali 38 ár og þykir það mjög lágt, enda standa SAL-sjóðirnir ákaflega illa. Ríkissjóður yrði að leggja fram 1.558 milljónir króna til þess að eign Lifeyrissjóðs alþingismanna dygði fyrir lífeyrisgreiðslum í 38 ár, eins og SAL-sjóðirnir. Ráðherrarnir þyrftu 242 milljónir króna til að ná sama árangri. Samtals þyrfti ríkissjóður að leggja til 1,8 milljarða króna. Þessi upphæð gefur til kynna hversu miklu þingmenn hafa lofað þeim félögum sínum sem þegar eru komnir á eftirlaun umfram það sem sjóðirnir geta staðið við. Ríkið mun í framtíðinni þurfa að standa straum af þessum 1,8 milljörðum króna. Til þess að iðgjöld þingmanna yrðu sama hlutfall af lífeyrisgreiðsl- um sjóðsins og SAL-sjóðunum hefði ríkissjóður þurft að leggja fram 170 milljónir á síðasta ári. Til ráðherr- anna hefðu þurft að renna 27 millj- ónir. Samtals: 197 milljónir króna, umfram 37 milljóna króna „uppbæt- ur á lífeyri", sem voru á fjárlögum 1986. ÞINGMENN MEÐ LÍFEYRISFOR- RÉTTINDI: Þingmenn greiða 0,00126 prósent af öllum iðgjöldum í lífeyrissjóði. Þeír fá hins vegar 0,0206 prósent af öllum lífeyrisgreiðslum úr sjóðun- um. Þó hér sé um lágar tölur að ræða segir mismunur þeirra sína sögu. Þingmenn fá 1.634 prósent- um meira hlutfallslega úr sjóðun- um en þeir leggja til þeirra. ALBERT GUÐMUNDSSON: Albert hefur áunnið sér réttindi úr lífeyrissjóðum alþingismanna og ráðherra, sem virðast vera í meðal- lagi há. Ef hann léti af störfum í dag fengi hann um 65 þúsund krónur úr sjóðnum á mánuöi. Það er svipuð upphæð og meðaltalsgreiðsla úr þessum tveimur sjóðum. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Lúðvík hefur setið manna lengst á þingi og einnig verið ráðherra. Hans lífeyrir úr sjóðunum er því vænn, eða um 105 þúsund krónur. Það er afrakstur 37 ára þingsetu og 5 ára ráðherradóms. Lúðvík var kennari á sínum yngri árum og ef hann hefur greitt t lífeyrissjóð á þeim tíma mun það hækka lifeyri hans lítíllega, ef miðaö er við þinglífeyrinn, eða um 7 þúsund krónur. TÓMAS ÁRNASON Tómas þarf ekki að kviða ellinni. Hann sat tíu ár á þingi og var ráð- herra t fimm ár. Hann var einnig framkvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunar áður en hann settist á þing og þar til hann varð ráðherra. Eftir að hann lét af þingstörfum var hann gerður að bankastjóra Seðla- bankans, en lífeyrisréttindi þeirra eru vel tryggð. Á sínum yngri árum var Tómas fulltrúi og deildarstjóri í utanrikisráðuneytinu og hefur því greitt i Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þá var hann einnig kennari og hefur öðlast lífeyrisréttindi við það. Þar að auki var hann lögmaður og framkvæmdastjóri Timans. Þeg- ar Tómas sest í helgan stein ætti hann að fá um 150 þúsund krónur í lífeyri, að mestu úr lífeyrissjóðum þingsins og vegna setu sinnar í bankastjórn Seðlabankans. ÓÞEKKTA SÓKNARKONAN Þær konur sem nú fá greitt úr Líf- eyrissjóöi Sóknar fá að meðaltali um 4.400 krónur úr sínum lífeyris- sjóði og Eftirlaunasjóöi aldraðra á mánuði. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.