Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 32
Fyrirtœkiö Ávöxtun hf. vard nýlega fimm ára gamalt og var haldid upp á afmœlid sídastlidirin föstudag. Þegar Avöxtun var stofnud ákvádu eigendurnir ab hafa ekki hefðbundna ,,opnunarveislu“, lögdu pening- ana í fyrirtoekib og ávöxtunin lét ekki á sér standa. Því var m.a. hœgt að halda glœsilega fimm ára afmœlisveislu í Gyllta salnum á Hótel Borg. Á þribja hundrab gesta mœtti til ab samfagna eigendum fyrirtœkisins, Ármanni Reynissyni og Pétri Björnssyni, á þessum tímamótum og var gestum bobið upp á kampavín og kavíar ab hœtti heldri manna. Mebal gesta voru frammámenn í vibskipta- og listalífi þjóbarinnar, eins og sjá má af mebfylgjandi myndum Jims Smart. Þeir virðast vera að ræða alvarleg málefni herramennirnir Halldór Guðbjarna- son, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans, og Jón Aðalsteinn Jónsson, fyrrum bankaráðsmaður sama banka. Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, forstjóri Ávöxtunar hf., lyfta hér glös- um með freyðandi kampavíni. Ármann Reynisson forstjóri á góðri stund með tónlistarmönnunum Jakobi F. Magnussyni og Ragnhildi Gísladóttur. Strengjakvartett lék Ijúfa tonlist fyrir gesti. Fjölmiðlaheimurinn lét sig ekki vanta í veisluna á Hótel Borg. Hér ræðast við Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks hf., og Össur Skarp- héðinsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans. Þarna mætast heimar tónlistar, glerlistar og myndlistar. Atli Heimir Sveins- son, Leifur Breiðfjörð og eiginkona hans, Sigríður G. Jóhannesdóttir, kona Atla Heimis, Ingibjörg Björnsdóttir, og Kristján Davíðsson listmálari. PÓLITÍSK SMÁKROSSGÁTA LÁRÉTT 1 Mjúkt efni 6 Keppa í frjálsum (skst.) 7 Stendur fyrir félagsmálaskóla (skst.) 8 Gyltu (fornt) 9 Meöfæddan mal 10 Eitur í beinum Vestfjarða- þingmanna 11 Kvendýrið (fryst handa refum) 14 Flokksplanta 15 Gerir „undir" eða „á önnur mið" LÓÐRÉTT 1 Niðurgreiddur, hækkaði samt 2 Skipuleggja landanir (skst.) 3 Tæki, stundum af tölvuætt 4 Fámennari (þingdeildin) 5 Þjóðflokkur, fékk svo nýtt nafn 7 Skattstofan 9 Efnis í dökku pústi 12 Næst skinnu 13 Get seilst til STJÖRNUSPÁ HELGINA 29.-31. JANÚAR Gerðu þér grein fyrir því, að hugsanlega þarf að breyta ákveðnum áætlunum. Vertu svolítið sveigjanlegur og mundu eftir kímni- gáfunni. Aðili af eldri kynslóðinni miðlar þér af reynslu sinni og styður þig ef til vill fjár- hagslega. Einhver gjóar til þín ástaraugum. NAUTIÐ 121/4-21/5 Nú er tími til að endurmeta stöðu mála. Akveðnum aðila stendur ekki á sama og hann sýnir það í verki. Vertu viðbúinn til- breytingu, ferðalagi og sérkennilegum skila- boðum. Hlustaðu á það, sem ættingjar þínir hafa að segja og búðu þig undir breytingu á heimilislífinu. Þú sýnir þínar bestu hliðar um helgina og mátt eiga von á sigri á einhverjum vettvangi. Fjármál eru í brennidepli og þú getur átt von á óvenjulegri gjöf eða boði. Fyrri vonbrigði breytast að öllum líkindum í andhverfu sína. Ekki svíkja gefið loforð. KRABBINN (22/6-20/7 Þú verður að tjá þær tilfinningar, sem ver- ið hafa að brjótast um innra með þér. Gættu þess bara að ekki verði um neinn misskiln- ing að ræða, þar sem þetta á að vera leynd- armál. Fólk skilur kannski ekki hvað þú ætlar þér, enda ýmislegt ennþá á huldu. LJÓNIÐ (21/7-23/8 Áherslan þessa helgi verður á andlega hluti. Þú eignast nýjan vin, sem á i ákveðnum erfiðleikum, en þú færð samúð- ina endurgoldna síðar. Þú axlar aukna ábyrgð og því tengist mjög valdamikil persóna. Þig mun ekki skorta aöstoð. Var- astu sjálfsvorkunn. rcromia Þér stendur ábyrgðarstaða til boða, en þú verður líka að bera þig eftir henni. Hikaðu ekki og láttu ekki undan barnalegri hræðslu. Hópur eða samtök þurfa á aðstoð þinni að halda og þú skalt búast við hjálparbeiðni, en varastu fólk sem hugsar bara um sjálft sig. Reyndu að vera ekki svona óákveðinn og sýndu af þér svolítið sjálfstæði. Taktu að þér leiðtogahlutverk og vertu lifandi dæmi um það hvernig hægt er að njóta lífsins betur. Þetta á lika við um persónu af gagnstæða kyninu, sem vill fá meiri hlutdeild í lífi þínu. SPORÐDREKINN (23/10-22/n Rómantíkin nær tökum á þér og ákveðið tilfinningasamband verður innilegra. Aðili, sem hefur unun af leiklist, íþróttum og ævintýrum, dáist nefnilega að þér og þetta gæti verið byrjunin á einhverju spennandi. Persóna, sem þú lærðir mikið af í fortíöinni, kemur aftur á sjónarsviðið. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Leggðu aukna áherslu á allt, sem snertir heimilið og ástvini þína. Það þýðir ekkert að láta áhyggjur ná tökum á sér, heldurtaka því sem að höndum ber með rósemi. Reyndu að skilja það sem að baki býr, því með því að kanna málin muntu komast að ýmsu merki- legu. STEINGEITIN (22/12-21/1 Gerðu bara einn hlut í einu, þar sem annað leiðir einungis til streitu. Reyndu að slaka á með skemmtilegu fólki og leyfa kímnigáf- unni að njóta sín. Maki þinn eða góðurfélagi styður þig af mikilli hollustu, en þú ættir líka að leita sérfræðiráðgjafar. VATNSBERINN (22/1-19/2 Sýndu að þú getir ekki bara verið frumleg- ur, heldur einnig hagsýnn. Nú er nefnilega tíminn til að takast á við hin hversdagslegu smáatriði og þér mun líða betur á eftir. Það borgar sig að hugsa um heilsuna og falla ekki fyrir freistingum í formi matar og drykkjar. FISKARNIR (20/2-20/3 Þú þarfnast nýrra hugmynda, tilbreyting- ar og útrásar fyrir rómantískar tilfinningar. Þetta verður til þess að leiða þig inn á nýjar brautir. Öll áform um af þreyingu eru í tengsl- um við heimili þitt, fjölskyldu og börn. Sann- aðu umhyggjusemi þína og trygglyndi. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.