Helgarpósturinn - 10.03.1988, Side 2

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Side 2
FYRST OG FREMST Sál hvaða Jóns er þetta? Jón Ólafsson tónlistarmaður „Þetta er eiginlega sál einhvers Jóns sem hefur gaman af „soul"-tónlist. Það er sú sál sem við erum að tala um. Þessi Jón er ekki ég." „Léttir kettir" þættir þínir á rás 2 á laugardögum, þykja meiriháttar flippþættir. Finnst þér gaman að flippa i beinni útsendingu? „Já, þaðeina sem ég hef gaman af í útvarpinu er að spila lög sem ég sjálfur hef gaman af. Ég hef ekki heyrt mikið af því hvort hlustendur hafa líka gaman af þessu! Þetta er mín aðferð til að hafa gaman af vinnunni." Heldurðu að einhver hlusti á þig í útvarpinu? „Ég hef ekki hugmynd um það. Sjálfsagt hlustar þó alltaf einhver en hlustunin er auðvitað orðin allt öðruvísi en þeg- ar rás 2 var ein og sér. Nú hefur þetta dreifst milli útvarps- stöðvanna og ég held það sé fullt af fólki sem veit ekkert af því að ég er í útvarpinu!" Hvað segirðu af bítlavinum? Plata í undirbúningi? „Það er verið að taka upp hljómplötu núna með tólf ís- lenskum bítlalögum, sem flest eru löngu ófáanleg. Við lít- um á okkur sem sagnaritara íslenskrar bítlatónlistar og ákváðum að koma þessu á plast svo ungmenni íslands gætu fengið að njóta laga eftir Rúnar Gunnarsson, Gunnar Þórðarson, Karl Hermannsson o.fl., laga sem ekki eru til." Svo varstu að setja upp Jesus Christ Superstar í veit- ingahúsinu Evrópu. Ertu sjálfur súperstjarna? „Ekki geri ég a.m.k. neitt í því, þyki ákaflega hallærislegur hvar sem ég kem fram, í sjónvarpi og víðar, og þyki hall- ærislegur í klæðaburði þótt það sé ekki viljandi gert. Það getur svosem vel verið að einhverjum finnist ég vera súperstjarna þótt það sé víðs fjarri mínum huga að halda slíku fram." Hvernig kom þessi uppfærsla til? Nú var þetta verk sett upp um það leyti sem þú varst í barnaskóla, ekki rétt? „Ég sá að vísu Superstar í Austurbæjarbíói þegar ég var 10—11 ára gamall og er mjög minnisstætt þegar Pálmi Gunnarsson var hengdur. Þar dó hann í fyrsta sinn væntan- lega. Mig hefur alltaf langað til að spila þessa tónlist og þegar það kom til tals milli mín og Rafns Jónssonar trommuleikara að leika þessi lög hringdum við í Vilhjálm Ástráðsson í Evrópu og spurðum hvort hann hefði áhuga á að fá einhverja góða tónlistarmenn til að flytja þessa tón- list. Hann játti því og við kýldum á það. Auk þess vantaði mann smápening!" Þetta er semsagt ekki bara í tengslum við páskana?! „Neeei — ekki bara! En þetta er auðvitað líka í tengslum við þá. Fyrst og fremst er þetta gamall draumur og maður hefur þörf fyrir að spila og koma fram. Okkur finnst skemmtilegra að spila eitthvað sem ekki er alveg nýtt og sífellt verið að leika í útvarpi. Kusum frekar svona nostalgíu. Það er svo djö... gaman að vera í nostalgíunni!" Þú bjóst í Amsterdam í eitt ár. Komstu heim aftur vegna þess að þú náðir ekki að slá í gegn þar? „Nei, ég kom nú bara heim af svipuðum ástæðum og ég fór út. Mér fannst þetta orðið gott í bili og var kominn með heimþrá. Annars fór ég aðallega út til að hugsa minn gang, athuga hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór." Nýlega hélstu upp á 25 ára afmælið þitt og bauðst 100 manns. Hvaða fólk var þetta eiginlega? „Viltu ekki bara fá listann? Það er mjög fljótlegt að finna út 100 manns og tók mig ekki nema fimmtán mínútur. Þetta voru samstarfsmenn mínir, makar þeirra, vinir og kunningjar úr Verzlunarskólanum, kollegar í tónlistinni og vinir úr knattspyrnufélaginu Víkverja. Ég hefði auðveldlega getað boðið miklu fleirum. Mig hefur alltaf langað til að bjóða fullt af fólki til mín, hvort sem ég þekki það vel eða ekki, bara ef það er skemmtilegt, og ákvað að láta draum- inn rætast!" Af hverju bauðstu okkur ekki? „Af þeirri einföldu ástæðu að ég þekki ykkur ekki." Þá er nú orðið tímabært að kynnast okkur! „Já, ætli ég geri það ekki eftir þessa yfirheyrslu!" í kvöld verður Café Rósenberg — í Kvosinni opnað undir nýju nafni, Bíókjallarinn. Héðan í frá mun verða opið þar öll kvöld vik- unnar, þar leikin lifandi tónlist — og frítt inn! Nokkur kvöld í viku út marsmánuð leikur þar m.a. hljómsveitin „Sálin hans Jóns míns". Einn liðsmanna hennar er Jón Ólafsson, útvarpsmaður og Bítlavinur. KRARNAR í Reykjavík eru greinilega eftirlæti smákrimm- anna, enda oft á tíðum auðvelt að stela þaðan yfirhöfnum og seðla- veskjum í þeirri mannmergð sem þar er um helgar. Um síðustu helgi var til dæmis stolið svo okkur sé kunnugt sedlaveski og kápu af ungu fólki í Geirsbúd. Eig- andi kápunnar, ung kona, virðist óvenju óheppin því skömmu áður en hún uppgötvaði hvarf káp- unnar var sedlaveski hennar stolið upp úr tösku sem hún var með. Konan dó ekki ráðalaus, grunaði hver þjófurinn var, gerði sér lítið fyrir og stal sínu eigin veski aftur af honum! Til að fyrirbyggja hefndaraðgerðir af hálfu krimm- ans strikaði hún yfir hverja ein- ustu ávísun með eldrauðum varalit og sagði að svo búnu að þetta væri 160 króna virði! RÍKISSJÓNVARPIÐ gengurí gegnum töluverðar breytingar þessa dagana hvað varðar fast- ráðningar og útboð við innlenda dagskrárgerð. Þannig eru tækni- menn fastráðnir hjá ríkissjón- varpinu, en margir aðrir dagskrár- gerðarmenn lausráðnir til ýmissa verkefna. Með þessu ætlar ríkis- sjónvarpið að spara umtalsverðar fjárhæðir. Sú staða hefur hins vegar komið upp að tæknimenn, með margra ára reynslu, vinna á lágum launatöxtum opinberra starfsmanna við hlið óreyndra lausamanna á umtalsvert hærra kaupi. Menn eru að vonum mis- hrifnir af slíkri nýsköpun . . . FJÁRMÁLARÁÐHERRA- FRÚIN Bryndís Schram er oft óheppin í orðavali. Breiðhyltingar eru frúnni reiðir eftir að hún kall- aði Breiðholtið villingahverfiö í keppninni um Herra Island sem haldin var á Akureyri í síðasta mánuði. Nú ber svo við að þjófn- adir og árásir eru að verða dag- legt brauð í Vesturbœnum, einkum og sér í lagi í námunda við heimili fjármálaráðherra og konu hans við Vesturgötuna. Gárungarnir segja að hér séu samantekin ráð til að koma orðinu villingahverfi yfir á vesturbæinn.. . FRÉTTAMAÐURINN góð- kunni á Stöð 2, Ómar Valdimars- son, særði margan (kven-)mann- inn í síðustu viku með orðavali sínu í frétt um kjarabaráttu fisk- verkunarkvenna. Var Ómar að segja frá samningaviðræðum Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum og vinnuveit- enda og kallaði þá fiskverkunar- konurnar „Eyjapæjur". Þótti mörg- um það niðurlægjandi orðaval í þessu samhengi og veltu því fyrir sér hvort orðið „Eyjapeyjar" hefði verið notað yfir karla frá Vest- mannaeyjum við svipaðar að- stæður. . . APÓTEKARAFÉLAG fs- lands hefur gefið út afskapiega þægiiegan bækling með fróðleik um ýmis vítamín og steinefni. Þar er m.a. ráðlagður dagskammtur, sagt frá því til hvers líkaminn þarf efnin og úr hvaða fæðutegundum þau fást. Einnig eru skortsein- kenni talin upp, svo sem þreyta, önuglyndi, lystarleysi og fleira í þeim dúr. Hjörtu margra foreldra hafa eflaust tekið kipp við lestur bæklingsins og þeir haldið sig nú hafa fundið lausn flestra sinna vandamála. 1 umfjöllun um E-vítamín stendur nefnilega undir liðnum skortseinkenni: Óþekkt! Þegar nánar er að gáð eru lyfja- fræðingar þó ekki að segja að óþekkt í börnum megi rekja til skorts á þessu vítamíni, heldur að skortseinkennin séu ekki þekkt. Því miður, því miður... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Friðrik mikii Ráöum öllum ræð ég senn, ríkur í holdi og anda. Meðan ráðum ráða menn í ráði Norðurlanda. Niðri „Madur heföi nú haldiö aö hann héldi sig heimavið í ró og nœði svona fyrstu dagana eftir handleggsbrot." LÖGREGLUVARÐSTJÓRI i TÍMANUM, ÞAR SEM GREINT VAR FRÁ ÓVÆNTRI „ENDURKOMU" ESKFIRÐINGSINS HANDLEGGSBROTNA. SÁ HAFÐI VERIÐ FJARLÆGÐUR ÚR HOLLYWOOD, EN VILDI SÍÐAN ALLS EKKI YFIRGEFA LÖGREGLUSTÖÐINA! 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.