Helgarpósturinn - 07.01.1988, Síða 14
Fyrir viku kvaddi enn eitt árið með gleði sinni og
sorgum og framundan er splunkunýtt og óskrifað
blao, órið 1988. Sumir lóta sér nægja að taka þvi sem
að höndum ber og lóta hverium degi nægja sína
þjóningu, ón þess að líta of langt fram í tímann. Aðrir
eru forvitnir, spó og spekúlera, og þyrstir óvallt í
fróðleik um framtíðina. Fyrir þó birtum við spódóm
bandarísks stjörnuspekings fyrir komandi ór.
HRÚTURINN
Þú munt leita þér að stærra sviði árið 1988
og endurmeta þau takmörk, sem þú hefur
sett þér. Ef þú hefur lagt þig fram og farið eft-
ir settum reglum ertu nú að nálgast toppinn
og þetta ár gæti því lofað góðu. En ef þú hef-
ur byrjað á of mörgum verkefnum, án þess
að ljúka við þau, þarftu að endurvinna ýmis-
legt.
I febrúar verðurðu reynsiunni ríkari í
vinnu eða í skóla. Fjármálin glæðast upp úr
marsmánuði og þú munt vinna fyrir tölu-
verðum peningum á þessu ári. Reyndu að
setja eitthvað af þeim til hliðar og varastu að
eyða um efni fram, t.d. í mars.
Astamálin verða helst í sviðsljósinu í jan-
úar og október. Þú laðast að eldheitum,
ástríðufullum einstaklingum, sem eru ekki
ólíkir þér sjálfum. Að öllum líkindum fellur
þú fyrir slíkri persónu á árinu og ástarlogarn-
ir verða eldheitir. Láttu ekki sjálfselsku eða
skort á samstarfsvilja á mikilvægu augna-
bliki verða til að slökkva bálið.
Notaðu apríl til að sinna grundvallaratrið-
um. Mikilla breytinga er að vænta í maí.
Snúðu þér að fjölskyldumálefnum í júní. Ef
þú ferð í frí í júlí skaltu gefa þér góðan tíma
til þess að íhuga lífið og tilveruna — í ein-
rúmi. Hlutirnir fara að ganga upp í septem-
ber og í október geturðu byrjað upp á nýtt.
VOGIN
Breytingar á heimilislífinu virðast nánast
óumflýjanlegar, en þær færa þér líka þá ró
sem þú sækist eftir. Annaðhvort muntu upp-
götva nýja hæfileika eða nýta betur þá, sem
þú vissir um.
Þú hefur alltaf þráð náið samband við aðra
manneskju og í ár gæti sá draumur ræst. Ef
þú ert ólofaður gæti leiðin legið upp að altar-
inu. Ef þú á hinn bóginn ert í föstu sambandi
bendir allt til þess að það styrkist til muna.
Peningamálin ganga líka vel og þú hefur
áhuga á að fegra umhverfi þitt og njóta lífsins
með þínum nánustu. Áherslan verður á
heimilið og þér mun líða mun betur þar en
oft áður.
Um miðjan febrúar verða skyndilega mikl-
ar breytingar á högum þínum. Aðili, sem allt
í einu birtist á sjónarsviðinu, lætur ókyrrlega
og þessu getur fylgt aukin ábyrgð. Þá reynir
líka á alla þína hæfileika til að róa fjölskyldu-
meðlimi og koma skipulagi á hlutina.
Þú ættir að nota júní til ferðalaga. Bæði
febrúar og nóvember verða eftirminnilegir
mánuðir.
NAUTIÐ
Vegna trygglyndis þíns áttu erfitt með að
segja skilið við hluti í fortíðinni, en það gerist
margt spennandi hjá þér árið 1988. Þú tekur
miklum breytingum, jafnvel í útliti. Þú munt
verða fullur orku og töfra og draumar þínir
í ástamálum rætast.
Ef þú ert ekki í föstu sambandi gæti vinátta
orðið að djúpri ást og jafnvel endað í hjóna-
bandi. Ef þú ert í hjónabandi munu gamlar
glæður taka við sér og ef til vill fjölgar í fjöl-
skyldunni. Heitast er í rómantísku kolunum
í apríl og september.
Þér reynist svolítið erfitt að taka ákvarðan-
ir í febrúar. Þig langar til að gera grundvallar-
breytingar, en eitthvað dregur úr þér kjark-
inn. Það léttist á þér brúnin í mars og bjart-
sýni og velgengni einkenna vorið. Þú tekur
eingöngu stór skref, en láttu það ekki ná til
mataræðisins, því þá gætir þú þyngst um of.
í vinnunni gengur allt vel, ef sjálfstæði þitt
og frumleiki fá að njóta sín. Taktu ekki of
mikið mark á því, sem aðrir segja — einkum
í júní og október. Júlímánuður verður mikil-
vægur, bæði í einkalífi og í vinnunni, og í
september geturðu hafið nýja sókn.
SPORÐDREKINN
Forvitni þinni um alla dularfulla hluti verð-
ur rækilega svalað á árinu 1988. Þú nýtur
þess að rannsaka alls kyns leyndardóma og
gætir gert merkilegar uppgötvanir — sér-
staklega varðandi sjálfan þig. Reyndu hins
vegar að vinna ekki of mikið.
Fjárhagurinn skánar í febrúar og þá áttu
líka auðveldara með að sinna öðrum og há-
fleygari hlutum. Það er þér lífsnauðsyn að
vinna þar sem hugkvæmni þín fær notið sín,
svo sem við skriftir. En þér lætur betur að
vera bakvið tjöldin en í kastljósinu.
í ástamálum laðastu að rólegum, hjálp-
sömum og samúðarfullum persónum, sem
gefa sér tíma til að hlusta á þig. Ekki er ólík-
legt að slíkir aðilar væru t.d. fæddir í Fiska-
eða Meyjarmerkinu. Alvarleg ástarsambönd
verða helst á dagskrá í janúar og október, en
annars viðrar vel fyrir þess háttar allt árið. Ef
þú ert ekki þegar í hjónabandi eru töluverð-
ar líkur á því að þú hittir tilvonandi maka á
þessu ári.
Aðrir verða þér hjálplegir, en þú ræður
sjálfur best fram úr flestum málum. Fylltu
umhverfi þitt af tónlist, bókum og blómum
og hugleiddu ýmis heimspekileg málefni.
Lærðu að vera einn, án þess að vera ein-
mana.
TVÍBURARNIR
Þú ættir að hægja á þér á þessu ári og
horfa i kringum þig. Þá sérðu hve öryggi
trausts ástarsambands getur verið mikils
virði. Kannski kemstu líka að þeirri niður-
stöðu, að það geti verið ágætt að taka þátt í
ákveðinni samvinnu.
Hafðu ekki áhyggjur þó þér finnist þú háð-
ari öðrum, því það kemur síður en svo niður
á pyngjunni. Þú hefur sjaldan haft meiri pen-
inga handanna á milli og heppnin og bjart-
sýnin hafa þar mikið að segja. Þó getur smá-
vægileg kreppa dunið yfir um miðjan febrú-
ar.
Þú laðast að persónu, sem veitir þér hlýju
og öryggi, en eldri kona eða foreldri blanda-
st á einhvern hátt inn í ástalíf þitt. Ástin
blómstrar í mars, ágúst og desember.
Janúar, mars og október henta best fyrir
ferðalög, enda er frelsisþráin þá mikil. Það er
ekki ólíklegt að þú flytjir á árinu, ef til vill í
apríl.
BOGMAÐURINN
Þú uppskerð á þessu ári laun fyrra erfiðis
og staða þin í samfélaginu styrkist. Upp á síð-
kastið hafa togast á í þér íhaldssemi og þörf
fyrir að breyta til, en upp úr miðjum febrúar
minnkar álagið. Þá færist áherslan yfir á fjár-
málin og þér mun vegna vel á þeim vett-
vangi — sérstaklega ef vinna þín tengist á
einhvern hátt tækni og tölvum.
Á nýbyrjuðu ári verður þú reiðubúnari en
áður að festa ráð þitt. Ástríður mun ekki
skorta, en þú leitar líka að öryggi. Rómantík-
in blómstrar aðallega fyrstu fjóra mánuði
ársins, en hápunktar verða í febrúar og des-
ember. Það gæti verið Steingeit, sem höfðar
mest til þín.
Snemma í maí fer allt að ganga betur í
vinnunni og heilsa þín batnar. Samstarfsaðil-
ar þínir verða líka afskaplega hjálpfúsir og
það er ekki ólíklegt að þú fáir stöðuhækkun
eða hækkir verulega í launum. Einnig verð-
ur tekið eftir því hve fús þú ert að axla
ábyrgð — bæði af yfirmönnum og ástvinum
— og þú græðir á því.
Hlutirnir ganga upp í september og þú
verður áþreifanlega var við velgengnina.
Spennandi ferðalög gætu verið á dagskrá í
apríl eða júní, en gerðu ráð fyrir mikilli sam-
veru með fjölskyldunni í júlí. í ágúst muntu
hins vegar vilja vera einn í ró og næði.
KRABBINN
Þú lætur ekkert halda aftur af þér á þessu
nýbyrjaða ári, víkkar sjóndeildarhringinn og
snýrð þér að nýjum áhugamálum. Þér reyn-
ist auðveldara að losa þig undan valdi fortíð-
arinnar og annars fólks. Ferðalög, veislur og
ævintýr eru á dagskrá.
Það eru helst þeir hressu og kátu, sem eiga
upp á pallborðið hjá þér í ástamálum. Þú lað-
ast að útlendri persónu eða aðila, sem hefur
ferðast mikið og lært. Skoðanir þínar á ást-
inni eru að breytast, en um miðjan febrúar
þarftu að taka skyndiákvörðun í tengslum
við ákveðið samband. Þetta gæti tengst tog-
streitu á milli tveggja sambanda og það mun
eflaust ganga mikið á.
Þú eignast vitran vin í mars og þá gætu
ýmsir draumar farið að rætast. Njóttu lífsins,
án_þess að vanrækja fjölskylduna.
Árið 1988 er áherslan á útlit þitt og líkama.
Gættu þess að fitna ekki um of og halda
áfram að stunda líkamsrækt þrátt fyrir aukið
félagslíf. Maímánuður verður mikilvægur.
Taktu nýja stefnu í júlí, t.d. í ástamálum. Osk-
ir þínar rætast í september.
STEINGEITIN
Líf þitt tekur nýja stefnu árið 1988. Þú
munt gegna mikilvægara hlutverki en fyrr —
forystuhlutverki — og upplifa ævintýr, sem
þú hefur ekki einu sinni látið þig dreyma um.
Þetta verður tími mikilla breytinga, enda
muntu slíta ákveðin tengsl við fortíðina og
leita nýrra leiða til að byggja upp nýja tilvist.
Hvað ástamálin varðar muntu laðast að
djörfum persónum, sem hafa annan fótinn í
framtíðinni, og allt bendir til þess að þú verð-
ir lukkulegur. Sérstaklega eftir 9. mars. Þú
verður örlátur við ástvini þína, en gættu þess
að fórna ekki gjörsamlega eigin hagsmun-
um. Einhver, sem hefur verið alltof háður
þér, þarf að læra að standa á eigin fótum.
Þú verður sjálfstæðari en áður í vinnunni,
segir jafnvel upp og ferð að vinna sjálfstætt.
Hins vegar máttu búast við mikilli innri tog-
streitu, vegna þess að frelsisþráin og skyldu-
ræknin togast á. Þörf fyrir frelsi verður sér-
staklega áberandi í janúar og október.
Ágúst verður mikilvægur mánuður í
tengslum við ástamál, virðingu og peninga.
Rómantíkin blómstrar raunar líka í janúar,
maí og október.
14 HELGARPÓSTURINN