Helgarpósturinn - 07.01.1988, Side 5

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Side 5
LUÐVÍK ILYKILA Refskák tefld um bankastjóra Það er nú undir viðbrögðum Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra komið hvernig tekst til um ráðningu bankastjóra í Landsbanka og Búnaðarbanka. Eftir að stjórnarliðar í bankaráði Landsbankans klofnuðu í af- stöðu sinni til þeirra Sverris Hermannssonar og Tryggva Pálssonar sem væntanlegra bankastjóra Landsbanka sit- ur Lúðvík Jósepsson, eini fulltrúi stjórnarandstöðunnar í bankaráðinu, uppi með oddaatkvæði. Talið er að Lúð- vík muni reyna að nýta sér þessa stöðu til að tryggja Geir Gunnarssyni bankastjórastólinn sem næst losnar í Bún- aðarbankanum. EFTIR PÁL HANNESSON Samkomulag stjórnarflokkanna var, sem kunnugt er, að Kjartan Jó- hannssort, alþingismaður Alþýðu- flokks, skyldi fá sæti Stefáns Hilm- arssonar, bankastjóra Búnaðar- banka, Sverrir Hermannsson átti að fá stólinn eftir Jónas Haralz og Valur Arnþórsson sæti Helga Bergs. Þegar Stefán Hilmarsson heyrði hins vegar af þessu samkomulagi fyrst á skotspónum firrtist hann við og gaf í skyn að hann myndi sitja svo lengi sem honum sýndist, jafn- vel næstu sex árin. Eyjólfur K. Sig- urjónsson, alþýðuflokksmaðurinn í bankaráði Landsbankans, taldi þar með útséð um að Kjartan flokks- bróðir fengi stöðuna og taldi sam- komulag stjórnarflokkanna úr gildi gengið. Studdi hann því þá tillögu Árna Vilhjálmssonar, sem er annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrum kennari Tryggva Pálssonar, að Tryggvi, sem er núverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- bankans, skyldi verða næsti banka- stjóri bankans. Kom þessi afstaða þeirra fram á bankaráðsfundi sem haldinn var 29. desember síðastlið- inn, þar sem hugir manna til banka- stjóraefna voru kannaðir. A sama fundi lýsti Lúðvík Jósepsson stuðn- ingi við Tryggva, en bað jafnframt um frest áður en hann tæki endan- lega ákvörðun. Pétur Sigurdsson, Sjálfstæðisflokki, formaður banka- ráðs, hélt hins vegar fast við ákvörð- un flokksins um að Sverri skyldi hlotnast staðan og fylgir Kristinn Finnbogason, fulltrúi framsóknar, honum fast á hæla, enda staða Vals Þorsteinn verður að taka af skarið og sýna að það er hann sem raeður. Tekst honum það á næstu dögum? Arnþórssonar sem verðandi Lands- bankastjóra í veði. Á bankaráðsfundi á gamlársdag ákvað Pétur Sigurðsson formaður að ákvörðun skyldi frestað fram til 15. febrúar, en fram að þeim tíma yrði hann fjarverandi erlendis í veikindafríi. Tók þá varamaður Pét- urs, Jón Þorgilsson, sæti í bankaráð- inu, en Kristinn Finnbogason vara- formaður gegnir embætti for- manns. Staðan í málinu er þvi sú að í raun hefur Lúðvík Jósepsson odda- stöðu um það hvort Sverrir eða Tryggvi verða ráðnir, að öðru óbreyttu. Sú staða býður Lúðvík upp á ýmsa möguleika. Hann getur t.d. látið hvorn hóp stjórnarliða fella til- lögu hins með því að sitja hjá og blása þannig upp og sýna fram á óeiningu í röðum ríkisstjórnarflokk- anna. Þar með hnykkir hann einnig á þeirri staðreynd að sjálfstæðis- menn í bankaráðinu láta ekki að stjórn og sýnir þannig ítrekað fram á veikleika Þorsteins Pálssonar sem flokksleiðtoga. Hann gæti einnig reynt að nýta sér stöðuna til þess að gera tillögu um nýjan mann í stöðu bankastjóra Landsbankans. Hann Ekki er útséð með það enn hvort Sverrir sest í bankastjórastólinn eða ekki. Eiga gamlir flokksgæðingar bitlingana skilið? hefur því sterka stöðu. Það sem er hins vegar talið lík- legast er að hann geri tillögu um að Geir Gunnarsson, alþingismaður Al- þýðubandalagsins, verði næsti bankastjóri Búnaðarbankans. Þar með flýtti hann jafnframt fyrir því að Ólafur Ragnar Grímsson kæmist á þing sem varaþingmaður Geirs. Styrkti það óneitanlega stöðu Ólafs sem formanns Alþýðubandalagsins. Er talið að Lúðvík sé tilbúinn að styðja hvorn sem er, Sverri eða Tryggva, fáist annar hvor hópurinn innan bankaráðsins til þess að ganga að þessu samkomulagi. Þorsteinn Pálsson þarf að bregð- ast við þessum hættum og það getur hann tæplega nema með því að telja Árna Vilhjálmssyni hughvarf og fá hann til stuðnings við Sverri. Þar með væri Sverri Hermannssyni tryggður bankastjórastóllinn, jafnvel þó Lúðvík legðist á sveif með Tryggva, því Kristinn Finnbogason mun styðja ákvörðun Þorsteins af fyrrgreindum ástæðum. Verði Árna hins vegar ekki hnik- að í afstöðu sinni gæti Þorsteinn neyðst til að ganga að ofangreindu Tryggvi Pálsson er ungur og upp- rennandi. Veröur hann latinn bíða nokkur ár enn eftir stólnum? samkomulagi við Lúðvík, enda gætu tveir sjálfstæðismenn í banka- ráði Búnaðarbanka, auk fulltrúa Al- þýðubandalagsins þar, ráðið því máli. Þorsteinn sæti þó enn uppi með óleystan vanda sem væri Sverr- ir Hermannsson auk þess sem ganga yrði á fyrri yfirlýsingar for- manns bankaráðs Landsbanka, Pét- urs Sigurðssonar, sem opinberlega hefur lýst yfir Stuðningi við Sverri. Það kynni þó að verða auðveldari biti að kyngja fyrir Þorstein en ef Lúðvik Jósepsson gæti sýnt fram á hrópandi ósamkomulag innan stjórnarflokkanna og það sem verra væri ódug Þorsteins Pálssonar. Gerði Þorsteinn samkomulag við Lúðvík liti a.m.k. þannig út að hann ætti sinn hlut i ákvarðanatökunni, en ekki að hann væri settur hjá sem hver önnur hornkerling. Þorsteinn átti fund með Tryggva Pálssyni í gærmorgun, miðvikudag, og mun Þorsteinn hafa gefið hlutað- eigandi aðilum í skyn um áramótin, að hann þyrfti nokkurra daga frest til að höggva á þennan sérkenni- lega pólitíska hnút, sem herðir ekki síst að honum sjálfum. Geir Gunnarsson veröur næsti bankastjóri Búnaöarbanka gangi leikflétta Lúöviks upp. Þar með mun staða Ólafs Ragnarsá þingi styrkjast. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.