Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 7

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 7
Nýir stjórnendur Útvegsbanka fslands hf. á blaðamannafundi sl. haust. Rekst- ur bankans gekk vel síðustu átta mánuði ársins sem leið. Hagnaður um 120 milljónir. Hlutafélagsbankinn fékk óskabyrjun. en í Ijósi uppgjörs gamla bank- ans hljóta menn að spyrja sig: Til hvers er ríkið að selja þennan banka? Bankastjórar gamla bankans neita að undirrita ársreikning Lagasetningin gloppótt — matsnefnd aö skila af sér Matthías Bjarnason œtlaöist til að gamla bankaráðiö gengi frá bankanum — áttu bankastjórar gamla bankans að sitja áfram? gjöld ríkisins eru skráð 764 milljónir króna. Við þetta bætist síðan hluta- fjárframlag Fiskveidasjóds upp á 200 milljónir króna, sem má telja til útgjalda ríkisins. Útlagt fé rikisins til hlutafjár Útvegsbanka hf. er því samtals 964 milljónir króna. Síðan ábyrgist ríkissjóður lífeyris- sjódsgreidslur til fyrrum starfs- manna Útvegsbanka ísiands, sem samkvæmt mati frá 1985 voru tald- ar um hálfur milljarður króna. í dag má áætla þær greiðslur um 600 milljónir. __ Loks segir í lögunum um stofnun Útvegsbankans hf. að reynist eigin- fjárstaða Útvegsbankans gamla nei- kvæð ábyrgist ríkissjóður mismun- inn svo bankanum verði skilað á núlli og hlutafé Útvegsbankans hf. stemmi upp á einn milljarð. Þar sem niðurstöður matsnefndar munu vera þær að eiginfjárstaöa Útvegs- bankans gamla hafi verið neikvæð upp á 385 milljónir ber ríkissjóði að greiða þá upphæð til Útvegsbank- ans hf. til að jafna reikningana í samræmi við lagasetningu Alþingis um hlutafélagsbankann. Út úr þessu dæmi má því fá þá niðurstöðu, að gjaldþrot Útvegsbanka íslands og þær skuldbindingar sem ríkissjóður setti sig í við lagasetningar um stofnun nýs hlutafélagsbanka hafi kostað ríkissjóð um tvo milljarða króna! Við þessa niðurstöðu er hins veg- ar eitt og annað að athuga. í fyrsta lagi er útlagt hlutafé ríkissjóds ekki tapaö, heldur eðlilega bókfært ríkis- sjóði til eignar. Þar á ofan fær ríkis- sjóður greiddan eðlilegan arð af þessari hlutafjáreign, skili bankinn hagnaði og ákveði hlutahafafundur að svo sé gert. Talið er líklegt að hagnaður Utvegsbankans síðustu 8 mánuði fyrra árs hafi numið um 120 milljónum og má því segja að 965 milljóna fjárfesting ríkissjóðs hafi skilað um 12% arði, sem hlýtur að teljast gott. Hins vegar er talið ólík- legt, samkvæmt heimildum HP, að hiuthafafundur ákveði að greiða arð af hlutabréfum nú, sem þýðir að hlutafélagsbankinn heldur þeim peningum innan sinna veggja til ráðstöfunar, en ríkissjóður sér ekki krónu, að öðru leyti en því að hluta- bréfin hækka í verði. Varðandi lífeyrissjóðsgreiðslur til fyrrverandi almennra starfsmanna Útvegsbankans gamla kemur tvennt til greina. Annars vegar, sem má telja eðlilegt, að ríkissjóður greiði einstökum starfsmönnum út sinn lífeyri eftir þörfum, en ávaxti höfuðstól sjóðsins sjálfur. Með því móti dreifast lífeyrissjóðsgreiðslur ríkisins yfir nokkra áratugi og það nýtur ávöxtunarmöguleika sjóðsins. Hins vegar er sá möguleiki að fara með þessar almennu lífeyrissjóðs- greiðslur á sama hátt og matsnefnd mun hafa ákveðið að fara skuli með lífeyrissjóðsgreiðslur til_ allra fyrr- verandi bankastjóra Útvegsbank- ans, þ.e. að ríkið áætli hæstu mögu- legu tölu sem gæti komið til útborg- unar og færi þá fjárhæð yfir á reikn- ing Útvegsbankans hf., sem síðan sér um útborganir eftir því sem við á. ÓHAGSTÆÐIR ÚTREIKNINGAR Niðurstaða matsnefndar varðandi lífeyrisgreiðslur vegna bankastjóra hlýtur að teljast ríkissjóði mjög óhagstæð en hlutafélagsbankanum hagstæð að sama skapi. Eins er furðulegt að lífeyrisgreiðslur til nokkurra bankastjóra skuli vera áætlaðar ríflega 200 milljónir króna. Loks er sérkennilegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, að þær 220 milljónir, sem ætlaðar _eru til greiðslu Íífeyris bankastjóra Útvegs- bankans gamla og færðar eru hluta- félagsbankanum til ráðstöfunar, skuli vera reiknaðar með þegar eig- infjárstaöa Útvegsbankans gamla er fundin. Má ímynda sér að eigin- fjárstaða t.d. Landsbankans og Bún- aðarbanka yrði ansi neikvæð ef þar kæmu til frádráttar allar lífeyris- skuldbindingar bankans við núver- andi og fyrrverandi starfsmenn hans. Hefði þessu bragði ekki verið beitt, sem vissulega er „frávik frá reikningsskilavenjum", hefði eigin- fjárstaða Útvegsbankans gamla ekki verið neikvæð um 385 milljón- ir, heldur 167 milljónir króna eftir alls konar „sérstakar afskriftir"! Þá er komið að líklegustu niður- stöðu matsnefndar um það ,jkatta- lega hagrœöi sem Útuegsbanka ís- lands fylgir" og Útvegsbankinn hf. skal njóta. Hér er um að ræða að þar sem Útvegsbankinn gamli gekk illa og safnaði skuldum að þá var hon- um heimilt samkvæmt skattalögum að draga frá skattskyldum tekjum tap undangenginna ára, og er þetta kallað ,yfirfœranlegt skattalegt tap". Tap fyrra árs má sem sagt draga frá hagnaði næsta árs, áður en skatt- stofn er reiknaður út. Hingað til hef- ur þetta aðeins gilt innan sama fyr- irtækis, en lögin um stofnun Útvegs- banka hf. heimila yfirfærslu á þessu „hagræði" frá gamla bankanum yfir í þann nýja. Talið er að þetta yfir- færanlega skattalega tap, sem Út- vegsbankinn gamli hafði rétt á, hafi numið um 1.200 milljónum. Þær milljónir eru verötryggöar og hefðu nýst gamla bankanum til hagræðis um ókomin ár. Majsnefnd mun hins vegar ætla sér að Útvegsbankinn hf. skuli fá að kaupa þetta hagræði á aðeins 185—190 milljónir króna og er hér því um að ræða mikinn ábata fyrir hlutafélagsbankann. Hefði hlutafélagsbankanum verið gert að kaupa þetta skattalega hagræði þó ekki hefði verið nema á helmings afslætti, þ.e. um 600 milljónir, og hefði ekki verið farið svo undarlega með lífeyrismál bankastjóranna, hefði skyndilega verið komin upp alveg ný staða. í stað þess að eigin- fjárstaða Útvegsbankans gamla væri neikvæð um 385 milljónir króna og að ríkið þyrfi að greiða þá upphæð til hlutafélagsbankans væri hún jákvæð um nálægt 470 milljón- ir og hlutafélagsbankinn hefði þá þurft að greiða þá upphæð til ríkis- ins! Fyrir svo utan þá miklu við- skiptavild gamla bankans sem ekki er tekin með í mat á stöðu hans, en hlutafélagsbankinn nýtur. Óneitanlega virðist svo vera að um það hafi verið tekin ákvörðun í upphafi, við uppgjör Útvegsbank- ans gamla, að færa sem mest til nýja bankans. Að það hafi verið talið auðveldara að ganga í skrokk á hin- um „gamlá' banka en að gera hin- um nýja banka erfitt fyrir. Fyrir því má auðvitað færa ýmis rök, svo sem að menn hafi talið nauðsynlegt að nýi bankinn fengi sem hagkvæm- asta stöðu strax í byrjun, þar sem hann væri jú starfandi banki og svo að ýmsir þeir sem stærstan þátt áttu í að koma honum á koppinn hafi ógjarnan vilja sjá afkvæmið and- vana fætt. Þar skipta bæði persónu- legur metnaður, beinir peningalegir hagsmunir og hugmyndafræðileg stefna máli. TIL HVERS AÐ SELJA BANKANN? Að lokum mætti spyrja hvers vegna, eftir að svo hefur verið í pott- inn búið að staða Útvegsbankans hf. er orðin svo góð, — hvers vegna ætti ríkið að selja þennnan banka? Bankinn hefur fengið einstakt tæki- færi að byrja nánast með hreint borð hvað varðar ,jlœma viöskipta- vini", hann fær notið mikils skatta- legs hagræðis á næstu árum, eigin- fjárstaða hans er jákvæð og hann skilar þar af leiðandi arði. Er ekki eðlilegast að ríkisvaldið haldi í aðra eins gullgæs, eða er eðlilegt að það færi bankann á silfurfati þeim fjár- magnsöflum sem eftir því vilja slægjast? Jón Sigurðsson mun vera að und- irbúa nýtt útboð á hlutabréfum bankans. Fyrirsjáanleg er veruleg hækkun á verðgildi þeirra. Það skyldi þá aldrei fara svo, að hags- munir ríkisins væru þeir að eiga bankann áfram. Eða snýst málið kannski ekki um hagsmuni þess? Sjá einnig greinina „Kristjáni skipt út" á bls. 38. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.