Helgarpósturinn - 28.01.1988, Side 10

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Side 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guömundson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigríöur H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvœmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson Sölu- og markaösstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Áskrift: Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Aösetur blaösins: er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Sameiginlegir hagsmunir Hugtakið „sameiginlegir hagsmunir íslendinga” skýt- ur stundum upp kollinum. Nú síðast var útlendingi, Paul Watson, vísað úr landi fyrir að hafa verið með yfirlýsing- ar, sem ganga þvert á sameiginlega hagsmuni íslend- inga, eins og stjórnkerfið kýs að kalla það. Watson þessi var handtekinn við komuna til íslands, leiddur út í lög- reglubíl og tekinn til yfirheyrslna hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Svo mikið var í húfi að ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari voru viðstaddir yfirheyrslurnar, sem er vægast sagt óvenjulegt, enda þótt þeim sé það heimilt samkvæmt lögum. En víkjum að brottvísuninni. Við yfirheyrslur kom, samkvæmt upplýsingum dóms- yfirvalda, ekkert fram sem réttlætti ákæru á hendur um- rædds Watsons. Honum var því sleppt eftir yfirheyrslur og leiddur út í lögreglubíl og sendur með flugvél til Bandaríkjanna. Hér má spyrja: Ef Watson þessi hefur ekki gerst brotlegur við lög og þar af leiðandi ekki hægt að ákæra manninn, hvernig er þá hægt að vísa honum úr Iandi? Svar yfirvalda var, að hann hefði haft uppi yfir- lýsingar sem gengu þvert á sameiginlega hagsmuni ís- lendinga. Og þótt ótrúlegt megi virðast hafa yfirvöld lög- in með sér. Menn geta hins vegar spurt sig, hver fyrir sig, hvort maðurinn hefur með hegðan sinni gengið þvert á þeirra hagsmuni. Vera kann að lögreglu- og dómsyfir- völd í landinu búi yfir upplýsingum sem réttlæta brottvís- un Pauls Watson. Sé svo er það skylda þeirra að skýra frá því, en ekki láta sér nægja að vísa til laga nr. 45 frá 1965, 11. grein, og gera hagsmuni einkafyrirtækis að hagsmun- um þjóðarinnar. Önnur hlið brottvísunarinnar snýr að fjölmiðlum og fréttamönnum. Upplýst er að fréttamenn voru teknir úr umferð suður á Velli. Þeim var haldið föstum í tiltekinn tíma, án þess að vitað sé til að þeir hafi brotið af sér. Hindraðir í starfi sínu sem fréttamenn og með því komið í veg fyrir að þeir gætu miðlað fréttum af hingaðkomu umrædds Watsons. Með því að taka fréttamenn úr um- ferð stigu Iögregluyfirvöld stórt skref í áttina frá því sem gæti kallast eðlileg samskipti fréttamanna og lögreglu og sýnir svo ekki verður um villst hversu auðvelt það reynist yfirmönnum lögreglunnar að fara yfir strikið. Sagt er að valdbeiting lögreglu á Keflavíkurflugvelli hafi náð svo langt, að leggja hald á ljósmyndavél eins Ijósmyndara dagblaðanna, af því grunur lék á, að við- komandi hefði í starfi sínu náð myndum af því þegar Paul Watson var handtekinn í landgangi Flugleiðavélar. Lög- reglan mun hafa skilað ljósmyndavélinni sólarhring síð- ar, þegar ljóst var hvað Ieyndist á filmunni. Hér er um svo alvarlegt tilvik að ræða að fulltrúarnir í dómsmálaráðu- neytinu ættu að sitja skjálfandi við skrifborðin og ráð- herra að skjálfa mest. Þeir mættu líka skjálfa fyrir að hafa vísað fréttamönn- um af lóðinni við Síðumúlafangelsið, þar sem Watson var yfirheyrður, á þeirri forsendu að fréttamenn væru stadd- ir á eignarlóð ríkisins! En ráðherra lögreglunnar, eða lægra settir yfirmenn liðsins, skjálfa ekki. Og er það miður. Skýringin er sú að valdbeitingarmennirnir hafa komist upp með þetta fram- ferði nær athugasemdalaust. Aðferðirnar sem beitt var í Watson-málinu staðfesta gjá á milli skilnings lögreglu á hlutverki sínu og þess skilnings sem þorri manna hefur á lýðræðislegum leikreglum. Fjölmiðlar hafa sumir hverjir þurft að gera „hags- munabandalag” við lögreglu til að ná í upplýsingar. Framferði liðsins ætti að sýna mönnum að slíkt hags- munabandalag er óæskilegt, en umfram allt hættulegt. Eða hafa menn orðið varir við athugasemdir við aðgerð- ir lögreglu? Hefur Blaðamannafélag íslands mótmælt valdbeitingunni? 10 HELGARPÓSTURINN Þrálátar missagnir í HP um lífeyri bænda Helgarpósturinn básúnaði 17. des. sl., að bændur væru forrétt- indastétt í lífeyrismálum. Þessi mis- skilningur var skipulega leiðréttur hér á síðunum (22. des. sl.), en vegna þess að blaðið er á sömu nót- um 7. jan. sl., og bætir við laglínuna, er nauðsynlegt að hreinsa andrúms- loftið betur fyrir lesendur. BÆNDUR FÁ LÁGAR LÍFEYRISGREIÐSLUR HP hefur enn ekki leiðrétt aðal- missögn sína og meginuppslátt, að bændur fái hærri lífeyri en aðrar stéttir, og reynir 7. jan að gera at- hugasemdir mínar um þetta atriði tortryggilegar. Til að komast að óyggjandi niðurstöðu er einfaldast að bera saman nokkra dæmigerða einstaklinga sem hafa nákvæmlega sömu stöðu gagnvart lífeyrissjóði sínum: En þetta er ekki allt og sumt. Við bætist sá mismunur, að verðtrygg- ing kemur á lífeyrisgreiðslur til aldr- aðra bænda tvisvar á ári, en hjá öldruðum félagsmönnum í verka- lýðshreyfingunni er miðað við laun 1. hvers mánaðar. Auk þess eru grundvallarlaun lífeyris bænda lægri. Allt ber þetta að sama brunni, bændur njóta lakari lífeyris og líf- eyrisréttinda en aðrar stéttir. inn hefur ekki kynnt sér sjálfur líf- eyrismálin nægilega, en fer að því er virðist eftir einhverjum lausa- fregnum. Er sú aðferð kannski skýr- ing á því hve gallaður allur málatil- búnaður hans hefur verið frá upp- hafi. Eins og skýrt kemur fram hér að neðan er úrslitaröksemd blaða- manns HP röng. Lítum því til sönn- unnar á raunveruleikann í þessum efnum fyrir aðra en bændur: Eftirtaldir aðilar útvega fjármagn sem fer til að greiða lífeyri annarra en bænda, skv. lögum um eftirlaun til aldraðra: — Ríkissjóður. — Atvinnuleysistryggingasjóður (25% atvinnurekendur, 25% sveitarfélög og 50% ríkissjóöur). — Jöfnunarsjóður sveitarfélaga [82,9% framlag ríkissjóðs af söluskatti, — 77,7% landsútsvar). — Lífeyrissjóðirnir (þar á meðal Lífeyrissjóður bænda). 67 ÁRA EINSTAKLINGUR MEÐ 15 STIG Lifeyrisgreiðslur í krónum í janúar 1988 Lífeyrissjóður verslunarmanna 9710 Lífeyrissjóður Dagsbr. og Framsóknar 6636 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6636 Lífeyrissjóður bænda 6483 0 2000 4000 6000 8000 10000 Útreikninqar: Starfsmenn viðkomandi lífevrissjóða Bændurnir eru iægstir. I frásögn HP stóð hins vegar skýrum stöfum að bændur fengju „lífeyri, sem er mun hœrri en adrar stéttir njóta“ — „langt umfram þad sem almenning- ur fœr“, svo vitnað sé orðrétt í HP. Eiga lesendur út frá þessu að dæma um áreiðanleika blaðsins í öðrum efnum? BÆNDUR ERU LENGUR AÐ AFLA SÉR RÉTTINDA Bændastéttin er líka skör lægra sett en aðrir lífeyrisþegar, þegar kemur að réttindaöflun í lífeyrismál- um. Bóndinn þarf að greiða meira í lífeyrissjóð sinn heldur en t.d. Dags- brúnarmaðurinn. Framsóknarkon- an eða verslunarmaðurinn til að ná sama stigafjöldanum, sömu réttind- unum. Margföldunarstuðullinn í reikningsdæmi þeirra er lægri en annarra, eins og hér kemur skýrt fram: Stig til réttinda i lífeyrissjóöum reiknast á þennan hátt: LIFEYRISSJÓÐUR BÆNDA: Iðgjald x 24 = Stig Grundvallarlaun*) FLESTIR AÐRIR LÍFEYRISSJÓÐIR: Iðgjald x 25 ----------------= Stig Grundvallarlaun*) * Grundvallarlaun eru þau sömu hjá flestum lífeyris- sjóöunum, en hærri þó hjá Lifeyrissjóði verslunar- manna. ALDRAÐIR BÆNDUR ERU VERR SETTIR Aldraður bóndi, fæddur fyrir 1914, fær tæplega 11% lægri lífeyris- greiðslu en fyrrverandi verkamaður á sama aldri, og verðtrygging kem- ur sjaldnar á iífeyri bóndans. Sams konar löggjöf tryggir öldr- uðum bændum og launþegum, sem fæddir eru fyrir 1914, lífeyri, sem ekki er byggður á iðgjaldagreiðsl- um. Berum saman tvo aldraða menn í nákvæmlega sömu aðstöðu, annar var bóndi og hinn félagi í verkalýðshreyfingunni: VANÞEKKING Með ólíkindum er hve langt HP gengur í staðleysum um Lífeyrissjóð bænda. Auk þeirra sem birtar voru fyrir jólin bættust við 7. janúar: 1....Auk þess er Lífeyrissjódur bænda ekki skertur vegna Umsjón- arnefndar eftirlauna." (Og getur þar af leiðandi greitt hærri lífeyris- greiðslur en aðrir, að mati blaða- mannsins.) Þessu er þveröfugt farið. Skýrt kemur fram í reikningum Lífeyris- sjóðs bænda, að hann greiðir, eins og aðrir lífeyrissjóðir, 3% af öllum iðgjaldatekjum sínum og framiög- um til Umsjónarnefndar eftirlauna. Blaðamaður HP óskaði eftir og fékk að sjálfsögðu reikninga þar sem þetta kemur fram, áður en hann birti fyrri grein sína, auk þess sem þeir eru birtir í Stjórnartíðindum ár hvert. 2. Alvarlegri villa er síðan í frá- sögn HP 7. jan. um ímynduð forrétt- indi bænda í sambandi við lífeyris- greiðslur til aldraðra. Blaðamaður- inn er haldinn þeirri ranghugmynd, að ríkissjóður geri óeðlilega vel við aldraða bændur, miðað við aldraða verkamenn, og ætlar með þessu að sanna gæfumuninn: „Sérstaöa bœnda í þessu tilfelli snýst kannski fyrst og fremst um þad, ad lífeyrissjódir annarra stétta greida til umsjónarnefndarinnar svo hœgt sé ad greida eldri félags- mönnum þeirra lífeyri, en Stofn- lónadeild landbúnaöarins og ríkis- sjódur sjó um þessar greidslur til bœndanna." Ekki er hægt að skilja þessa rök- semdafærslu blaðamannsins, hvernig sem samhengið er skoðað, á annan hátt en þann að lífeyrissjóð- ir annarra stétta standi að megin- hluta undir greiðslunum til gömlu félaganna, ríkið komi þar ekki við sögu eins og hjá bændunum. Þessi staðhæfing er röng. Eins og allir vita, sem við lífeyrismál fást, eru það ekki hinir lífeyrissjóðirnir sem bera aðalkostnaðinn af því að greiða sínum eldri félögum lífeyri. Það eru opinberir aðilar. Klausan opinberar Ijóslega, að blaðamaður- Lífeyrisgreiöslur í janúar 1988 til 75 ára kvænts einstaklings með 15 stig / réttindaár: Hjá Lífeyrissjóði bænda kr. 8.644 Hjá Úmsjónarnefnd eftirlauna kr. 9.712 Það er sem sé ranglega gefið í skyn í HP, að stéttarfélögin standi ein undir þessum greiðslum. Upp- runi fjármagnsins sem fer til að tryggja öldruðum bændum og öldr- uðum verkamönnum lífeyri er ekki jafn fjarskyldur og ætla mætti. Op- inberir aðilar bera þungann af verk- efninu í báðum tilvikum. BÆNDUR GREIÐA SITT IÐGJALD SJÁLFIR í HP hefur ítrekað verið fullyrt, að bændur greiði ekki iðgjöld í Lífeyris- sjóð bænda, heldur borgi neytendur og skattborgarar fyrir þá. Þetta stenst ekki. í lögum nr. 50/1984 seg- ir skýrt hvernig draga skal lífeyrisið- gjöld af tekjum bænda og hefur það verið gert þannig fram að þessu. Blaðamanninum er heldur greini- lega ekki kunnugt um að sumir bændanna greiða iðgjöld sín beint, þau eru ekki tekin á öðrum stöðum i kerfinu. Blaðamaður HP vill hins vegar líta á bændur sem atvinnurekendur og að neytendur greiði iðgjald þeirra um leið og þeir kaupa mat- vörur af þeim. Skattalega eru bænd- ur að sönnu atvinnurekendur, en gallinn er sá, að með þessari rök- semdafærslu greiðir heldur enginn íslendingur iðgjald í lífeyrissjóð af kaupi sínu, heldur launagreiðendur. HVERS VEGNA? Ekkert stendur nú eftir af upp- runalegum málatilbúnaði í HP um Lífeyrissjóð bænda. í hnotskurn voru fullyrðingar svona: „Bændur fá hærri lífeyri en aðrir, njóta gífur- legra forréttinda, greiða ekki ið- gjöld, ríkissjóður blæðir, þetta er allt ein leynileg svikamylla." Þetta var uppslátturinn og þýðingarlaust fyrir blaðamann að víkja sér hjá að ræða staðreyndirnar, sem tala allt öðru máli. Hver er ástæða þessarar villandi umfjöllunar HP? Röksemdir finnast ekki. Er hún þá tilfinningalegs eðlis? Hefur einhver bóndi verið dónaleg- ur við ritstjórn blaðsins þegar hún vildi tína ber eða meinað henni um tjaldstæði? Eða er talið óhætt að banka hvernig og hvenær sem er í bændastéttina, hún hafi örugglega alltaf vondan málstað? Vísbending um þessa afstöðu felst í niðurlags- orðum blaðamanns 7. jan.: / „land- búnaöarlógíkinni“ — „er ekkert sem á skylt vid skynsemi". Þægilegt skálkaskjól? Með eindreginni von um ábyrgð og heiðarleika HP í framtíðinni. Ólafur H. Torfason, Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.