Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 12
Krísufundur stjórnar VMSÍ í gær.
Allt úr skorðum. Liklega eru kratarnir í stjórninni hlynntir fordæmi Vestfiröinga, nema Karvel. Hinir afneita honum og fordæma.
Samningurinn á Vestfjöröum
20—25% HÆKKUN Á ÁRINU
Gefur augaleiö aö þaö var ekki samiö um kjararýrnun. Verkamannasambandiö klofiö. Kjarasamningurinn
er pólitísk sprengja.
Vestfirdingar hafa ridið á vaðið í yfirstandandi samn-
ingaþreifingum aðila vinnumarkaðarins og gert samn-
ing fyrir 1988. Samningur þessi hefur maelst mjög mis-
jafnlega fyrir. Vinnuveitendur í Garðastræti telja kaup-
hækkanir hans of miklar, stjórnarsinnar vilja meina að
hann sé hófsamur og skynsamur en stjórnarandstæðing-
ar og hinir róttækari í verkalýðshreyfingunni hafa for-
dæmt hann og afneitað honum sem fordæmi í öðrum
kjaraviðræðum. Yfirleitt hafa menn þó fjallað um samn-
ing þennan af vanefnum, án þess að hafa hann fyrir
framan sig — og þannig ekki verið þess megnugir að lesa
hann og túlka fyllilega.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART
Opinberlega er talað um að samn-
ingur þessi færi með sér 13—14%
launahækkun á árinu, ofan á lægstu
laun, en minna á hærri flokkana.
Gert er ráð fyrir 1.500 króna hækk-
un grunnlauna á mánuði við gildis-
töku samningsins, síðan 3% hækk-
un l.apríl og2,5% hækkun l.ágúst.
í samningnum eru ákvæði um
starfsaldurshækkanir, um nám-
skeiðaálag, um viðbótarorlofsdag
og ákvæði um að framfærsiuvísital-
an fari ekki yfir 258 stig 1. júní eða
266 stig 1. október. Þessi vísitölu-
viðmiðun þykir nokkuð bjartsýnis-
leg, svo vægt sé til orða tekið, en fari
vísitölustigið framyfir þessa viðmið-
un getur Alþýðusamband Vest-
fjarða krafist endurskoðunar á
launalið samningsins.
HÓPBÓNUSINN ER
LYKILLINN
Síðan er að nefna mikiivægan
„samning um hlutakerfi í frystihús-
um á Vestfjörðum". Þetta er hóp-
bónussinn svokallaði, en um nokk-
urt skeið hafa staðið yfir tilraunir á
Vestfjörðum með hópbónus í stað
einstaklingsbónussins. Viðmælend-
ur HP voru sammála um að samn-
ingurinn um hlutakerfið væri lykil-
atriði í samkomulaginu og töldu lík-
legt að um sitthvað fleira hefði náðst
samkomulag, án þess að sérstak-
lega væri um það getið í undirrituð-
um samningsskjölum. Samkvæmt
heimildum HP er þannig talið af og
frá að ASV hafi samið um 13—14%
iaunahækkun á árinu, frammi fyrir
9% kjararýrnun frá október, matar-
skatti og vaxandi verðbólgu. „Nær
væri að áætla að launahækkun
samningsins væri á bilinu 20—25%
þegar á allt er litið. Það gefur auga-
leið að Vestfirðingar eru ekki að
semja um kauplækkun," sagði einn
viðrnælenda HP og benti á, að áður
hefðu verið undirritaðir „hófsamir"
samningar, þar sem ýmislegt leynd-
ist undir yfirborðinu. Það gefur
einnig augaleið að umsamdir taxtar
eru fráleitur mælikvarði, þar sem
byrjunarlaun almenns fiskvinnslu-
fólks eru 31.475 krónur á mánuði,
en hæsti taxti hjá sérhæfðu fisk-
vinnslufólki með 15 ára eða lengri
starfsaldur er 36.460 krónur. Þá er
frekar miðað við hópbónusinn,
framleiðsluaukningu og aðgerðir
ríkisstjórnarinnar.
Óhætt er að segja að kjarasamn-
ingur Vestfirðinga hafi sett allt úr
skorðum hjá stjórn VMSÍ. Verka-
mannasambandið átti i haust í veru-
legum innbyrðis deilum þar sem
tekist var á um báráttuaðferðir og
áherslur. Þá var haidinn eftirminni-
legur sambandsstjórnarfundur þar
sem fulltrúar 11 félaga gengu af
fundi vegna ágreinings um at-
kvæðahlutföll (valdahlutföll). Síðar
klauf Alþýðusambands Austurlands
sig úr og ákvað að semja sér — boð-
aði 70% hækkun taxtakaups fisk-
vinnslufólks. Það náðist hins vegar
friður á 13. þingi VMSÍ á Akureyri í
októberlok í kjölfar samkomulags
um að leggja höfuðáherslu á að
bæta kjör fiskvinnslufólks um leið
og boðuð var stofnun sérsambands
þessarar stéttar innan sambandsins.
Um miðjan nóvember sigldu samn-
ingaviðræður VMSÍ við VSÍ í strand
og það gerðist einnig á Austfjörð-
um. Fréttir bárust af því að í biðstöð-
unni sem fylgdi horfðu menn stíft til
Vestfjarða eftir fordæmi, þar sem
menn höfðu verið að ræða saman í
mesta bróðerni og gerðu tilrauninir
með hópbónusinn. Nú er sáttin inn-
an VMSI hins vegar fyrir bí, í bili að
minnsta kosti.
KEMUR TIL KASTA
„SNILLINGSINS"?
Væntanlega er Gudmundur J.
Guömundsson ekki par ánægður
með sendiför Karls Steinars Gudna-
sonar til Vestfjarða, þessa fyrrum
varaformanns VMSÍ. Þegar Karl
Steinar Guðnason hætti sem vara-
formaður á þingi sambandsins í
haust kvaddi Guðmundur hann
með þessum orðum: „Glöggskyggni
Karls er oft fólgin í því að greina á
milli aðalatriða og aukaatriða." Ef til
vill gerir Guðmundur sér þó vonir
um að hafa áhrif á gjörðir Karls, því
við sama tækifæri sagði Guðmund-
ur að Karl væri „snillingur í að af-
stýra vandræðum á milli manna og
samrýma sjónarmið". Nú reynir
verulega á þessa snilligáfu Karls!
Framkvæmdastjórn VMSÍ er
þannig langt frá því einhuga í and-
stöðu við samninga þessa, þótt for-
maðurinn og varaformaðurinn,
Guðmundur J. Guðmundsson og
Karvel Pálmason, séu á móti. í
stjórninni eru flokkshollir þunga-
vigtarmenn úr röðum krata, svo
sem Ragna Bergmann, Guðrídur
Elíasdóttir og Gudrún E. Ólafsdóttir
úr Keflavík. Þar eru einnig kratarnir
Jón Karlsson og Sœvar Frímanns-
son af Norðurlandi, en í þeirra fé-
lögum er fiskvinnslufólkið ekki efst
á blaði, heldur láglaunafólk úr öll-
um stéttum. Af samningsandstæð-
ingum auk Guðmundar og Karvels
má nefna Björn Grétar Sveinsson,
Halldór Björnsson og þá Jón Kjart-
ansson úr Vestmannaeyjum og
Hrafnkel Jónsson að austan, en þeir
tveir síðastnefndu komust ekki á
fund framkvæmdastjórnarinnar í
gær.
SAMSTAÐA VESTRA —
KLOFIÐ FYRIR SUNNAN
Kjarasamningurinn á Vestfjörð-
um er ekki bara faglegur samning-
ur, hann er „löðrandi í pólitík"! Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra er hæstánægður með út-
komuna og Karl Steinar Guðnason,
þingmaður og formaður verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis, sendir nú sérlega fulltrúa
sína vestur til að skoða fordæmið.
Viðmælendur HP voru sammála um
að allflestir kratar myndu mæla
með þessum samningum, einkum
þeir sem innan verkalýðshreyfing-
arinnar stýra félögum, þar sem fisk-
vinnslufólk er uppistaðan. Allir
kratar, nema Karvel Pálmason það
er að segja. Öðru máli gegnir þó um
krata sem stýra verkalýðsfélögum
þar sem fiskvinnslufólk er ekki inn-
anborðs svo heitið geti. Sem for-
dæmi getur samningurinn á Vest-
fjörðum fyrst og fremst náð til sams
konar félaga á landinu.
Þótt viðbrögðin um land allt séu
eftir mjög flokkspólitískum línum
blasir hins vegar við almenn sam-
staða á Vestfjörðum. Þannig er vara-
formaður verkalýðsfélagsins á Bol-
ungarvík, Daöi Guömundsson,
meðmæltur samningnum, þótt for-
maðurinn Karvel sé á öndverðum
meiði. Alþýðubandalagsmenn inn-
an og utan verkalýðshreyfingarinn-
ar fordæma samninginn og vísa
honum á bug sem fordæmi — kalla
hann „afleitan kratasamning" — en
á Vestfjörðum hafa Alþýðubanda-
lagsmenn og aðrir stjórnarandstæð-
ingar staðið að samningi þessum.
Halldór Jónsson á Bíldudal, Guö-
mundur Magnússon á Þingeyri,
Lúövík Geirsson á Tálknafirði og
Sveinbjörn Jónsson á Súgandafirði,
svo einhverjir séu nefndir.
HLIÐSTÆÐA
HÓPBÓN USSINS?
í höfuðstöðvum VSÍ við Garða-
stræti vissu menn þar hversu grannt
viðsemjendurnir fylgdust með þró-
un mála fyrir vestan. Þannig kvisað-
ist út að Pórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, hefði hrein-
lega bannað Jóni Páli Halldórssyni,
formanni Vinnuveitendafélags Vest-
fjarða, að semja. Jón hefur hins veg-
ar ekkert viljað vera miðstýrður að
sunnan frekar en viðsemjendur
hans. Enda hefur Þórarinn gefið út
þá yfirlýsingu að Vestfjarðasamn-
ingurinn sé alltof hár! Óg ekki má
gleyma þvi að samningamaður
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna fyrir vestan skrifaði undir
samninginn með fyrirvara um sam-
þykkt stjórnar sinnar.
Ekki má gleyma því að forystu-
menn innan verkalýðshreyfingar-
innar, sem stýra félögum utan sjáv-
arútvegsins, koma ekki til með að
hafa samning þennan fyrir framan
sig. Margir þeirra eru orðnir ansi
þreyttir á öllu talinu um fiskvinnslu-
fólkið og benda á niðurstöður kjara-
rannsóknanefndar, um að láglauna-
fólk í iðnaði og verslun hcifi að undan-
förnu búið við æ vaxandi launamis-
munun og sé ekki síður forgangs-
hópur þegar um nauðsynlegar leið-
réttingar er að ræða. Þetta fólk kem-
ur ekki til með að samþykkja
13—14% launahækkun án þess að
hliðstæða hópbónussins komi til.
12 HELGARPÓSTURINN