Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Qupperneq 8
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPOSTSINS OG SKÁÍSS 60% TREYSTA HÆS 18,7% af þeim sem afstööu taka vantreysta Hœstarétti. 26% hafa ekki ákveöna afstööu til œösta dómsvaldsins. Minnihluti Islendinga her ótvírœtt traust til Hœstarétt- ar, samkvœmt nidurstödum skoðanakönnunar HP og Skáíss, sem framkvœmd var um síðustu helgi. Af 776 manna úrtaki könnunarinnar sögðust aðeins rúmlega 40% treysta Hœstarétti vel eða mjög vel. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku ótvírœða afstöðu bera hins vegar 56,5% landsmanna slíkt traust til Hœstaréttar. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND HEIGI HAUKSSON Sjöundi hver íslendingur treystir Hæstarétti illa eða mjög illa sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unarinnar. Svarar þetta hlutfall til þess að á bilinu 21—25 þúsund full- orðnir einstaklingar hafi af ein- hverjum orsökum horn í síðu þessa æðsta dómsvalds Islands. I skoðanakönnuninni svöruðu 41,4% aðspurðra því til að þeir treystu Hæstarétti vel eða mjög vel. Miðað við staðalfrávik virðast því 67—73 þúsund landsmenn af um það bil 170 þúsundum bera ótvírætt traust til Hæstaréttar samkvæmt þessum niðurstöðum. 18,2% aðspurðra treystu Hæsta- rétti „sæmilegá', sem verður að telj- ast fremur jákvæð afstaða, þótt ekki sé um óskorað traust að ræða. Þessi afstaða virðist samkvæmt þessu ná til 29—33 þúsunda manna. 13,7% aðspurðra sögðust hins vegar treysta Hæstarétti illa eða mjög illa. Sem fyrr segir svarar þetta hlutfall miðað við staðalfrávik til þess að á bilinu 21—25 þúsund full- orðinna landsmanna hafi þessa nei- kvæðu afstöðu til Hæstaréttar. Til samanburðar má nefna að í sömu könnun kom í ljós að einungis 6% höfðu þessa neikvæðu afstöðu í garð lækna. Alls 26% aðspurðra voru óákveðnir eða sögðust ekki hafa hugsað út í þetta, sem svarar til 42—46 þúsunda landsmanna. Sé einungis litið til þeirra sem tóku ótvíræða afstöðu kemur í ljós að 56,5% aðspurðra treystu Hæstarétti vel eða mjög vei, 24,8% sæmilega og 18,7% illa eða mjög illa. Þegar litið er til hins háa hlutfalls þeirra sem vantreysta æðsta dóms- valdi landsins hlýtur að koma upp sú líklega skýring að hæstaréttar- dómarar hafa löngum þótt tengjast ákveðnum stjórnmálaflokkum og þannig að talsverðu leyti háðir framkvæmdaog löggjafarvaldinu. í nær 44 ára sögu lýðveldisins hafa stöðuveitingar í Hæstarétt undan- tekningarlítið verið í höndum Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks og eru pólitískar stöðuveitingar al- ræmdar. Hin síðari ár hafa stöður þessar þó í meira mæli en áður ver- ið notaðar sem „skiptimynt" gagn- vart mannatilfærslum annars staðar í kerfinu. þannig hefur dómurum merktum Framsóknarflokki fækkað að undanförnu þrátt fyrir nokkurra ára setu framsóknarmannsins Jóns Helgasonar í dómsmálaráðuneyt- SERATKVÆÐIN SYNA TULKUNARAGREINING Hœstaréttardómarar eru 8 talsins, en í huerju máli dœma ýmist 3, 5 eöa 7 eftir mikilvœgi mála. Forseti Hœstaréttar er nú Magnús Thorodd- sen og varaforseti Guðmundur Jóns- son. Aörir dómarar eru Þór Vil- hjálmsson, Guðmundur Skaftason, Bjarni Kr. Bjarnason, Guðrún Er- lendsdóttir og Hrafn Bragason. Átt- unda sœtiö er laust eftir aö Magnús Þ. Torfason hœtti nú um áramótin og hafa 9 menn sótt um stööu Magn- úsar. Nýjustu meölimir Hœstaréttar eru annars Hrafn, sem tók í haust viö af Halldóri Þorbjörnssyni, Guö- rún, sem í júli 1986 tók viö afSigur- geiri Jónssyni, og Bjarni, sem í árs- byrjun 1986 tók viö af Birni Svein- björnssyni. Ýmislegt bendir til þess, að þessar síðustu breytingar hafi haft í för með sér meira „fr jálslyndi" í Hæsta- rétti. Hér að neðan er að finna nokkur dæmi af dómum Hæstarétt- ar 1985—1986, þar sem dómarar klofnuðu í afstöðu sinni og túlkun, þannig að minnihlutinn var á önd- verðum meiði við meirihlutann. Á það skal bent að dæmin eru engan veginn tæmandi fyrir þessi ár, en gefa að mati blaðamanns nokkuð góða vísbendingu um mismunandi mat tilgreindra dómara á túlkun lagaákvæða út frá sömu forsendum. Það er hins vegar lesenda að túlka þessi dæmi, hvort lesa megi úr þeim að einstakir dómarar séu „frjáls- lyndari" eða „kerfishlýðnari" en aðrir. 1. 1 „Skaftamáli", þar sem 3 lög- reglumenn voru ákærðir fyrir brot í opinberu starfi, líkamsmeiðingar, sýknaði meirihlutinn tvo þeirra en dæmdi Guömund Baldursson lög- regluþjón í 15.000 kr sekt og 25.000 kr. skaðabætur. Björn Sveinbjörns- son og Halldór Þorbjörnsson skil- uðu sératkvæði um að sýkna ætti alla. 2. 1981 kærði kona mann og krafð- ist skaðabóta vegna líkamsmeið- inga. Undirréttur dæmdi manninn í 120.000 kr. skaðabætur ásamt vöxt- um. í Hæstarétti varð sekt hans 244,4 þúsund (1985) ásamt vöxtum. Halldór Þorbjörnsson taldi að sýkna ætti manninn vegna þess 8 HELGARPÓSTURINN hversu langur tími væri liðinn frá atburðinum. 3.1983 höfðaði bæjarsjóður Hafnar- fjarðar mál gegn iðnaðarráðherra og krafðist þá hálfrar milljónar króna og vaxta vegna deilna um skiptingu álframleiðslugjaldsins. Steingrímur Gautur Kristjánsson sýknaði stefnda í undirrétti. Meiri- hluti Hæstaréttar staðfesti dóm undirréttar, en Magnús Thoroddsen og Björn Sveinbjörnsson töldu að ráðherra ætti að greiða Hafnarfjarð- arbæ umstefnda fjárhæð. 4. í febrúar 1983 höfðaði Árni Möll- er á Þórustöðum mál gegn Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og hinu opinbera og krafðist endurgreiðslu vegna sérstaks gjalds á innflutt kjarnfóður. Meirihlutinn úrskurðaði að stefndu ættu að greiða Árna til baka gjald fyrir 2.10. 1981 en ekki eftir það (39 þúsund og vextir) en Björn Sveinbjörnsson, Halldór Þor- björnsson og Magnús Þ. Torfason töldu að sýkna bæri landbúnaðar- slektið. Meirihlutinn taldi að framsal valdsins til óæðri stjórnvalds bryti visssulega í bága við stjórnarskrána — en að það þýddi þó ekki að Árna bæri ekki að greiða einhvern hlut. Minnihlutinn sagði meðal annars að gjaldið væri ekki dæmigerður skatt- ur, heldur „lögheimilað úrræði“, og því bæri að sýkna stefndu. 5.1 „Scobie-bankaránsmálinu" voru allir í undirrétti og Hæstarétti að mestu leyti sammála, en Magnús Thoroddsen taldi að þáttur föðurins (hylming) ætti að vera refsilaus, en ekki frestaður 6 mánaða dómur. 6. í undirrétti var maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir íkveikju er taldist hafa stofnað mannslífum í hættu. Þetta staðfesti meirihluti Hæstaréttar, en Magnús Thorodd- sen og Sigurgeir Jónsson vildu ekki telja lífshættuna borðleggjandi, að sex og hálft ár væru liðin án brota ákærða, hann hefði gengið í hjóna- band og eignast barn og að óafsak- anlegur dráttur hefði orðið í málinu. Þeir vildu að maðurinn yrði dæmd- ur í aðeins 8 mánaða fangelsi, fulln- ustu yrði frestað og félli niður eftir 5 brotalaus ár. 7. I nauðgunarmáli var maður dæmdur í undirrétti í 4 mánaða fangelsi en fullnustu frestað. í Hæsta- rétti var dómurinn þyngdur í 10 mánuði en fullnustu 7 mánaða frest- að, en þeir Halldór Þorbjörnsson og Guömundur Skaftason töldu sekt- ina ekki fullsannaða og vildu sýkna ákærða. 8.1 undirrétti 1983 voru verðlagsráð og Fél. ísl. bókaútgefenda sýknuð af kröfum Hagkaups um að ógilt yrði undanþága samkeppnisnefndar er leiddi til þess að bækur skyldu seld- ar á einu og sama verðinu um land allt (í ljósi byggðastefnu og hlut- verks bókarinnar!). í Hæstarétti staðfesti meirihlutinn dóminn, en Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálms- son vildu að stefndu yrði gert að þola ógildingu á samþykkt sam- kegpnisnefndar. 9. 1 undirrétti var ríkissjóður sýkn- aður af kröfu Aöalgeirs Sigurgeirs- sonar, sem krafðist endurgreiðslu ofgoldins þungaskatts af bifreiðum, þar sem óheimilt hefði verið að hækka sérstakt kílómetragjald skv. ökumæli umfram hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. í Hæstarétti viðurkenndi meirihlutinn að vegna valdaafsals bryti skattheimta þessi í bága við stjórnarskrána, en ekki var talið að vegna þessa væri áfrýjanda óskylt með öllu að greiða þunga- skatt í nokkru formi og hann hefði að auki glatað rétti til endurheimtu vegna tómlætis. Hins vegar töldu Magnús Thoroddsen og Guö- mundur Jónsson að skattheimtan væri ólögmæt og að það ætti að endurgreiða umstefnda upphæð. 10. í undirrétti 1983 var iðnaðar- ráðherra fyrir hönd Rafmagns- veitna ríkisins dæmdur til að greiða foreldrum drengs 850.000 krónur og vexti vegna skaða sem drengur- inn hlaut er hvellheta sprakk í hönd- um hans. Hafði hann fundið hvell- hettuna við sorphauga við Reykja- hlíð við Mývatn. Meirihiutinn taídi ósannað að hvellhettan hefði verið í eigu Rarik og borist á staðinn frá hennar mönnum. En Magnús Thor- oddsen og Bjarni K. Bjarnason töldu hins vegar að nægilega sterk- ar líkur hefðu komið fram fyrir því að hvellhettan kæmi frá Rarik og þangað komin vegna gáleysis starfs- manns á þeirra vegum. Því bæri að staðfesta undirréttardóminn. 11. í maí 1986 var Helgi Magnússon í gæsluvarðhaldi en bað um að fá að njóta kosningaréttar síns í bæjar- stjórnarkosningunum á Seltjarnar- nesi. Rannsóknarlögreglustjóri hafði hafnað þessu. I undirrétti hafnaði Halla Bachmann Ólafsdótt- frbeiðninni. í Hæstarétti taldi meiri- hlutinn að engin vandkvæði væru á þessu og gáfu Helga kost á að kjósa. En Guömundur Jónsson taldi þetta ekki samrýmast lagaákvæðum um gæsluvarðhald og vildi staðfesta höfnun Höllu. 12. Tveir ungir menn voru dæmdir í undirrétti til 3ja ára fangelsis fyrir líkamsárás er leiddi til dauða hins þriðja. I Hæstarétti var meiri áhersla lögð á þátt neyðarvarnar í atburða- rásinni. Meirihlutinn dæmdi þá til 1 árs fangelsis, en Magnús Thorodd- sen og Guömundur Skaftason vildu lita betur til ungs aldurs sakborning- anna og fleiri atriða og töldu rétt að fresta fullnustu. 13. I hinu fræga okurmáli var Björn Pálsson í undirrétti dæmdur til 1,4 milljóna króna sektar vegna oftek- inna vaxta í lánastarfsemi til Her- manns Björgvinssonar — þar af 1 milljón skilorðsbundin — og tók Pét- ur Guögeirsson meðal annars með í dæmið að engin auglýsing var í gildi frá Seðlabanka um hámarksvexti. Pétur vildi þá miða við vexti af óverðtryggðum skuldabréfum og var sektin í lágmarki. í Hæstarétti var afdráttarlausar tekið á auglýs- ingaleysinu og Björn dæmdur til aðeins 60 þúsunda króna sektar fyr- ir afmarkaðan þátt, en Magnús Þ. Torfason vildi vísa málinu alfarið frá. 14. í undirrétti úrskurðaði Sigríöur Ólafsdóttir að BM Vallá skyldi greiða einstaklingi skaðabætur vegna líkamstjóns er steypubifreið ók á bifreið mannsins. Þetta var nokkuð gamalt mál og í Hæstarétti sýknaði meirihlutinn fyrirtækið. Þeir Magnús Thoroddsen og Bjarni Kr. Bjarnason vildu hins vegar stað- festa dóm undirréttar og bentu á for- dæmi. 15. Stúlka rann í hálku við norður- dyr Menntaskólans við Hamrahlíð og krafðist skaðabóta vegna hand- leggsbrots. I undirrétti kvað Garöar Gíslason upp sýknudóm, þar sem ósannað þótti að um vanrækslu hús- varðar hefði verið að ræða. Þessu samsinnti meirihluti Hæstaréttar, en Guörún Erlendsdóttir og Guömund- ur Skaftason töldu aftur á móti að húsvörðurinn hefði vanrækt eftirlit sitt og því væri um fébótaábyrgð að ræða. VILDU EKKI TJÁ SIG „Hœstiréttur hefur ákveöiö aö tjá sig ekki um þetta mál," sagöi Magnús Thoroddsen, forseti Hœstaréttar, þegar HP bar undir hann niöurstööur skoöanakönn- unar blaösins um traust til Hœsta- réttar. HP lét Magnúsi niðurstöðurnar í té á mánudag og upplýsti Magnús þá, að hæstaréttardómarar tjáðu sig ekki um mál opinberlega, nema að höfðu samráði sín á milli. Á þriðjudag funduðu dómararnir um málið og var það sem fyrr seg- ir niðurstaða þeirra að tjá sig ekki um niðurstöðurnar. Einnig var leitað til Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hæstaréttar- lögmanns um álit hans á niður- stöðunum, en sem kunnugt er gaf Jón Steinar nýlega út bók, þar sem hann gagnrýndi Hæstarétt á ýmsa lund, meðal annars fyrir að taka ekki nægjanlegt tillit til mannrétt- indaákvæða og skattaákvæða stjórnarskrárinnar. Jón færðist sömuleiðis undan því að tjá sig um niðurstöður könnunarinnar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.