Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 12

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 12
E ins og sagt var f rá í síðasta ein- taki HP hafa hitaveitustjóri, Jóhann- es Zoéga, og fleiri ráðgert byggingu hringsnúandi veitingahúss ofan á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð. Bygging hússins hefur hins vegar aldrei verið formlega samþykkt af þar til bærum ráðum borgarinnar, en þrátt fyrir það eru teikningar nánast frágengnar. Hins vegar hefur fulltrúum minnihlutans verið haldið utan atburðarásarinnar að miklu leyti og fréttu þeir þannig fyrir til- viljun að hitaveitustjóri og Ingi- mundur Sveinsson arkitekt hefðu setið á fundum hér heima með full- trúum þeirra erlendu fyrirtækja sem eiga að sjá um uppsetningu hvolfþaksins og glerverksins. Bygg- ingin sjálf á samkvæmt fyrstu áætl- un að kosta rúmlega hálfan milljarð og af því eru laun fyrir hönnunar- vinnu og umsjón um 35 milljónir króna .. . | haust var auglýst eftir lög- reglumönnum til starfa í Reykja- vík, sem reyndar er ekki í frásögur færandi. Einhverjir munu hafa sótt um og voru sendir í Lögregluskól- ann eins og til er ætlast. Þegar upp var staðið kom hins vegar í ljós að fæstir af umsækjendunum reyndust skrifandi á íslenska tungu, rétt svo að eigið nafn væri rétt stafsett. En fall var ekki samþykkt, og bárust skipanir „ofan frá” þess eðlis að þessum og þessum skyldi hleypt í gegn svo lögreglunni bættist liðs- auki. Enda launin kannski ekki þannig að búast megi við að lang- skólagengnir þyrpist í störfin. . . TT alandi um lögreglumenn. Suður á Keflavíkurflugvelli starfa íslenskir lögregluþjónar eins og kunnugt er. Eftir að flugstödvar- byggingin færðist út af Vellinum munu lögreglumennirnir eitthvað hafa fært sig upp á skaftið varðandi þann munað sem bandarískum hermönnum hlotnast og eru nú ís- lenskir lögregluþjónar daglegir gestir á Messanum, matsölustað sem eingöngu er ætlaður Banda- ríkjamönnunum. . . TIZKAN Laugavegi 71 II hæó Slmi 10770 -y>SÁ* ■*■■ . '■■ i ISI ; Kr iA5O0<0*0^ átt ^SÍ&ít***■ 'SSSmHSE* tv^lL^rm krono í 450 £fPuZíróna * án qÓÐ^ sew BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.