Helgarpósturinn - 17.12.1987, Page 14

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Page 14
BÆNDUR FÁ FAUNN FORRÉTTINDALÍFEYRI Neytendur og skattgreiðendur borga bœndum lífeyri, sem er mun hœrri en aðrar stéttir njóta. Þetta er falið undir liðnum ,,niöurgreiðslur á vöruverði" á fjárlögum, og skráð undir viðskiptaráðuneyti. Ein þeirra stétta sem njóta lífeyrisréttinda umfram all- an þorra almennings er bændur. Þeir fá verðtryggðan líf- eyri þrátt fyrir að þeir greiði ekki krónu í iðgjöld til Lífeyr- issjóðs bœnda. Þeir sem greiða iðgjöldin fyrir bændurna eru neytendur og skattborgarar. Auk þess er Stofnlána- deild landbúnaðarins gert skylt að sjá bændum fyrir hluta af lífeyri þeirra. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGIISSON MYND JIM SMART Ný lög um Lífeyrissjóð bænda voru samþykkt á Alþingi 1984. I þeim kemur fram að bændum er ekki ætlað að greiða iðgjöld til sjóðsins. Þess í stað er vanalegt framlag launþega sótt í vasa neyt- enda. 1,25 prósent eru lögð ofan á verð til bænda á ölium landbúnað- arafurðum og flutt í Lífeyrissjóð bænda. Vanalegt framlag launagreiðenda er síðan sótt i vasa skattgreiðenda. Það má ekki nema lægra hlutfalli en 1,6 prósentum af heildarverðmæti landbúnaðarvara á árinu. Ef þetta tvennt stendur ekki undir lífeyrisgreiðslum ársins er það sem á vantar sótt í ríkissjóð. Samkvæmt þessum lögum sjá því neytendur og skattgreiðendur bændum fyrir lífeyri. Flestar aðrar stéttir þurfa hins vegar að kaupa sér lífeyrisréttindi með þvi að greiða ið- gjöld í lífeyrissjóði. Það fer síðan eft- ir ávöxtun þessara sjóða hversu hár lífeyririnn kemur til með að verða. Samkvæmt bráðabirgðareglugerð er bændum hins vegar tryggður verðtryggður lífeyrir. NEYTENDUR OG SKATTGREIÐENDUR BORGA BÆNDUM 180 MILLJÓNIR Ofangreint gildir þó einungis fyrir KÉRASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS Att þú í erfiðleikum með hárið. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. Lífeyrissjóður bænda í Bændahöllinni Bændur greiða ekki krónu í þennan lífeyrissjóð sinn. Neytendur og skattgreiðendur sjá um að fylla sjóðinn svo bændur geti notið lífeyris, langt umfram það sem allur almenningur fær. Auk þess er Stofniánadeild landbúnaðarins gert skylt að gefa stórar fjárhæðir til sjóðsins. þá bændur sem fæddir eru eftir 1914. Þeir sem eru fæddir fyrr fá greiddan lífeyri úr ríkissjóði og með framlögum úr Stofnlánadeild land- búnaðarins. Það framlag er óaftur- kræft. Gjöf. Á síðasta ári greiddu Lifeyrissjóður bænda og Umsjónarnefnd eftir- launa þannig út 127 milljónir króna í lífeyri til bænda. Á þessu ári má reikna með að greitt verði allt að 150 milljónum króna. Á næsta ári fara því lífeyrisgreiðslurnar að öll- um líkindum yfir 180 milljónir króna. Þar sem bændur eru að meðaltali eldri en flestar aðrar stéttir er sjóð- urinn illa í stakk búinn til að standa undir þessum lífeyrisgreiðslum til langs tíma. Lífeyririnn sem fer út úr sjóðnum er um 48 prósent af öllum iðgjöldum til hans. Þetta er mjög hátt hlutfall, hærra en hjá flestum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn vex því til- tölulega lítið á hverju ári. Hrein eign hans var um síðustu áramót 1,5 milljarðar króna. Þessi eign getur staðið undir jafnháum lífeyri og greiddur var út á síðasta ári í tæp 15 ár. Það þykir mjög lágt, sérstaklega þegar tekið er tillit til hversu gamlir bændur eru. Það má því fastlega búast við þvi að framlög ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs bænda hækki enn á næstu árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir 222 millj- ónum króna. Það er um fjórðungur af framlagi ríkissjóðs til þess að halda við öllum lífeyrissjóðum starfsmanna ríkisins. BÆNDALÍFEYRIRINN KALLAÐUR „NIÐUR- GREIÐSLUR A VÖRU- VERÐI" í gegnum árin hefur verið stund- aður einhvers konar feluleikur á fjárlögum með þetta framlag ríkis- ins tii Lífeyrissjóðs bænda. Það hef- ur verið sett undir liðinn „niður- greiðslur á vöruverði", sem er skráð undir viðskiptaráðuneytið. Framlag- ið til lífeyrissjóðsins hefur á engan hátt verið sundurliðað frá hinum raunverulegu niðurgreiðslum. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 kemur hins vegar fram að þetta framlag nemur um 14 prósentum af öllum niðurgreiðslunum. Þetta hlut- fall lækkaði siðan í byrjun desember þegar ríkisstjórnin ákvað auknar niðurgreiðslur upp á 1,2 milljarða króna. Þegar þessu framlagi er bætt við „uppbætur á lífeyri", sem rikissjóður greiðir til lífeyrissjóða starfsmanna sinna, kemur í ljós að úr ríkissjóði rennur rúmur milljarður króna til þess að tryggja þessum útvöldu stéttum lífeyrisréttindi umfram það sem aðrir njóta. Þetta framlag fer að nálgast 2 prósent af heildarútgjöld- um ríkissjóðs og hækkar ört. Þær forréttindastéttir sem njóta lífeyrisréttinda umfram aðra hafa brugðist hart við frumvarpi um sam- ræmd lífeyrisréttindi allra lands- manna, sem 34 manna-nefndin skil- aði af sér eftir þrettán ára undirbún- ing. Þessi forréttindi leggjast hins vegar með það miklum þunga á rík- issjóð að óhugsandi er að þetta fyr- irkomulag standist þegar fram í sækir. Eftir fáeina áratugi mun fram- lagið slaga hátt upp í heildarútgjöld ríkissjóðs til Tryggingastofnunar ríkisins. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.