Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 23
Bera Nordal stakar sýningar í hverjum þeirra, án þess að það skaði nokkuð hina, en það var ekki hægt í gamla listasafn- inu, því þar voru salirnir hver inn af öðrum. Þetta eykur mjög mögu- leika til sýningahalds, líka vegna þess að plássið hefur aukist og fær- anlegir skilveggir gera okkur kleift að auka mjög veggplássið." — Hvaða sýningar eru fyrirhug- aöar á árinu? „Þegar þessari sýningu, Aldar- spegli, lýkur tekur við sýning á verkum eftir Pierre Soulages, þekkt- an franskan listamann af Parísar- skólanum, bæði grafík og málverk. Síðan tekur við sýning á norrænni konkretlist, sýning á verkum hins fræga Marcs Chagall og í september verður sýning á verkum ungra ís- lenskra listamanna. í október verð- ur svo haldin hér 10 ára afmælissýn- ing Nýlistasafnsins og síðasta sýn- ingin sem fyrirhuguð er á árinu er á verkum Kristínar Jónsdóttur í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá fæðingu hennar." — Nú er ætlast til þess að safnið sinni líka útgáfustarfsemi og fræðslu. Eru einhverjar hugmyndir uppi um slíkt? ,,Já, við ætlum að reyna að efla fræðslu og verðum til dæmis með leiðsögn um safnið, bæði af kassett- um og eins almenna leiðsögn sér- fræðings sem fer með fólk um safnið og skýrir verk og stefnur. Sömuleið- segir Bera Nordal, forstööumaöur Listasafns Islands. is er meiningin að vera með mynd- bandasýningar þar sem fjallað er um einstaka listamenn og að auki verður bókasafnið opnað fyrir al- menning. Ég bind reyndar miklar vonir við bókasafnið fyrir hönd list- fræðinnar og rannsóknir innan hennar. Hér er til góður grunnur, til að mynda úrklippur um íslenska myndlist frá aldamótum, gott úrval af íslenskum sýningarskrám. Sömu- leiðis eigum við gott timaritasafn en listaverkabækur og bækur um myndlist hafa setið á hakanum, enda eru þær mjög dýrar. Við erum reyndar ákveðin í að byggja upp bókakostinn. Safninu er ekki síður ætlað að vera heimildasafn um ís- lenska myndlist og við höfum verið að afla heimilda um ýmislegt sem ekki hefur verið til, eins og gjörn- inga sem hafa verið teknir upp á myndband, myndbandslistaverk, ljósmyndir af gjörningum, bókverk — en þar eigum við vísi að safni — og svona má lengi telja. Stefnan er semsagt sú að örva hliðargreinar myndlistarinnar, ekki síður en þær sem teljast aðalgreinar. Það skiptir gífurlega miklu máli að efla safnið sem miðstöð heimildasöfnunar, á öllum sviðum myndlistar, hverju nafni sem þau nefnast. Það er ljóst að nýtt hús gefur okkur tækifæri til að rækta þetta hlutverk miklu betur en áður.“ — Hvernig hefur aðsókn verið að safninu? „Hún hefur verið jöfn en kannski ekki ýkja mikil, enda hefur kannski ekki verið boðið upp á svo ýkja mik- ið. Það var t.d. aldrei einn einasti staður þar sem fólk gat sest niður og skoðað heimildir eða gert í raun annað en skoða sýningar. Við von- umst til þess að fjölbreytni í starfi safnsins og líka staðsetning þess verði til að laða að fleira fólk.“ — Áttu von á að safnið geti orðið lifandi miðstöð íslenskrar myndlist- ar þegar fram líða stundir? „Já, vissulega getur það orðið það, en það tekur tíma.“ Þá er ekki annað eftir en óska Is- lendingum öllum til hamingju með hið nýja listasafn og sömuleiðis fylgja góðar óskir til starfsmanna um að þeim takist að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til Lista- safns íslands. KK * Listasafn Islands þessu tilfelli sé dýrt að vera fátæk- ur.“ — Er það ekki fremur erfitt í því stefnuleysi, sem ríkir í dag, að koma auga á það sem á eftir að lifa? „Jú og senniiegast erfiðara en nokkru sinni fyrr. Það er ekki bara það að fylgjast með því sem er að gerast hjá yngsta fólkinu, heldur þarf líka að fylgjast með því sem er að gerast hjá þeim sem voru ungir fyrir tuttugu árum o.s.frv. En safnið þarf að geta sinnt þvi sem nýjast er hverju sinni og með því örvað ís- lenska myndlist og það er t.d. í deigl- unni að reyna að halda eins konar yfirlitssýningar á stefnum og straumum hverju sinni, frekar en að kynna einstaka listamenn." — Safnið hefur líka verið gagn- rýnt fyrir að hafa ekki sýnt skúlp- túrnum nægan áhuga? „Það er ljóst að söfnun skúlptúra hefur ekki verið nógu öflug og það verður að taka hana föstum tökum héðan í frá. Núverandi safnráð hefur t.d. mikinn áhuga á því. Hins vegar verður líka að horfa á að skúlptúrar eru mjög dýrir. Safnið hefur einfald- lega ekki átt nægilegt fé til að kaupa skúlptúr að einhverju marki." — Hvað eru margar myndir í eigu safnsins? „Það eru einar 4.700 myndir en hins vegar aðeins um 230 skúlptúr- ar. En vonandi stefnir þetta allt í rétta átt og ég er reyndar viss um að það gerir það.“ — Nú eru í safninu fjórir salir, hvernig er meiningin að þeir verði notaðir? „Það er nú ekki alveg ákveðið en stóri salurinn niðri í gömlu bygging- unni verður notaður undir fasta safnið og sennilegast verður það nýjasta sem við kaupum sýnt á efri hæð gamla hússins. Það sem aðal- lega skiptir þó máli við þessa sali er að það er hægt að hengja upp ein- Eins og flestum mun kunnugt verdur hið nýja húsnœði Listasafns íslands vígt á laugardaginn kemdr með pomp og pragt. Vígslusýningin kallast Aldarspegill og er eins konar yfirlitssýning listasögu tuttugustu aldarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, og um leið kynning á mörgu því besta í eigu safnsins. í tilefni þessara tímamóta átti HP stutt spjall við Beru Nordai, forstöðumann safnsins, króaði hana af í stutta stund, önnum kafna við undirbún- inginn. „Aðaltilgangur safnsins er að safna myndlist — aðallega íslenskri — og varðveita, og það stendur reyndar í lögum að eignast og varð- veita eins fullkomið safn íslenskrar myndlistar og kostur er. Auk þess er safninu uppálagt að safna erlendri myndlist en það er gert í miklu minni mæli. Lögum samkvæmt ber safninu að nota 10% af fjárveitingu til listaverkakaupa til kaupa á er- lendri list. Fjárveitingar til safnsins til kaupa á listaverkum hafa alltaf verið af skornum skammti, voru þrjár milljónir á síðasta ári og verða sjö milljónir á þessu. Það er augljóst að það er ekki hægt að kaupa mikið af listaverkum fyrir þessa upphæð." — Og það þarf að fylla í talsvert stór göt, er ekki svo? „Jú, það er rétt. Það þarf að fylla í göt. Sérstaklega vantar í safnið verk frá SÚM-tímabilinu, sjöunda áratugnum. Slíkt er erfitt þar sem þau verk sem skipta máli eru nú orðin óhemju dýr og svo þarf auð- vitað samhliða að fylgjast með því sem er að gerast í nútímanum. Eftir því sem árin líða lengist hefðin og þó svo menn viti i dag hvaða verk voru lykilverk hvers tíma er ekki víst að svo hafi verið þegar þau komu fram. Slík verk eru nú orðin óhemjudýr og erfitt fyrir safnið að eltast við þau. Það má segja að í ListasafniA — vígt á laugardaginn. Stefnir allt í rétta átt HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.