Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 37

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 37
Balduin Hannibalssort tók við sem fjármálaráðherra hefur hann einu sinni samþykkt skuldabréf sem greiðslu á opinberum gjöldum. Fjárhæðir skuldabréfanna skipt- ast í svipuðu hlutfalli milli einstakra ráðherra og vaxtakjör og lánstími eru oftast svipuð. Vanalega eru þetta verðtryggð skuldabréf með hæstu löglegum vöxtum og til þriggja til tíu ára. A þessu eru þó undantekningar. Þannig samþykkti Albert Guð- mundsson greiðslu á þinggjöldum með skuldabréfi til sjö mánaða í des- ember 1984, án þess að bréfið bæri vexti eða væri verðtryggt. Ef þetta bréf er framreiknað til greiðsludags kemur í ljós að ríkissjóður mun hafa tapað á þessum viðskiptum 1,3 milljónum króna á núvirði. Þá eru fleiri bréf sem bera annars konar kjör en þau, sem virðast hafa verið venjubundin. 011 þau bréf eru keypt í fjármálaráðherratíð Alberts Guðmundssonar. Heildarverðmæti allra þessara bréfa er um 450 milljónir króna á núvirði. Af þeim samþykkti Albert bréf að andvirði um 350 milljónir króna, eða um 78 prósent af verð- mætinu. Viðvera hans í fjármálaráð- herrastólnum telst þó ekki hafa ver- ið nema um 30 prósent af þeim tíma sem hér um ræðir. D ■'^itstjórar DV leita þessa dag- ana dauðaleit að vönum blaða- mönnum vegna atgervisflótta frá blaðinu undanfarið. Sigmundur Ó. Steinarsson íþróttafréttamaður DV til langs tíma, er kominn á Moggann, Herbert Guðmunds- son stjórnmálaskríbent er búinn að segja upp, Kristján Már Unnars- son líka og er á leið á Stöð 2 og svo segir sagan að Anna Bjarnason sé á förum til Bandaríkjanna til lang- dvalar og um leið hverfur þá af land- inu Atli Steinarsson fréttamaður með meiru. Um hringingar þeirra DV-manna út um borg og bí er það að segja, að ekkert gengur með að fylla þau skörð, sem framangreindir fréttamenn skilja eftir sig. . . Símaskráin 1988 Tilkynning til símnotenda. Breytingar í símaskrá 1988 þurfa að berast fyrir 15. desember nk. jLiöngum hefur verið talað um Ólaf H. Jónsson, fjármálastjóra Stöðvar 2, sem einn fremsta fjár- málamann á landinu. Stöð 2 hefur frá upphafi kappkostað að fá yfir til sín þjálfað fólk og boðið því gull og græna skóga. Fastakaup starfs- manna Stöðvarinnar mun enda vera með hærra móti, og loforð upp á vænar fjárhæðir fyrir yfirvinnu- tíma einnig fylgt með þegar fólk hefur verið ráðið til starfa. Hins veg- ar hefur harðnað á dalnum frá því Ólafur tók að sér fjármálastjórn fyr- irtækisins. Sumt starfsfólk á inni hjá Stöðinni yfirvinnutíma fyrir marga mánuði og hafa sumir hverjir ekki fengið einn einasta yfirvinnutíma greiddan síðan í maí... Nota má eyðublaðið á bls. 685 í núgildandi síma- skrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár. Þessi upphæð sýnir aftur á móti hversu fjarri sjóðirnir eru því að geta staðið við þau lífeyrisréttindi er þeir lofa þeim sem enn greiða í sjóð- ina. Með óbreyttum lögum mun rík- issjóður þurfa að brúa þetta 197 milljóna króna bil frá því í fyrra. ...OG 11,9 MILLJARÐA EF ÞEIR EIGA AÐ STANDA VEL Hér að ofan hefur verið miðað við stöðu SAL-sjóðanna 1984. Þeir stóðu þá flestir ákaflega illa — og standa reyndar enn. Aðrir lífeyris- sjóðir standa mun betur. Að undanförnu hefur Jón Halls- son, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóds verkfrœdinga, vakið athygli fyrir yfirlýsingar sínar um málefni lífeyrissjóðanna. I þeim sjóði sem hann stýrir hefur verið tekin sú ákvörðun að skerða lífeyrisréttindi í réttu hlutfalli við tap sjóðsins vegna óverðtryggðra lána til félagsmanna. Lífeyrissjóður verkfræðinga stendur enda vel. Endingartími hans er 252 ár. Hlutfall lífeyris- greiðslna af iðgjöldum er innan við 5 prósent. Ef koma ætti lífeyrissjóðum þing- manna og ráðherra í jafngott ástand þyrfti ríkissjóður að leggja 11,9 millj- arða króna í höfuðstól þeirra. í fyrra hefði hann sömuleiðis þurft að bæta 941 milljón króna við iðgjöld þing- manna. / Þó ofangreindar tölur séu ekki byggðar á nákvæmum útreikning- um á þeim skuldbindingum sem al- þingismenn hafa lagt á ríkissjóð, með því að ákvarða sér þau lífeyr- isréttindi er þeir njóta, gefa þau hug- mynd um hvaða byrðar skattgreið- endur framtíðarinnar þurfa að bera. 11,9 milljarðar króna eru viðlíka fjárhæð og fór í gegnum Trygginga- stofnun ríkisins á síðasta ári. Reynd- ar ívið hærri. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 Alveg sjálfsagt Öllum finnst okkur sjálf- sagt að hafa rafmagn. Það er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Við þrýstum á hnapp og heim- ilistækið eða vélin á vinnustað er reiðubúin til þjónustu við okkur. Rafmagnsveita Reykjavfkur leggur metnað sinn í að dreifa rafmagni til notenda sinna stöðugt og hnökralaust. Dreif- RAEMA3NSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir rafmagns- reikningar valda auknum lán- tökum og hærri rekstrar- kostnaði. Jafnsjálfsagt og það er að hafa stöðugt rafmagn ætti að vera sjálfsagt að greiða fyrir það á réttum tíma. Láttu rafmagnsreikninginn 1 hafa forgang! £ HELG'ARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.