Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 18
EFTIR SIGMUND ERNI RÚNARSSON MYND: JIM SMART
Ólafur S. Björnsson byggingameistari
og eigandi steypuverksmidjunnar Óss
í HP-vidtali
Ég Kann ekki
að beygja mig
Kannski ekki beint stressaður. En ör. Hann staldrar stutt vid á
hverjum staö, og þó hann eigi stórt fyrirtœki og eigi aö heita for-
stjóri þess kemur manni til hugar þegar maöur fylgist meö hon-
um í návígi aö honum líöi hvergi verr en einmitt handan skrif-
borösins á skrifstofunni sinni. Þaö er reyndar lítiö, mjög lítiö,
óforstjóralegt. Og þaö glittir ekki í bindisnœlu. Ólafur S. Björns-
son byggingameistari situr fyrir framan mig ígrófum vinnufötum
og angar afsementi. Já angar er rétta oröiö, afþví honum finnst
góö lykt af þessu efni sem er aö gera hann aö einum stœrsta iön-
rekanda í landinu.
VANUR AÐ TAKA MIKIÐ UPP í
MIG
„Barbarismi," segir hann seinna um „brans-
ann“ í þessu samtaii okkar í Suðurhrauni í
Garðabae, þar sem Steypuuerksmidjart Ós hefur
verið að færa út kvíarnar nokkur síðustu ár —
og hefur reyndar tekið slíkan vaxtarkipp hin síð-
ari misserin að beygur er kominn í önnur firmu
í greininni, þessi tvö norður á Höfða sem margir
ætluðu fyrir örfáum árum að enginn gæti stugg-
að við. Steypusala Óss óx um 72 prósent á ný-
liðnu ári og Ólafur fullyrðir að hann verði orð-
inn stærstur innan fárra ára, stærstur í steyp-
unni.
Hann segist vanur að taka mikið upp í sig,
kveðst hafa vanið sig á það ungur að árum. Það
ögri manni svo asskoti vel. Og hann segist þurfa
ögrana við, en meira um það síðar. Ós stendur
fyrir Ólaf S„ enda á sá sami fyrirtækið eins og
það leggur sig. Hann byrjaði með það fyrir
sextán árum, ekki löngu eftir að hann hafði reist
sér og konu sinni einbýlishús, þá 21 árs gamall.
Segir sitt — um það sem síðar átti eftir að koma
á daginn. Hann stendur nú á fertugu og iðar í
skinninu eftir næstu sigrum, næstu verkefnum
sem færa honum frekari landvinninga. Hann
hóf steypusöluna fyrir þremur árum, byggði hús
og seldi þar áður, en sá þá fljótlega, að það væri
miklu hagkvæmara að hræra sjálfur steypuna
ofan í mótin. Hann rifjar upp orð Sverris Her-
mannssonar, þáverandi iðnaðarráðherra, þegar
steypuverksmiðjan var vígð. Sverrir hafði kom-
ið við á staðnum daginn fyrir vígslu og spurt
svona upp úr eins manns hljóði hvort Ólafur
teldi sig græða eitthvað á þessu. Og ráðherrann
svaraði sjálfur spurningunni um hæl „því ef þú
græðir ekkert á þessu, þá nenni ég ekkert að
koma hérna á rnorgun". Þessum ummælum ætl-
ar Ólafur alltaf að muna eftir.
SPARKAÐ ÚT ÚR BANKA!
Kannski örlögin hátti því svo þannig að Sverr-
ir láni Ólafi peninga til ávöxtunar á næstu árum,
hugsanlegur bankastjóri í viðskiptabanka Óss.
„Fyrirtækið var reyndar tii að byrja með í við-
skiptum við „nútímabankann Iðnaðar" eins og
ég kalla hann,“ segir Ólafur mér og bætir við:
„En mér var svo hreinlega sparkað eftir að
ég fór út í steypusöluna og styggði þannig þær
tvær steypustöðvar sem fyrir voru, sem margir
virtust vera sammála um að ætti að vera óum-
breytanlegur fjöldi steypuframleiðenda í þessu
landi. Iðnaðarbankinn hafði hjálpað mér dug-
lega allt þangað til, en þarna fannst mönnum ég
sennilega hafa seilst helsti of langt,“ segir Ólafur
og bendir á að forstjóri BM Vallár er formaður
Félags íslenskra iðnrekenda sem á 40 prósent í
Iðnaðarbankanum og Sveinn Valfells, forstjóri
Steypustöðvarinnar, er stjórnarmaður í sama
banka. „En þetta er bara hjóm eitt í dag,“ segir
hann, „bransinn er svona og ekkert við því að
gera. En óneitanlega hefur það oft hvarflað að
mér eftir þetta að það hafi átt að hleypa mér af
stað, enda ekki um neinar smáfjárfestingar að
ræða, en síðan hafi einhver hreinlega átt að
kaupa mig.“
Hann lemur hraustlega í borðið eftir að ég
spyr hvort hann telji sig vera nógu sterkan til að
standa í þessum slag: „Nú fyrst er lag. Nú fyrst
er ég kominn niður í sökkulinn til að geta farið
að gera eitthvað." Hann þýtur upp úr stólnum
sínum á skrifstofunni eins og fjöður og kveðst
ólmur vilja sýna mér nýju álmuna í fyrirtæki
sínu sem á að framleiða steypta einingaveggi.
Þetta reynist heljargámur og þarna er Ölafur á
heimavelli. Hann kastar kveðju á vinnumenn
sína sem eru að leggja langa járnbrautarteina
um þvert og endilangt gólfið sem einingarnar
fara að renna eftir seinnipartinn í febrúar. Ég
sýni efasvip um að það hafist. Hann glottir bara,
„það hefst, sjáðu þessa stráka hérna hjá mér. Ég
þoli ekki letingja. Ég er sjálfur öfgamaður til
vinnu og ætlast til þess sama af þeim sem vinna
undir minni stjórn. Enda eru þetta úrvalsstrákar
hérna. Toppfólk".
ALGJÖRLEGA HOBBYLAUS
— Huadan fœrdu orkuna?
„Þetta er mér bara eiginlegt. Ég hef aldrei get-
að verið kjur, hvorki í huganum né líkamanum.
Strax og ég var í læri fóru allir kaffitímarnir hjá
mér í að hugsa út leiðir til að vinna verkin betur
og hraðar en áður og ég hef sjálfsagt af mörgum
vinnufélaganum þótt uppáþrengjandi og yfir-
þyrmandi leiðinlegur að ræna þá svona andlegri
hvíld yfir kaffinu. En ég hef bara svo gaman af
þessu."
— Kemst ekkert annad að en uinna?
„Ég er alltaf að, algjörlega hobbýlaus, og er
alltaf með hugann við þetta. Ég reyndi einu
sinni, og sýndi mikla viðleitni í þá átt að fá mér
eitthvert hobbý, þegar ég sótti nokkra siglinga-
tíma. En þegar ég komst að því eftir fáeinar sjó-
ferðir að ég hafði aldrei fest hugann við leið-
beiningar kennarans, heldur verið að útfæra
byggingar í þess stað þarna úti á Ballarhafi, sá ég
að þetta var vonlaust."
— Viðurkenndur öfgamaður til uinnu?
„Já, ætli það ekki, finnst þér það svakalegt?"
— Nei, en getur þetta ekki kostað einhœfni i
lífinu, fullþröngan stíg að fara eftir?
„Tja... það er kannski að fjölskyldan sé ekki
ánægð með þetta, ég veit ekki. Það er bara þessi
ákafi, þetta mikla energí sem maður verður ein-
hvern veginn að fá útrás fyrir. Ég hugsa að í
mínu tilviki væri það bara eitthvað annað ef það
væri ekki steypa og byggingar. Líttu á marga
athafnamenn, það er svo stutt í það að menn
geti verið athafnamenn og drykkjumenn,
drykkjumenn og glæpamenn, því það er þessi
ákafi, þessar öfgar, sem menn eru að fá útrás fyr-
ir. Þetta er fast í huganum á mönnum, einhver
kraftur — eða ókraftur."
— Og þú lœtur þér athafnirnar nœgja?
„Og held mínu striki."
ALDREI AÐ VINNA HJÁ ÖÐRUM
Hann segir þessu næst að það hafi alla tíð frá
barnæsku verið klárlega ljóst hvað hann ætlaði
sér. Það var að rífa sig áfram „og aldrei að vinna
hjá öðrum“ eins og hann rifjar upp að hafa sagt
við bóndakonuna í Biskupstungum þar sem
hann var í sveit á tóifta ári. Sumarið áður hafði
hann selt fyrsta húsið sitt, dúfnakofa, í hendur
vini sínum fyrir morðfjár. Þetta voru athafnaár
þá sem nú hjá verkamannssyninum sem þekkti
eignaleysið og baslið af eigin raun. „Ég þakka
mínum sæla fyrir að vita hvað það þýðir raun-
verulega að vera blankur, því ella hefði ég aldrei
komist að því hvað er að eiga peninga eftir að
aurarnir fóru að koma inn.“
— Ólafur, mér sýnist suolítið afþessu öllu sem
að framan er sagt að þú hafir farið með bœgsla-
gangi. Og œtlir heldur að gefa í frekar en hopa
af pinnanum. Huers uegna ekki bara að slappa
af úr þuí sem komið er?
„Það hafa margir spurt mig einmitt að þessu.
Hvers vegna ég hætti ekki þessum helvítis
hamagangi, staldri að minnsta kosti við og gefi
mér tíma til að iíta yfir farinn veg. En þá erum
við bara aftur komnir að því sama og við vorum
að ræða áðan; ég ætlaði mér að rífa mig upp,
ætlaði að gera betur en aðrir..."
— Erþetta þá ekki bara minnimáttarkennd úr
fáteekt föðurhúsa?
„Neinei, ég er bara þessi keppnismaður, gífur-
legur keppnismaður, eiginlega allt frá því ég var
smábarn. Ég sætti mig hreinlega ekki við það að
vera jafn öðrum. Og er ófeiminn við að láta það
í ljós, ég hef tekið gífurlega mikið upp í mig í
samtölum við fólk. Eg sagði til dæmis hérna við
opnuna í steypuverksmiðjunni þar sem voru
800 manns að 75 prósent þeirra hefðu þangað til
alltaf sagt að þetta tækist aldrei hjá mér en 25
prósent hefðu fullyrt hitt og svo hefðu hlutföllin
nú allt í einu snúist þannig við að 75 prósent
segðust alltaf hafa vitað að ég gæti þetta og af-
gangurinn ekki. Þetta er nú bara svona dágóð
lýsing á okkar þjóðfélagi — móralnum."
KLÁRASTUR MILLI FJÖGUR OG
FIMM
— Finnst þér gott að ögra sjálfum þér?
„Ég lifi beinlínis á því, það er mín aðferð til að
komast af. Ég hef aldrei í lífinu fundið fyrir því
að ég væri að gefast upp. Ég kann ekki að beygja
mig. Og vil ekki hjálp."
— Huenœr uaknarðu á morgnana?
„Svona fimm. Stundum fjögur, því mínar
bestu stundir eru milli fjögur og sjö. Þá er ég
klárastur. Mér finnst fínt að sofa svona þrjá og
hálfan tíma úr sólarhringnum."
— Ertu einfari?
„Ja, einfari að því leyti að ég bið aldrei neinn