Helgarpósturinn - 07.01.1988, Side 7
andi, er íslenski flokkurinn sá
minnsti í landinu. Af þessum ástæð-
um, sem stafa af innanflokksósam-
lyndi í fortíðinni og of íhaldssamri
forystu, hafa frjálslynd öfl og verka-
lýðssamtök, sem annars staðar
mundi vera að finna í röðum sósíal-
demókrata, leiðst til stuðnings við
kommúnista og samtímis hafa þeir
losnað við sinn hættulegasta and-
stæðing."
Trimble telur kommúnistaforingj-
ana færa stjórnmálamenn, þraut-
þjálfaða í Alþjóðastofnun Leníns í
Moskvu og mjög lagna að hagnýta
sér hefðbundinn fjandskap Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þannig
hafi þeim tekist að komast inn í rík-
isstjórn Ólafs Thors 1944 og þegar
hafið að smeygja sínu fólki inn í (in-
filtrate) ráðuneyti og stofnanir. Þá
hafi þeir gert þá taktísku skyssu að
segja sig úr ríkisstjórninni vegna
Keflavíkursamningsins og sl. 20
mánuði reynt að leiðrétta þetta með
samstarfstilboðum á báða bóga til
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Þeir notfæri sér þjóðernishyggju ís-
lendinga af mikilli skarpskyggni.
Peninga hafi þeir nóga, sennilega
fengna úr sovéskum sjóðum í New
York.
LÆKNISRÁÐ VIÐ
KOMMÚNISMA
Til lagfæringar á þessu ástandi tel-
ur Trimble upp 13 tillögur.
Hin fyrsta er um nauðsyn erlends
fjárstuðnings, ráðgjafar og aðstoðar
til endurlífgunar Alþýðuflokksins.
Kommúnistar séu með fjóra eða
fimm skipuleggjendur á fullu í
verkalýðsbaráttunni, meðan krat-
arnir hafi bara efni á einum í hluta-
starfi. Jafna þurfi rekstrarhalla Al-
þýðublaðsins og forystumenn
flokksins þurfi að komast í fleiri
heimsóknir til Norðurlanda og ann-
arra landa Norður-Evrópu. Sé hægt
að koma slíkum fjárstuðningi við
ætti hann að berast þeim um önnur
lönd, helst sem gjöf frá norska
Verkamannaflokknum, en ekki
beint frá Bandaríkjunum.
í tillögu tíu er bent á, að kommún-
istar muni geta framið valdarán í
landinu með ekki stærri hópi en 500
manna og haldið völdunum nógu
lengi til að eyðileggja mannvirki á
Keflavíkurflugvelli. Menn trúi því að
þeir séu fyllilega undir þetta búnir,
einnig hvað tæki snertir, hvenær
sem fyrirskipun berist frá Moskvu.
Til öryggis gagnvart slíkum atvik-
um ættum við að hvetja hina
ókommúnísku leiðtoga til að stofna
vopnaðar flokksliðssveitir og gera
ætti ráðstafanir til að sjá þeim fyrir
léttum vopnum og skotfærum.
í tillögu átta er lagt til að utanríkis-
ráðuneytið komi í hendur íslenska
forsætis- eða utanríkisráðherranum
skjallegum gögnum, sem tengi Ein-
ar Olgeirsson við sovéskan njósna-
hring á heppilegum tíma fyrir kosn-
ingar. Gögn þetta varðandi hafi ver-
ið nefnd í upplýsingum til sendiráðs-
ins snemma árs 1948 og talin þá
vera í höndum CIC (gagnnjósna-
stofnun) í Þýskalandi. Einnig væri
gagnlegt að fá í hendur ljósmyndir
er sýni meint (alleged) sovésk hern-
aðarmannvirki á Spitzbergen (Sval-
barða).
í tillögu ellefu er komið á framfæri
þeirri ósk dómsmálaráðherra
(Bjarna Benediktssonar) að fá að
senda einn eða tvo undirmanna
sinna til að kynnast „aðferðum
kommúnista og tækni hjá FBl.
Hvetja ætti sendiráðið til að fylgja
þessari fyrirspurn eftir og jafnframt
ætti að hvetja íslendinga til að koma
upp gagnnjósnaþjónustu, sem ynni í
nánu samstarfi við FBI og samsvar-
andi stofnanir á Norðurlöndum".
í tillögu 12 er beðist rannsóknar á
gruni þeim að kommúnistum berist
fé um Bandaríkin og væntanlegum
sönnunargögnum komið í hendur
utanríkisráðherra.
Að lokum er minnt á, að hvaða
ráða sem ákveðið verði að grípa til
verði það að gerast skjótt og ,,í sam-
ræmi við skammtíma- og langtíma-
markmið okkar, meðal annars end-
urnýjun Keflavíkursamningsins
1951.“
Þessar ráðagerðir voru teknar til
skoðunar í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu og sendar áfram til
sendiráðsins til umfjöllunar 15. sept.
1948. Þar voru þær teknar til ræki-
legrar skoðunar og flestum þeim
fjarstæðustu algerlega hafnað. Því
miður er ekki rúm til að rekja þann
rökstuðning fyrr en síðar.
William C. Trimble, stadgengill bandaríska sendiherrans:
EG VAR GODUR VINUR
STEFÁNS OG BJARNA
Viö unnum saman aö þuí aö varöveita sjálfstœöi Islands
Helgarpósturinn náði nýlega
tali af William C. Trimble á heimili
hans í Baltimore, Maryland í
Bandaríkjunum og bað hann að
rifja upp ýmis atriði frá þeim ár-
um, sem hann starfaði hér.
„Ég kom til íslands í endaðan
janúar 1947 og dvaldist þar um
hálfs annars árs skeið, eða þangað
til í júní 1948.“
Manstu eftir Erling Ellingsen og
Teresu Guðmundsdóttur og tillögu
þinni til Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar um að þau yrðu rekin úr op-
inberu starfi?
„Ég man vel eftir Ellingsen. Hin-
um man ég ekki eftir. Ellingsen
sagði mér sjálfur að hann væri
kommúnisti. Sem flugvallarstjóri
sátum við saman í þriggja manna
nefnd, sem sá um samstarfið á
Keflavíkurflugvelli eftir að amer-
íski herinn hafði yfirgefið landið
og flugvöllurinn var rekinn af
AOA (American Overseas Air-
lines). Þessi nefnd var kölluð IAC
(Icelandic Airport Committee).
Það gekk bara ekki að það væri
kommúnisti í þessari þýðingar-
miklu nefnd.“
Ljóstaði Erling upp um einhver
leyndarmál?
„Nei, ekki man ég eftir því.
Hann leyndi því ekkert að hann
væri kommúnisti. Hann sagði mér
það sjálfur. Við þrír áttum að
mörgu leyti gott samstarf, en við
vorum ósammála um margt og
þar komu stjórnmálaskoðanir
Ellingsens ti!.“
Þú hlýtur að hafa haft mjög náin
tengsl við forsætisráðherrann, að
finnast viðeigandi að stinga upp á
því, að embættismenn væru rekn-
ir.
„Ég var mjög góður vinur hans
og Bjarna Benediktssonar og
raunar allra ráðherranna, held ég.
Við unnum saman að því að reyna
að varðveita sjálfstæði íslands og
forða landinu frá ísmeygni (in-
filtration). Stjórnin var nýmynduð,
þegar ég kom, og ég kynntist öll-
um ráðherrunum því við höfðum
nána samvinnu um margt. Síld-
veiðin brást og ég hjálpaði til að
selja fisk til hernámssvæðanna í
Þýskalandi. Landið varð olíulaust
og mér tókst að fá tankskip með
olíu."
Þekktirðu forsetann, Svein
Björnsson?
„Já, vissulega. Hann var mjög
góður vinur minn og ég heimsótti
hann oft í forsetabústaðinn á
Bessastöðum."
Samkvæmt skýrslum frá þér á
þessum árum virðist hættan af
kommúnistum vera þér ofarlega í
huga.
„Já, þeir voru hættulega öflugir.
Það urðu tvö mjög alvarleg verk-
föll á þessum árum og stefndu
efnahagslífinu í voða.“
Manstu eftir afskiptum sendi-
ráðsins af málefnum Laxness á
þessum árum?
„Nei, en ég kannast við nafnið.
Framúrskarandi rithöfundur og
skáld. En hann hafði ekkert sam-
neyti við okkur og var yfirlýstur
kommúnisti."
Söfnuðuð þið upplýsingum um
kommúnista?
„Nei, nei. Ellingsen sagði mér
sjálfur að hann væri kommúnisti."
Enginn leyniþjónustumaður við
sendiráðið?
„Nei, enginn.“
Hversu nána samvinnu áttirðu
við íslensk stjórnvöld í málum sem
þessum?
„Ekki mjög nána — þetta var
þeirra mál, ekki mitt. — Ég sagði
honum þetta með Ellingsen. En
þetta var mjög eftirminnilegur
tími og ég naut hans gífurlega.
Sonur minn, William C. jr„ var
fyrsti Amríkaninn, sem fékk inn-
göngu í íslensku skátahreyfing-
una. Því miður gat ég of lítið ferð-
ast um; komst tvisvar til norður-
iandsins. Og þetta var erfiður tími
fyrir ísland. Eftir góða síldarvertíð
1947 hvarf síldin og tími efnahags-
legra þrenginga fór í hönd.“
SKRANING
KOMMÚNISTA
TÍMAFREK
— þrátt fyrir aöstoö tveggja
stjornmalaflokka
f viðtalinu hér á opnunni fer
William C. Trimble sem mörgum
öðrum: Minni hans frá eftirstríðs-
árunum er ekki sérlega skarpt:
Hann rekur ekki minni til þess að
í sendiráöinu hafi verið safnað
upplýsingum um meinta komm-
únista.
Með bréfi dagsettu 31. janúar
1949 og undirritað af Richard P.
Bandaríska sendiráðið við Laufás-
veg. ( lok fimmta og byrjun sjötta
áratugarins skutu þarna upp kollin-
um hugmyndir um alheimssam-
særi kommúnista, sem berjast
mætti gegn með ÖLLUM tiltækum
ráðum — líka þeim, sem kommún-
istar beittu andstæðinga sína á
sama tíma.
Butrick sendiherra er sendur listi
yfir 384 nafngreinda kommúnista.
Tekið er fram að á skrám sendi-
ráðsins séu nú 900 nöfn persóna
grunaðra um að hafa tengsl við
kommúnista (Communist
connections), en við samsetningu
meðfylgjandi lista hafi nöfn allra,
sem ekki hafi verið sannaðir (veri-
fied) sem hugmyndafræðilegir
kommúnistar, verið tínd úr. Sendi-
ráðið vinni stöðugt að aukningu
skráa sinna yfir kommúnista og
verði fleiri nöfn send eftir því sem
tækifæri gefist til að sannprófa
þau eftir áreiðanlegum heimild-
um.
Trimble rekur ekki minni til að
hafa haft afskipti af Halldóri Lax-
ness. Efni skeytis varðandi það
mál, dagsett 22. febrúar 1948 og
undirritað af Trimble, var rakið í
síðasta tbl. HP.
Trimble rekur ekki minni til veð-
urstofustjórans, Teresu Guð-
mundsson, og telur sig hafa kvart-
að undan Erling Ellingsen, af því
að Erling sjálfur hafi ekkert farið í
launkofa með að hann var komm-
únisti. Þetta mál var þó stærra í
sniðum en svo. Fimm mánuðum
eftir viðræður Trimbles við Stefán
Jóhann (sbr. Ijósmynd af skjali í 50.
tbl. 1987) fara fram í utanríkis-
ráðuneytinu í Washington viðræð-
ur milli H. Francis Cunningham,
Jr. úr Norður-Evrópudeildinni og
Thors Thors sendiherra. Umræðu-
efni: Starfræksla Keflavíkurflug-
vallar skv. samningi við Island frá
7. október 1946 (Keflavíkursamn-
ingnum).
Cunningham skýrir Thor frá
því, að er Butrick hafi heimsótt
Washington nýlega hafi hann
skýrt frá því, að íslenski utanríkis-
ráðherrann hafi látið í ljósi þá ósk
að fljótlega yrði náð samkomulagi
um óleyst vandamál sem upp hafi
komið í sambandi við starfrækslu
flugvallarins. Butrick hafði æskt
frekari skilgreiningar á þessum
efnum. Cunningham rekur síðan
ýmsar kröfur Bjarna Benedikts-
sonar og svör Bandaríkjastjórnar
við þeim og klykkir síðan út með
því að segja orðrétt: „Þau atriði,
sem eftir eru, og Benediktsson tel-
ur óleyst, eru, eins og Butrick benti
honum á, úr lausu lofti gripin og
einfaldlega gömlu kommúnista-
ásakanirnar.” Cunningham er hér
m.ö.o. að saka Bjarna Benedikts-
son um að taka að einhverju leyti
undir ásakanir Eriings Ellingsen,
sem hann lýsir svo: „Ég sagði að
svo virtist sem hr. Ellingsen, flug-
málaembættismaður, sem væri
kommúnisti, hefði skrifað skýrslu
dagsetta 1. apríl 1947, að því er
virtist sem trúnaðarmál til ís-
lensku ríkisstjórnarinnar, og í
henni gagnrýnt með hverjum
hætti flugvallarsamningurinn frá
1946 væri framkvæmdur. Þessi
skýrsla hafi svo verið prentuð í
Þjóðviljanum, dagblaði kommún-
ista í Reykjavík, 6. október 1947
eða þar um kring. Viö litum á
skýrsluna sem kommúníska aö-
geröaáœtlun til þess sniðna að
gera Bandaríkjunum ókleift að
starfrœkja flugvöllinn samkvœmt
samningnum.“
Cunningham rekur síðan í
hverju hann telji villur eða afbak-
anir Ellingsen liggja. Síðar í sam-
talinu segist hann vona, að Thor
hafi fullan skilning á, að Banda-
ríkjastjórn óski ekki eftir að ráða
kommúnista til starfa á Vellinum.
„Því væri nauðsynlegt að ein-
hvers konar prófun fari fram á
stjórnmálaskoðunum umsækj-
enda. Mér hefði skilist, að Butrick
heföi fengiö til liðs viö sig tvo
stjórnmálaflokka til að fara yfir
nafnalista vœntanlegra umsœkj-
enda. Þetta reyndist hins vegar
vera tímafrekt fyrirkomulag. Því
miður væri sannleikurinn sá, að
engin hraðvirk eða áreiðanleg
heimildamiðstöð væri til um ís-
lenska kommúnista. Thor Thors
tók fram að hann skildi tregðu
okkar á að ráða kommúnista.”
í beinu framhaldi af þessu segir
Cunningham: „Ennfremur benti
ég á, að Mr. Trimble hefði komið
því á framfæri við íslendinga fyrir
nærri ári síðan að deild banda-
rísku Veðurstofunnar á Keflavýk-
urvelli væri reiðubúin að þjálfa ís-
lendinga í nokkra mánuði á sinn
kostnað. Hugmyndin að baki var
sú, að eftir þjálfunina færu íslend-
ingarnir á launaskrá íslensku Veð-
urstofun.nar. ísland gæti síðan snú-
ið sér til ICAO (Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar) og beiðst endur-
greiðslu. Tilboð okkar stæði enn
opið og Butrick mundi sennilega
minna Islendinga á það. Við gæt-
um ekki skilið hví engir umsækj-
endur gæfu sig fram. nema ástæð-
an gæti verið sú að Teresa Guð-
mundsson kæmi í veg fyrir ráðn-
ingu vegna kommúnistatilhneig-
inga sinna. Mr. Thors spurði hvort
við litum á hana sem kommún-
ista? Ég sagði að það gerðum við.
Hann sagði að leiðin til að yfirstíga
hindranir, sem hún setti í veginn,
væri sú að leita til æðri stjórn-
valda. Ég sagði, að við hefðum
þegar sett okkur í samband við
æðri stjórnvöld og mundum gera
svo aftur.“
Gegn þessum skjölum verður
sakleysisleg frásögn hr. Trimbles
heldur tortryggileg.
HELGARPÓSTURINN 7