Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 18
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART Sigtryggur Baldursson er trommuleikari Sykurmolanna. íhljómsveit sem skaut allri poppelítunni ref fyrir rass og stökk upp á popptinda erlendis. Hann er í HP-vidtali. já oaspila á trommur Það tók Sigtrygg Baldursson, trommara Sykurmolanna, þrjátíu og fimm mínútur aö fá afgreidda eplaköku á Hótel Borg. Loksins þegar stúlkan kom með hana var hún orðin köld. Hafði hitnað og kólnað aftur. Var víst annars ágœt á bragðið. Annars var allt við það sama á Borginni, Albert var þar og reykti stóra vindla og í danssalnum var hin heimsfrœga hljómsveit Desoto. Eða það hlýtur að vera — aðhún sé heimsfrœg. Hingað koma ekki öðruvísisveitir. Við sátum íþrjá tíma. Gleymdum að borga þegar við fórum. Sigtryggur er elskulegur, afslappaður og œtti kannski að ganga með bindi. „Ég er enginn tískumaður en ég hef gaman af að „dressa mig upp". Ég set stundum upp bindi en aðallega þegar það á ekki við, í vinnunni eða heima, og hef gaman af að fara í rifnum galla- buxum á fína staði en ég hef engan áhuga á merkjum eða neinu sem því fylgir. Það er „bull- shit“ fyrir mér.“ — Þú ert ekki efni í uppa? „Nei, ég held ég hafi ekki þann yfirborðs- metnað sem þarf til að komast í þann flokk." — En poppstjörnu? „Ég lít aíls ekki á mig sem poppara, sérstak- lega ekki miðað við þá ímynd sem venjulegast er gefin af þeim. Ég er fyrst og fremst maður, svo spila ég á trommur. Ég er ekki einu sinni „obsessed" af þeim, þó ég verði geðstirður ef ég spila ekki lengi. Sykurmolar eru ekkert að leita sérstaklega inn á einhverjar poppslóðir, — ef við værum að því myndum við sjáifsagt gera annað lag eins og Ammæli til þess að afla okkur skjótra vinsælda, samkvæmt uppskrift. Það er alls ekki meiningin að stefna á einhvern poppmarkað eða poppímynd. Við höfum okkar eigin stíl og hann getur enn þróast í allar áttir. Við erum ekki að fara í neina ákveðna átt þrátt fyrir að við vinnum með poppformið. Við kjósum að ösla áfram okkar eigin leiðir, ekki síst til að ögra sjálf- um okkur. Endurtekning væri dauðadómur og ef ég get ekki fundið eitthvað nýtt hjá sjálfum mér í tónlistinni þá hætti ég.“ — Bannað, óvenjulegt, ögrandi. Eru þetta ein- kenni Sykurmolanna? „Ég veit það ekki, ég held að við eigum það öll sameiginlegt að lifa eftir eigin höfði, búa til okkar eigin leikreglur. Við höfum aldrei litið á okkur sem utangarðsmenn eins og margir hafa viljað gera okkur. Það sem við gerum er fyrst og fremst gert til að fullnægja sjálfum okkur og það hefur alltaf verið venjulegt í okkar hugum." — En það sem þið hafið gert hefur nú samt þótt óvenjulegt og músíkin hljómar ókunnug- lega. „Já, hún hlýtur að hafa gert það fyrir marga en hún gerir það ekki fyrir okkur. Við erum ósköp venjulegt fólk en kannski þverhausar í músík." — Þú ert semsagt einn af þeim sem koma heim á daginn, kyssa konuna og kveikja á sjón- varpinu, venjulegur maður. „Ef þetta er uppskrift að venjulegum manni þá er ég það ekki. Ég hef samt alls ekkert verið að gefa mig út fyrir að vera neitt sérstaklega öðruvísi en annað fólk. Ekki frekar en hin.“ KÆRI MIG KOLLÓTTAN — Nú er ljóst að viðtökur almennings hafa ekki verið of góðar við Sykurmolunum fyrr en nú á seinni tímum, en hvernig hafa aðrir músík- antar tekið ykkur? „Ég held að þeir hafi yfirleitt litið á okkur sem fúskara. Það var alltaf verið að spyrja mig og okkur hvort við ætluðum ekki að fara að hætta þessari vitleysu." — Öfunda þeir ykkur fyrir að hafa náð því takmarki sem allir, næstum allir, íslenskir popp- arar hafa stefnt að leynt og ljóst um áratuga- skeið, að ná frama erlendis? „Ég veit það ekki, ég hef ekki lagt mig eftir að hlusta eftir slíku umtali." — Skipta viðhorf og almenningsálit þá engu máli? „Nei, ég kæri mig kolióttan um það.“ — En þetta hefur allt breyst núna, er það ekki? „Jú, viðhorfið hefur breyst gagnvart okkur, fólk ber meiri virðingu fyrir okkur en það gerði. Það er samt ekki vegna þess að það beri meiri virðingu fyrir því sem við erum að gera heldur af því það heldur að við séum rík. En viðhorfin koma alls ekki til með að breyta okkur á neinn hátt, við erum ekki til viðtals um neinar breyt- ingar. Þegar við gáfum út Ammæli hér heima fyrir rúmu ári seldist platan kannski í þrjú eða fjögur hundruð eintökum og ég er ekki neitt svekktur út af því. Við höfum aldrei stílað upp á almenningsálitið og þess vegna hefur okkur gengið vel í Bretlandi. Tónlistin er ekki dæmi- gerð, það er eitthvað alveg sérstætt sem við er- um að gera en höfum alltaf haft okkar aðstand- endur, fólk sem hefur hlustað á okkur og staðið við bakið á okkur. Nú hefur þeim fjölgað, en það snertir okkur ekki. Það sem kannski var hjákát- legast var að fólk sem ekki vildi sjá okkur áður kemur núna og segir: Við vissum þetta alltaf. Maður gefur bara skít í það. Annars höfum við aldrei selt sérstaklega mikið en í staðinn fengið töluvert mikla umfjöllun af því við höfum verið til í að rífa kjaft í viðtölum. Þetta er eins og með fimmtíu milljón króna tilboðið sem var slegið upp alls staðar. Það var týpískur smáborgaraleg- ur hugsunarháttur." — Ekki dæmigerð músík segirðu. Illar tungur halda því fram að Bretarnir séu bara að kaupa Björk, hennar frumleika og röddina. Þið fjór- menningar fylgið bara með í kaupunum. „Það er ekki hægt að neita því að Björk er mikið fyrir bandið. Það kemur auðvitað til af því að hún er eina stelpan og söngkona að auki. Hún hefur verið áberandi vegna þess að hún syngur Ammæli, sem er eina lagið sem komið hefur út í Englandi, og það hefur líka mikið ver- ið beðið um hana, reyndar þau Einar, — sem söngvara, andlit hljómsveitarinnar, í viðtöi. Svo er hún eini meðlimurinn sem sést á myndband- inu með Ammæli. Stefnan er að senda samt allt- af einn söngvara og einn hljóðfæraleikara í við- töl og svo mun þetta áreiðanlega breytast þegar stóra platan kemur út, það er misjafnt á hverjum ber mest í þeim iögum sem þar verða. Sum lögin verða t.d. með trommur í fókuspunkti, „villi- mannabít"." — Hvernig vinnið þið lögin, er þetta hópvinna eða koma flestar hugmyndir frá einhverjum ein- um? „Þetta er mest unnið í hópvinnu, grunnurinn verður kannski til fyrst, og oftast er það þannig, í samkrulli. Svo bætum við ofan á hann laglínu og kannski fleiri hljóðfærum." VIL KAUPA MÉR HÚS — Hvað gerist ef þú ferð í fýlu og hættir í hljómsveitinni? „Þá hættir hún sjálfsagt. Það verður haft þannig í samningunum að það sé auðvelt að losna undan þeim. Hins vegar er mjög erfitt fyrir einhvern að hætta núna því hljómsveitin er komin alveg niður í basic, trommur, baSsi, gítar og söngur. Enda er það ekki á dagskránni. Við hugsum til þess með ánægju að geta lifað af músíkinni. Hingað til hefur hún mest verið dýrt hobbý." — Hvað áttu við með að lifa af músíkinni. Að eiga til hnífs og skeiðar, eða eitthvað meira, hús og bíl o.s.frv.? „Ég vil geta keypt mér hús, já, og geta gert það sem mig langar til, farið þangað sem mig langar til. Núna er t.d. ákveðið að við förum til Banda- ríkjanna og þaðan til Japans. Við vorum reyndar búin að ákveða það fyrir löngu, áður en þessi samningamái í Bretlandi komu upp. Hins vegar er það hluti af þessu samt; við viljum geta lifað á þann hátt sem okkur hentar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningunum. Samt eru þetta ekki neinir milladraumar, alls ekkert í þá áttina. Okkar fullnægja felst í því að sjá fram á að geta unnið að okkar eigin tónlist einvörðungu." — En eitthvað hlýturðu að gæla viö, svona í huganum, þegar þig dreymir um framtíðina? „Nei, ég hef ákveðið að láta alla drauma eiga sig sem stendur. Ég læt mig dreyma þegar það er möguleiki að draumarnir geti ræst. Auðvit- að getur maður hugsað sér að gera allt mögu- legt en það borgar sig að taka hverjum degi með hæfilegri varfærni. Þegar ég var í Þeysurunum ætluðum við að sigra heiminn og þá reistum við skýjaborgir sem hrundu harkalega ofan í haus- inn á okkur á endanum. Þess vegna er maður reynslunni ríkari hvað það snertir. Við höfum líka það viðhorf, Sykurmolar, að ef þetta gengur ekki þá bara gengur það ekki, búið mál, næsti leikur..." ÞEYSARAR — Þeysararnir, einmitt. Dularfullt band, bendlaðir við nasisma á tímabili, ef ég man rétt. „Það var nú allt frekar spaugilegt. Það var bara eitt lag sem varð til þess. Við gerðum lag sem hét Rúdolf og fjallaði um fasisma. Á krítísk- an hátt. Svo gerðum 'dð myndband við lagið þar sem hljómsveitin hafði á sér fasískt „outlook". Þetta var ögrandi myndband og margir mis- skildu það, héldu að við værum að boða fasisma. Við rukum ekki upp til handa og fóta til að leið- rétta það en bentum fólki einfaldlega á að hlusta á textann. Það var engin fasismatilbeiðsla í þessu af okkar hálfu." — Imynd Þeysaranna var nú samt dálítið dul- arfull, ýtti kannski undir þessa túlkun? „Já, það má vera, við vorum hrokafuliir og aggressífir í hugum fólks. Hins vegar var það ekkert sem við komum markvisst á framfæri, svona ímynd lifir sjálfstæðu lífi eftir að hún er einu sinni komin af stað, hún var ekki búin til af einum né neinum nema fólkinu sjálfu og það er lítið hægt að gera til að leiðrétta hana eftir að hún hefur öðlast eigið líf. En þetta er ekkert sem þarf að biðjast afsökunar á.“ — Hvernig meturðu Þey þegar þú lítur til baka? „Ég held við höfum um margt verið „original" band. Auðvitað var líka margt stolið og stælt. Við spiluðum hvorki dæmigert rokk né pönk og leyfðum okkur það sem hugurinn bauð. Auðvit- að vorum við börn okkar tíma en ég held að ein- læg sköpun lifi samt alltaf. Þeyr var samt allt öðruvísi band en t.d. Kuklið eða Sykurmolarnir að því leyti að þar voru miklar erjur og oft rosa- legar sprengingar innan bandsins. Mjög ólíkir karakterar og oft mikil læti. Þetta voru tímar mikillar uppsveiflu og stórra drauma; eins og ég sagði ætluðum við að sigra heiminn og gerðum tilraunir til þess. Gerðum samning við lítið fyrir- tæki í Bretlandi sem fór svo á hausinn strax á eft- ir. Þetta gekk allt mjög hratt og þarna var kýlt á hlutina og við vorum lengi að borga brúsann af þessu ævintýri. í lokin fórum við að vinna með Coleman úr Killing Joke og það varð hel- reið sveitarinnar." KUKL — Svo kom Kukl... „Já, þar var staðið fastari fóíum á jörðinni, a.m.k. með aðra löppina. Kukl var „allstar- band“ sem var í upphafi bara sett saman fyrir lokaþátt Áfanga þeirra Guðna Rúnars og Ás- mundar. Kukl var metnaðarfull hljómsveit og hafði algerlega eigin stíl. Eiginlega má segja að Kukl hafi verið einskonar „creative workshop".

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.