Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 16
Hefur þig ekki stundum langaö til aö ganga aö fólki,
sem frílistar sig í bœnum um miöjan dag,
og spyrja þaö:
ERTU EKKI í VINNUNNI?
Stundum er talað um „níu til fimm-fólk“,
þegar átt er við dæmigerða skrifstofu-, banka-
og verslunarmenn og aðra, sem vinna þennan
klassíska átta tíma vinnudag. (Að frátalinni
allri yfir-, nætur- og helgarvinnunni — að sjálf-
sögðu!) Maður hefur kannski tilhneigingu til
að halda að þetta eigi við um meirihluta vinnu-
afls í iandinu, en það er auðvitað af og frá. Ef
allir vinnandi menn sætu á bakvið skrifborð
eða stæðu við búðarborð frá klukkan níu til
fimm á virkum dögum... hverja væru þeir þá
að afgreiða og aðstoða?
Þegar maður á leið niður í bæ um miðjan
dag í miðri viku (og væntanlega að stelast úr
vinnunni!) heltekur mann stundum óstjórnleg
„Ég er sko í fríi og á ekkert að vera í vinnunni
núna. Ég vinn í sjoppu og við ræstingar i barna-
skóla á kvöldin. Þetta er hálf vakt, sem ég tek í
sjoppunni. Ég vinn í tvo daga og hef frí í fjóra.
Mér finnst þetta mjög þægilegt og hef þetta
svona til þess að geta sinn heimilinu betur."
„Ég er hérna í erindagjörðum og tók mér þess
vegna fri úr vinnunni. Þaö er þó ekki þar með
sagt að ég geti bara gengið út. Ég vinn hjá öör-
um og verð að biðja um leyfil"
forvitni. Hvernig getur. allt þetta fólk verið að
frílista sig langtímum saman í bænum, eins og
stimpilklukkan hafi ekki enn verið fundin
upp? (Varla er hver einasta hræða að stelast úr
vinnunni, eins og ég, eða er þetta ef til vill
skýringin á þjóðarframleiðslunni? Svari nú
hver sem betur getur.) Vinna svona margir
vaktavinnu hér á landi eða eru sjálfstæðir at-
vinnurekendur? Er heimavinnandi fólk fjöl-
mennara en almennt er talið? Eða er bærinn
fullur af ellilífeyris- og örorkuþegum?
Blaðamaður HP brá sér í Kringluna eftir há-
degi siðastliðinn þriðjudag með Ijósmyndara,
blað og penna og hugðist svala forvitni sinni —
í nafni starfsins — og spyrja fólk hvers vegna
„Ég er nú alls staðar og hvergi í vinnunni. Ég
er leigubíIstjóri og var aö keyra hingað farþega.
Þá datt mér í hug að líta inn, því ég er nefnilega
einn af þeim sem aldrei hafa komið í Kringluna
og fannst upplagt að nota tækifærið. Yfirleitt
vinn ég annars mest að næturlagi, vegna þess
hve umferðin er þá þægileg."
„Ég er nú sjúklingur og er ekkert farinn að
vinna aftur eftir hjartaaðgerð, sem ég gekkst
undir í september. Ég get þess vegna spókað
mig hérna i mestu makindum. En það kemur þó
brátt aö þvi að ég fari að vinna aftur."
í ósköpunum það væri ekki í vinnunni. Ljón
nokkurt var þó í veginum og hugði gott til
glóðarinnar. (Namm, namm, fjölmiðlafólk
með eftirmiðdagskaffinu...) Þetta var einn af
öryggisvörðum Kringlunnar, ungur og ábúð-
arfullur, og tók starfið greinilega mjög alvar-
lega.
„Hvað eruð þið að gera hér? Þetta er einka-
eign! Hafið þið leyfi?" Manninum var augljós-
lega ekki skemmt. Við vorum lent í slæmum
málum og það gerði bara illt verra að hlæja í
forundran. Brúnin þyngdist stöðugt á öryggis-
verðinum. Hann sagði, að nauðsynlegt væri
að hafa tilskilin leyfi til að rabba við hina ai-
mennu borgara í Kringlunni. Það yrði að
„Ég er einfaldlega búin í vinnunni í dagl Fjóra
daga vikunnar vinn ég bara til tvö, því mérfinnst
of mikið að vinna fullan vinnudag þegar maður
er með börn. Þetta er afskapiega þægilegt fyrir-
kornulag."
„Ég er nýkomin frá útlöndum og ekki farin aö
vinna eftir heimkomuna. Síðastliðið eitt og
hálft ár hef ég nefn ilega búið á Filippseyjum. En
það er yndislegt að vera komin aftur heim til ís-
lands og ég hlakka til að fara að vinna."
sækja um slíka pappíra, gera grein fyrir til-
gangi spjallsins og allt mögulegt. Hann blés á
rök eins og þau að við værum að flýja snjóinn
og kuldann hjá samkeppnisaðilunum. Reglur
eru reglur og hann hafði fengið sín fyrirmæli
löngu fyrir jól. Eftir nokkurt pex gafst öryggis-
vörðurinn ungi upp, enda enginn liðsauki sjá-
anlegur. Hann kallaði þó til okkar, að ,,næst“
yrðum við að vera með pappírana í lagi.
Fólkið, sem við gáfum okkur á tal við, tók
spurningunni auðvitað afar misjafnlega. Sum-
ir sögðust hreinlega vera að stelast úr vinn-
unni „og í guðs bænum ekki taka rnynd"! En
margir brostu blítt og svöluðu forvitni okkar,
eins og fram kemur hér á síðunni.
„Ég er ekkert að skrópa. Ég á frí núna og er að
sækja konuna mína hingaö. Það er tiltölulega
auðvelt fyrir mig að taka mér frí þegar nauðsyn
krefur, þvi ég er verktaki og get ráðið mér mikiö
sjálfur. Þetta er afskaplega hentugt, þegar mað-
ur þarf að fara í útréttingar, redda skattamálun-
um eða eitthvað í þeim dúr."
„Ég er búin aö vinna í dag. Ég hætti fyrr einn
dag í viku til að geta sinnt ýmsum útréttingum.
Það er alveg nauðsynlegt, þegar maður er með
fjölskyldu."
16;
lEFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYNDIR JIM SMARTl