Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6
Uppgjör gamla Utvegsbankans BÓKHALDSBRELLUR „KYRRSTAÐ ÚTLÁN OG AFSKRIFTIR í júní 1987 setti þáverandi bankamálaráðherra, Matthías Bjarnason, eins konar skilanefnd til að ganga endanlega frá slitum á Útvegsbanka íslands. Þetta gerði ráðherra vegna gloppu í lögum um nýjan hlutafélags- banka. bar gleymdist að gera ráð fyrir skilanefnd vegna slita gamla bankans, annaðhvort fyrir slysni og vegna fúsks í lagasetningu eða vegna þess að menn gerðu ráð fyrir því að bankinn yrði ekki seldur. Annar möguleiki er sá að menn hafi gert ráð fyrir því þegar lögin voru samin, að einhverjir af bankastjórum gamla bankans yrðu ekki ákærðir og því sjálfsagðir bankastjórar nýja bankans og að þeir myndu ganga frá slitum á gamla bankanum. Það síðastnefnda er sennilegasta skýringin. Bréfið ritaði ráð- herra vegna þess að bankastjórar sögðu starfi sínu lausu og gamla bankaráðið var sett af. í bréfinu fól Matthías Bjarnason bankastjórum og bankaráði gamla bankans að slíta Útvegsbanka Islands. EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON OG PÁl H. HANNESSON MYND: JIM SMART Bréfaskriftir ráðherra í júní 1987 benda til þess að menn hafi hreint ekki gert ráð fyrir að bankastjórarn- ir yrðu ákærðir, eins og raunin varð rétt áður en fyrirhugaðar breyting- ar á stjórn bankans áttu að koma til framkvæmda. Það er eina skýringin á því að eigandi bankans, ríkið, taldi sig við lagasetningu ekki þurfa að setja inn sérstaka menn til að gæta hagsmuna eigenda bankans þegar hann átti að gera upp. HRAKTIR FRÁ BANKANUM Sú óvænta stefna sem banka- stjóramálin í Útvegsbankanum tóku sl. vor varð til þess að nýr banka- málaráðherra, Jón Sigurdsson, og nýr fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skipuðu hvor sinn fulltrúa til að gæta hagsmuna eig- enda bankans, þegar honum yrði slitið. Þessir fulltrúar voru Sveinn Björnsson frá viðskiptaráðuneyti og Siguröur Þórdarson frá fjármála- ráðuneyti. Með skipan þeirra gengu fjármála- og viðskiptaráðherra þvert á ákvörðun fyrrum banka- málaráðherra, Matthíasar Bjarna- sonar, sem ætlaðist til að slit bank- ans yrðu í höndum bankastjóra og bankaráðs gamla bankans. Með bréfi 5. ágúst sl. tilkynntu ráðherrarnir, Jón Baldvin og Jón 6 HELGARPÓSTURINN Sigurðsson, þessa fyrirætlan sína og gerðu viðkomandi með því ljóst, að nærveru hinna gömlu stjórnenda bankans væri ekki óskað í Útvegs- bankanum. Gamla bankaráðið hraktist úr bankanum og banka- stjórarnir þrír, Lárus Jónsson, Hall- dór Gudbjarnason og Ólafur Helga- son, hættu fljótlega þeim störfum, sem þeir töldu sig eiga að vinna. Niðurstaða þess máls er sú, að bankaráð og bankastjórar gamla Út- vegsbankans neituðu að skrifa und- ir reikninga bankans og eftirlétu ríkisendurskoðun, hagsmunagæslu- mönnum ráðuneytanna tveggja og viðskiptaráðherra að skrá nöfn sín á þessa endanlegu reikninga fyrir Út- vegsbanka íslands fyrstu fjóra mán- uði ársins 1987. FRÁVIK FRÁ REIKNINGS- SKILAVENJUM í reikningum Útvegsbanka ís- lands og einnig í matsnefndarskýrsl- unni, sem sérstakiega skipuð mats- nefnd mun skila í næstu viku, munu vera veruleg frávik frá reiknings- skilavenjum sem gilda um uppgjör fyrirtækja, t.d. ríkisbanka, að því er heimildamenn HP fullyrða. Þetta kemur fram í fjórum punktum sér- staklega, en þeir eru færðir til bókar með fororði um að hér sé um „frá- vik frá reikningsskilavenjum" að ræða og hlýtur það að teljast óvana- legt, svo ekki sé meira sagt. I fyrsta lagi eru ,paranlegir rekstr- arfjármunir" gamla bankans metnir á svokölluðu staðgreiðsluverði, sem fengið er út á grundvelli mats Al- mennu verkfrœdistofunnar á eign- um Útvegsbankans gamla. Þeir sem hafa haft umsjón með þessu mati á vegum Seðlabanka eru Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri og Gardar Ingvarsson, aðstoðarmaður banka- stjórnar Seðlabanka. I öðru lagi er búinn til í lokareikn- ingum sérstakur liður sem kallast „kyrrstœd útlárí'. Þetta eru útlán gamla bankans sem nýi bankinn yf- irtekur, en eru skv. mati endurskoð- enda og matsnefndar töpuð að ein- hverju leyti. Munu 420 milljónir af „kyrrstæðum útlánum" upp á 1.500 milljónir teljast afskrifaðar. Þetta flokkast undir ,,varúöarafskriftir“ sem er viðtekin bankavenja, eins og einn heimildamaður HP sagði í sam- tali við blaðið, en hann benti jafn- Samkvœmt lögum um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Islands er gert rád fyrir sérstakri matsnefndtil að meta eiginfjárstödu Útvegsbanka íslands. Matsnefndin er skipud þremur mönnum. Frá Sedlabanka, Fiskveiðasjóöi, auk fulltrúa sem viðskiptaráðherra skip- ar. Arnljótur Björnsson er skipaður af viðskiptaráðherra, og er hann formaður matsnefndarinnar, Ragn- ar Hafliðason, fulltrúi Seðlabanka Islands, og Stefán Svavarsson, full- trúi Fiskveiðasjóðs. Matsnefndin á að meta eiginfjár- stöðu Útvegsbanka íslands á þeim degi að hiutafélagsbankinn tekur við rekstrinum. Fram kemur í lög- unum að ef eiginfjárstaða Útvegs- bankans er neikvæð þá ábyrgist ríkissjóður greiðslu á mismuninum. Ríkissjóður skal greiða mismuninn framt á, að þetta þýddi engan veg- inn að bankinn félli frá neinum kröf- um og að nýi hlutafélagsbankinn, Útvegsbankinn hf„ fengi þessi af- skrifuðu lán og gæti e.t.v. náð þeim inn aftur. Takist það er það beinn hagnaður nýja bankans en tap fyrir ríkissjóð. í þriðja lagi eru lífeyrisskuldbind- ingar vegna allra bankastjóra Út- vegsbanka fslands metnar af trygg- ingafræðingi og gjaldfærðar á gamla Útvegsbankann, samtals 221 milljón kr. Þessi upphæð er síðan færð sem skuld á efnahagsreikningi gamla bankans og lækkar eiginfjár- stöðu bankans verulega. í endanleg- um reikningum segir að eiginfjár- staða bankans sé neikvæð um u.þ.b. 385 milljónir og eru tífeyrisskuld- bindingar vegna bankastjóranna m.ö.o um 221 milljón af þessari tölu. í þessu sambandi er rétt að minnast á að reikningsskilavenjur annarra banka, t.d. Seðlabanka og I-ands- banka, gera ekki ráð fyrir að lífeyris- skuldbindingar vegna bankastjóra með útgáfu 10 ára skuldabréfs, verðtryggðs og með meðaltalsvöxt- um innlánsstofnana. Sama er að segja, ef eiginfjárstaða Útvegsbanka íslands er jákvæðari en menn gera ráð fyrir, þá er hlutafélagsbankan- um gert að greiða ríkissjóði mis- muninn með sömu vaxtakjörum. Annars staðar kemur fram, að við mat á eiginfjárstöðu Útvegsbanka íslands kýs matsnefndin að færa áunnin lífeyrisréttindi bankastjóra til skuldar á efnahagsreikningi gamla bankans. Þetta er óvenjulegt í ljósi þess hvernig farið er með þess- ar skuldbindingar annarra banka, en hefur í þessu tiltekna dæmi þau áhrif, að eiginfjárstaða Útvegs- banka íslands versnar sem nemur þessum skuldbindingum, eða 220 milljónum krónum, en það er sú upphæð sem tryggingafræðingar telja að hlutafélagsbankinn þurfi að séu færðar á þann hátt sem hér er gert. I fjórða lagi er afgreiðslan á svo- kölluðu ,fkattalegu hagrœði" afar sérstök. Samanlagt skattalegt tap gamla Útvegsbankans nemur á ann- an milljarð króna, og fylgir honum því verulegt skattalegt hagræði. Þetta tap gamla bankans getur nýi bankinn dregið frá væntanlegum hagnaði um ókomin ár. Er tap, þetta verðtryggt og hagstætt fyrir nýja bankann að kaupa þetta tap fyrir aðeins 185—190 milljónir króna. Sú upphæð er mjög lág fyrir svo mikið tap, að áliti endurskoðenda, sem HP ræddi þessi mál við. HVERJIR GRÆÐA — HVERJIR TAPA? Ef byrjað er á ríkissjóði að þá eru tölurnar sagðar þessar. I fyrsta lagi eru bókfærðar út úr ríkissjóði 800 milljónir sem hlutafjárframlag rík- issjóðs til Útvegsbankans hf. Af því voru síðan seld hlutabréf fyrir um 36 milljónir króna, þannig að út- greiða vegna lífeyrisskuldbindinga bankastjóranna. I þessu sambandi má benda á að ef eiginfjárstaða Landsbanka íslands, svo dæmi sé tekið, væri sett upp á sambærilegan hátt, þá myndi eiginfjárstaða hans stórversna, enda skuldbindingar við bankastjóra miklar. Það er eftirtektarvert, að þessar skuldbindingar vegna bankastjór- anna skuli vera fluttar yfir á hlutafé- lagsbankann og honum þannig ætl- að að greiða lífeyri til bankastjóra úr ríkisbönkum. í fljótu bragði virðist nærtækara að ríkissjóður tæki þess- ar skuldbindingar á sig beint í stað þess að leggja nýja bankanum til þetta fé með 10 ára skuldabréfi. Með þessum æfingum er gert ráð fyrir, að endanleg niðurstaða mats- nefndarinnar verði, að eigið fé Út- vegsbanka íslands verði neikvætt um 385 milljónir. Mat á eiginfjárstödu Útuegsbankans NEIKVÆÐ UM 385 MILLJÓNIR Lífeyrisskuldbindingar bankastjóra skuldfœrðar í efnahagsreikningi gamla bankans

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.