Helgarpósturinn - 07.01.1988, Síða 40
saga gengið fjöllunum hærra, að
Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri
sé á förum frá stofnuninni. Þeir sem
gerst þekkja til segja að ákveðið hafi
verið að Ingvi Hrafn ætlaði að hætta
1. febrúar eða í mars. Áður en þessi
saga fór í gang hafði Ingvi Hrafn
sjálfur oft látið í veðri vaka að hann
ætlaði að hætta. Hins vegar hefur
hann neitað þessu alfarið eftir að
nýja sagan fór að berast um stofnun-
ina. Sömu sögu fylgdi sú staðhæf-
ing, að Markús Orn Antonsson
útvarpsstjóri væri að hugleiða
hverjir kæmu til greina til þess að
taka við fréttastjórastarfinu. Mörg
nöfn munu hafa verið nefnd, en
hæst ber tvö þeirra: Sigrúnar Stef-
ánsdóttur, sem fyrirhugað var að
byrjaði aftur á fréttastofu sjónvarps-
ins 1. janúar, og svo Boga Ágústs-
sonar, sem nú starfar hjá Flugleið-
um. Sem stendur ríkir mikil óvissa
um þessi mál og gruna sumir út-
varpsstjóra um, að hann sé að
„plottá', þótt menn eigi erfitt með
að átta sig á því nákvæmlega hvað
vakir fyrir honum. Hvorki Helgi H.
Jónsson né Guðni Bragason eru
taldir líklegir í fréttastjórastarfið. . .
JUS
H W Henn hafa lengi undrast
það að ekki skuli hafa verið skipað-
ur eftirmaður Stefáns Gunnars-
sonar í Alþýðubankanum, en
hann var sem kunnugt er settur af,
án skýringa, eftir að Ásmundur
Stefánsson tók völd í bankaráði
Alþýðubankans. Nú herma heimild-
ir HP að búið sé að ganga frá ráðn-
ingu annars bankastjóra. Sá mun
vera Björn Björnsson, fyrrverandi
hagfræðingur Alþýðusambandsins
og núverandi aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra. Þykir þetta skondin
ákvörðun, en eins og menn muna
var Ásmundur Stefánsson einn
þeirra sem höfðu hug á því að sam-
eina Alþýðubankann öðrum banka
og mun Björn Björnsson hafa verið
sama sinnis. En skjótt skipast veður
í lofti og nú stendur sem sagt til að
Björn taki við bankanum, sennilega
saddur lífdaga eftir veruna í fjár-
málaráðuneytinu. . .
D
H^P ifreiðafríðindi hafa iðulega
verið notuð til þess að hífa opinbera
starfsmenn upp í launum. Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, fékk slíka uppbót á laun
sín nú stuttu fyrir áramótin. Þá sam-
þykktu Sigurgeir Jónsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, og Jóhannes Nordal Seðla-
bankastjóri ósk Þórðar um kaup á
Toyota Landcruiser. Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra ók um á bíl
Þjóðhagsstofnunar meðan hann
gegndi þar forstjórastörfum. Sá bíll
var af gerðinni Citroén og er hann
nú til sölu. Áætlað er að fyrir hann
fáist um hálf milljón króna. Nýi bíll-
inn hans Þórðar kostar hins vegar
um tvær milljónir króna. Það er dá-
lítið sérkennilegt að samþykki skuli
hafa fengist fyrir þessum bifreiða-
kaupum þar sem Þjóðhagsstofnun
fór umtalsvert fram úr fjárhagsáætl-
un á síðasta ári og í þeirri áætlun var
engin heimild fyrir þessum bíl. Það
er hins vegar kannski ekki skrýtið
þó stofnunin fari fram úr áætlun.
Ríkisstjórnin hefur verið iðin við að
senda þjóðhagsspár aftur í höfuðið
á nýja forstjóranum ef henni hefur
ekki líkað við niðurstöður hennar.
Slíkt þýðir að sjálfsögðu aukinn
kostnað við reksturinn . . .
odidas
xx-.fi, <1
adidas
SNYRTIVORUR
SPORTMANNSINS
Fást í helstu snyrtivöruverslunum