Helgarpósturinn - 28.01.1988, Síða 14

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Síða 14
AMERÍSKA SENDIRÁÐIÐ 1948 4. GREIN Kommar ekki óheppilegir andstæðingar Hafnar fjárstuðningi við krata og vopnuðum liðssveitum en mælir með íslenskri gagnnjósnaþjónustu Fyrir þremur vikum skýrðum við frá skýrslu þeirri, sem William C. Trimble, chargé d’affaires ad interim, skrifaði fyrir yfirmenn sína í utanríkisráðuneytinu í Washington að loknum störfum hér á landi. Skýrsla þessi, sem ber vinnuheitið „Áhrif kommúnista á íslandi og tillögur um úrbætur", er dagsett 4. ágúst 1948 og var send ameríska sendiráðinu hér þann 15. september, mót- tekin 30. september. Efni skýrslunnar var rakið í grófum dráttum. Svör við henni eru dagsett 10. nóvember 1948. EFTIR ÓLAF HANNIBAISSON Auk þess sem sendiherrann, Richard R Butrick, skrifar sjálfur ítarlega álitsgerö sendir hann meö sem fylgiskjöl álitsgeröir allra œöstu starfsmanna sendiráösins á þeim tíma: George H. Reese, stjórn- málaráöunautur (Public Affairs Officer), Kenneth A. Byrnes, annar sendiráösritari, Ragnar Stefánsson, flugliösforingi, John A. McKesson, þriöji sendiráösritari. Svarskýrsla Butricks ber vinnu- heitið „Ráðstafanir bandaríska sendiráðsins á fslandi í baráttunni við kommúnismann". Butrick hefur hana á því að gera nokkuð fyllri grein fyrir þróun kommúnismans á Islandi en Trimble hafði gert í skýrslu sinni. Flokkurinn hafi verið stofnaður árið 1930 sem aðildarsamtök að Al- þjóðasamtökum kommúnista. Hann hafi hafið feril sinn með miklum bægslagangi, en eftir því sem tímar liðu fram hafi hann beint starfsemi sinni meir að kjarabótum fyrir verkalýðinn og unnið sér aukna tiltrú. í kosningunum 1946 hafi hann fengið nálega 20% at- kvæða og 10 þingsæti af 52. Sem stendur fari hann með stjórn Ai- þýðusambands Islands, en í nýleg- um fulltrúakosningum í aðildarfé- lögunum, sem haldnar hafi verið í október, hafi kommúnistar misst meirihluta sinn og ef kosningar á þinginu sjálfu verði frjálsar og heið- arlegar muni þeir missa tökin á ASÍ. Fiokkurinn hafi ævinlega fylgt flokkslínunni og taki án efa við fyr- irskipunum frá Kominform. Á fjórða áratugnum hafi flokkurinn verið andþýskur og leiðtogar hans ekki farið dult með að þeir litu á sig fyrst og fremst sem þegna Alþjóðaríkis kommúnista. Þegar STALÍN og HITLER hafi gert með sér vináttu- sáttmálann, 1939, hafi flokkurinn látið í ljósi vináttu og samúð með Þýskalandi, og þegar Bretar hafi lýst yfir stríði hafi hann snúið sér gegn Bretum af mikilli heift. Þegar breskt herlið hafi gengið á land á Islandi hafi þeir gert allt hvað þeir gátu til að gera þeim lífið leitt. Þegar Bretland og Sovétríkin hafi gert með sér bandalag hafi viðhorf þeirra breyst á einni nóttu. Þegar Bandaríkja- menn hafi leyst Breta af hólmi hafi Kommúnistaflokkurinn og blaða- kostur hans beint geiri sínum gegn Bandaríkjunum. Þeir hafi barist kröftuglega og með góðum árangri gegn því að Bandaríkin fengju her- stöðvar hér á landi. Þeir hafi beitt sér gegn Keflavíkursamningnum og haldi enn uppi andstöðu við hann; þeir séu á móti Marshall-hjálpinni; tali um Bandaríkin sem heimsvalda- sinnaða þjóð; fordæmi menningar- skort þeirra, fari níðrandi orðum um stjórnarfar þeÍTra, bandaríska borgara og pólitisk markmið. Mál- pípa þessarar andstöðu sé Þjóðvilj- inn með 7.000 áskrifendur. Þá telur hann upp þá forsprakka kommúnista, sem vitað sé um að hafi hlotið þjálfun erlendis: Brynj- ólfur Bjarnason, F.inar Olgeirsson, Þóroddur Guðmundsson og Björn Fransson, en sá ofstækisfyllsti og hættulegasti af öllum sé Eggert Þor- bjarnarson. ,,Þó er sennilega hættu- legasti maðurinn á öllu íslandi Her- mann Jónasson, einn af leiðtogum Ólafur Thors sagði bandarískum sendimönnum, að kommarnir hefðu svo góð meðmæli. „Hverra?" Roose- velts og Churchills, svaraði Ólafur. Framsóknarflokksins, sem sífellt daðrar við Kommúnistaflokkinn og heldur þó vinfengi við háttsetta menn í öðrum flokkum og lætur í Ijós við þá vantraust á kommúnist- um. Hann er pólitískur hentistefnu- rnaður." Síðan er tekið undir með Trimble um lagni kommúnista við að hag- nýta sér þjóðernis- og einangrunar- hneigð Islendinga, sjálfstæðisvilja og hlutleysisafstöðu. MEÐMÆLI ROOSEVELTS OG CHURCHILLS Hér má kannski skjóta inn í, að Byrns, annar ritari, segir í sinni skýrslu: „Styrkleiki kommúnista á Islandi mun rísa og hníga með öldu- gangi heimsmálanna, og það litla sem sendiráðið getur gert í þvi efni mun ekki hafa úrslitaáhrif. Þegar allir Rússar voru Hetjurnar frá Stal- íngrað og Bandaríkin á fullu með áróður til að láta þá líta út sem enn stórkostlegri hetjur blómgaðist kommúnisminn. Með lemstrun Tékkóslóvakíu hjöðnuðu áhrif hans. Áhrifaríkasta skreí sem Bandaríkin gætu stigið til framdráttar kommún- Sigurgeir Jónasson var aö sögn But- ricks sendiherra sendurtil Bandaríkj- anna til „að læra hjá FBI tækni og aö- ferðir kommúnista" og koma síðan upp gagnnjósnaþjónustu hér á landi. Hann var kvæntur bróðurdóttur Ólafs og Thors Thors. ismanum á íslandi væri að kalla heim hersveitir sínar frá Berlín. Ef Marshall-hjálpin brygðist mundu kommúnistar sennilega aftur ná að komast í stjórnaraðstöðu." í beinu framhaldi af þessu er ekki úr vegi að vitna til bókar Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors, þar sem segir: Bandaríkjastjórn hafði verulegar áhyggjur af aðild kom- múnista að íslenskri rikisstjórn, en Ólafur Thors hafði svör á reiðum höndum, eins og þessi saga sýnir, sem Einar Olgeirsson hefur sagt í samtalsbók sinni (ísland í skugga heimsvaldastefnu); „Eins og nærri má geta var það ekki alls staðar litið mildum augum, að kommúnistar ættu sæti í ríkisstjórn íslands; ekki mun Bandaríkjastjórn hafa fagnað því, allra síst eftir 1945. Ólafur Thors átti þá höfðingjadirfsku og einurð að geta sagt fulltrúum erlendra stórvelda á fínan hátt að skipta sér ekki af málefnum okkar, jafnvel líta í eigin barm. Eitt sinn voru bandarískir fyrirmenn hér á ferð, og hélt Ólafur þeim góða veislu sem vera bar. Þeir spurðu Ólaf hvernig stæði á því, að hann hefði Hermann Jónasson. „Sennilega hættulegasti maöur á íslandi," að sögn Butricks sendiherra. Pólitískur tækifærissinni, sem stöðugt daðrar við Kommúnistaflokkinn. tekið kommúnista í stjórn hér. „Þeir höfðu svo góð meðmæli," sagði Ólafur að bragði. Þeir fjórir urðu hissa og spurðu: „Frá hverjum?" „Frá Roosevelt og Churchill," svar- aði Ólafur og varð ekki frekar rætt." KOMMAR ÓSKAANDSTÆÐINGAR En Butrick heldur áfram í skýrslu sinni: í rauninni eru Kommúnista- flokkurinn og blaðakostur hans alls ekki svo óheppilegur andstæðingur amerískrar stefnu og hagsmuna á íslandi, svo lengi sem þess er gætt að þeir hafi enga raunverulega valdaaðstöðu og séu í andstöðu við velvirka ríkisst jórn, vinveitta Bandarikjunum. Sendiráðið leggi sitt af mörkum til að halda þeim í þeirri stöðu. Þeir séu líka alls staðar að glata fyrra trausti. Islendingar séu í eðli sínu óhrifnæmt fólk, full- komlega læst og skrifandi, og vanir að hugsa á eigin spýtur og draga eig- in ályktanir. Fyrst séu þeir Islend- ingar, í öðru lagi einstaklingar. Eng- inn íslendingur vogi að hreykja sér yfir annan (assume the position of an aristocrat). Sérhver íslendingur, 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.