Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 16
GENGUR AFTUR
„Yndislegt ad lesa hana,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafrœðingur.
Pollýanna kom aftur fyrir jólin.
Þad fór ekki fram hjá mörgum. Eftir
rúmlega tuttugu ára fjarveru birtist
hún á ný og enn einu sinni sló hún
í gegn. Prentud voruö 3.300 eintök,
sem seldust upp hjá forlaginu í byrj-
un desember. Ömmur og mömmur
sem töldu víst aö hœgt yröi aö
ganga aö þessari sívinsœlu barna-
bók í verslunum rétt fyrir jólin reikn-
uöu skakkt. Pöllýanna var komin —
og farin.
Það urðu margir vonsviknir. Eng-
in Pollýanna í jólapakkanum. Sumir
höfðu lesið bókina sem mamma átti
þegar hún var lítil. Aðrir meira að
segja bókina sem amma átti þegar
hún var lítil. En flestar litlar stelpur
vildu eignast sitt eigið eintak af
Pollýönnu. Bók, sem hægt væri að
lesa aftur og aftur og gefa síðan eig-
in börnum eftir tuttugu ár eða svo.
Enda Pollýanna alltaf í takt við tím-
ann. Sagan af stelpunni sem bjó sér
til leik til að sætta sig við lífið og
þess mörgu myndir. Sagan af því
hvernig leikurinn verður allt í einu
óviðráðanlegur þegar eigin erfið-
leikar blasa við. Leikurinn sem
margir hafa reynt að leika eftir að
hafa kynnst Pollýönnu.
SÁLFRÆÐILEGA RÉTT
SAGA
Pollýanna var gefin út núna af
Máli og menningu, MM ung. Þar er
í forsvari Silja Aöalsteinsdóttir og
spurningunni hvers vegna hún teldi
Pollýönnu seljast svo vel svaraði
hún:
„Pollýanna er mjög skemmtileg
og vel skrifuð bók. Hún er innlifuð
saga um barn, sem verður einhvern
veginn sprelllifandi í bókinni. En
þrátt fyrir það hve Pollýanna er góð,
þá er hún ekki aðeins sannur kar-
akter, heldur einnig marghliða. Höf-
undurinn vinnur nefnilega svo
markvisst gegn væmninni í lokin
því þegar Pollýanna er búin að leika
leikinn sinn og heilla alla upp úr
skónum, lækna fýlu og annað, verð-
ur hún sjálf fyrir slysi og lamast í fót-
unum. Þá getur hún ekki leikið leik-
inn lengur. Þegar kemur að henni
sjálfri þá reynist hún bara vera
manneskja, sem bregst þegar mest
á reynir, enda er Pollýanna bara
barn. Höfundinum er fyllilega Ijóst
að hún er með barn í höndunum
sem hlýtur auðvitað að vera barn
áfram og það er ekki fyrr en Pollý-
anna sér fram á bata sinn að hún
tekur gleði sína aftur. í rauninni er
þetta sálfræðilega rétt saga fyrir
utan það hvað hún er skemmtilega
skrifuð og persónurnar lifandi. Poll-
ýanna er snilldarverk, sem hefur
allt til að bera."
FRAMHALDSBÓKIN UM
POLLÝÖNNU MISTÓKST
Hvaö geturöu sagt okkur um höf-
undinn?
„Eleanor H. Porter fæddist í
Bandaríkjunum árið 1868 og var
mjög afkastamikill rithöfundur í
heimalandi sínu. Hún hafði skrifað
mikið áður en Pollýanna kom út, ár-
ið 1913, og skrifaði einnig mikið eft-
ir það, en Pollýanna er eina bók
hennar sem hefur haldið nafni
hennar á lofti. Eleanor H. Porter
skrifaði mikið af barnabókum, sem
og ástarsögum og sögum fyrir tíma-
rit, og var allgóður afþreyingarhöf-
undur og vinsæl sem slíkur. Samt er
það eingöngu Pollýanna sem hefur
haldið nafni hennar lifandi og veld-
ur því til dæmis að nafn Porters er
enn í bandarískum bókmenntasög-
um og uppflettiritum, sem senni-
lega væri ekki án Pollýönnu. Porter
reyndi síðan að endurtaka leikinn
með framhaldssögu um Pollýönnu,
„Pollýanna giftist”, en mistókst. Eg
held að höfundur hafi verið að
skrifa býsna nálægt sjálfri sér þegar
hún skrifaði Pollýönnu. Pollýanna
er dóttir fátæks prests, trúboða, og
alin upp á fátækri trúboðsstöð. Höf-
undur var líka alin upp við mikla fá-
tækt og mikinn kristindóm. Mér
finnst Pollýanna vera lifandi barn og
það gerir bókina svona góða. Án
þess ég viti það með vissu sýnist
mér allt benda til þess að höfundur
hafi verið að skrifa bók sem byggði
á æsku hennar sjálfrar. Mér sýnist
allt benda til þess eftir þeim upplýs-
ingum sem ég hef orðið mér úti um
um höfundinn. Það er nú þannig
með allar bestu barnabækur heims-
ins, að þær eru annaðhvort byggðar
upp á bernsku höfundar eða skrif-
aðar fyrir ákveðið barn og þá jafn-
framt það barn. Lísa í Undralandi er
til dæmis saga sem sögð var lítilli
stúlku og varð til fyrir lifandi sam-
skipti höfundar og barns. Þegar bók
er hins vegar skrifuð eftir pöntun og
eftir kröfum markaðarins, eins og
„Pollýanna giftist”, þá dugar formúl-
an ekki lengur. Galdrarnir eru búnir
og Pollýanna lifnaði ekki við aftur.
Seinni bókin um Pollýönnu náði
aldrei sömu vinsældum og sú fyrri,
enda gerist hún á mjög löngum tíma
og aðrar persónur eru miklu frekari
til plássins á síðum bókarinnar en
Pollýanna sjálf. Margt fólk hefur
spurt mig hvort ég ætli ekki að gefa
síðari bókina út líka, en ég tel mig
alls ekki skylduga til þess enda
finnst mér sú bók slæm og greini-
lega skrifuð eftir pöntun."
LEIKURINN GENGUR í
ÖLLUM VENJULEGUM
NAUÐUM
Er eitthvaö í Pollýönnu sem allir
vilja finna hjá sjálfum sér?
„Pollýanna gerir manni mjög
glatt í geði vegna þess að hún er svo
bjartsýn. í því sambandi dettur mér
í hug þáttur sem sýndur var í sjón-
varpinu um jólin, þar sem endurtek-
ið var viðtal við Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta frá því 1980. Þar vitn-
ar hún til þess að maður verði að
vera bjartsýnn til að setja þennan
heim í hendur afkomendanna og
bókin um Pollýönnu er einmitt í
þessum anda, —- hún reynir alltaf að
byggja upp. Hins vegar sýnir hún
líka hvað það getur verið erfitt að
vera bjartsýnn þegar menn eiga
virkilega bágt. Leikurinn hennar
Pollýönnu gengur í öllum venjuleg-
um nauðum manns — að reyna að
sjá það besta út úr hlutunum."
LITLAR STELPUR ÞEKKJA
POLLÝÖNNU AF
MYNDBANDI
Helduröu aö þaö hafi eingöngu
veriö mömmur og ömmur sem
keyptu bókina, þœr sem þekkja
Pollýönnu og vilja láta sín börn lesa
hana?
„Nei, það held ég ekki. Eg fylgdist
með því að sjö ára stelpur keyptu
Pollýönnu til að gefa vinkonum sín-
um í jólagjöf. Það spilar sjálfsagt inn
í að bókin var ódýr og að auki var
þessi útgáfa falleg. Svo má ekki
gleyma því að Pollýanna hefur verið
kvikmynduð tvisvar og myndin
með Hailey Mills í aðalhlutverki
gengur hér á myndbandaleigunum
og margar litlar stelpur hafa séð
hana og vita þess vegna hver Pollý-
anna er, þótt bókin hafi ekki komið
út á íslandi í rúm tuttugu ár. En auð-
vitað voru margar mömmur og
ömmur sem keyptu bókina. Endan-
lega þýddi þó ekkert af þessu neitt
ef bókin stæði ekki fyrir sínu, en
það gerir hún. Eg las margar bækur
í sumar til að taka ákvörðun um
hver af klassísku bókunum yrði
endurútgefin hjá MM-Ung, en féll
alveg fyrir Pollýönnu. Mér fannst
yndislegt að lesa hana aftur, bæði
grét og hló yfir henni og jafnvel þótt
ég sé orðin hundkrítísk og hundleið-
inleg sem lesandi, þá fannst mér
bókin ábyggilega jafngóð núna og
mér fannst hún þegar ég las útgáf-
una frá 1945, sem var ein af fyrstu
stóru bókunum sem ég las."
16 HELGARPÓSTURINN
lEFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR TEIKNING: JÓN ÓSKARl