Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2
Er þetta fjölskylduvandamál? KRISTl'N björg ÞORSTEINSDÓTTIR dagskrárgerðarmaður „Nei, þetta hefur ekki orðið að fjölskylduvandamáli enn- þá, enda erorðið svo stutt síðan Páll lagði út í samkeppnina við mig. Ég var búin að vera á þessum tíma í útvarpinu í þrjá mánuði þegar hann kom aftur." Hvernig er að vera í samkeppni við bróður sinn? „Það er alltaf gaman að vera í heiðarlegri samkeppni við gott fólk. Mér er ekkert illa við Pál persónulega!" Talist þið systkinin við? „Já...l" Berið þið saman bækur ykkur um hvað þið ætlið að hafa í þáttunum? „Nei, það gerum við nú ekki. Við erum eiginlega mjög- orðvör þegar við hittumst." Er tónlistarsmekkur ykkar systkinanna líkur? „Við erum bæði a.m.k. miklir aðdáendur Bruce Spring- steen. Áberandi miklir held ég." Hefur það gerst að þið leikið sömu lögin á sama tíma? „Nú veit ég ekki. Við höfum ekki tækifæri til að hlusta hvort á annað. Nema náttúrulega að ég veit að Páll hlustar eins mikið á mig og hann getur til að geta fengið að vita hvernig tónlist hann á að leika á þessum tíma dags, því ég náttúrulega leik miklu betri tónlist en hannl!" Hefur hann ekkert reynt að plata þig yfir á Bylgjuna? „Við skulum hafa sem fæst orð um það!" Stelstu til að hlusta á hann þegar þú ert ekki sjálf að kynna? „Ég hlusta á aðrar stöðvar en ekki meira á Pál en aðra dagskrárgerðarmenn." En þú heldur aö hann hlusti á þig? „Ég er bara sannfærð um það!" Gagnrýnið þið hvort annað? „Við höfum lítið farið út í það ennþá. Og þó, kannski svo- lítið. Mest gagnrýnum við hvort annað fyrir hvað hitt talar hratt!" Um hvað talið þið í fjölskylduboðum? „Um útvarpnúmereitt, tvöog þrjú. Faðirokkarhefurlíka unnið við útvarp og þar af leiðandi er mest talað um útvarp. Hins vegar erum við mjög orðvör eins og ég sagði áðan!" Reynið þið ekkert að skjóta hvort á annað eða á sam- starfsmenn hins? „Nei, það held ég ekki. Auðvitað gagnrýnum við aðrar stöðvar og hvort annars stöð. Gagnrýnin er þó ekkert per- sónuleg, enda er okkur ágætlega vel til vina." Ykkur systkinunum hefur ekki dottið í hug að fara af stað með þátt saman, til dæmis á Stjörnunni? „Nei, en við erum að reyna að fá mömmu til að sækja um vinnu þar." Eða byrja með nýja útvarpsstöð? „Jú, með pabba þá. Það yrði til þess að koma restinni af fjölskyldunni í útvarp, mágkonum mínum og fleirum." Hvernig er með Brávallagötuhjónin. Öfundarðu Pál af að hafa þau „sín megin"? „Nei, nei. Við höfum upp á svo margt annað að bjóða hér og svo er líka hægt að kaupa Brávallagötuhjónin á kassettu, sem ég held að fólk geri frekar en að hlusta á Pál!" Reyna foreldrar ykkar að gera ekki upp á imDi ykkar? „Nú verðurðu að spyrja mömmu!" FYRST OG FREMST HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR NYR samningur við Reykjavíkur- borg var, eins og kunnugt er, sam- þykktur hjá Starísmannafélaginu Sókn í síðustu viku. Starfsmanna- stjóri borgarinnar hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að um 5% launahækkun væri að ræða, en það ku alls ekki vera rétt. Flest Sóknarfólk mun nefnilega fá rúm- lega 10% hækkun, eða 4-6 þúsund krónum meira í launaumslagið á mánuði. SIMATÍMAR útvarpsstöðv- anna, sem upphaflega voru skemmtileg nýbreytni, hafa nú nokkuð greinilega runnið sitt skeið. Hafi einhver efast um þetta tók val Bylgjunnar á „manni vik- unnar" sl. föstudag af allan vafa. Ftíll Þorsteinsson gerði heiðarlega tilraun til að láta hlustendur hringja inn með tillögur, en síma- tíminn snerist upp í algjöra löngu- vitleysu. Nánast engar alvarlegar tillögur komu fram, nema hvað Valgerdur Matthíasdóttir, Paul Watson, Raggi „Skridjökull" og örfáir aðrir fengu hvert sitt at- kvæðið. Aðrir hlustendur bentu á sjálfa sig, Pál sjálfan og „strákinn sem hringdi áðan“, svo dæmi séu nefnd. Töluverð brögð voru líka að því að fólk, sem ekki hafði komist að með afmæliskveðjur, hringdi og styngi upp á afmælis- barninu sem manni vikunnar. Vesalings dagskrárgerðarmaðurinn lét málið einfaldlega niður falla, enda vita vonlaust að fá niðurstöðu úr þessari klúðurslegu kosningu. GÁRUNGARNIR voru fijótir til þegar fréttist af björgunarað- gerðum frammámanna í Sjálf- stæðisflokknum vegna erfiðleika Davíðs Schevings Thorsteinssonar og uppnefndu viðkomandi aðila „björgunarsveitir íhaldsins". Nú hafa sömu menn þróað hugtakið og eru farnir að tala um „Sjúkra- samlag frjálshyggjunnar" og eiga við kraftaverkamennina í kringum Eimskip og Iðnaðarbankann. . . ÞAÐ ER víst alveg ljóst að sala á ýmiskonar varningi var með mesta móti fyrir jólin og aldrei verður það alveg ljóst hversu miklum fjárhæðum landsmenn raunverulega eyddu í allt sem jólum tilheyrir. Einhvers staðar hafa þó heyrst tölur um eitt og annað, t.d. var talið að íslendingar myndu kaupa bækur fyrir hátt í einn og hálfan milljarð og svo heyrðist líka að þeir myndu drekka brennivín fyrir einn milljarð á gamlárskvöld. Ekki fer neinum sögum af því hvort þessar tölur áttu við nokkur rök að styðjast. Hins vegar hafa fróðir menn dregið mjög í efa þær yfir- lýsingar að aldrei hafi meira selst af bókum en fyrir þessi jól og virðist stefna í hið rammasta áróðursstríð milli þeirra sem telja að aldrei hafi meira selst og svo hinna sem halda því fram að það sé hrein og klár lygi. Hvorugum aðilanum dettur þó í hug að nefna neinar tölur enda kæmu þær auðvitað upp um það hver hefði rétt fyrir sér og þá væri ekkert hægt að deila lengur... VIÐ heyrðum fyrir skömmu á tal tveggja kvenna sem voru að setja út á efni sjónvarpsstöðvanna. Eftir langan reiðilestur um lélegar myndir hjá ríkissjónvarpinu beindi önnur konan talinu að Stöð 2: „Ég skil ekkert t því hvað Stöð 2 getur leyft sér að breyta dagskránni fyrirvaralaust. A laugardags- kvöldið átti að sýna annan hluta myndarinnar „The Beauty and the Beast“, en þegar ég ætlaði að fara að horfa á hana höfðu þeir í staðinn skellt inn mynd um gosið í Eyjum og umræðuþætti á eftir sem Bryndts Schram stýrði." „Nú, þá hefur alla vega komið helmingurinn af „The Beauty and the Beast"! varð hinni að orði. Greinilega ekki krati sú! Sarinkeppni milli útvarpsstöðva er hörð, eins og flestum mun kunnugt. Nýlega byrjaði Páll Þorsteinsson aftur í morgunútvarpi Bylgjunnar frá kl. 9—12. Þá hafði systir hans, Kristín Björg Þor- steinsdóttir, verið með þátt í morgunútvarpi rásar 2 um nokkurra mánaða skeið, þannig að þau systkinin eru nú komin í harða samkeppni. HP hringdi til Kristínar og grennslaðist fyrir um hvort grunnt væri orðið á því góða milli systkinanna. Grámosinn glóir Orðsins list þess eið hann sór að hann héldi vöku. I dag er glaður gamli Thor með grámosann á höku. Niðri „Mér var sagt ad skákin hefdi endad med jafntefli." - HALLUR HALLSSON, FRÉTTAMAÐUR SJÓN- VARPSINS, EFTIR AÐ HAFA FLUTT RANGAR FRETTIR AF URSLITUM FYRSTU SKÁKAR JÓHANNS OG KORTSNOJ. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.