Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 27
„Viö erum ekkert að gefast upp" sögöu þeir Halldór og Kristján Steingrímur. Operan býr til óperu Þeir Kristján og Halldór sögðu frá því að safnið hefði á síðasta ári feng- ið um 300.000 krónur, samtals frá ríki og borg, í styrki til að reka það. En þeir viðurkenndu einnig að safn- félagar hefðu ef til vill ekki verið nógu duglegir við að halda að opin- berum aðilum þeim verðmætum sem þar væru geymd. Á slíku verð- ur breyting að þeirra sögn og er 10 ára afmælissýning sem halda á í Listasafni Islands í október til vitnis um það. Verk Nýlistasafnsins hafa aldrei verið sýnd áður á slíkri yfir- litssýningu. Varðandi þessa sýningu sögðu þeir einnig að sumir segðu að þeir væru með þessu að fara í hreið- ur óvinarins en þeir teldu svo ekki vera. Rígurinn milli Nýlistasafnsins og Listasafnsins væri sögulegs eðlis og nú væru vonandi að koma fram breytt viðhorf. Þeir sögðu að þrátt fyrir bága stöðu í dag væri fullur hugur á að reka safnið áfram á sama Stundum heldur fólk að það heyri ofheyrnir. Stundum verður manni svo um þegar kveikt er á út- varpi og ekki glymur við diskólag að það hvarflar jafnvel að manni að gömul segulbandsspóla sé í tækinu. En sem betur fer er boðið upp á annað efni en þessa svoköll- uðu „síbylju" í útvarpi. Þannig þáttur var á dagskrá ríkisútvarps- ins síðdegis á laugardaginn var. Tuskan gleymdist ofan í Ajaxinu í vaskinum, hreingerningu frestað um nokkra klukkutíma. Það var Guðjón Friðriksson sem þarna var á ferð með þátt sinn Göturnar í bœnum. Um það leyti sem ég kveikti á útvarpstækinu var Guð- jón að tala um Landakotsspítal- ann — fróðleg frásögn sem gaman var að hlýða á. Því næst hélt hann áfram ferð sinni niður Túngötuna og næstum hverju húsi tengdist smásaga. Kannski var þessi þáttur einkum skemmtilegur fyrir Vest- urbæinga — þótt ég stórefi það. Það er tilhlökkunarefni að bíða laugardagsins annars héðan í frá þegar Guðjón verður með næsta þátt, enda eru þættir hans framúr- hátt og alltaf hefði verið gert, hins vegar yrði það að fá nýtt húsnæði og einhverja aðstoð. Sögðust hins vegar setja fram raunhæfar óskir, gamalt verksmiðjuhús væri nógu gott, enda nyti nútímalistin sín best í hráu húsnæði. Þeir sögðu og að með starfrækslu safnsins væri alls ekkert verið að fara inn á hlutverk listasafnsins og það væri alls ekki meiningin að vera í neinni sam- keppni við það, en bættu við að þeir efuðust reyndar um að sú tegund myndlistar sem safnið ætti væri sú sem venjuleg listasöfn hændust að. Nýlistasafnið er óneitanlega sér- kafli í íslenskri listasögu. Dæmi um djörfung og dug sem varð til þess að eitt merkasta tímabil myndlistarsög- unnar varð ekki ruslahaugum að bráð. Það er því einkar neyðarlegt að hugsa til þess að svo geti farið að það leggist af, einmitt á tíu ára af- mælinu. Sorglegt ef satt reynist. skarandi vel gerðir. Annar dagskrárgerðarmaður sem ég hef gaman af að hlýða á er Illugi Jökulsson, sem flytur fjöl- miðlagagnrýni um þessar mundir á rás 2. Það er einkum heppilegt að maðurinn skuli vera að mæta í útsendingu um svipað leyti og aðr- ir þurfa að skröltast heim til sín að afloknum vinnudegi. Síðasta mánudag ræddi Illugi um eróbikk- tíma ríkissjónvarpsins og gerði það á sinn elskulega „nastí" hátt, eins og honum einum er lagið. Einhvern veginn er það svo að þegar fólk hefur ekki sjálft komið því í verk að skrifa um eitthvað sem fer ógurlega í taugarnar á því er ósköp indælt þegar aðrir taka það á sínar herðar að gagnrýna. Maður fær smá-,,kikk“ út úr því. Hitt er svo annað mál að einn pistill Illuga, sem mér var sagt frá — og las reyndar síðar — flokkast að mínu mati ekki undir gagnrýni heldur rógburð. Öllu má ofgera, kannski sérstaklega því að ætla að vera fyndinn á annarra kostnað — og mistakast. Anna Kristine Magnúsdólttir Nú um helgina frumsýnir Islenska óperan Litla sótarann eftir Benja- min Britten í þýðingu Tómasar Guð- mundssonar. Reyndar er þetta íann- að sinn sem óperan tekur þetta verk til flutnings og verður frumsýnt d Akranesiá laugardaginn. Þar verða einar þrjár sýningar en eftir mán- aðamótin kemur verkið í hús ís- lensku óperunnar. Isýningunni leik- ur og syngur fjöldi barna á ýmsum aldri, reyndar eru tvö börn um hvert hlutverk og þess vegna tvœr frum- sýningar svo öllum sé gert jafnt und- ir höfði. HP hitti Jón Stefánsson hljómsveitarstjóra að má/i og hann greindi frá verkinu og tilurð þess. „Þetta eru í raun tvö verk, annars vegar óperan, sem hefst reyndar ekki fyrr en eftir hlé, og svo hins vegar leikrit sem er kennslustund í því hvernig leiksýning verður til. I fyrri hlutanum byrjum við með autt svið og þar er sýnt hvernig verkið þróast, sviðsmyndin verður til, söngvar eru æfðir og fleira sem tengist undirbúningi uppsetningar. Ég leik þar t.d. sjálfur höfund tónlist- arinnar sem mættur er til að stjórna æfingum á verki sínu. Það er óhætt að segja að það verði ýmsar óvænt- ar uppákomur í þessum fyrri hluta. Svo í hléinu æfi ég áhorfendur í ca. 10—15 mínútur þannig að þeir geti tekið virkan þátt í óperunni sjálfri. Auk þess hafa verið sendar segul- bandsspólur til tónmenntakennara sem þeir hafa kynnt nemendum í B. Fel — plís Og við bíðum nú bara ettir að verri flaudað til leix hér á Anfíld Ród þar sem Brendan og Brent- ford úr fjórru deild leiga sín á milli en vegna slæms veurs hefur orðið að fresta öllum örðum leigjum í ensgu knattspyrnunni í dag. Brendan hefur leigið vel að und- anförnu, hefur meðal annars skora mark á essu ári. Veðri hér á Anfíld Ród er ekki godd... Þetta gæti verið upphaf dag- skrár Ríkissjónvarpsins á laugar- degi eftir hádegi. Sú dagskrá er að mínu viti orðin algerlega óþol- andi. Enska knattspyrnan er í besta falli drullupollar, og ég verð bara að hneykslast þrátt fyrir að hafa áhuga á fótbolta. Af hverju í and... er verið að eyða peningum í steindauða drullupollaleiki á miðjum vetri? Mér skiist að það sé leikin knattspyrna í öðrum lönd- um. Og hef það fyrir satt að þar geti menn leikið knetti sínum á milli svo unun sé á að horfa. Ensk- ir hafa löngu gleymt því grund- vallaratriði. Eiga þess vegna ekki skilið að við séum að kaupa af þeim fótboltaleiki. Skil heldur skólum sínum þannig að þeir eiga að koma vel undirbúnir og tilbúnir að syngja með fullum hálsi. Þetta er samt ekki bara fyrir börn, síður en svo, hins vegar sáum við síðast að þetta höfðar til barna allt niður í þriggja ára aldur. Reyndar eru nokkrir krakkar í hlutverkum nú sem sáu síðustu uppfærslu verksins og fengu sótaraveikina. Við höfum verið að æfa síðan í október, byrjuð- um að leita að krökkum í hlutverkin í september, fengum tónmennta- kennara til að senda okkur afburða- krakka og völdum síðan úr þeim, prófuðum hátt í 200 börn. Þetta eru mjög stór hlutverk sem þau fara með og þess vegna þurfa þau að vera mjög góð til að takast á við þau. Þetta var gífurlega góður hópur sem við fengum og kannski erfiðast að velja úr, skera niður hópinn, og á endanum vorum við svo heppin að fá krakka af réttum aldri og geta miðað við fleira en röddina vegna þess hve jafngóður hópurinn var.“ Eins og áður sagði verða fyrstu sýningar verksins á Akranesi en síð- an færast þær til Reykjavíkur í byrj- un febrúar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en meðal söngvara má nefna Hrönn Hafliðadóttur, Elísabetu Erlingsdóttur og John Speight og svo fjölda barna. Þarna er á ferð bráðskemmtilegt lítið ævintýri þar sem allt er gott sem endar vel. ekki alveg í því en samkvæmt bókum sem ég hef lesið þá eru líka til fleiri íþróttagreinar. Og skil svo sannarlega ekkert í því af hverju, hæstvirtur, umsjónarmaður íþróttaþáttarins fær ekki bréfsnep- il með nöfnum nokkurra manna sem gætu tekið að sér að aðstoða við lýsingu á kappleikjum. T.d. í handknattleik. Mann langar mest að rífa hár sitt yfir sumum athuga- semdum, hæstvirts, umsjónar- manns. Og svo heyrir maður að sjónvarpið hafi haft mann í Sví- þjóð á handboltamótinu sem sat í stúkunni á meðan Jilsén skaut ís- lendinga í kaf. Ekki bara einhvern mann, nei nei, íþróttafréttamann. Hann bara sat en á meðan var, hæstvirtur, umsjónarmaður lok- aður af í litlum klefa í húsi við Laugaveg á íslandi þar sem hann sá ekki leikinn sem var í Svíþjóð. Lýsti honum bara blindandi. Gott færi forgörðum, orðið fyrir hnjaski, þýðir ekki að deila við dómarann, næsta víst, betri en enginn. Er nú ekki mál að linni? Kristján Kristjánsson MYNDLIST Uppidagad súpukjöt? Um sýningar Baltasars Katalónía státar af mörgum merk- ustu listmálurum þessarar aldar, þar á meðal ofurstirnunum Joan Miró og Salvador Dalí. Marga fleiri má nefna, eins og t.a.m. Francis Picabia, Antoni Tápies og Jordi Pitxot. Picabia var meðal hinn ungu reiðu manna fyrrastríðsáranna og samdi m.a. hina óforbetranlegu „Stefnuyfirlýsingu Mannætudada" árið 1920 í París, þar sem hann í háði dásamaði peninga en sagði að listin hefði aðeins eitt sér til ágætis; ekkert. Til að undirstrika það orð bjó Picabia til „listaverk" sem hann kallaði „Náttúran er dauð“. Því má snúa á á að giska þrjá vegu og blöstu þá titlarnir við: Nærmynd af Céz- anne, Nærmynd af Rembrandt og Nærmynd af Renoir. I miðið var svo sjálf listin; eitthvað sem líktist holds- veikri brúðu með stórt typpi. Tápies og Pitxot komu allnokkru síðar til skjalanna, en héldu upp- teknum hætti hinna reiðu lista. Báð- ir voru þeir meðal félaga í listahópn- um Dau al set, sem var einskonar COBRA Katalóníu. Dau al set gaf út tímarit í nokkur ár og veitti nýju blóði inn í staðnaðan sjónarhól fyrrastríðsframúrstefnunnar. Tápies var umhugað að fanga fegurð Ijót- leikans. Hann nefndi stefnu sína „Ijóta málverkið" og hafði það að leiðarljósi, og hefur enn, að ganga af allri fagurfræði dauðri í verkum sínum. Pitxot hefur hinsvegar verið bergnuminn frá unga aldri og sér ekki betur en að allt vaði uppi í steingervingum; menn og dýr og pylsur með öllu eru bara tómt grjót. Katalóníumaðurinn Baltasar Samper, sem í þessum mánuði sýndi málverk bæði á Kjarvalsstöðum og í Gallerí Borg, er iíka veikur fyrir grjóti. Raunar má segja að Baltasar sé nú orðinn hálfur Islendingur, því sýningahaldið mun hafa verið í til- efni af því að hann á nú upp á hár aldarfjórðung að baki á íslenskri grund og annað eins á katalónskri. Grjótið virðist í það minnsta ís- lenskrar ættar, samanber seríuheit- ið „Nátttröll", en islendingar eiga, eins og alkunna er, einkaleyfi á hverskyns tröllum og forynjum, enda mun aðsetur Leppalúða hafa verið opinberlega tilkynnt hér á landi fyrir skemmstu. Hvað sýning- unni á Kjarvalsstöðum viðvíkur þótti undirrituðum sem hinum ljós- fælnu bergrisum Baltasars svipaði meir til stílfágaðra nítjándu aldar hálfguða Einars Jónssonar en uppi- dagaðra óvætta aftanúr forneskju. Til eru þau skammdegiströl! sem aldrei dagar uppi þó þau fegin vildu Mér skilst að Baltasar hafi árangurs- laust beðið um dagsbirtu í salinn, enda stórt atriði að leiða tröll í ljós. Máske var það ónógri birtu um að kenna að undirritaður sá lítið rofa til á Kjarvalsstaðaflekum Katalóníu- mannsins. Myndunum var skipt í raðir og þótti mér Beinakerlinga- serían eftirminnilegust, ekki síst sakir einfaldleika; beinin voru þarna í sinni gröf eins og þau gætu hvergi annarsstaðar verið. Morkin kista er skemmtileg endurtekning ramma innan ramma. Myndröðin „Sigurbogar" er allt annars eðlis og virðist í fljótu bragði draga dám af nítjándu aldar myndskreytingum. Myndefnið er áþekkast súpukjöti sem hefur verið raðað upp á ýmsa lund. Titlarnir benda hins vegar til þess að einhver reiði eða hrollur búi undir hjá Baltasar, samanber heitin „Fýsn“, „Fjölmiðlafals” og Metorða- stiginn". Vera má að þetta séu aðeins rómantískar tilvitnanir til landa hans, Francisco Goya, sem lifði á því að falsa kóng og prest. Alltént ætti Baltasar ekki að skorta metorðin, því hann er löngu kunnur sem teiknari og hönnuður. Olíuflekar hans, jafnt á Borg sem á Kjarvals- stöðum, bera vitni fingrafimi. Hins- vegar virðist sú íima hönd hvorki sterk á svelli olíunnar né konsepts- ins. Þegar kemur að myndskreytingu barnabóka eða kirkna er annað upp HELGARPÓSTURINN 27 KK Hér má sjá nokkra af krökkunum sem syngja i sýningunni. ÚTVARP Þaö heyröist rödd...! SJONVARP

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.