Helgarpósturinn - 17.12.1987, Síða 44

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Síða 44
DÖGUN/BUBBA: BUBBI: DOGUN LP, KA & CD Besta plata Bubba hingað til. “ Á.M.-Mbl. .Skotheld skífa, hvort sem litið erá lagasmíðar, útsetningar eða annað." ÞJV -DV , Ljóst er að Bubba hefur tekist að gera plötu sem að mínu mati er betri en „ Frelsið “. GS-HP MEGAS: LOFTMYND LP, KA&CD ★ ★★★★ GS-HP „Plata ársins" - ÞHG Stöð 2 „Efhægt er að tala um plötu ársins hérlendis þá erþetta hún.“ ÆÖJ - Þjóðv. AthlÁ geisladisknum eru að finna S viðbótarlög. 00 C'i O HÖH/Current 93: Crow- THElSMITHS ‘JBWIWÓítYS. HERt WE COMS leymass 12“45 rpm I . f >- 'AÍSKnbÉSEj-* C) Nýjasta snilldarverkið " ÆLv '' Snl/lxg fró Hilmari Erni Hilmars- & O a syni og Tibet. Magnað- asta krjólaplatan í ár. ^Bu?s—: Sérstakir gestir eru Guðlaugur Óttarsson og u Rose McDowall. &d Smiths: Strange- ways Here We Come Fyrsta breiðskífa The Smiths þykir með bestu frumburðum rokksög- unnarog önnureins grafskrift og Strangeways er vand- undin. 2LPÁVERÐI EINNAR. CRIC CLAPTON - The Collsctlon Farið yfir blúsár g'ítar- snillingsins Eric Clapton 1 f* I >* *« 1« í.v THECOLLECT!ON "S o BUDDYHOLLY ~ TheCollectlon Ef þú hefur garpan af La Bamba tryggðu þér þá eintak af þessari. Öll gömlulögin. Arotho Franklin - Tho Coilection Tho Mamas And Papas - Tho Collection Them - Tho Coliection Moody Bluos - The Collection Marianno Faithfull - The Collectton Small Facos - The collectlon aiack Sabbat - Tho Collection Konny Roaers - The Collectlon Metal Killers - The Collection Status Quo ~ The Colloction Ton Yoars Aftor - The Collection Thin Llzzy - Tho Collectiön David Bowie - The Collection Frank Sinatra - The Collection Bob Marley - The Collection Jim Croce - The Collection Whito Boy Blues JohnnyCash -The Collectlon væntanlegt ÍVIKUNNI Bleiku Bastarnir Sogblettir JohnnyTriumph + Sykurmo'arnir Eigum einnig fyrirtiggjandi fjölbreytt úrval afblues, rock’n roll, soul, jazz, tónlistar- bókumofl. o.fl. SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆÚURS, SÍM112040. „GÆDATONUSTA GÓÐUMSTAБ gramm Laugaveg 17. Sími: 12040. beri nafn Nessins eru Keykvíkingar sjálfsagt í meirihluta golfleikara þar. Það er líka tómt rugl að segja að allir heildsalar á landinu búi á Seltjarnar- nesi. Sumir þeirra búa á Arnarnesi og jafnvel einn og einn í sjálfri Reykjavík! Seltirningar eiga heldur ekki borgarstjóra á borð við Davíð. Þeir eiga ekki einu sinni nægilega stóra tjörn til að setja bæjarstjórnar- hús ofan í þótt þeir vildu. Þeir eiga bara litla tjörn sem hamingjusöm skautabörn á Nesinu nota að vild þegar frost er. Samt finnst mörgum innfæddum Seltirningum að byggðin hafi stækk- að of ört. Alltof ört. Það er af sem áður var þegar aðeins eitt og eitt hús stóð á Nesinu. Bíll kom akandi með ferskan fisk af og til og þá var bara ein lítil verslun á Melabraut- inni. Nú er komin þar stór búð. Hún er opin lengur en verslanir í Reykja- vík. Seltirningar hafa nefnilega á margan hátt verið á undan Reykvík- ingum. Þeir vissu til dæmis langt á undan öllum öðrum að útivinnandi fólk þarf oft að kaupa í matinn eftir sex. Meira að segja allt fram til klukkan níu eða tíu á kvöldin. Sel- tirningar voru líka langt á undan Reykvíkingum að fatta að hundur- inn er besti vinur mannsins. Þess vegna hafa hundar verið velkomnir á Nesinu lengi, lengi. Löggurnar á Nesinu eru líka allt öðruvísi en aðr- ar löggur. Eða hvar annars staðar er persóna á við Sæma rokk við völd? Hvar annars staðar sest löggan inn til þín í kaffisopa þegar lítið er að gera á vaktinni? Og hvar annars staðar geturðu átt von á að þurfa að hringja til Hafnarfjarðar til að ná í vakthafandi lögregluþjón? Hvergi, nema í Hafnarfirði. Og hvaða ann- að, jafnlítið bæjarfélag getur státað af sex þingmönnum? Seltjarnarnesið breytist eins og aðrir staðir. Það hefur tekið gífur- legum breytingum á undanförnum áratugum. Þar hefur íbúafjöldinn tí- faldast og byggðin margfaldast. Þar er risin einhver besta sundlaug landsins. Þangað sækja Reykvíking- ar í stórum stíl. Þar eru breiðar göt- ur og hraðbraut í kringum allt Nesið. A fáum stöðum eru eins glæsileg húsakynni. Á fáum stöðum er enn- þá jafnóskemmd náttúrufegurð. Á fáum stöðum kýs fólk alltaf sama flokkinn. En nú er Denni kominn í kjördæmið. Þá er aldrei að vita nema ýmislegt breytist. HÆGFARA BREYTING í RÉTTA ÁTT Gudrún Þorbergsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýdubandalagsins, er aðflutt á Seltjarnarnes, en bjó þó ekki langt undan á uppvaxtarárum sínum í Vesturbœnum: ,,Við stelpurnar fórum oft í hjól- reiðatúra og „picnic" út á Nes. Höfðum með okkur appelsín og vínarbrauð! Þá þótti þetta þó nokkur vegalengd." Aðspurð um það, hvort ekki væri erfitt að halda uppi flokks- starfi í þessu „íhaldshreiðri", sagði Guðrún: „Það er hreint ekkert erfitt. Munurinn á fylgi minni- hlutans og meirihlutans er heldur ekki jafnmikill og margir virðast halda. Gagnrýnin á sjálfstæðis- veldið hefur líka sífellt verið að aukast á undanförnum árum. Meirihlutinn hefur nefnilega ekki gætt þess að sinna bænum nægi- lega, t.d. að hirða hann vel og annað slíkt. Margir eru þar að auki óánægðir með skipulags- málin og fjármálastjórnina, svo sem eins og þegar 50 milljónir voru settar í glerþakið á Eidistorgi. Þá sárvantaði m.a. peninga til þess að stækka Mýrarhúsaskóla, fyrir utan ýmislegt annað, sem fjöldi fólks hefði frekar viljað láta þetta fé renna til.“ Guðrún kvað það oft taka á taugarnar að starfa í minni- hlutanum í bæjarstjórn. „Það getur verið aiveg óskaplega erfitt. Því auðvitað langar mann að vera jákvæður og þurfa ekki sífellt að vera með eitthvert „nöldur", sem lítið er hlustað á. En ég fullvissa þig um, að það á sér stað hægfara breyting á Nesinu ... í rétta útt! Og það er yndislegt að búa þarna — rétt við miðdepil þjóð- félagsins, en samt í nokkurri fjarlægð frá mesta þéttbýlinu. Ég kann vel að meta nálægðina við náttúruna, sjóinn og ströndina. Meira að segja vindinn!" MAÐUR ÞEKKIR TÆPAST NÁTTÚRUNA LENGUR Maður á besta aldri, sem var að hluta til alinn upp á suðurströnd Seltjarnarness en býr nú á norður- ströndinni: „Faðir minn er Seltirningur í báðar ættir og ég held að ættingjar mínir hafi búið þarna í rúm 200 ár. Það var búskapur á Nesinu fyrr á tímum og einnig var hægt að stunda þaðan útgerð, sem þótti að sjálfsögðu mikil búbót. Ekki svo að skilja að útvegs- bændurnir hafi verið mjög ríkir á seinni tíma mælikvarða. Ég held, að það hafi aldrei þótt neitt fínna að búa á einum stað en öðrum. Hvorki áður fyrr eða nú á dögum. Það er vissulega skýlla á suðurströndinni og ekki sami garrinn og sjávarseltan þar og norðanmegin. Betra fyrir bílana . . . En það er hvergi guð- dómlegra í góðu veðri en einmitt á Seltjarnarnesi. Þegar ég var að alast upp kannaðist maður við flesta hérna, þó maður væri kannski ekki beint heimagangur á öllum heimilum. Þetta er hins vegar breytt, eins og svo margt annað. Maður þekkir meira að segja tæpast lengur náttúruna á Nesinu. Það má ekki sjást hæð eða hóll, án þess að það sé allt jafnað út, og svo er búið að gjörbreyta ströndinni með upp- fyllingum." 44 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.