Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 5
Jónatan Þormundsson, sérlegur ríkissaksóknari í Hafskips- og Utvegsbankamálinu, að störfum á skrifstofu sinni í gömlu Mjólkurstöðinni — HP var neitað um að taka myndir innandyra, „því hér er mikið af viðkvæmum skjölum og upplýsingum, sem þið megið ekki sjá". — Smart-mynd. Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari NÝIR FLETIR í HAFSKIPSMÁLINU „V7ð höfum hið opinbera mál hér til meðferðar, þ.e.a.s. sem lýtur að því hvort eitthvað refsivert hafi verið unnið. Við erum með svo- kallaða báða þœtti, bœði Haf- skipsþáttinn og Útvegsbankaþátt- inn. Þetta var aðgreint í fyrra máli og m.a.s. gefnar út tvœr ákœrur. Okkar ákvarðanir birtast þá í því hvaö við gerum að lokinni þessari athugun, skýrslutökum og öðru sem gerist hjá okkur og að okkar beiðni, hvort ákœrt verður og þá hverjir." Hafið þið einhverja samvinnu við þá sem hafa þrotabúið til at- hugunar? „Við fylgjumst með því hvað er að gerast í hinum einstöku einka- málum því við þurfum auðvitað að átta okkur á því t.d. hvaða tjón hefur hlotist af ýmsu háttalagi og vanrækslu og öðru sem kann að hafa átt sér stað.“ Markús Sigurbjörnsson skipta- ráðandi gerir sér vonir um að það sjái fýrir endann á þessu máli jafn- vel á fyrri hluta þessa árs. Gerið þiö ykkur samskonar vonir? „Eg hef nú lengi sagt að ég voni að þessu ljúki á þessu ári. En að því leyti sem þetta kann að koma fyrir dómstóla er nánast ógerning- ur að segja fyrir um hversu langan tíma það kann að taka þar. En ég vonast tii að það komi einhverjar ákvarðanir frá okkur fyrir mitt ár, um þá hverjir eða hvort einhverjir verða ákærðir. Pá myndu hefjast þinghöld fyrir dómstólum og málið tekið fyrir og ef efnismeðferð ætti sér stað kæmi það að sjálfsögðu í minn hlut að flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins. En þetta er allt sagt með fyrirvara, því í dag hafa engar ákvarðanir verið teknar. Við erum tveir mest í þessu, Tryggvi Gunnarsson er með mér í fullu starfi." Þið sjáið þá fram á réttarhöld um mitt þetta ár? „Ja, ég get ekki spáð nákvæm- lega um það. Ef eitthvað verður gert í þessu máli vonast ég til að það verði ekki seinna en með haustinu. En það er mikið undir því komið hvenær dómstólarnir treysta sér til að taka þetta fyrir, þeir ráða hraðanum." Eruö þið búnir að rœða við alla sem þið þurfið að rœða við? „Ja, við þurfum að ræða við ýmsa aftur og kannski fleiri sem við höfum ekki enn haft tal af. En skýrslutökum er ekki lokið, það er óhætt að segja það.“ Hefur komið fram einhver sterk- ur nýr flötur á þessu máli? „Já, það hafa komið upp nýir fletir. Hvort þeir eru sterkir skal ég ekki segja um. En það hafa bæði komið fram ný gögn og nýjar upp- lýsingar, enda hafa nýir aðilar ver- ið spurðir. Þannig að það þurfti nýja rannsókn í þessu." Þannig að þú telur það meira en réttlœtanlegt að það var farið í þetta mál upp á nýtt? „Já, ég tel það. Það var náttúru- lega líka krafa til þess af hálfu sak- borninga í þeirra máli og sjálfsagt að verða við því. Það er ekki þar með verið að segja að það hafi ekki verið vel unnið í málinu, það er bara svo umfangsmikið að það hreinlega leynast víða hlutir sem vantaði og betur máttu fara, en það er ekki við neinn að sakast í því efni,“ sagði Jónatan Þór- mundsson. Ný rarinsókn Hafskips- og Útvegs- bankamálsins í Mjólkurstöðinni STJÓRN HAFSKIPS í YFIRHEYRSLU HJÁ JÓNATAN! Síðustu mánuði hefur verið unnið af kappi að rann- sókn Hafskips- og Útvegsbankamálsins og herma heim- ildir Helgarpóstsins, að mun fleiri einstaklingar verði ákærðir í málinu en gert var í fyrstu atrennu. Við ná- kvæma rannsókn á málsskjölum hafa Jónatan Þór- mundsson, sérstakur ríkissaksóknari í málinu, og sam- starfsmaður hans, Tryggui Gunnarsson, grafið upp ný sakarefni auk þess sem þeir túlka viðeigandi lög mun víðari skilningi, þegar um er að tefla spurninguna um ábyrgð. EFTIR PÁL H. HANNESSON I samræmi við þetta hafa um 15—20 fyrrverandi stjórnarmenn í Hafskip verið kallaðir fyrir til yfir- heyrslu auk viðkomandi bankaráðs- manna frá því á síðasta áratug og fram til ársins 1985. Við rannsókn Rannsóknarlög- reglu ríkisins var það vanrækt að kalla stjórnarmenn Hafskips og bankaráðsmenn fyrir. Þá var fyrst og fremst rætt við sakborningana Hafskipsmegin og svo bankastjóra, aðstoðarbankastjóra, aðallögfræð- ing og starfsmenn hagdeildar Út- vegsbankans. Samkvæmt heimildum Heigar- póstsins „fara Hafskipsmenn mun verr út úr þessu máli en fyrri ákær- an gaf til kynna“ og er þessi stað- hæfing í samræmi við mat fjöl- margra viðmælenda blaðsins. Raunar segir Jónatan Þórmunds- son sjálfur í viðtali við Helgarpóst- inn, að það hafi „komið upp nýir fletir", ,,ný gögn“ komið fram „og nýjar uppíýsingar, enda hafi nýir að- ilar verið spurðir". í þessu samhengi segir hinn sérstaki ríkissaksóknari um þetta mál, að „það þurfti nýja rannsókn í þessu“. Eitt af því, sem ekki var lögð mjög mikil áhersla á í fyrri rannsókn málsins, var ráðstöfun fjár út af hin- um svokölluðu jaðarreikningum þremenninganna Páls Braga Krist- jónssonar, Björgólfs Guðmunds- sonar og Ragnars Kjartanssonar. í ákærunni var fjallað þannig um sér- merktu reikningana, að í gegnum þá hefði verið stundaður fjárdráttur af hálfu „reikningseigenda". Hins vegar var aldrei farið ofan í spurninguna um það hvernig túlka ætti þessar greiðslur, t.d. með hliðsjón af því, að um hugsanlegar mútur hafi verið að ræða og þar með sekt viðtakenda. Annað atriði, sem Jónatan óg Tryggvi hljóta að taka til sérstakrar athugunar, er hvort ákæra skuli vegna rangs framburðar sakborn- inga. Sumir þeirra a.m.k. urðu upp- vísir að því að ljúga fyrir rétti við rannsókn málsins, en í ákæru ríkis- saksóknara voru viðkomandi ekki ákærðir fyrir það. Þetta stakk í augu margra þeirra, sem unnu að rannsókn málsins, því sakborningar gerðu sig seka um rangan framburð við vitnaleiðslur. Um það munu vera mörg dæmi, en versta dæmið mun vera um tvöfalt yfirlit um stöðu fyrirtækisins fyrstu 8 mánuði ársins 1984, þ.e. tvenn ósamhljóða stöðuyfirlit. Mikið sjón- arspil var sett á svið við rannsókn- ina vegna þessarar fölsunar. Það var svo ekki fyrr en á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, að þrír sakborninganna gengust við því, að tvö ólík eintök hefðu verið búin til, hvernig það var gert, í hvaða til- gangi o.s.frv. Enda þótt langt sé í endanlega niðurstöðu Hafskips- og Útvegs- bankamáisins er þegar orðið Ijóst, að krafa Ragnars Kjartanssonar o.fl. um að Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari viki úr sæti vegna van- hæfi verður tii þess, að sakarefnum og ákæruatriðum fjölgar — en ekki öfugt, eins og vonir sakborninga hafa sjálfsagt staðið til. Jónatan Pórmundsson, sérlegur saksóknari, hefur efnt til víðtœkari rannsóknar en œtlað var. Viðkomandi bankaráð kölluð fyrir. Reynt að fylla upp í göt fyrri ákœrunnar. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.