Helgarpósturinn - 28.01.1988, Síða 6

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Síða 6
• • Ororkumat fyrir tryggingafélög ÓEÐULEG SÉRSTAÐA LÆKNA TRYGGINGASTOFNUNAR — segir aöstoöarlandlœknir. Alltofmikid vald á hendi eins manns — segir Guörún Helgadóttir Tryggingayfirlæknir, Björn Önundarson, sem og aðrir læknar TVyggingastofnunar ríkisins eru þeir aðilar sem dæma um örorku landsmanna samkvæmt lögum. Það hefur hins vegar gætt óánægju meðal margra með að örorkumat sé allt á hendi eins embættismanns og að hvergi skuli vera til áfrýjunaraðili í kerfinu. Eins hefur komið fram gagnrýni á þá venju að tryggingayfirlæknir og undirmenn hans skuli selja tryggingafélögum örorku- mat, þar sem læknar TR hafi í því efni óeðlilega sérstöðu, sem og að sá möguleiki sé fyrir hendi að tryggingayfir- læknir komi sér þar með í þá stöðu að hagmunir hans gagnvart skjólstæðingum hans annars vegar og trygg- ingafélögum hins vegar stangist á. EFTIR PÁL HANNESSON MYNDIR: JIM SMART Örorkumati hér á landi er þannig háttað að slasist manneskja, svo tal- ið sé að örorka hafi af hlotist, þarf hún að leita til embættis trygginga- yfirlæknis til að fá staðfest að um örorku sé að ræða og þá hversu mikla. Leitar viðkomandi í flestum tilfellum fyrst til heimilislæknis, sem útbýr öll gögn fyrir sjúklinginn, veit- ir honum læknisskoðun og undirbýr umsókn hans til örorkumats að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum lækna sem HP ræddi við getur sá tími sem þeir verja í þetta starf var- að frá einni klukkustund til heils dags vinnu. Það er síðan á grund- velli þessara gagna sem trygginga- yfirlæknir byggir örorkumat sitt og í vissum tilfellum jafnvel án þess að ræða persónulega við viðkomandi sjúkling. Þessu mati tryggingayfir- læknis er ekki hægt að áfrýja, jafn- vel þó sjúklingur og læknir hans kunni að vera ósammála niðurstöð- unni eða þeim breytingum sem tryggingayfirlæknir telur nauðsyn- legar á matinu seinna meir. Guörún Helgadóttir og Svavar Gestsson, þingmenn Alþýðubanda- lagsins, hafa á hverju ári síðan 1983 flutt á Alþingi frumvarp sem þau telja að eigi að ráða bót á þessum annmarka. Sagði Guðrún þau leggja áherslu á að fleiri þættir yrðu teknir til greina við örorkumat en læknis- fræðilegir, svo sem að meiri áhersla yrði lögð á félagslegar aðstæður viðkomandi. Þess vegna hafi í stjórnarfrumvarpi 1982 verið lagt til að skipuð yrði nefnd þriggja manna og gætu þar setið, auk tryggingayf- irlæknis, félagsfræðingur eða fé- lagsráðgjafi auk þriðja aðila og sæi þessi nefnd um örorkumat. Það væri t.d. ekki í anda laganna að fisk- verkunarkona úti á landi, sem hætt er að geta stundað vinnu við fisk- verkun, skuli ekki fá örorkubætur, þar sem talið er að hún eigi að hafa lfkamlega hæfni til að stunda skrif- stofustörf. Hins vegar er alls ekki víst að hún sé hæf til starfans né að starfið standi yfirhöfuð til boða. Þetta frumvarp náði hins vegar ekki fram að ganga. Þá er í frumvarpi sem þau Svavar hafa lagt fram á hverju ári síðan 1983 lagt til að komið verði á sér- stakri örorkuáfrýjunarnefnd sem fólk getur leitað til, telji það sig hafa yfir einhverju að kvarta. Gert er ráð fyrir að í nefndinni sitji einn fulltrúi Oryrkjabandalagsins, einn tilnefnd- ur af Hæstarétti og sá þriðji af trygg- ingamálaráðuneytinu. Sagði Guð- rún að öryrkjabandalagið hefði sent umsögn með þessu frumvarpi og hefði það stutt hana mjög Eins mun Læknafélag íslands hafa sent mjög jákvæða umsögn um þessar fyrirhuguðu breytingar. Þrátt fyrir þennan stuðning hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Sagði Guðrún að þegar hún hefði stýrt heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og þess- ar tillögur hefðu legið fyrir hefðu 6 HELGARPÓSTURINN komið til hennar forstjóri Trygg- ingastofnunar, deildarstjóri lífeyris- deildar TR sem og tryggingayfir- læknir og þeir hefðu allir verið mjög á móti frumvarpinu. „En þetta er ekki aðalatriðið, heldur er beinlínis út í hött að einn maður hafi á hendi allt örorkumat í landinu. Því hann hefur ekki aðeins örorkumat fyrir TR á höndum, held- ur og einnig í stórum mæli fyrir tryggingafélögin. Það eralvegsama hver tryggingalæknir er, þetta er auðvitað alltof mikið vald á hendi eins manns, það er mergur málsins," sagði Guðrún Helgadóttir. Eins og kom fram hér að framan sér tryggingayfirlæknir ekki aðeins um allt almennt örorkumat í land- inu hvað viðkemur almannatrygg- ingakerfinu, heldur vinnur hann einnig upp örorkumat fyrir trygg- ingafélögin, þegar svo ber við að örorkuþegi hefur lent í slysi og hef- ur áður keypt tryggingu hjá trygg- ingafélagi. En öfugt við það sem tíðkast þegar lífey rissjóðir þurfa slíkt örorkumat og fá það frá Trygginga- stofnun sem slíkri án endurgjalds vinna Björn Önundarson og aðrir læknar við TR örorkumat fyrir tryggingafélögin sem einstaklingar og fá fyrir það greitt sérstaklega. Tryggingafélögin munu nú greiða viðkomandi lækni um 10 þúsund krónur fyrir slíkt örorkumat, sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins. Trúnaðarlæknir hjá einu trygginga- félaganna staðhæfði að þó trygg- ingafélögunum væri heimilt að leita til hvaða hæfs læknis sem er til að fá örorkumat sem gagnaðist þeim væru það í flestum tilfellum læknar TR sem sæju um þetta og „senni- lega tryggingayfirlæknir langmest". Tryggingafélögin þurfa á örorku- mati að halda til að ákvarða hvaða bætur þeim beri að greiða trygging- arkaupa, enda hækkar greiðsla þeirra til metins öryrkja í hlutfalli við hækkandi örorkustig viðkom- andi. Það er hins vegar íhugunarefni hvort það getur talist með öllu rétt að tryggingayfirlæknir og aðrir læknar hjá Tryggingastofnun sinni þessari þjónustu við tryggingafé- lögin gegn gjaldi. í fyrsta lagi eru þessir aðilar í fullu starfi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins að meta örorku einstaklinga svo þeir fái notið rétt- inda sinna hjá almannatryggingum. Þegar læknar TR síðan fá beiðni um það frá tryggingafélagi að meta ein- stakling til örorku hafa þeir þegar unnið það verk í starfi sínu sem opinberir starfsmenn. Örorkumat það sem tryggingafélögin krefjast kann hins vegar að vera í einhverju frábrugðið mati TR að því leyti að það þarf að aðhæfa tryggingaskil- málum viðkomandi. Því nægir t.d. ekki fyrir tryggingafélag að hringja í TR og fá uppgefið örorkumat í gegnum síma. Örorkumatið sem tryggingafélögin fá er hins vegar ekki neitt málamyndaplagg. í sam- tali við deildarstjóra hjá trygginga- félagi, sem fær slík gögn í hendurn- ar, kom fram að „heilu blaðsíðurnar eru teknar orðréttar úr vottorðum, vitnað er í lækna sem hafa gefið út vottorð og ef menn hafa verið send- ir til sérfræðinga þá kemur það einnig orðrétt. Þannig að allar for- sendur eru þarna, sjálfstætt plagg með lýsingu á slysinu og tilheyrandi sögu“. Því hljóta læknar TR að hafa mikla sérstöðu umfram aðra lækna, sem vildu taka að sér örorkumat fyrir tryggingafélögin, þar sem þeir hafa þegar unnið verkið og hafa öll gögn fyrir framan sig. Gudjón Magnússon aðstoðarland- læknir sagðist í samtali við HP hafa velt því fyrir sér hvort það gæti talist eðlilegt að maður sem vinnur fyrir stofnun og hefur aðgang að gögn- um sem stofnunin raunverulega á og hefur vegna lagaskyldu ætti að hafa rétt á því að gefa út mat fyrir annan aðila,,, því það er útilokað að sanna eða vefengja í hvaða tilvikum hann hefur nýtt sér þessa vitnesku í þágu þess aðila sem hann er að selja vinn- una. Ef hann á ekki að njóta sérrétt- inda gagnvart öðrum læknum ætti að hleypa öðrum læknum sem hafa áhuga á að taka að sér örorkumat fyrir tryggingafélög í það örorku- mat sem liggur á Tryggingastofnun, svo utanaðkomandi læknar geti nýtt sér þær upplýsingar á sama hátt og læknar TR. Það yrði auðvit- að aldrei leyft", sagði Guðjón. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að það geta verið þau tilvik, þar sem einstaklingur á annars veg- ar rétt á bótum frá tryggingafélagi og hins vegar örorkubótum frá opinberum sjóðum og að í þeim til- vikum sé óæskilegt að það sé sami aðili sem úrskurðar hvort tveggja. Það er vegna þess að hagsmunir tryggingafélagsins þurfa ekki alltaf að falla saman við hagsmuni ein- staklingsins og þess vegna er mikii- vægt að einstaklingurinn geti á ein- hvern hátt áfrýjað þessu mati. Og ég veit ekki hvert á að áfrýja ef það er sjálfur tryggingayfirlæknir, sem hefur framkvæmt matið fyrir trygg- ingafélagið," sagði hann. Sagði Guð- jón það umhugsunarefni af hverju tryggingafélögin keyptu ekki þetta mat beint frá Tryggingastofnun, sérstaklega ef haft er til hliðsjónar að Tryggingastofnun lætur öllum líf- eyrissjóðum slíkt mat í té, endur- gjaldslaust. Björn Önundarson tryggingayfirlæknir EKKERT ÖEÐLILEGT Hvernig er samstarfi TR og tryggingafélaga háttaö, þegar menn eru metnir til örorku? „Það er nú ekkert sem er fast- bundið í lögum eða reglum. Það er náttúrulega bæði leitað til mín og annarra með það, það er alveg rétt og margra ára „praksis" á því, en það er bara um slysamat að ræða i þeim tilvikum." Sinna margir lceknar í landinu svona örorkumati fyrir trygginga- félögin? „Já, já, það eru þó nokkrir lækn- ar sem gera það, utan stofnunar- innar, og svo höfum við hérna gert þetta líka í okkar frítímum. Ég gæti trúað að það væru 10 menn." Nú höfum viö heyrt aö þaö endi flestir þessara sjúklinga á TR til aö fá mat? „Ég veit nú ekki hvort það er alveg rétt, en það er rétt að það eru margir sem eru metnir hérna af okkur starfsmönnum hér. Fjöld- inn er óskaplega misjafn frá ári til árs. En sennilega nokkrir tugir til- fella sem ég framkvæmi. Menn vinna þetta í sínum frítíma, á kvöldin eða um helgar, menn fá greitt fyrir þetta frá tryggingafé- lögunum. Það er þannig að þeir sem hafa sérfræðinám í embættislækning- um, eða hafa kynnt sér þetta sér- staklega, geta framkvæmt þetta mat. Eg vil alls ekki segja að hvaða læknir sem er geti ekki gengið inn í þetta starf. Það er ekki krafist neins sérstaks í þessu sambandi. Grunnurinn er sá að menn séu læknar." Er þaö rétt aö þetta mat sé unniö aö einhverju leyti af starfsfólki innan TR? „Nei, það er alveg úr lausu lofti gripið. Stúlkurnar vélrita þetta fyr- ir okkur í sínum frítíma á kvöldin, fá fyrir það sérstakan taxta, senni- lega frá lögfræðingafélaginu. Það væri algjörlega fráleitt að láta sér detta í hug að þetta væri unnið í al- mennum vinnutíma TR.“ Nú sendiö þiö þetta örorkumat frá ykkur til tryggingafélaganna, sem er nokkuö nákvœmt, lœknis- frœöilega séö. Þetta fer fyrir deild- arstjóra og aöra. Hvernig snýr þetta aö trúnaöarskyldu lœkna? „Eg tel ekki að það sé nokkur trúnaður rofinn, m.a. af því að sjúklingarnir sjálfir óska eftir þessu. Þetta fjallar um eitt sérstakt tilvik, það er ekki verið að rekja hvort amma þín í föðurætt hafi verið geðveik eða eitthvað, heldur hvernig þú hefur þróast út frá slæmu fótbroti. Þannig að ég tel ekki að það séu nokkrar heilsu- farslegar upplýsingar þarna sem geta orkað tvímælis og síst af öllu þar sem þetta er nú í þágu sjúkl- ingsins sjálfs. Flestir af þeim sem við metum koma í viðtal og óska eftir þessu sjálfir." Menn hafa ennfremur velt því fyrir sér hvort ekki stangaöist á viö starf þitt sem tryggingayfirlœknir aö þú seldir tryggingafélögun- um örorkumat? „Ég hafna því algjörlega, mér finnst það fáranleg umræða. Þetta tekur til ákveðinna hluta skv. ósk viðkomandi einstaklings og þetta er ekkert sem snertir nein leynd- armál. Annað er það, að upplýs- ingar um almenna örorku mynd- um við ekki láta. Þær upplýsingar eru mög nákvæmar og liggja í þús- undatali hér, þær léti ég hvorki tryggingafélög né aðra fá. Þetta „Vinn þetta eins og hver annar læknir i frftíma mínum." eru allt upplýsingar í kringum ákveðin slys, en tryggingafélög fá ekki upplýsingar þar sem rakin er ákveðin heilsufarssaga, því það er mjög nákvæmt mat.“ Þannig aö þú vinnur þetta sem hver annar lœknir sem hefur þekkingu til í þínum frítíma? „Akkúrat, bæði ég og samstarfs- menn mínir. Við erum 3 í föstu starfi, þetta hefur komið inn á borð hjá okkur öllum í gegnum áratugi, að tryggingalæknarnir hafa metið meira og minna örorku vegna slysa. Það er ekkert nýtt. Eg bara veit ekki hversu mörg tilfelli ég afgreiddi í fyrra, en það gætu verið miili 10 og 50 mál.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.