Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 36
vart bæði mönnum og málefnum —
láta sem sagt bókstaflega ekkert
fara í taugarnar á sér. (Flestir kynn-
ast raunar þessari tilfinningu ein-
hvern tímann á ævinni: Þegar þeir
eru ástfangnir! Þá er fólk svo dæma-
laust lukkulegt og friðsamt, að
óvanalega mikið þarf til að raska ró
þess.)
Svo eru aðrir, sem ekki búa yfir
þessari stóísku ró, heldur taka af-
stöðu til alls og allra, nær og fjær,
innanlands og utan, þessa heims og
annars... og þó víðar væri leitað.
Þetta er fólk, sem hefur skoðun og
leyfir sér þann munað að elska út af
lífinu og láta hluti pirra sig alveg
óstjórnlega. Það hugsar kannski
helst til mikið í svart/hvítu og hætt-
ir til að gleyma að til eru fleiri lit-
brigði, og það sýnir stundum óþarfa
dómhörku. En það er aldrei nein
lognmolla þar sem slíkir einstakl-
ingar eru á ferðinni.
Flest lentum við hins vegar að öll-
um líkindum í stærsta hópnum —
miðja vegu á milli þessara öfga — ef
einhverjum dytti á annað borð í hug
að kanna málið visindalega. Við
reynum að vera skynsöm og róleg,
þó ekki væri nema af hræðslu við
streitu, háan blóðþrýsting, svefn-
leysi, brjóstsviða og aðra kvilla, sem
herja á fólk sem tekur hlutina of
mikið ,,inn á sig”, eins og það er kall-
að. En af og til blossa óviðráðanleg-
ar tilfinningar upp innra með okkur
og við hvæsum: „ÉG ÞOLI ÞETTA
EKKI!!!“
Það er enginn skortur á hlutum,
fólki, atburðum, athöfnum og jafn-
vel stöðum, sem geta við ákveðnar
aðstæður farið óhemjulega í taug-
arnar á manni. Sumt er líka þannig,
að maður þolir það bara aldrei og
alls ekki — hvernig sem viðrar í sál-
artetrinu. Lítum á nokkur dæmi um
óþolandi fyrirbrigði:
Ökumenn, sem aka á 30 km hraða
á vinstri akrein og neyða aðra bif-
reiðarstjóra til að aka framúr
öfugu megin. í nýju umferðar-
lögunum, sem brátt taka gildi,
mun reyndar vera lögð áhersla á að
vinstri akreinin sé eingöngu notuð í
framúr — og hraðakstur. Þeir yfir-
þyrmandi bjartsýnu geta því hlakk-
að til betri tíma, en við hin vitum að
það er fulit af gömlum hundum
þarna úti í umferðinni og ómögu-
legt að vita hvort hægt verður að
kenna þeim að sitja.
Ökumenn, sem eru fremstir við
beygjuljós á annatíma og setja ekki
svo mikið sem stórutána á bensín-
gjöfina fyrr en Ijósið er orðið kol-
grænt. Á annatímum þarf nefnilega
fjöldinn allur af bílum að komast yf-
ir á einu litlu, stuttu, grænu Ijósi og
það getur munað heilmiklu fyrir þá
öftustu hvenær fyrstu bílarnir mjak-
ast af stað.
Jógúrtumbúdirnar frá Mjólkur-
samsölunni eru nú eiginlega kapí-
tuli út af fyrir sig. Engin heilvita
manneskja lætur sér detta í hug að
setja þær í innkaupapokann eins og
þær koma fyrir af skepnunni. Það
væri alveg galið, vegna þess að af
hverjum fjórum jógúrtdósum er
næstum örugglega ein sprungin,
þegar heim kemur. Þær jíola sko
ekki neitt og þar af leiðandi þola
margir neytendur þær bara alls
ekki! Og það þýðir ekkert að segja,
að fólk eigi að einfaldlega setja
jógúrtina innan um eitthvað mjúkt í
plastpokunum svo hún kremjist
ekki, þessi elska. Maður getur ekki
keypt inn og aðlagað allt sitt líf
jógúrtinni — þó hún sé holl...
Stjórnmálamenn, sem segjast
ætla að senda herinn heim eða vera
góðir við konur, börn og gamal-
menni FYRIR kosningar. Því má
treysta eins og að dagur kemur eftir
nótt að sömu menn leyfa hernum að
vera, setja á matarskatt og draga úr
framkvæmdum við dag- og elli-
heimili EFTIR kosningar.
Og áfram er hægt að telja, því
margt fleira getur komið blóðþrýst-
ingnum á skrið. T.d.:
Afreiöslufólk, sem heldur áfram
að rabba í sfmann eða við
samstarfsmenn sína þó viðskipta-
vinir bíði eftir þjónustu. Erlendis sér
maður ekki oft síma í verslunum,
svo þetta gæti verið eitt af þessum
séríslensku fyrirbrigðum — að vísu
ekkert til að hreykja sér af, enda
vægast sagt óþolandi. Raunar virð-
ist þjónustulund vera nokkuð, sem
mörgum starfsmönnum í svokölluð-
um þjónustugreinum finnst sér lítið
koma við. Makalaust...
Kjaftakerlingar og -karlar eru
auðvitað allra síðasta sort. Þó verð-
ur að taka það með í reikninginn að
þeir, sem hvað mest velta sér upp úr
kjaftasögum um náungann, eiga oft
óskaplega bágt. Fólk, sem lifir og
hrærist í að þefa uppi og breiða síð-
an út sögur um einkahagi annarra
— oft gjörsamlega úr Iausu lofti
gripnar — er nefnilega oftar en ekki
afar óhamingjusamt. Þetta eru
gjarnan bitrar og öfundsjúkar
persónur, sem þola illa að aðrir séu
glaðir og hamingjusamir. Kjaftasög-
ur eru líka flestar um einhverjar
hörmungar og hneyksli, en mun
sjaldnar um það þegar fólki líður og
gengur vel í lífinu.
Sunnudagskuöld nálgast það oft
að vera óþolandi. Helgin er þá um
það bil liðin og heil vinnuvika fram
að þeirri næstu. Óneitanlega hvarfl-
ar hugurinn að þeim verkefnum,
sem bíða úrlausnar í vinnunni,
reikningum og víxlum, sem takast
verður á við, og svo framvegis. Hafi
maður sofið rækilega út bæði á
laugardagsmorgninum og á sunnu-
deginum vandast málið enn frekar,
því þá getur verið svo fjári erfitt að
sofna. Tíminn líður og hinn and-
vaka vesalingur telur af og til hve
margar stundir eru þar til vekjara-
klukkan hringir. Og alltaf fækkar
þeim... Þá er líka ljóst í hvaða
ástandi maður verður til að kljást
við öll verkefnin í vinnunni daginn
eftir, einmitt þegar maður þurfti að
vera í svo fínu formi. Síðan strengir
maður þess heit að vakna snemma
næsta sunnudagsmorgun til þess að
lenda ekki enn einu sinni í andvöku-
vítahringnum. En hvenær lærir
maður af reynslunni? Kannski í
næstu viku!
Fólk, sem vaknar snemma á
sunnudagsmorgnum, er í einu orði
sagt ÓÞOLANDI. Ef það notar síðan
morguninn til að fara í sund, á skíði
eða í fjallgöngu og kemur útitekið
og hressilegt heim um kaffileytið,
þegar öðru fólki þykir það harla
gott að vera ekki lengur í slopp... ja,
slíkt framferði ætti bara að vera
BANNAÐ.
Fólk, sem treðst fram fyrir veik-
byggð gamalmenni og börn til þess
að komast inn í strætó, fer oft í fín-
ustu taugar annarra í biðröðinni.
Það sama má segja um eitilharðar
aldraðar manneskjur og óþekka
krakkakróga, sem beita olnboga-
skotum og fyrirgangi, þegar hleypt
er inn í strætó. Alveg óstjórnlega
pirrandi!
Gestir, sem koma fimmtán mín-
útum of fljótt í afmælisboð, eru enn
eitt dæmið um það sem erfitt er að
þola. Þeir virðast ekki gera sér grein
fyrir því á hvaða stigi undirbúningur
í eldhúsi og klæðaburður heima-
manna er á þessum tíma. Sömuleið-
is eiga heima í þessari upptalningu
gestir, sem koma klukkutíma of
seint í matarboð. Ef steikin á að vera
tilbúin klukkan sjö er hún nefnilega
ekki burðug klukkan átta...
Hrokagikki þolir auðvitað eng-
inn, nema þá helst mæður þeirra.
Það er annars ógurlega sorglegt að
fylgjast með fólki, sem þjáist af
hroka á háu stigi. Venjulega fer ansi
illa fyrir því, fyrr eða síðar. Oftast
fyrr! Og þegar hrokagikkur fellur er
fallið hátt.
Gamlir kœrastar, sem maður los-
aði sig við af því þeir voru algjörar
rolur, verða náttúrulega óþolandi ef
þeir taka seinna upp á því að
„meika það”. Sumir þeirra blómstra
skyndilega og verða eftirsóttir
sjarmörar, frægir leikarar eða
söngvarar, þingmenn, ráðherrar
eða forstjórar, flytja inn í 300 fer-
metra villur og eru með 300 þúsund
í laun. Og það er sko pirrandi.
Og fleira mætti telja, sem sett get-
ur geðprúðasta fólk úr skorðum:
Æöisgengin föt í búðargluggum,
sem fást svo ekki í númerinu manns.
Raddir í síma, sem ekki segja til
sín en heimta upplýsingar um hvar
„þetta" sé, o.s.frv.
Draumadísir og -prinsar, sem fara
hjá sér við að tala í símsvarann
manns og skella því á í stað þess að
skilja eftir skilaboð.
Lúdar, sem ekki fara hjá sér við að
tala í símsvarann manns.
Hárgreiöslufólk, sem tekur of
mikið af hárinu á manni. (Sé um
toppinn að ræða ætti nú hreinlega
að beita háum fjársektum!)
Fólk, sem fer með stóra hatta í bíó.
Flíkur, sem hvorki má setja í
þvottavél né hreinsun.
Gestir, sem hringja dyrabjöllunni
einmitt þegar maður var búinn að
taka af sér andlitsfarðann og fara í
gamla, ljóta náttsloppinn.
HVAÐ FER MEST í TAUGARNAR Á ÞÉR?
Háttvirti lesandil
Notaöu nú tækifæriö og fáöu útrás fyrir allt þaö, sem pirrar þig mest.
Fylltu út linurnar hér aö neöan og njóttu þess!
Hver veit líka nema eistaklingur, sem fer hræöilega í taugarnar á þér,
gluggi í blaöiö á eftir... Ef til vill tekur v iökomandi þá stakkaskiptum og líf
þitt veröur sem dans á rósum upp frá því. (Ef svo óheppilega vill hins
vegar til að viðbrógöin veröa ofbeldiskennd skal þaö skýrt tekið fram,
að blaöiö getur ekki talist ábyrgt fyrir geröum fólks úti í bæ.)
ÉG ÞOLI EKKI
ÉG ÞOLIEKKI
ÉG ÞOLIEKKI
ÉG ÞOLIEKKI
ÉG ÞOLIEKKI
36 HELGARPÓSTURINN