Helgarpósturinn - 17.12.1987, Síða 7
LEYNISKJÖLIN OG
STEFÁN JÓHANN
Þær miklu umræður sem orðið
hafa upp á síðkastið um bandarísk
leyniskjöl og tengsl íslenskra
stjórnmálamanna við bandaríska
aðila hafa nú með allsérkennileg-
um hætti snúist upp í hatrammar
deilur um vinnubrögð i frétta-
mennsku. Athyglinni hefur lítið
verið beint að þeim kjarna málsins
sem bandarískar leyniskýrslur frá
árunum 1945—1951 birta. Sá
kjarni er að bandaríska sendiráðið
í Reykjavík og bandaríska leyni-
þjónustan stunduðu viðamikla
upplýsingasöfnun og njósnir um
menn og málefni á íslandi. Gerðir
voru nafnalistar, skrifaðar voru
skýrslur, sendar voru greinargerð-
ir og valdaránsáætlanir voru
bruggaðar. Rauði þráðurinn í allri
þessari starfsemi kemur glöggt
fram í því litla broti af þessum
gögnum sem leyndarvörslu hefur
verið létt af. Hann er sá að tryggja
stórveldistök Bandaríkjanna á
landinu og koma þar upp her-
stöðvum. Eftir að íslendingar
höfðu neitað Bandaríkjamönnum
um herstöðvar til 99 ára í stríðslok
ákváðu bandarísk stjórnvöld að
ná sínu fram í áföngum. Þetta
tókst þeim á tiltölulega stuttum
tíma. Fyrsti áfanginn var Keflavík-
ursamningurinn 1946. Annar
áfanginn var þegar íslendingar
voru vélaðir inn í NATO 1949 á
þeim forsendum að hér yrði aldrei
her á friðartímum. Þriðji áfanginn
var svo hernámið 1951.
I þessum málum hefur þeirri
spurningu aldrei verið svarað,
hvort einhverjir Islendingar hafi
verið með í ráðum og unnið með
Bandaríkjamönnum vísvitandi og
staðfastlega að þessari áætlun frá
upphafi, eða hvort íslenskum
stjórnmálamönnum hafi þá, eins
og svo oft síðan í hernámssög-
unni, verið stillt upp við vegg,
frammi fyrir staðföstum ákvörð-
unum Bandaríkjahers og gerðum
hlutum.
Tangen-málið svokallaða sýnir
þá gríðarlegu viðkvæmni sem rík-
ir í þessu máli enn þann dag í dag.
Menn hafa jafnvel gengið svo
langt að segja að það sé svívirða
að gagnrýna gerðir látinna stjórn-
málaleiðtoga.
Jón Einar Guðjónsson, fréttarit-
ari RÚV i Noregi, gerði í raun
aldrei annað en honum bar í
Tangen-málinu. Kunnur norskur
sagnfræðingur og sérfræðingur í
utanríkissamskiptum Bandaríkj-
anna á eftirstríðsárunum segir
honum að hann hafi í bandarísk-
um leyniskjölum séð Stefán Jó-
hann Stefánsson nefndan tengilið
CIA á Islandi. Þetta er frétt og
hann sendir hana til íslands. Þar
verður allt vitlaust. Þegar Tangen
finnur svo ekki afrit sitt af þessu
skjali þá eru bæði hann og Jón
Einar afgreiddir sem aulabárðar.
Þó er í sjálfu sér engin ástæða til
að efast um að Bandaríkjamenn
hafi einhvers staðar í plöggum sín-
um kallað Stefán Jóhann tengilið
sinn. Því til stuðnings verður hér
vitnað í gömul bandarísk leyni-
plögg. í eftirfarandi skjölum, sem
leyst voru úr leyndarböndum árið
1980, sést hvaða samskipti Stefán
Jóhann hafði við bandaríska
sendiráðið í Reykjavík og hvaða
skoðanir þeir í sendiráðinu höfðu
á honum.
Fyrra plaggið er símskeyti frá
William C. Trimble, sendimanni
Bandaríkjanna á Islandi, til Dean
Achesons, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. (Sjá skjal nr. 1 frá
23. mars 1948 hér til hliðar.)
Þess má geta hér til skýringa að
Hendrik Ottóssyni var vikið frá
fréttastofu útvarpsins vegna þess
að hann byggði fréttir af bylting-
unni í Tékkóslóvakíu að nokkru á
fréttum Moskvuútvarpsins, eins
og sést á seinna skeyti W.C.
Trimbles (skeyti nr. 2 frá 29. mars
1948).
Þótt fyrrnefnda skeytið lýsi e.t.v.
ekki ólögmætu athæfi lýsir það
fullkomlega óeðlilegum samskipt-
um íslenska forsætisráðherrans
við sendimann erlends stórveldis.
Samt ber að gæta þess að skeytið
er samið af manni sem e.t.v. gerir
meira úr trúnaðarsambandi sínu
við forsætisráðherra en efni
standa til. Sagan sýnir þó að
forsætisráðherra tók mikið mark á
þessum manni.
I kjölfar Tangen-málsins mætti
spyrja íslenska stjórnmálamenn
hvort þeim fyndist þetta góð og
gild embættisfærsla? Á eitthvað
þessu líkt sér stað enn í dag? í
símskeytinu má benda á fjögur
atriði sem vart geta talist eðlileg
vinnubrögð hjá íslenskum forsæt-
isráðherra. í fyrsta lagi er það
valdníðsla að ætla að reka menn
úr opinberum störfum vegna póli-
tískra skoðana. í öðru lagi er það
fullkomlega óeðlilegt að sitja á
skrafi um þessar ráðageröir við
bandarískan sendiráðsmann. í
þriðja lagi er það meira en lítið
hæpið að þiggja ráð úr hendi hans
um hverja skuli reka næst,
sérstaklega ef í Ijós kemur að hann
hafi farið að þeim ráðum. í fjórða
lagi stenst það vart þingsköp að
sniðganga utanríkismálanefnd Al-
þingis og stofnsetja óformlega
þingmannaklíku í hennar stað.
Þess má geta að Trimble þessi
sendi frá sér allmargar skýrslur
sem vart geta flokkast undir eðli-
leg diplómataplögg. Þar leggur
hann m.a. á ráðin um hvernig
leiða skuli líkur að því að Einar
Olgeirsson tengist sovéskri
njósnastarfsemi og hvernig koma
megi höggi á Halldór Laxness,
sem þá var að skrifa Atómstöðina
og Bandaríkjamenn kviðu mjög
útkomu hennar.
Árni Hjartarson
STEFÁN BðlNN
AÐ SE6JA UPP
Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaöarbankans, sagöi upp fyrir einu og
hálfu ári. Fyrir tœpu ári var geröur við hann samningur, þar sem kemur
fram að hann heldur bankastjóralaunum eftir að hann hœttir.
,,Eftir þessum ummœlum Stef-
áns Hilmarssonar oð dœma hefur
hann annaðhvort skipt um skoð-
un eða þá hefur haft bankaráðið
að ftfli," sagði Haukur Helgason,
bankaráðsmaður í Búnaðarbank-
anum, í samtali við Helgarpóstinn
þegar borin voru undir hann um-
mœli Stefáns þess efnis að allt
vœri óvíst um hvenœr hann hygð-
ist hœtta sem bankastjóri Búnað-
arbankans.
Haukur sagði að bankaráðið
hefði 23. júlí 1986 fallist á að
Stefán hætti sem bankastjóri, þrátt
fyrir að hann væri ekki „kominn á
aldur". Þetta hefði verið gert að
ósk Stefáns sjálfs. Þá hefði banka-
ráðsformanni verið falið að gera
samning við Stefán, með ákvæð-
um um eftirlaun og „sérstök verk-
efni" er Stafán ætlaði að taka að
sér. Sá samningur hefði verið
undirritaður 20. janúar á þessu
ári.
í samningi þessum kemur fram
að Stefán mun taka að sér sérstök
verkefni fyrir bankann eftir að
hann hættir sem bankastjóri. Þau
felast í almannatengslum og sam-
skiptum við viðskiptamenn bank-
ans.
Engin dagsetning er í samningn-
um sem tilgreinir hvenær Stefán
hættir. Hins vegar sagði Haukur
að bankaráðið hefði staðið í þeirri
trú að það yrði fljótlega upp úr síð-
ustu áramótum.
STEFÁN HELDUR
FULLUM LAUNUM
Þó enn séu sjö ár þar til Stefán
hefur unnið sér rétt til eftirlauna
mun hann samkvæmt þessum
samningi halda fullum launum og
hlunnindum eftir að hann hættir
sem bankastjóri.
En það voru önnur ummæli
Stefáns í viðtalinu við Helgarpóst-
inn sem fóru fyrir brjóstið á
bankaráðinu. Stefán sagði meöal
annars:
„Það er eins og uppgjafastjórn-
málamenn eigi forgang að
ákveðnum embættum hér á landi,
til dæmis sendiherrastörfum og
bankastjórastörfum. Þetta ber
auðvitað vitni um afvegaleitt þjóð-
félag."
„Þetta eru undarleg ummæli,"
sagði Haukur Helgason, „sérstak-
lega frá manni sem vann við hlið
Magnúsar Jónssonar, sem var
bæði ráðherra og þingmaður, til
fjölda ára. Þarna er Stefán að vega
að þeim sem síst skyldi."
Aðspurður um hvort bankaráð-
ið væri búið að koma sér saman
um eftirmann Stefáns, þar sem
það hefði staðið í þeirri trú að
hann léti brátt af störfum, sagði
Haukur að svo væri ekki.
„Hins vegar hef ég látið þá skoð-
un uppi við bankaráðsmenn að ég
vildi gjarnan fá Kjartan Jóhanns-
son til starfa fyrir bankann. Hann
er, og það geta aliir sem unnið
hafa með honum vitnað um, af-
skaplega hæfur maður. Ég veit
ekki til þess að aðrir hafi verið
nefndir til starfans."
Helgarpósturinn reyndi ítrekað
að ná sambandi við Stefán Hilm-
arsson í gær, án árangurs.
-GSE
HÚSGAGNA-J
VcLL
Úrval
leðursófasetta
Rókókó
sófasett
3ja sæta sófi, 2 stórir stólar,
2 litlir stólar ásamt sófaborði
kosta aðeins 90.000,-
Góð
greiðslukjör KREPÍT
Khúsgagna-j
val
SMIÐJUVEGI 30
SÍMI 72870
HELGARPÓSTURINN 7