Helgarpósturinn - 03.12.1987, Side 39
VALSMENN FJÖLMENNUM Á HEIMALEIKI
Verðlaunabókin
LEÐURJAKKAR
OG SPARISKÓR
— bráðsmellin og
spennandisaga.
Bókin sem hlaut hæstu
sem veitt hafa
verið í samkeppni um
barna- og
unglingaskáldsögur
hérlendis.
snýst um daglegt
, amstur og ástarskot
nemenda ( 8. H —
glettin og gáskafull —
þangað til að Sindbað
sæfari kemur til
sögunnar. — Þá æsist
leikurinn heldur betur
og ótrúlegur háski vofir
ýfir aðalsöguhetjunni....
ÆSKAN
FRETTAPOSTUR
Ólga í ríkisstjórninni
Mörgum þykir sem líf ríkisstjórnarinnar hangi nú á blá-
þræðí. Ágreiningsefnin eru mörg og deilur einstakra ráð-
herra heiftúðugar. í upphafi deildu menn um húsnæðis-
frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, en
nú hefur tekist að miðla málum þar. Mikið hefur verið deilt
um kvótamálið og tóku Alþýðuflokksmenn sér frest til að
samþykkja frumvarpið, héldu um það sérstakan fund og
komu síðan með breytingatillögur. Þingflokkur Alþýðu-
flokksins sætti sig ekki við að frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um fiskveiðistjórn yrði lagt fram sem stjórnarfrum-
varp nema á því yrðu gerðar grundvallarbreytingar og lagði
Alþýðuflokkurinn fram tillögur í því máli. Tillögur Alþýðu-
flokksins voru ræddar í vikunni, en ágreiningur mun eink-
um vera um sölu veiðileyfa. Jafnvel var reiknað með að sætt-
ir myndu þó takast fyrir rikisstjórnarfund sem halda átti í
dag.
Agreiningur er einnig um landbúnaðarmál. Jón Helgason
landbúnaðarráðherra lýsti strax yfir óánægju þegar fjár-
lagafrumvarp var lagt fram. Sérstök nefnd þingflokkanna
sem skipuð var einum þingmanni úr hverjum stjórnar-
flokki komst að samkomulagi um að hækka greiðslur til
landbúnaðarins um 100 milljónir. Hins vegar kom á daginn
að það samkomulag stóð ekki og niðurstaðan var sú að land-
búnaðarráðherra og fjármálaráðherra gengu á fund for-
sætisráðherra til þess að reyna að finna lausn á málinu. Allt
þetta hefur orðið til þess að magna sögusagnir um hugsan-
leg stjórnarslit. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur
þó mótmælt því að stjórnarslit geti komið til.
• Dagbók sem Halldór Laxness hélt á meðan hann dvaldi í
klaustrinu St. Maurice i Clervaux er nú komin í leitirnar.
Halldór hafði talið hana glataða en eftir langa leit fannst
bókin loks í Landsbókasafni íslands, í óflokkuðum gögnum
sem Stefán Einarsson prófessor lét eftir sig. Dagbókin er i
litlu broti, rúmar 100 blaðsíður, og er nú unnið að því að búa
efnið til prentunar.
• Guðmundur Finnur Björnsson hefur nú verið týndur í
tæpan hálfan mánuð. Víðtæk leit hefur farið fram en ekkert
hefur komið í ljós sem gefið gæti visbendingu um hvarf Guð-
mundar.
• í nýútkomnu fréttabréfi Fasteignamats ríkisins kemur
m.a. fram að íbúðir á Akureyri hafa hækkað mest í verði á
þessu ári. íbúðaverð þar er nú orðið hærra en á Suðurnesj-
um, öfugt við undanfarin misseri.
• Leigutekjur Flugstöðvar Leifs Eirikssonar ættu að verða
milli 160 og 170 milljónir króna á ári, en eins og komið hefur
fram er þarna um dýrasta leiguhúsnæði á landinu að ræða.
• í nýlegri skoðanakönnun Félagsvisindastofnunar, sem
hún gerði fyrir Morgunblaðið, kemur í ljós að Kvennalisti og
Framsóknarflokkur myndu bæta verulega við fylgi sitt frá
alþingiskosningum i april færu kosningar fram nú. Sam-
kvæmt könnuninni fengi Kvennalistinn yfir 17% atkvæða.
• Yfirsakadómari hefur úrskurðað að Steingrímur Njáls-
son kynferðisafbrotamaður skuli sæta gæsluvarðhaldi þar
til dæmt verður í máli hans fyrir Hæstarétti. Síðasta dómi
sem Steingrímur hlaut var vísað frá Hæstarétti í október
vegna formgalla.
• Tryggvi Pálsson, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs
Landsbankans, hefur gagnrýnt Seðlabanka íslands harð-
lega fyrir framtaksleysi og lélega upplýsingaöflun um fjár-
magnsmarkaðinn. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra tók undir þessa gagnrýni og sagði að Seðlabankinn
hefði brugðist því að beita virkri peningastjórnun. Geir
Hallgrímsson seðlabankastjóri sagðist undrast þessi um-
mæli Tryggva og sagði ennfremur að Seðlabankinn hefði of
lítið valdsvið því að þing og ríkisstjórn ákvæðu hvaða stjórn-
tæki og valdsvið Seðlabankanum væru fengin.
• Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson^ hefur óskað eftir
umsögn siðanefndar Blaðamannafélags íslands um frétta-
flutning Ríkisútvarpsins, hljóðvarps, um meint tengsl
Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrverandi forsætisráð-
herra, við bandarísku leyniþjónustuna, UIA. Þsssi Ósk út-
varpsstjóra kemur í kjölfar harðrar gagnrýni útvarpsráðs á
vinnubrögð fréttastofunnar.
• Samband íslenskra samvinnufélaga hefur ákveðið að
flytja aðalstöðvar sínar að Kirkjusandi á Laugarnesi. Þessi
ákvörðun kom nokkuð á óvart þar sem talið var nær öruggt
að Sambandið myndi flytja höfuðstöðvar sínar í Smára-
hvammsland í Kópavogi. Svo sýnist sem flutningi Sam-
bandsins í Kópavog verði frestað um óákveðinn tíma, þar
sem þeir hafa sagst tjalda til meira en einnar nætur á
Kirkjusandi.
• Flugleiðir hafa ákveðið að hækka þær hámarksbætur,
sem flugfarþegar þeirra geta fengið vegna flugslyss, úr 830
þúsund krónum í fimm milljónir króna frá og með 1. des-
ember. Fargjöld félagsins hækka ekki vegna þessa.
• Nú hefur endanlega verið gengið frá skipulagi hins nýja
ullariðnaðarfyrirtækis se_m til varð við samruna Álafoss hf.
og ullariðnaðardeildar SÍS. Fyrirtækið mun halda nafni
Álafoss og verða höfuðstöðvar þess á Akureyri. Forstjóri
verður Jón Sigurðarson, sem áður var forstjóri iðnaðar-
deildar Sambandsins. Starfsmenn verða alls 550 en 140 var
sagt upp störfum, 80 á Akureyri og 60 i Mosfellsbæ. Hlutafé
hins nýja fyrirtækis er um 800 milljónir.
• Lausafjárstaða viðskiptabankanna hefur versnað að und-
anförnu og þrír bankar uppfylltu ekki lausafjárskylduna i
lok október, en lausafé þeirra verður að vera 8% af ráðstöf-
unarfé. Ástæða þessa er mestmegnis sú að eftirspurn eftir
lánsfé hefur aukist mjög mikið.
• Össur Skarphéðinsson hefur sagt starfi sínu lausu sem
ritstjóri á Þjóðviljanum. Össur mun taka við lektorsstöðu
við Háskóla íslands.
• Bensínsala hefur aukist það sem af er árinu um 13% mið-
að við sama tíma í fyrra. Af þessu leiðir að tekjur vegasjóðs
verða um 150 milljónum króna meiri en áætlað var.
• Viðgerðarverkstæði sem ábúendur á jörðinni Káraneskoti
í Kjósarhreppi eru með í smíðum eyðilagðist í vikunni öðru
sinni á einum mánuði vegna hvassviðris.
HARTOPPAR HÁRTOPPAR
Bylting frá TRENDMAN
Hártoppur sem enginn sér nema þú. Komið, sjáið og sannfær-
ist. Djúphreinsa og fríska upp hártoppa af öllum gerðum.
Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristókratanum, sími 687961.
Opið á laugardögum.
MjHI
^ y Síðumúla 23
HELGARPÓSTURINN 39