Helgarpósturinn - 17.12.1987, Qupperneq 2
Hvenær kemur
þetta á geisla?
Edda Björgvinsdóttir
leikkona
„Ja, Bibba hefur alltaf heimtað það frá upphafi að þetta
komi á geisla, en henni er sagt að það verði að bíða aðeins
og hún skilur nú ekkert af hverju. Hún er búin að sjá það að
þetta er það sem er að vera „in", í dag, að vera á geisla, en
svo eru þau bara á einhverri plastræmu. Þetta er dáldið fúlt
finnst henni. En það er þessi Nonni í Skífunni, það er bara
best að fara í hann. Hún talar nú við hann sex sinnum á dag
um þetta og hún heldur því bara áfram. Nú, Einar Sigurðs-
son á Bylgjunni vísar bara á þennan Nonna, þannig að
þetta er allt í látum út af þessum geisla, þú getur sagt það.
Þeir tala um árið 1997, strákarnir."
— En hvenær kemst spólan á topp 10?
„Hún á nú von á því bara núna um helgina og dáldið
hissa að hún skuli ekki vera komin þangað."
— Og svo var þetta með undirpílsið, fannst það í
Glæsibæ?
„Guð, já, það var reyndar búið að nota það sem borð-
tusku í smátíma, en hún Bibba skolaði bara úr því."
— Hvað finnst Bibbu um kvótamálið?
„Bibba skiptir sér voðalega lítið af pólitík, skal ég segja
þér. Hún kaupir bara Moggann af því það er hlutlaust blað
og kýs Sjálfstæðisflokkinn af því þaö er hlutlausast."
— En eru ekki miklar spekúlasjónir að koma þessu á
framfæri erlendis?
„Jú, það er náttúrulega næst. Fyrst þessum hlerunar-
tækjum var komið fyrir heima hjá þeim á annað borð er
bara best að koma þessu sem víðast á framfæri og þá
kannski aðallega í Svíþjóð og Noregi, enda er þetta húmor
sem helst höfðar til Norðmanna og Svía."
— Þannig að Bibba fetar í fótspor Bubba?
„Já, Bibba í fótspor Bubba, það er hennar mottó í dag."
— Og hún gerir auðvitað ráð fyrir platínuspólu?
„Já, hún er búin að negla naglann, það er allt tilbúið.
Bibba reif niður stóra málverkið sem frístundamálarinn
hún móðir hennar málaði eftir númerum. Hún tók það nið-
ur, það er sko einn og fimmtíu sinnum níutíu, og hún tók
það niður til að eiga pláss fyrir þessa fyrstu platínu og svo
allt gullið sem kemur. Nonni segir að þetta verði svona og
það er nú þess vegna sem hann er ekki eins æstur í að setja
þetta á geisla og Bibba er. Það er líka erfiðara að festa geisl-
ann á vegg, það fer ekki eins vel við veggfóðrið og geislar
um alla íbúð. Það gæti truflað „interíordekkorinn"."
— Lánaði Nonni ekki Bibbu bara sinn innanhússarki-
tekt?
„Nei, hann gerði það nú ekki, en Böddi bróðir hefur alltaf
verið ægilega laginn við allt svona, þannig að hann skipu-
lagði þetta svona. Hann fékk þetta fína betrekk á svo ægi-
lega góðu verði, það er svona vínill og pluss í bland, upp-
hleypt, kannastu við þetta? Þetta er voðalega vinsælt, skal
ég segja þér, á indverskum matsölustöðum úti í heimi."
— Þannig að Bibba og Halldór eiga góð jól í vændum?
„Já, já, það er útlit fyrir það þó Bibba sé nokkuð heilsu-
laus að vanda. Hún er 197% andlegur og líkamlegur aum-
ingi eftir að ýsubein lenti í handleggnum á henni, þegar
hún var í fiski sem ung stúlka. Hún er núna að berjast við
tryggingarnar, en þeir segja, að meðan hún geti haldið á
sígarettu og kveikt í henni sé hún ekki það slæm. Það hefur
verið svona með alla hennar fjölskyldu."
Einn vinsaelasti útvarpsþátturinn í dag, segja menn, er þátturinn
um Halldór og Bibbu, eða „pakkið" á Brávallagötu 32. Nýverið
kom út glenskennd snælda eða spóla, ætluð fyrir segulband, með
þeim hjónum. í því tilefni var rætt við kunningjakonu Bibbu, Eddu
Björgvinsdóttur leikkonu, sem fylgist náið með ferli Bibbu enda
munu þær hafa svipað skopskyn.
FYRST OG FREMST
MEÐFYLGJANDI mynd mátti
sjá í hinu virta fréttariti Newsweek
í desemberbyrjun. Blaðið birti
mynd af þeim ,,vinkonunum“ frú
Reagan og frú Gorbacheu, þar
sem þær sitja með frosið bros og
tilbúna kaffibolla og bíða þess
þolinmóðar að ljósmyndararnir
hafi myndað nægju sína. Undir
myndinni stóð svo ,,The First
Ladies in Iceland last year“, eða
„Eiginkonur leiðtoganna á íslandi
í fyrra". Sá, sem tók þessa mynd,
hlýtur að vera aldeilis frábær
töframaður — svo ekki sé meira
sagt. Það tókst a.m.k. engum
öðrum að festa konurnar tvær á
filmu á meðan á Reykjavíkur-
fundinum stóð ... m.a. vegna
þess, að Nancy Reagan kom alls
ekki hingað með manni sínum.
JÓLASTJÖRNUR, sem sumir
kalla jólarósir, setja hátíðarblæ á
mörg heimili og vinnustaði síðustu
vikurnar fyrir jól. Margir hafa hins
vegar tekið eftir því, að jóla-
stjörnurnar í ár eru óvanalega
litlar og ræfilslegar, a.m.k. að
stórum hluta. Blaðamaður HP
heyrði þá skýringu hjá einum
blómasalanum á höfuðborgar-
svæðinu, að það væri einn og
sami aðilinn sem ræktaði alla
græðlingana á markaðnum og í ár
hefði eitthvað farið úrskeiðis við
framleiðsluna.
ÞEIR eiga það greinilega báðir
til að ,,fara yfir strikið", feðgarnir
Ingi Björn Albertsson og Albert
Gudmundsson. Fyrr í vetur lét
Ingi Björn vægast sagt niðrandi
orð falla um læknastéttina, eins
og við sögðum frá á sínum tíma,
og núna hefur hann beðist form-
lega afsökunar á þeim ummælum.
Albert Guðmundsson gerðist síðan
uppvts að karlrembu á hæsta stigi
á Alþingi í síðustu viku. Hann
sagði í ræöustó! að félagsmála-
ráðherra, Jóhanna Sigurdardóttir,
ætti bara að hætta stjórnmála-
afskiptum og snúa sér í staðinn að
heimilisstörfum. Síðan óskaði
hann ríkisstjórninni til hamingiu
með að losna við ráðherrann. Og
ekki hefur jafnréttissinninn
Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir heldur
heyrst áfellast flokksforingjann
fyrir kvenfyrirlitninguna.
JÓLASVEINARNIR voru á
sínum tíma heilmiklir karlar í
krapinu, en á síðustu árum hefur
yngsta kynslóðin verið kynnt fyrir
enn fræknari görpum í sjónvarpi,
myndbandi og kvikmyndum. Og
samkeppnin getur verið grimm —
m.a.s. fyrir syni Grýlu og Leppa-
lúða. Við fréttum t.d. af jólaballi,
sem haldiö var á vegum dag-
heimilis í höfuðborginni sl. laugar-
dagskvöld, þar sem lítill snáði vatt
sér að Hurðaskelli og spurði
hvasst: „Ertu eins sterkur og He-
ManT'
COSSIGA, forseti Ítalíu, ætlaði
að koma í opinbera heimsókn til
Bretlands i lok nóvember. Þegar
allt kom til alls átti forsetinn hins
vegar ekki heimangengt vegna
stjórnmálaástandsins á Ítalíu.
Gestgjafarnir urðu auðvitað að
kyngja því, sem varla hefur verið
gaman. Það var nefnilega búið að
verja hvorki meira né minna en
rúmum 7 milljónum íslenskra
króna í undirbúninginn .. .
Skattafídusar. . .
HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
Vinnualag Alþingis Auövitaö er þingið þreytt, þaö hlaut bara aö vera, enda hefur það ekki nqjtt haft óralengi að gera. Niðri „Þú getur lagt niður einn eöa tvo banka. Það gerist ekkert annað en fólk þarfað leita sér að annarri vinnu." PRÖSTUR ÓLAFSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI DAGSBRÚNAR I VIÐTAU VIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12.12. '87. I
2 HELGARPÓSTURINN