Helgarpósturinn - 28.01.1988, Page 4

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Page 4
ÍSLENSKA ÓPERAN Frumsýning á Akranesi 30. janúar 1988 LITLI SÓTARINN eftir BENJAMIN BRITTEN Hljómsveitarstjóri JÓN STEFÁNSSON Leikstjóri ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR Leikmynd UNA COLLINS Sýningar í íslensku óperunni í febrúar 3/2 kl. 1700, 4/2 kl. 1700, 6/2 kf. 14.00 og 17.00 9/2 kl. 1700, 10/2 kl. 1700, 20/2 kl. 1600, 21/2 kl. 1600 22/2 kl. 1700, 24/2 kl. 1700, 27/2 kl. 1600, 28/2 kl. 1600 Frá og með 25. janúar verður tekið við miðapöntunum í síma 621077 alla daga frá kl. 15.00-19.00. jESnn einn stórlaxinn hefur nú bæst við á fréttastofu sjónvarps og hefur verið hengdur upp á vegg. Þetta kemur fram í síðasta eintaki Sportveiðiblaðsins, sem nú er ný- komið út. Þetta er reyndar hængur- inn stóri, sem Ingvi Hrafn setti í síð- asta veiðidag sinn í Langá í haust og var nærri 10 kíló blóðgaður. Ingvi Hrafn lét stoppa hann upp og setja upp á vinnustað og segist bíða næstu vertíðar „bara eilítið mont- inn“. Alltaf kemur Ingvi Hrafn á óvart! Annars er fullt af efni og fal- legum litmyndum í Sportveiðiblað- inu, enda nú sá tími, sem sportveiði- fríkin dvelja við Ijúfar endurminn- ingar og láta sig dreyma um þann stóra og uppstoppaða, sem næst í sumar. Þá kemur fram i blaðinu, að Hófí hefur ekki síður aðdráttarafl fyrir þá sem eru með köldu blóði en hina með eldinn í æðunum. Hófí í þessu tilfelli er reyndar fluga, hnýtt af Kristjáni Gíslasyni. Og svo eru það lokatölurnar úr 120 ám og vötn- um. Svaka spennandi niðurstöður þegar ekki eru kosningar til að koma blóðinu á hreyfingu... lEftir því sem HP heyrir hafa íbúar við Vesturgötu 69—75 end- anlega misst þolinmæðina gagnvart byggingarverktökum hússins, sem er fjölbýlishús. Byggingaraðilinn, Hólaberg, átti að skila húsinu fyrir tveimur og hálfu ári, en ekkert ból- ar á skilum enn þann dag í dag. Ekk- ert er verið að vinna við húsið og þar af leiðandi gengur hvorki né rekur. íbúarnir búa sig nú undir að hefja málsókn gagnvart Hólabergi, enda telja þeir jafngott að fá eigend- ur þess gerða upp meðan enn er von til að þeir eigi eignir umfram skuldir. fbúarnir geta sömuleiðis átt von á því að missa bæði vatn og raf- magn fyrirvaralaust, því íbúðir hússins hafa aldrei verið teknar út fyrir rafmagni eða hita og allt rekið í gegnum vinnuskúr fyrirtækisins og aldrei neitt greitt. Eftir því sem HP hefur heyrt er Gjaldheimtan komin í málið og óttast íbúarnir að gengið verði að þeim vegna lána sem Hólaberg veitti í upphafi bygg- ingartímans.... M l^Býlega fékk Stöð 2 höfðing- lega gjöf frá franska sendiráðinu; tíu úrvalsmyndir, að vísu ekki nýjar en engu að síður merkar að því er sagt er. Stöðin sneri hins vegar upp á sig og neitaði gjöfinni og skilaði myndunum. Þeir sem til þekkja segja ástæðuna þá að stöðin sjái sér ekki hag í að vera með franskt efni, jafnvel þó það sé gefins .. . u tgefandi timaritsins „Við karlmenn“, sem hóf göngu sína í vetur, Hjörleifur Hallgríms, hyggst ekki láta deigan síga. Næsta tölublað af ,,Við karlmenn" er langt komið í vinnslu og væntanlegt til útgáfu um mánaðamótin febrúéu-— mars. Þá hefur Hjörleifur fleira í pokahorninu, m.a. útgáfu á tveimur nýjum tímaritum. Annað þeirra er í beinu samhengi (en þveröfugu þó) við karlmannablaðið, sem sé nýtt kvennablað, „Við konur“. Hjörleif- ur hyggst ritstýra sjálfur „Við karl- menn“, en hefur ráðið til sín ritstjóra og auglýsingastjóra til að sjá um kvennablaðið. „Við konur“ kemur væntanlega út um miðjan mars. Þriðja timaritið mun síðan líta dags- ins Ijós með hækkandi sól. . . Grísk KRÁKAN Krákan kynnir gríska matargeröarlist vikuna 22.—30. jan. Matreiöslumeistari Stelius (Zorba) Veriö velkomin Veitingahúsid Krákan Laugavegi 22 sími 13628 Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Það ertýcí sem situr við stýrið. UUMFEROAR RAÐ 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.